Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
✝ Guðrún SteinaÞorláksdóttir
fæddist í Eyjarhól-
um í Mýrdal 21.
mars 1942. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands 20. september
síðastliðinn. Faðir
Guðrúnar var Þor-
lákur Björnsson, f.
1899, d. 1987, bóndi
í Eyjarhólum, sonur
Björns Einars Þor-
lákssonar, bónda og
hreppstjóra á
Varmá í Mosfells-
sveit, og Önnu
Jónsdóttur Hjörleifssonar, bónda
í Eystri-Skógum undir Eyjafjöll-
um. Móðir Guðrúnar var Ingi-
björg Indriðadóttir f. 1910, d.
1995, frá Blönduósi, fædd á
Breiðabólstað í Vatnsdal. For-
1963 Hilmari Þ. Björnssyni, f. 14.
desember 1942. Hilmar er sonur
Helgu Þorkelsdóttur og Björns
Finnbogasonar. Guðrún og Hilm-
ar slitu samvistir 1991. Þeirra
synir eru: Sölvi Björn, f. 22. apr-
íl 1963, unnusta hans er Marj-
aana Hovi; og Bjarki Ingþór, f.
13. maí 1966, sambýliskona hans
er Ingileif Eyleifsdóttir og eru
synir þeirra Eyleifur Ingþór, f.
20. janúar 1995, og Arnþór
Darri, f. 23. október 1998. Fyrir
átti Bjarki Hákon Atla, f. 12.
desember 1991.
Guðrún hóf starfsferil sinn í
Héraðsskólanum á Skógum. Frá
1961 starfaði hún á Sjúkrahúsi
Suðurlands, lengst af sem
gangastúlka, en síðar í eldhúsi
þar til hún lét af störfum sökum
veikinda. Einnig starfaði Guðrún
um árabil hjá Selósi á Selfossi,
byggingarfyrirtæki sem hún var
einnig eigandi að.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Selfosskirkju á morgun, mánu-
daginn 1. október, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eldrar Ingibjargar
voru Margrét Frið-
riksdóttir frá Bergs-
stöðum, Vatnsnesi,
V-Húnavatnssýslu,
og Indriði Jósefsson
frá Helgavatni í
Vatnsdal, A-Húna-
vatnssýslu. Systkini
Guðrúnar eru: Gunn-
ar Sævar Gunnars-
son, f. 1934, d. 1970;
Anna Margrét Þor-
láksdóttir, f. 1938,
Björn Einar Þorláks-
son, f. 1939, d. 1994,
Indriði Haukur Þor-
láksson, f. 1940, Þórólfur Þor-
láksson, f. 1943, d. 1973, Ing-
ólfur Helgi Þorláksson, f. 1947,
Nanna Þorláksdóttir, f. 1951, og
Þórarinn Þorláksson, f. 1953.
Guðrún giftist 31. desember
Örfá orð langar mig að skrifa í
minningu ástkærrar systur minnar,
Guðrúnar. Hún var 5. í röðinni af 9
systkinum. Hún er hið fjórða þeirra
sem sjáum á eftir, ótímabært, yfir
móðuna miklu.
Eins og oft vill verða í stórum
systkinahópi líta þau eldri gjarnan til
með þeim yngri. Þannig var því ein-
mitt farið með Guðrúnu. Hún leiddi
mig fyrstu sporin, háttaði mig á
kvöldin, sullaði með mér í læknum.
Seinna reyndi hún að leiðbeina mér
varðandi fataval og snyrtingu. En
þrátt fyrir rýran árangur voru þol-
inmæði hennar engin takmörk sett.
Æ síðan hefur hún verið hlíf mín og
skjöldur.
Guðrún var gædd þeim eiginleika
að laða að sér börn. Börnum mínum
var hún sem önnur móðir og þau
voru ófá skiptin sem hún gætti
þeirra.
Hún var í þeirra augum Gunna
besta frænka í heimi. Stór hópur
systkinabarna saknar nú sárt
frænku sem var einskonar „ofur-
frænka“. Sonarsynir hennar þrír
voru sannkölluð ljós í lífi hennar.
Þeirra missir er mikill.
Heimili Guðrúnar og Hilmars var
gestkvæmt. Allra leiðir lágu þangað,
bæði vina og ættingja. Þar var gott
að koma. Guðrún var líka einn
aðaldrifkrafturinn í okkar árlegu
ættarsamkomum. Nú þarf ný kyn-
slóð að taka við því hlutverki.
Síðastliðið vor greindist Guðrún
með krabbamein. Síðan þá hefur hún
barist hetjulega. Sú barátta var sárs-
aukafull en Guðrún tókst á við hana
af ótrúlegru æðruleysi og sigurvilja.
En eigi má sköpum renna. Eftir sitj-
um við ættingjar og vinir harmi sleg-
in og spyrjum, hvers vegna?
Ekki verða fleiri spil spiluð, ekki
fleiri okkar daglegu heimsóknir. Líf-
ið verður snauðara án hennar. Fram-
undan er vetur og myrkur. Ótal góð-
ar minningar, sorg og söknuður
gagntekur huga okkar en minning-
arnar tekur enginn frá okkur.
Elsku strákarnir mínir, Sölvi og
Bjarki, þið hafið staðið ykkur sem
hetjur ásamt Hilmari föður ykkar,
Ingileif og Marjaana. Hjá ykkur öll-
um og litlu kútunum, Hákoni Atla,
Eyleifi Ingþór og Arnþóri Darra er
hugur okkar allra. Megi allir englar
vaka yfir ykkur. Guð geymi ástkæra
systur mína.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir
(Einar Benediktsson.)
Nanna Þorláksdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Enn er eitt skarð höggvið í fjöl-
skylduna, fjórða systkinið kallað
burt úr þessum heimi í blóma lífsins.
Ykkur hefur verið ætlað annað hlut-
verk sem við ekki skiljum. Gunnu sá
ég fyrst þegar ég þurfti að liggja á
sjúkrahúsi 12 ára gömul. Var hún
gangastúlka þar og tók ég miklu ást-
fóstri við hana og var hún í miklu
uppáhaldi hjá mér vegna hlýju og
væntumþykju í minn garð. Eina
nóttina þegar mér leið sem verst sat
hún á rúmstokknum hjá mér eins oft
og hún gat og huggaði mig. Ekki
hefði okkur grunað þá að líf okkar
ætti eftir að verða svona samofið
eins og varð. Nokkrum árum seinna
kem ég með Ingólfi bróður hennar
inn á heimili hennar, sem tilvonandi
mágkona hennar, sem einnig var
heimili hans því hann leigði hjá henni
og Hilmari. Var mér tekið opnum
örmum og af hlýju eins og henni var
einni lagið. Var þetta mitt annað
heimili í nokkra mánuði og eigum við
góðar og ljúfar minningar frá þeim
tíma.
Þegar við stofnuðum okkar heimili
var hún alltaf til staðar fyrir okkur.
Margar yndislegar stundir höfum við
átt á heimili hennar ásamt okkar
börnum. Tvisvar sinnum unnum við
nöfnurnar á sama vinnustaðnum. Oft
var mikið fjör þegar við vorum að
„fínpússa“, mikið spjallað og hlegið.
Gunna var alltaf til í glens og fjör og
að hafa fólk í kringum sig og mikið
eiga hin árvissu ættarteiti eftir að
verða tómleg án þín, elsku Gunna.
Við höfum misst mikið. Söknuðurinn
og sorgin er sár og óyfirstíganleg
eins og er en tíminn mildar sorgina.
En mestur er missir elsku strákanna
okkar, Sölva, Bjarka og ömmustrák-
anna þriggja sem voru gimsteinar í
þínum augum. Þú sýndir yfirnáttúru-
legan styrk í veikindum þínum. Okk-
ur er efst í huga þakklæti fyrir að
hafa átt þessa systur og mágkonu og
ávallt getað leitað til hennar, jafnt í
gleði sem sorg, og mætt þar hlýju og
skilningi.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta; ég er er svo nærri að hvert
eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En
þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og
ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir
lífinu.
(Ók. höf.)
Elsku Sölvi, Marjaana, Bjarki,
Ingileif, Hákon Atli, Eyleifur Ingþór,
Arnþór Darri og Hilmar, guð styrki
ykkur á erfiðum tímum og lýsi veg-
inn framundan.
Guð geymi þig, elsku Gunna.
Guðrún (Gunna) og Ingólfur.
Andi minn er bugaður, dagar mínir þrotn-
ir, gröfin bíður mín.
(Jobsbók.)
Elsku besta Gunna mín, frænka og
vinkona. Ég sit hér í herberginu okk-
ar í Dalsmynni, skammt frá okkar
góða vinnustað Hótel Geysi og reyni
að skrifa einhver orð til að kveðja
þig.
Við höfum þekkst frá því við vor-
um litlar stelpur í sveitunum okkar
undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum.
Á þeim árum var margt brallað og
ýmislegt kemur upp í hugann þegar
hugsað er tilbaka. Einn af vorboð-
unum í sveitinni var þegar þú komst
til okkar að Rauðafelli til að sækja
sundnámskeið í Seljavallalaug. Í þá
daga þótti ekki tiltökumál að ganga
klukkustundarleið inn að laug en
einn daginn þótti þér nóg um og
snérir við á miðri leið, óðst yfir ána
og mættir heim að bæ rennblaut og
sæl. Okkur systkinunum hefði aldrei
dottið til hugar að standa andspænis
pabba og segja honum að við hefðum
einfaldlega ekkert nennt að standa í
þessari sundkennslu þann daginn en
þú varst ekki í vandræðum með svör,
labbaðir inn í hús og fórst að sofa. Já,
Gunna mín, það má með sanni segja
að þú hafir verið einstaklega orð-
heppin og kunnir að svara fyrir þig
og oftar ekki var mikið hlegið að þín-
um hnitmiðuðu svörum.
Árin liðu og við stofnuðum okkar
fjölskyldur en héldum ávallt sam-
bandi. Eitt haustið, fyrir nokkrum
árum, ákváðum við að koma saman
og taka slátur. Það verður lengi í
minnum haft því ekki voru keppirnir
fáir – líklega einir hundrað talsins.
Þetta var mikið fjör og ófáir gullmol-
arnir sem runnu upp úr þér. Hátind-
inum var náð er þú slengdir einum
keppnum framan í Nönnu systur
þína, henni til mikillar armæðu en
okkur til ómældrar gleði. Þetta er nú
einungis brot af okkar góðu stundum
saman því þær voru ófáar.
Síðustu tvö sumur hefur það verið
mér mikils virði að fá að starfa með
þér á Hótel Geysi. Þar var gengið
rösklega til verks og aldrei slegið
slöku við. Á kvöldin er heim var kom-
ið höfðum við það notalegt við kerta-
ljós og spjölluðum og hlógum fram á
rauða nótt. Þó að mikið hafi verið
unnið og oft vakað lengi frameftir þá
fundum við lítið fyrir þreytu og er ég
viss um að sé að þakka fallegu um-
hverfi og yndislegu samstarfsfólki.
Þetta hefur verið einstakur tími sem
ég mun aldrei gleyma.
Ömmustrákarnir þínir þrír, Há-
kon Atli, Eyleifur Ingþór og Arnþór
Darri, voru þér mjög kærir og sóttu
mikið til þín og hjá öllum systkina-
börnum þínum varstu kölluð Gunna
besta frænka. Ekki þykir mér skrýt-
ið að börnin hafi hænst að þér því
ávallt tókstu vel á móti þeim.
Gunna mín, þú varst hlý en hæg-
lát, afar ákveðin og aldrei var langt í
brosið. Þú varst góð heim að sækja
og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst
hetja í baráttu þinni við erfið veikindi
síðustu mánuði og lýsir það vel þín-
um karakter.
Elsku Gunna mín, ég kveð þig með
söknuði og trega. Þú kvaddir of fljótt
en ég mun varðveita minningu þína
um ókomin ár.
Elsku Sölvi, Bjarki, Hilmar og
fjölskyldur, systkini og aðrir að-
standendur. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið Guð að styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.“
Saknaðarkveðja,
Guðný I. Jónasdóttir.
Mig langar að minnast Guðrúnar
frænku minnar í örfáum orðum. Í
raun nægja örfá orð ekki til að lýsa
henni, það þarf miklu meira til – því
hún var yndisleg persóna.
Guðrún var systir hans pabba og
því samtvinnuð í líf mitt frá því að ég
man eftir mér. Fjölskyldubönd eru
missterk en föðurfjölskylda mín hef-
ur alltaf verið náin og undanfarin ár
hefur hópurinn reynt að hittast sam-
an einu sinni til tvisvar á ári. Guð-
rúnu og fjölskyldu tengdumst við
meira en öðrum, því ég og Sölvi son-
ur hennar vorum saman í sveit hjá
ömmu og afa – og síðar þegar for-
eldrar mínir fluttu að Eyjarhólum,
þá komu þeir bræður Sölvi og Bjarki
og voru í sveit hjá okkur á sumrin.
Guðrún, Hilmar og strákarnir
bjuggu á Engjaveginum á Selfossi í
mörg ár og var ómissandi þáttur að
koma við hjá þeim þegar leiðin lá í
gegnum bæinn. Ekki var heldur
sjaldan sem við föluðumst eftir gist-
ingu þar og var það alltaf auðsótt
mál. Eins stóð heimili þeirra mér op-
ið heilt sumar þegar ég var fimmtán
ára og svo aftur hálfan vetur, nokkr-
um árum seinna, þegar ég sótti skóla
á Selfossi. Í veikindum pabba fyrir
nokkrum árum var Guðrún ásamt
systkinum sínum ómetanleg aðstoð
og við andlát hans sýndi hún hversu
stórkostlegt var að eiga hana að og er
það nokkuð sem við munum aldrei
gleyma. Guðrún var mjög lífsglöð og
kát persóna, sem umgekkst alla sem
jafningja, hvort sem börn, unglingar
eða fullorðnir áttu í hlut. Hún var
hrókur alls fagnaðar og stórglæsileg
kona – algjör „pæja“ eins og ég sagði
við hana. Í síðasta fjölskylduteiti,
sem var í mars síðastliðnum, áttum
við Guðrún langt og innilegt spjall,
þar sem við ræddum um hamingjuna
og lífið. Guðrún var hamingjusöm og
smitaði hamingja hennar og gleði út
frá sér og gerði mig og aðra glaðari í
hjarta. Það var því reiðarslag að fá að
vita skömmu seinna að hún væri með
illkynja sjúkdóm sem að lokum dró
hana til dauða. Það eru erfið spor að
GUÐRÚN STEINA
ÞORLÁKSDÓTTIR