Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 36
FYRSTA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld kl. 20. Að þessu sinni markar messan jafnframt upphaf starfsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Söfnuðir prófastsdæmisins hafa um árabil sameinast um messu við upphaf vetrarstarfsins þegar fast- ir liðir kirkjustarfsins eru sem óðast að fara í gang að sumarhléi loknu. Væri því ánægjulegt að sem flestir kæmu til þessarar messu úr öllum sóknum prófastsdæmisins og er í því sambandi sérstaklega vænst þátttöku sóknarnefnd- arfólks, kórfólks og annarra starfsmanna safnaðanna. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fast- an sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu fjögur árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Heiti Tómasarmessunnar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann upprisinn og þreifa á sárum hans. Markmið messunanr er öðru fremur að leitast við að gera nú- tímamanninum auðveldara að skynja návist drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu, en mik- il áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu. Þá einkennist messan af fjöl- breytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leik- manna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar og er það jafnan um 30 manna hópur, leikmenn, djáknar og prest- ar, sem stendur að hverri messu. Það er von okkar, sem að mess- unni stöndum, að þær góðu mót- tökur sem Tómasarmessan hefur hlotið hingað til gefi tóninn um framhaldið og að hún megi áfram verða mörgum til blessunar og starfi íslensku kirkjunnar til efl- ingar. Tómasarmessa í Breiðholts- kirkju Breiðholtskirkja Fundur í Safn- aðarfélagi Graf- arvogskirkju FYRSTI fundur haustsins verður haldinn mánudaginn 1. október kl. 20 í safnaðarsal Grafarvogskirkju. Jónína Benediktsdóttir íþrótta- fræðingur flytur erindið „Á eigin vegum? Ábyrgð einstaklinga á eig- in lífi“. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Stjórnin. Leiðsögn í helgisiðum Í VETUR mun séra Jürgen Jamin einu sinni í mánuði bjóða upp á leiðsögn til skilnings á helgisiðum og mikilvægi heilagrar messu í lífi okkar, í safnaðarheimili Krists- kirkju, Hávallagötu 16. Fyrsti fundurinn verður mánu- daginn 1. október og hefst kl. 20. Þátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. KIRKJUSTARF 36 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurprófastsdæmi. Hádegisfund- ur presta verður á morgun, mánudag, kl. 12 í Bústaðakirkju. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bæta við hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45–7.05. Kvenfélag Laugarneskirkju kemur saman mánudag kl. 20 til fyrsta fundar á nýju starfsári. Konur hvattar til að mæta. 12 spora hópur kemur saman í Ás- kirkju mánudag kl. 20. Ath. breytta stað- setningu í þetta skiptið (sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Upphaf starfsins. Öll börn í 1. bekk vel- komin. 10–12 ára TTT-starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.–5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10–12 í umsjón Lilju djákna. Mánudagur: Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánudagskvöld- um kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Tungusel 6 - Reykjavík Laus - Opið hús Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað mjög góð 3ja herbergja ca 90 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Gott út- sýni. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Rosalind tekur á móti áhugasömum væntanlegum kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög falleg og vel skipul. 110 fm 3ja herb. íb. á jarðh., íb. 0103, með sér- inng. í nýju og vönduðu húsi. Íbúðin, sem skiptist í forst., stóra stofu, eldh., 2 góð herb., flísal. baðherb. og þv- herb., er búin vönduðum innréttingum úr mahóní. Gegnheilt parket úr rauð- eik á gólfum. Sérlóð með hellul., suð- urverönd. Geymsla í kjallara. Áhv. húsbr. 8,2 millj. Verð 15,7 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnud., frá kl. 14-16. Verið velkomin. Sóltún 11, Reykjavík Opið hús í dag frá kl. 14–16 Við á Hóli kynnum stoltir umboðs- mann okkar í Vesturbyggð, Hauk Má Sigurðsson. Haukur hefur áralanga reynslu af fasteignaviðskiptum og bjóðum við hann sérstaklega vel- kominn í hressan hóp umboðs- manna Hóls um allt land. • Allar eignir sem verða settar í sölu hjá Hóli Vesturbyggð verða kynntar með fjölda mynda á heimasíðu Hóls (www.holl.is) sem yfir 50.000 manns skoða árlega. „Hóll - Vesturbyggð og Tálknafirði!“ Hóll fasteignasala - 595 9000 - Alltaf rífandi sala! ATH! Þú getur skoðað fjölda nýrra og spenn- andi eigna á heimasíðu okkar www.holl.is Haukur Már Sigurðarson, Aðalstræti 5, Patreksfirði, s. 456 1470. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa eða selja fasteignir í Vesturbyggð eru hvattir til þess að hafa samband við Hauk Má sem mun að sjálfsögðu aðstoða ykkur á allan mögulegan hátt. Melkorka aðstoðar með bros á vör alla þá Dalamenn sem vilja kaupa fasteign- ir hvar á landinu sem er. Umboðsskrifstofan er beintengd söluskrá Hóls sem og öðrum umboðsskrif- stofum Hóls um allt land. „Við óskum eftir eftir öllum gerðum og stærðum fasteigna og bújarða á söluskrá nú þegar“ Opin sýningaríbúð í dag frá kl. 14-17 Sérhæðir við Maríubaug nr. 115-123 (efsta gatan vestanmegin við tankana) í Grafarholtinu Möguleiki á láni frá bygg- ingaraðila fyrir allt að 85% af kaupverði íbúðar Í dag milli kl. 14-17 gefst þér tækifæri til að skoða fullbúna sýningaríbúð í Maríubaug nr. 123 í Grafarholtinu. Þetta eru stórglæsilegar sérhæðir á útsýnisstað, efst í vesturhlíð Grafarholts. Þrjár íbúðir eru í hverju húsi og tengjast fimm hús saman með opnum stigagöngum, þannig að sérinngangur er í hverja íbúð. Hver íbúð er 120 fm, 4ra herb. Sérgeymsla og þvottahús er í hverri íbúð. Hægt að fá keyptan stóran og rúmgóðan bílskúr með. Neðstu hæðunum fylgir sérgarður til suðurs. Svalir frá efri hæðum til suðurs. Lofthæð í efstu hæðunum er að hluta til um 5 metrar. Innréttingar eru íslensk smíði í hæsta gæðaflokki. Verð er frá 14,9 millj. fyrir íbúðir fullbúnar, án gólfefna. Einnig hægt að fá íbúðir keyptar tilbúnar til innréttinga og er þá verðið frá 12,9 millj. Hægt að fá 9 millj. í húsbréfum út á íbúðirnar auk þess sem byggingaraðili er tilbúin að lána fyrir allt að 85% af kaupverði eignar. Afhending í lok ársins! Sölumenn frá fasteignasölunni Höfða ásamt byggingaraðila verða á byggingarstað með teikningar og allar nánari upplýsingar. Kaffi á könnunni! Nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að skoða: • Allt sér (lítil sameign). • Innréttingar íslensk smíði í hæsta gæðaflokki. • Álgluggar. • Húsið kvartsað að utan. • Hiti í götum í Grafarholtinu. • Útsýni. sími 533 6050, www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Húsin tengjast saman með opnum stigagöngum – sérinngangur í hverja íbúð Opið hús í dag frá kl. 13-16 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Nú gefst þér tækifæri á að koma í opið hús í dag milli kl. 13 og 16 í Efstasundi nr. 48 í Reykjavík. Freygerður tekur vel á móti þér/- ykkur. Um er að ræða 133 fm einbýlishús sem er mikið endurnýjað. Bílskúr 42 fm. Heitur pottur í garði. Verð 19,7 m. Endilega láttu sjá þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.