Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
29. september 1991: „Ræða
Bush Bandaríkjaforsta í
fyrrakvöld markar þáttaskil í
vígbúnaðarkapphlaupinu,
sem geisað hefur í rúma fjóra
áratugi. „Nú er einstætt
tækifæri til að breyta stefnu
Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna í
kjarnorkuvörnum,“ sagði
Bush og vísaði þar til hruns
kommúnismans í
Sovétríkjunum. Í framhaldi
af því lýsti Bush því yfir, að
Bandaríkjamenn myndu fyrir
sitt leyti draga stórlega úr
kjarnorkuvopnabúnaði og
skoraði á Sovétríkin að gera
slíkt hið sama.“
. . . . . . . . . .
30. september 1981: „Lárus
Jónsson alþm. ritaði
athyglisverða grein í
Morgunblaðið sl. sunnudag
þar sem hann færir rök að því
að árangur ríkisstjórnarinnar
í baráttu við verðbólguna sé
alls ekki sá sem talsmenn
stjórnarinnar vilja vera láta.
Í upphafi þessarar greinar
segir Lárus Jónsson m.a.:
„Kaldur veruleikinn er sá, að
verðbólgan er ekki minni
síðari hluta þessa árs en hún
var, þegar ríkisstjórnin tók
við. Hækkun vísitölu
framfærslukostnaðar er nú
9% eftir hverja 3 mánuði, eins
og í febrúar 1980. Síðustu 12
mánuði hinn 1. nóv. nk. er
hækkunin skv. rauntölum og
spá Þjóðhagsstofnunar
46,6%, en á sama tímabili árið
áður 50,8%. Þannig má færa
töluleg rök á pappírum fyrir
örlitlum slaka í
verðhækkunum frá því í fyrra
í kjölfar 7% kaupskerðingar
1. mars ef borin eru saman 12
mánaða tímabil á
sambærilegum grunni.“
. . . . . . . . . .
30. september 1971: „Jóhann
Hafstein formaður
Sjálfstæðisflokksins, setti á
þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna um síðustu
helgi fram athyglisverða
tillögu um það, hvernig haga
bæri útfærslu
fiskveiðitakmarkanna nú.
Hann benti á, að eðlilegast
væri, að Íslendingar miðuðu
aðgerðir sínar við
landgrunnsstefnuna, en
henni hafa þeir fylgt allt frá
því að lögin um vísindalega
verndun fiskveiðimiða
landgrunnsins voru sett árið
1948. Heppilegast væri því að
miða útfærsluna nú við
landgrunnið allt, en heimila
öllum þjóðum veiðar inn að 50
mílum á meðan verið væri að
mæla landgrunnið og ákveða
landgrunnsmörkin nánar.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DAGUR HEYRNARLAUSRA
Alþjóðlegur dagur heyrnarlausra erí dag og er hann nú haldinn í tólftasinn hér á landi. Heyrnarlausir
hafa mátt heyja langa og erfiða réttinda-
baráttu og lengi þurftu þeir að þola mis-
munun á ýmsum sviðum þjóðlífsins, en nú
er viðmót þjóðfélagsins orðið gerbreytt,
þótt enn sé mikið starf óunnið.
Stórt skref var stigið í baráttu heyrnar-
lausra fyrir rétti sínum þegar táknmálið
fékk viðurkenningu, en það hafði verið
helsta baráttumál Félags heyrnarlausra á
Íslandi frá því það var stofnað árið 1960. Í
Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir
Júlíu G. Hreinsdóttur, stundakennara við
Háskóla Íslands í táknmálsfræðum og
ráðgjafa við Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra, sem er nokkuð óvenjuleg fyrir þær
sakir að hún er samin á íslensku táknmáli
og þýdd á íslensku. Í greininni lýsir Júlía
hvernig það var fyrir heyrnarlausan ein-
stakling að læra íslensku án stuðnings
táknmálsins. „Kennararnir gátu ekki
kennt okkur íslensku vegna þess að þeir
kunnu ekki táknmálið, hvorki orðaforð-
ann né málfræðina,“ skrifar hún. „Þeir
gátu því ekki skýrt fyrir okkur hvaða
merkingu íslensku setningarnar höfðu
eða hvaða hlutverki málfræðiendingarnar
gegndu. Við sem erum fullorðin í dag
höfðum því á þessum tíma enga mögu-
leika á að ná góðu valdi á íslensku. Við
gátum ekki lært íslensku nema hún væri
skýrð í gegnum táknmálið og á grundvelli
þess.“
Á undanförnum árum hefur réttur
heyrnarlausra verið að styrkjast mjög í
íslensku þjóðfélagi og réttarkerfi. Það er
ekki síst að þakka tilkomu Samskiptamið-
stöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra
fyrir tíu árum. Júlía lýsir í grein sinni að
þar hafi orðið til vettvangur til rannsókna
á táknmáli, kennslu táknmáls og til þess
að byggja upp túlkaþjónustu. Táknmál
hefur verið að ryðja sér mjög til rúms á
undanförnum árum og hefur verið hafist
handa við verkefni, sem vonandi eiga eftir
að leiða til aukins skilnings á hlutskipti
heyrnarlausra í framtíðinni. Meðal ann-
ars hefur verið unnið að því að auka at-
vinnutækifæri heyrnarlausra og hefur frá
1998 verið rekin staða atvinnufulltrúa hjá
Félagi heyrnarlausra með styrk frá
Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, sem hefur
útvegað heyrnarlausum vinnu. Afrakstur
þess er að í leikskólanum Sólhlíð í Reykja-
vík starfa nú þrír heyrnarlausir starfs-
menn, en allt annað starfsfólk skólans og
nemendur eru heyrandi og tengdust sam-
félagi heyrnarlausra ekki áður. Reynslan
í Sólhlíð hefur verið sú að börnin hafa ver-
ið fljót að tileinka sér táknmálið og hafa
mörg náð tökum á því nú þegar. Þykir
hafa tekist svo vel til að í dag verða leik-
skólanum veitt verðlaunin Múrbrjótur-
inn, sem er sérstök viðurkenning fyrir
starf, sem markvisst miðast að því að
brjóta niður múrana á milli heims hinna
heyrandi og hinna heyrnarlausu.
Margt hefur orðið til þess að höggva
skörð í þá múra á undanförnum árum.
Uppræting fordóma er þar snar þáttur,
en ekki er hægt að horfa fram hjá því að
einnig hefur átt sér stað tæknibylting,
sem hefur komið sér vel fyrir heyrnar-
lausa. Heyrnarlausir hafa nú samskipti
sín á milli og við hið heyrandi samfélag
með textaskilaboðum farsíma, í tölvu-
pósti, á Netinu og með textasímaforritum
fyrir tölvur. Með tilkomu myndsíma, sem
nú eru á almennum markaði, geta heyrn-
arlausir jafnvel talað saman á táknmáli í
gegnum síma, sem er gífurleg framför. Þá
má ekki gleyma möguleikum á að texta
innlent sjónvarpsefni með aðstoð texta-
varps, en meira mætti gera af því að nýta
þá möguleika.
Læknirinn og taugasérfræðingurinn
Oliver Sacks hefur skrifað bók um heim
heyrnarlausra, sem nefnist „Að sjá radd-
ir“. Þar segir hann að tilvist hins einstaka
tjáningarforms táknmálsins hafi einnig
víðtæka merkingu fyrir þá, sem tilheyri
heimi heyrnarinnar, því að hún sýni „að
margt af því, sem gerir okkur mannleg –
hæfileiki okkar til máls, hugsunar, sam-
skipta og menningar – þróast ekki sjálf-
krafa með okkur, er ekki aðeins líffræði-
leg starfsemi, heldur að sama skapi
félagsleg og söguleg að uppruna; það er
gjöf – ein sú dásamlegasta – frá einni kyn-
slóð til annarrar … Tilvist sjónræns máls,
táknmáls, og sú skerping skynjunar og
sjónræna greind, sem þarf til að tileinka
sér það, sýnir okkur að möguleikar heil-
ans eru svo miklir að við hefðum vart get-
að ímyndað okkur það og ber vitni nánast
ótakmörkuðum auðlindum mannverunnar
þegar hún þarf að laga sig að hinu nýja“.
Ekki eru mörg ár síðan Sacks hefði þótt
vaða í villu. Þá var táknmáli líkt við „apa-
mál“ og jafnvel talið klúrt að tala það á
götum úti. Sem betur fer hafa þessi sjón-
armið vikið og táknmálið víðast hvar feng-
ið sinn sjálfsagða sess. En starfinu er ekki
lokið og er rétt að hafa í huga þau orð Júl-
íu G. Hreinsdóttur að fyrir heyrnarlausa
er ekkert líf án táknmáls.
E
INS og vikið var að í
Reykjavíkurbréfi laugar-
daginn 25. ágúst, hafa
bílar haft afar afgerandi
áhrif á nánasta umhverfi
allra þeirra sem búa í þétt-
býli. Sú þróun hefur átt
sér stað á mjög stuttum
tíma – í það minnsta ef litið er til sögu borg-
armenningar – og kann það að vera ein orsök
þess andvaraleysis sem einkennt hefur við-
brögð stjórnvalda við þeim vanda sem sem
stafar af almennri bílaeign. Erlendis tóku
stjórnvöld ekki að huga að vandanum að ráði
fyrr en í olíukreppunni fyrir um aldarfjórð-
ungi, en fram að þeim tíma var einungis reynt
að leysa vaxandi umferðarvanda með uppbygg-
ingu æ flóknari vegakerfa. Hér á landi er það
einungis á síðustu árum að ýmsir tóku að velta
þeim vandamálum er tengjast bílaeign almenn-
ings fyrir sér.
Þó bílar hafi vissulega fyrst og fremst verið
hannaðir sem samgöngutæki tengist sögu
einkabílsins töluvert flókinn félagslegur bak-
grunnur. Fyrstu bílarnir voru dýrir og ein-
ungis á fárra færi að eignast þá. Þegar fyrsti
fjöldaframleiddi bíllinn, Ford T-módelið, kom
á markað var hann því ekki einungis forsenda
þeirrar samgöngubyltingar sem í almennri
notkun einkabíla fólst, heldur einnig áhrifa-
mikið stöðutákn. Þetta gerðist á tímum þar
sem almenningur í hinum vestræna heimi var
að vakna til vitundar um aukinn áhrifamátt
sinn í samfélaginu og bíllinn var einn þeirra
þátta sem bauð upp á aukið sjálfstæði og
hreyfanleika.
Bílar sem tákn
sjálfstæðis og
velmegunar
Þetta átti ekki síst
við um Bandaríkin,
bílvæddasta land
heims. Sá sem gat
komist yfir pallbíl á
þriðja áratug síðustu
aldar í Bandaríkjunum, þegar kreppan réði
lögum og lofum, átti meiri möguleika en aðrir á
að sjá sér og sínum farborða. Bíllinn tryggði
honum hreyfanleika til að færa sig á milli at-
vinnutækifæra, auk þess að vera jafnvel sama-
staður. Enn þann dag í dag vísa Bandaríkja-
menn gjarnan til „sinna eigin fjögurra hjóla“
sem tákns um hreyfanleika sinn og frelsi til að
fara hvert á land sem er.
Í nútímanum hefur bíllinn því öðlast slíkan
sess sem undirstaða sjálfstæðis og tákn um
veraldlega velgengni í heiminum öllum, að
jafnvel í fátækrahverfum, þar sem fólk á tæp-
ast fyrir brýnustu nauðsynjum, hvað þá heldur
menntun, er einkabíll eftirsóknarvert tákn um
velmegun.
Líku máli gegnir hér á landi, þar sem jafnvel
hefur verið algengt að vísa til bíla sem „fast-
eignar á hjólum“. Þegar bílar bárust fyrst
hingað til lands gegndu þeir að sjálfsögðu
sama hlutverki í lífi fólks og annars staðar í
heiminum. Rétt eins og í Bandaríkjunum voru
þeir merki um efnahagslegt sjálfstæði og stór
þáttur í sjálfsmynd einstaklinga. Hver kannast
ekki við „Bjössa á mjólkurbílnum“ er þeysti
kæruleysislega um sveitirnar „með aðra hönd
á stýri“ sem ómótstæðilegur boðberi nútímans.
Í þjóðarvitundinni brúaði hann bilið á milli for-
tíðar sveitanna og möguleika óráðinnar fram-
tíðar í þéttbýlinu.
Eftir því sem bílaeign Íslendinga jókst varð
til ákveðin „bílamenning“ í landinu, sem end-
urspeglaði viðhorf almennings til farartækj-
anna. Bílamenningin hlutgerðist meðal annars
í kapphlaupi um að eignast sem dýrastan bíl
eða, meðal þeirra efnaminni, í aukahlutum eða
jafnvel skreytingum á baksýnisspeglum og á
stýri. Sem athyglisvert dæmi um það verald-
lega kapphlaup sem tengst hefur bílaeign hér á
landi má nefna gamla númerakerfið sem hér
var við lýði við skráningu bíla til skamms tíma.
Þar gengu lág númer kaupum og sölum þar
sem þau voru til vitnis um langa sögu bíla-
eignar eigandans. Því lægra sem númerið var
þeim mun betra þótti það. Allt segir þetta sína
sögu um vægi bílsins og þeirrar menningar er
honum tilheyrir sem táknmyndar, á þeim
stutta tíma sem liðinn er frá því hann hélt inn-
reið sína inn í daglegt líf fólks.
En það er ekki einungis í kringum bílinn
sem táknmynd fyrir velmegun, sem rekja má
ákveðna menningarsögu. Bílar hafa allt frá
sínum fyrstu dögum einnig gegnt veigamiklu
hlutverki sem leikföng þeirra sem komnir eru í
fullorðinna manna tölu. Þannig draga bíla-
íþróttir að ótrúlegan áhorfendafjölda og fræg-
ustu kappakstursbrautir heims eru ekki ólíkar
hringleikahúsum fyrri tíma.
Í höndum margra eru bílar einnig leikföng í
daglegu lífi þeirra, eins og óteljandi dæmi um
glæfralegan akstur að ástæðulausu sanna.
Kannanir sýna að ungir bílstjórar eru líklegir
til að líta á bíla sem leikföng ekki síður en sam-
göngutæki og má rekja fjölda alvarlegra slysa
til þess hugsunarháttar. Skemmst er að minn-
ast alvarlegs slyss á kvartmílubrautinni í Kap-
elluhrauni í Hafnarfirði fyrr í vikunni, þar sem
fimm ungmenni slösuðust eftir að tveir ungir
ökumenn háðu kappakstur og misstu stjórn á
bílum sínum.
Piltar virðast vera mun líklegri til að leika
sér á bílum en stúlkur og eru ungir menn á
aldrinum 17-20 ára þeir sem valda mesta og al-
varlegasta tjóninu í umferðinni. Jafnframt
virðast þeir leggja meiri áherslu á að eignast
bíl en stúlkur, en til marks um það má nefna að
um síðustu áramót voru um helmingi fleiri pilt-
ar á aldrinum 17-20 ára skráðir fyrir bílum en
stúlkur.
Það er því löngu ljóst að bílar eru ekki ein-
ungis samgöngutæki í nútímasamfélagi, um þá
gilda sömu lögmál og um hvaða aðra neyslu-
vöru þar sem reynt er að höfða til neytandans
á sem fjölbreyttastan máta hvort sem hann er
ungur eða gamall, karlkyns eða kvenkyns.
Fram á síðustu ár var markaðssetningu á bíl-
um þó fremur beint til karlmanna en kvenna,
enda hafa bílar verið ótrúlega ríkur þáttur í
mótun sjálfsmyndar þeirra allt frá barnsaldri,
síðustu hálfa öld. Ef litið er til hefðbundinnar
kynjaskiptingar í vali á leikföngum, er ljóst að
leikfangabílar eru algengustu og hefðbundn-
ustu leikföng drengja, en leikfangabrúður
stúlkna. Gera má ráð fyrir að stúlkur hafi leik-
ið sér með brúður um margra alda skeið en lík-
lega eru flestir búnir að gleyma að hvaða leik-
föngum drengir léku sér áður en tími „Bjössa á
mjólkurbílnum“ rann upp, sem sýnir ef til vill
best hve samsömun karla með bílum hefur ver-
ið afdráttarlaus.
Kynbundinn
áherslumunur
í viðhorfum til
bíla
Vegna þessa kyn-
bundna áherslumun-
ar hafa viðhorf
kvenna til bíla mót-
ast af öðrum þáttum
en viðhorf karla. Þær
eru líklegri til að
keyra litla og ódýra bíla, sem á tímabili voru
hreinlega nefndir „konubílar“, auk þess sem
þær leggja minna upp úr krafti og aukabúnaði,
öðrum en þeim er lýtur að öryggisatriðum.
Karlmenn virðast á hinn bóginn fylgjast betur
með framförum á sviði bílaiðnaðar og leggja
meiri áherslu á tæknilegan útbúnað. Það sem
hefur þó verið mest sláandi í gegnum tíðina er
hve stærð bíla virðist vera þýðingarmikil í aug-
um karlmanna, en því stærri, og um leið dýr-
ari, sem bílinn er þeim mun betur þjónar hann
þeim tilgangi að sýna veraldlega velgengni eig-
andans. Bílar hafa þannig í raun vegið þungt í
þeim hefðbundnu kröfum sem gerðar hafa ver-
ið til karlmanna um að sanna sig sem fyr-
irvinnur heimilanna.
Í þeim Evrópulöndum þar sem hvað mest
áhersla hefur verið lögð á umhverfisvæna lífs-
hætti, svo sem í Hollandi og Lúxemborg, hefur
þó orðið vart við hugarfarsbreytingu varðandi
samsömun með bílum á undanförnum árum. Í
kjölfar sívaxandi mengunar og aukinnar með-
vitundar um nauðsyn þess að nýta vel þær
náttúruauðlindir sem gengið geta til þurrðar,
hafa neytendur brugðist við vaxandi þrýstingi
umhverfisverndarsinna um að kaupa sér minni
og sparneytnari bíla. Viðhorf almennings eru
með öðrum orðum að breytast í þá veru að stór
og eldsneytisfrekur bíll er álitinn tákn um
græðgi og tillitsleysi gagnvart náunganum og
umhverfinu, en litlir og umhverfisvænni bílar
tákn um samkennd og félagslega ábyrgðartil-
finningu. Það getur því orkað tvímælis, jafnvel
í efnameiri hverfum, að vera með tvo bíla í inn-
keyrslunni, hvað þá heldur ef annar eða báðir
eru stórir.
Því miður er þessi raunsæi hugsunarháttur
enn framandi og fjarri okkur Íslendingum.
Hér keppist almenningur við að safna fyrir æ
stærri og neyslufrekari jeppum, í trássi við
allar þær upplýsingar sem fyrir liggja um
nauðsyn þess að temja sér umhverfis- og sam-
félagsvænni lífhætti. Auglýsingar og markaðs-
setning jeppa hér á landi markast iðulega af
álíka skorti á virðingu fyrir umhverfinu, ekki
einungis í þéttbýli heldur einnig í óbyggðum.
Hver kannast ekki við auglýsingar þar sem
vísað er til bíla sem leikfanga á jöklum, eða
sem kraftmikilla verkfæra sem ferjað geta eig-
endur sína yfir nánast hvaða ófæru sem er?
Full ástæða er til að vekja athygli á þeim hætt-