Morgunblaðið - 30.09.2001, Page 31

Morgunblaðið - 30.09.2001, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 31                                           !     !  " # $     "% & !     " % !# '(  " )"## #*  +,-    ! )"##.                                                 !"!#    ! " # !!" $%" &" '!$ ! ( #  $%" )%*!! ! "+,%- ! "  $%" "!% . (" #   ! " ! /" 0! )%! $%" ""   ! !1 23 $%" /3" #   ! "0" # ""$%" 45 !! # "!% ! ""5 6#  $ $%"  ""  !$!$"#                                           !      "    "#      ! "#  $    #%     &!'  #         &&'(                                                        ! "    #   $    %  %   %                            !"#$"                 %&''  (' %&''        $  ) %&''     *  +%&''    %&''  ,-    ../0 ✝ Herdís Eggerts-dóttir fæddist á Sæbóli í Haukadal við Dýrafjörð 5. septem- ber 1932. Hún lést á heimili sínu 23. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Herdísar voru Eggert Guð- mundsson, f. 10. jan. 1883, d. 14. maí 1966, og kona hans Guðríð- ur Gestsdóttir, f. 11. sept. 1897, d. 14. jan. 1993. Bræður Herdís- ar eru Jón Þorberg, f. 7. okt. 1922, Guð- mundur, f. 29. jan. 1928, og Andrés Magnús, f. 20. okt. 1929. Herdís giftist 29. okt. 1955 Magnúsi Helgasyni, f. 29. des. 1932, foreldrar hans voru Helgi Benónísson, f. 23. apríl 1900, d. 19. ág. 1985, og Nanna Magnúsdóttir, f. 12. sept. 1905, d. 9. sept. 1975. Börn Her- dísar og Magnúsar eru: 1) Guðmundur, f. 5. jan. 1956, kvæntur Ingibjörgu Hreiðars- dóttur, f. 2. mars 1952, og eiga þau tvö börn, Heiðar Levy og Tönju Huld; og 2) Ester, f. 5. ág. 1964. Fyrir átti Herdís son- inn Eggert, f. 31 ág. 1953, kvæntur Þrúði Gísladóttur, f. 9. des. 1950, og eiga þau fjögur börn, Gísla Frey, Óskar Örn, Magnús Fannar og Jóhönnu Herdísi. Faðir Eggerts er Sigurjón Valdimarsson. Útför Herdísar fer fram frá Há- teigskirkju á morgun, mánudaginn 1. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einstakur er orð sem notað er, þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir. Og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku besta mamma mín, hvíl í friði. Þín Ester. Það var sunnudaginn 23. septem- ber kl. 11 að ég heyrði þessa sorg- arfrétt, „amma er dáin“. Ég trúði þessu varla, ég sem var nýbúin að fara í heimsókn til hennar og mér fannst hún bara líta vel út. Þá var hún nýbúin að eiga afmæli og ég og mamma vorum að gefa henni afmæl- isgjöf. En amma var búin að vera veik en ég fékk aldrei að vita neitt. Það var alltaf sagt við mig þegar ég spurði hvað mamma og pabbi voru að tala um: „Amma er svo veik“ en hvernig var hún veik? Það fékk ég aldrei að vita. Ég man að þegar ég var lítil fannst mér svo gaman að vera í garðinum hjá ömmu og afa. Hann var risastór með fullt af blómum. Einu sinni fór ég með Ester frænku minni og ömmu í bæinn og þær keyptu skó og pils á mig. Ég var svo ánægð með mig og það er til mynd af mér sem er uppi á hillunni hjá ömmu og afa, ég í dopp- ótta pilsinu og rauðu Adidas-skónum. Afi setti líka rólu í garðinn og ég ról- aði næstum alltaf þegar ég kom í heimsókn. Amma var líka alltaf að baka og allt sem hún bakaði var svo gott. Þegar ég kom í heimsókn einu sinni spurði hún mig hvort ég vildi hjálpa henni að snúa kleinunum sem hún var að steikja og ég gerði það. Hún vissi hvað mér þóttu góðar klein- urnar sem hún bjó til og hún gaf mér oft poka með kleinum í þegar hún var búin að steikja þær. En síðan þurftu þau amma og afi að flytja vegna þess að þau gátu ekki séð um garðinn leng- ur því að amma var svo lasin. Amma fylgdist aðeins með hand- boltanum út af mér og Hreiðari bróð- ur mínum. Ég hringdi stundum eftir mót og sagði ömmu og afa hvernig gekk og líka þegar ég fékk einkunnir á prófum í skólanum. Ömmu þóttu pítsur svo góðar og mér finnst það líka. Henni fannst þær bestar með skinku, papriku og sveppum. Hún spurði stundum Ester hvort við ætt- um ekki að fá okkur pítsu. Mér fannst amma svolítið matvönd en við eigum það sameiginlegt. Amma hringdi mjög oft til okkar og talaði stundum við mig. Hún talaði oft um sig þegar hún var ung en sagði að það væri bara á milli hennar og mín. Amma var flink í höndunum eins og maður sér þegar maður skoðar púð- ana sem hún saumaði. Fyrir stuttu prjónaði ég húfu og sýndi henni hana. Ömmu fannst hún voðalega flott og bað mig um að prjóna húfu handa sér. Ég sagðist ætla að prjóna fyrst trefil við húfuna sem ég prónaði og svo myndi ég prjóna húfuna. Hún hringdi í okkur fjölskylduna og þegar ég svar- aði spurði hún: „Ertu byrjuð á húf- unni minni?“ En síðan gerðist þetta. Ég hef aldrei gengið í gegn um svona, en allir þurfa að ganga í gegn um þetta og þetta er mjög erfitt. Eins og afi sagði, allir þurfa að deyja. Ömmu líður miklu betur núna. Elsku amma. Ég vona að þér líði vel núna. Núna ertu hjá langömmu og langafa. Þú veist að mér þykir vænt um þig. Þín sonardóttir, Tanja Huld. Haustið er komið, litadýrð gróðurs er mikil, sem speglast í kyrrð Þing- vallavatns eftir fegurð og hlýleika sumarsins. Að morgni þessa dags, 23. september, lést elskuleg fænka mín og vinkona. Herdís frænka var alveg einstök kona, hörkudugleg, vel liðin af öllum sem kynntust henni og gat allt- af gefið af sér ylríka góðvild. Á mínum bernskuárum var alltaf mikil tilhlökk- un að fá hana í heimsókn með fjöl- skylduna vestur á Patreksfjörð á leið til ömmu og afa í Haukadal við Dýra- fjörð enda komu þau alla leið frá Vest- mannaeyjum. Lítil hnáta var með í för og elti hún mig hvert fótmál, talandi út í eitt og hló þess á milli, alveg ynd- isleg. Þetta var upphaf okkar kæru vináttu sem þær mæðgur vitnuðu oft í á góðum stundum. Þau hjónin áttu yndislegt og fallegt heimili í Vestmannaeyjum, þar réð ríkjum smekkur þeirra hjóna, innan- dyra sem utan. Vinir og ættingjar voru margir og gott að búa þar. Þau fluttu til lands með söknuði þegar gosið varð 1973 og settust að í Reykjavík. Hjónin byggðu einnig mjög fallegt hús á Arnarnesinu frá grunni sem sýndi best hversu sam- hent þau voru í öllu. Garðurinn varð fljótlega þeirra sameiginlega áhuga- mál og á seinni árum þeirra tóm- stundagaman þar sem litadýrð og smekkur beggja á vali gróðurs mynd- aði hlýja umgjörð um húsið. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma og var Herdís einstök húsmóðir, fagurkeri og hafði mikið yndi af að fegra um- hverfi sitt. Sjálf var hún alltaf vel klædd og snyrt hvert sem hún fór. Herdísi fannst gaman að ferðast og fóru þau hjónin nokkrar ferðir til út- landa, ein og með vinum sínum. Her- dís var ekki heil heilsu síðustu árin, en alltaf jafndugleg og elskuleg. Síðasta eina og hálfa árið bjuggu þau hjónin í glæsilegri íbúð í Funalind í Kópavogi. Við söknum Herdísar og þökkum henni allar samverustundir liðinna ára. Við Kjartan og Sif Haukdal vott- um Magnúsi, Ester, Guðmundi, Egg- erti og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Svala Haukdal Jónsdóttir. Nú, þegar hallar að hausti og nátt- úran klæðist haustlitunum, laufin taka að falla af trjánum, kemur mað- urinn með ljáinn og reiðir til höggs. Það er sama hvernig aðstæður eru, hvort við erum heilbrigð eða sjúk, alltaf vegur hann úr launsátri. Samt er dauðinn samofinn lífinu og óum- flýjanlegur og oft kærkomin lausn frá sjúkdómum og veikindastríði. Herdís fæddist vestur á Dýrafirði og ólst þar upp, en fór svo til Reykjavíkur og var þar í vist í nokkur ár. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Helgasyni, og hófu þau bú- skap í Vestmannaeyjum árið 1955. Þau byggðu sér fljótlega hús á Búastaðabraut 6 og fluttu þangað um svipað leyti og við hjónin fluttum í nýtt hús hinum megin við götuna. Magnús þekkti ég frá barnæsku en þarna, við götuna, bjó hringur fólks á svipuðum aldri og var mjög gott mannlíf og vinátta þarna á milli, sem hefur enst í gegnum þykkt og þunnt. Árið 1973 urðu mikil umskipti á högum og búsetu þessa hóps vegna eldgossins í Heimaey. Magnús og Herdís fluttu ekki aftur til Eyja, sem og við hjónin. Milli okkar hefur alltaf ríkt mikil og góð vinátta og hafa þau Magnús og Herdís ávallt verið reiðubúin að rétta hjálparhönd, ef á hefur þurft að halda. Við hjónin fórum nokkrum sinnum saman í ferðalög um Evrópu og voru það ákaflega skemmtilegar ferðir, sem munu bætast í brunn góðra minninga um Herdísi. Með Herdísi er gengin góð og sönn kona og þökkum við hjónin henni fyr- ir langa og trausta vináttu, sem aldrei bar skugga á, um leið og við vottum Magnúsi og börnunum okkar innileg- ustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni og minnast Herdísar eins og hún var, góð og sönn. Helga og Jón Berg. Það var sunnudagsmorgunn. Kinn- in skartaði sínu fegursta í óteljandi haustlitum. Ég var á leiðinni til Ak- ureyrar þegar síminn hringdi. Það var Ester. Hún Hedda mín var dáin. Ég trúði vart mínum eigin eyrum, en þó vissi ég að það myndi koma að þessu, því öll vitum við jú að við deyj- um, ekki satt? En þetta átti bara ekki að gerast strax. Hedda var að vísu bú- in að stríða við langvarandi veikindi en einhvern veginn trúði ég því alltaf innst inni að hún yrði heil aftur. Og auðvitað er hún orðin heil núna. Hún er komin á stað þar sem sársauki er óþekkt fyrirbrigði og ég trúi því að hún svífi nú á bleiku skýi, horfi á fólk- ið sitt og beini því á réttar leiðir í því sem framundan er. Ég kynntist fólk- inu í „Nesinu“ þegar ég var á öðru ári í menntaskóla. Þegar ég hitti Magga og Heddu í fyrsta sinn var tekið vel á móti mér. Og alltaf eftir það! Húsið í Nesinu og síðar íbúðin í Funalindinni voru notalegir staðir að koma á, gott að sitja og spjalla um alla heima og geima, allt og ekkert og drekka dálítið kaffi. Mig langar að gera orð Hall- gríms Péturssonar að mínum og er viss um að það vildi Hedda líka gera hefði hún tækifæri til: Ég vil í Drottni sofna sætt, samvizkustríðið allt er bætt, dauðahaldi ég Drottin þríf, dýrstur gef þú mér eilíft líf. Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegrar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiksverk. Ástkæra þá ég eftir skil, afhenda sjálfum Guði vil, andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarf honum ekki neitt. Áföll undanfarinna ára hafa án efa oft gengið nærri fjölskyldunni í Funa- lind, en ég trúi því að hún standi sterkari eftir. Þessi fjölskylda hefur verið til staðar fyrir mig í nærri tutt- ugu ár og vonandi get ég veitt þeim stuðning á þeim erfiðu stundum, sem framundan eru. Það er langt til Húsa- víkur en sem betur fer er símasam- bandið gott. Það er undarleg tilhugs- un að eiga eftir að koma í Funalindina og drekka þar kaffi án þess að Hedda sé til staðar. Við því er ekkert að gera; Hedda er farin og við sem þekktum hana erum ríkari eftir. Það munar um liðsstyrk Heddu til allra góðra verka í hennar nýju heimkynnum. Guð blessi minningu Herdísar Eggertsdóttur og veiti fjölskyldu hennar styrk í sorg- inni. Soffía. HERDÍS EGGERTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.