Morgunblaðið - 30.09.2001, Síða 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur
Samtaka
fiskvinnslustöðva
verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum
föstudaginn 5. október nk. kl. 11:00
DAGSKRÁ
Skýrsla stjórnar
Arnar Sigurmundsson, formaður SF.
Ársreikningar SF 2000.
Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda.
Ræða
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki á krossgötum?
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Draumur og veruleiki í íslensku fjármála- og atvinnulífi.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Verðbréfa hf.
Krónan, Evran, vextir og verðbólga.
Pallborðsumræður undir stjórn Ara Edwald,
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
Þátttakendur:
Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss
Eskifjarðar hf., Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður
Samherja hf. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF hf.,
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Verðbréfa hf.,
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Önnur mál.
Stjórnin.
ALLT síðan að fyrsta skífa Quar-
ashi leit dagsins ljós árið 1996
(sem var fimm laga þröngskífan
Switchstance) hefur sveitin verið
ein sú vinsælasta á landinu. Hug-
myndaríkur og kröftugur sam-
hræringur sveitarinnar á rokki og
rappi hefur aflað sveitinni margra
og ólíkra fylgismanna og skemmst
er að minnast góðs gengis ann-
arrar breiðskífunnar, Xeneizes
(1999), sem seldist gríðarvel hér á
landi og varð kveikjan að frekari
útþrá sveitarinnar svo og áhuga
erlendra aðila á verkum hennar.
Þrátt fyrir að vera ein stærsta
sveit landsins hefur Quarashi-hóp-
urinn alltaf verið eins konar ey-
land í íslenskum tónlistarheimi.
Fyrir það fyrsta spilar engin hér-
lend sveit viðlíka tónlist („pönk-
rokk með rappi“ eins og Sölvi kall-
ar það). Íslenskar hipp-hoppsveitir
eru jú til en það er kýrskýrt að
Quarashi stendur utan við þann
geira í öllum meginatriðum. Í öðru
lagi hafa meðlimir ávallt passað
upp á að hafa skýr markmið og
stefnu og vinna þrotlaust að upp-
fyllingu þess loforðs.
Matthíasarstofa
Við sitjum inni í Matthíasarstofu
og drekkum sælkerakaffi; ég, Sölvi
Blöndal og Höskuldur Ólafsson,
jafnan kallaður Hössi. Quarashi
var það heillin og á föstudags-
kvöldið var leikritið Kristnihald
undir Jökli frumsýnt í Borgarleik-
húsinu en tónlistin þar er runnin
undan rifjum Quarashi-liða.
„Þetta er í rauninni kvikmynda-
tónlist,“ svarar Sölvi, aðspurður
um hvers lags tónlist sé að finna á
fjölum leikhússins. „Ég held að
Bergur [leikstjóri] hafi séð „Base-
line“-myndbandið í sjónvarpinu og
„fílað“ það ótrúlega vel og í kjöl-
farið beðið okkur að gera tónlist-
ina.“
Þeir félagar segja marga hafa
verið hissa er fréttist að þeir ættu
að sjá um tónlistina.
„Ég heyrði til dæmis samtal hjá
einhverjum tveimur konum inni á
skrifstofu,“ segir Sölvi og brosir.
„Önnur þeirra sagði: „Ég skil ekki
af hverju það er verið að fá Quar-
ashi í þetta, af hverju fá þeir ekki
Sigur Rós? – Sigur Rós hefur
örugglega verið of dýr.“
Það er hlegið vel og lengi að
þessu inni í Matthíasarstofunni.
„Listamaðurinn blómstrar í mót-
lætinu,“ segir Hössi og brosir
lymskulega.
Þeir félagar eru mjög ánægðir
með samstarfið við Berg og segja
að auðvelt hafi verið að ná fram
listrænum málamiðlunum.
„Það er svolítið erfitt að gera
svona leikhústónlist,“ segir Hössi.
„Hún verður að heyrast en má
samt ekki yfirgnæfa leikarana.
Þannig að hún verður að vera
þarna en samt ekki.“
Sölvi segir að lokum að það hafi
ekki verið tiltölulega erfitt að sam-
þykkja þátttöku í sýningunni.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af
Laxness og hans verkum þannig
að það var í raun aldrei spurning
um að við myndum gera þetta.
Hefði verið hringt í okkur út af
einhverju öðru hefðum við aldrei
sagt já.“
Jinx
Quarashi hefur lítið sinnt tón-
leikahaldi að undanförnu, enda á
kafi í hljóðversvinnu og þess hátt-
ar stússi. Á dögunum lék sveitin
þó á hinu svofellda Coca-Cola-
rokki.
„Þetta voru mjög skemmtilegir
tónleikar þótt það hafi nú ekki
verið sérlega margir mættir,“ seg-
ir Höskuldur.
„Við fáum ekki mjög oft tæki-
færi til að spila fyrir þennan ald-
urshóp,“ bætir Sölvi við. „En þeg-
ar við fáum það tækifæri leggjum
við okkur alla fram þar sem þetta
eru þeir krakkar sem virkilega
kunna að meta það sem við erum
að gera. Þetta eru frábærir áheyr-
endur. Við höfum engan áhuga á
að spila um helgar fyrir eitthvert
fyllerísfólk, það geta bara ein-
hverjir aðrir gert það … þú veist, í
alvörunni!“
Í janúar kemur svo platan Jinx
út í Bandaríkjunum á vegum Col-
umbia Records sem er undirfyr-
irtæki Sony. Hér heima kemur
hún hins vegar út í nóvember.
„Þessi fyrirtæki eru ekkert að
„djóka“,“ segir Sölvi. „Þau eru
bara að reyna að græða peninga.
Þeim er drullusama. Ef við byrjum
að selja plötur þá munu þau hlúa
að okkur sem listamönnum. En ef
við seljum engar plötur, hugsa
þeir, þá getum við bara farið að
gera eitthvað annað.“
Sölvi er sýnilega niðri á jörðinni
með þetta allt saman, þrátt fyrir
að vera með milljónasamning í
höndunum.
„Það er ákveðinn starfshópur úti
í New York sem gerir ekkert ann-
að en að vinna fyrir hljómsveit-
ina,“ útskýrir Sölvi. „Við höfum
fengið tækifæri til að lifa af okkar
tónlist sem er frábært. Þetta hefur
ennfremur veitt okkur færi á að
vinna með heimsþekktu fólki, sem
er best í sínu fagi.“
Meðal annars hefur Brendan
O’Brien unnið fyrir sveitina (Pearl
Jam, Rage Against the Machine,
Bob Dylan) og DJ Muggs úr
Cypress Hill vann einnig efni fyrir
hana.
„Ég er mjög stoltur af því að
Muggs kalli okkur „My Icelandic
hom’s!“,“ segir Sölvi og kímir.
„Það er náttúrulega fáránlegt að
labba inn í stúdíó og byrja að
vinna með manni sem maður er
búinn að dýrka og dá síðan ’91.
Enda höfum við tekið mikið mið af
Cypress Hill í gegnum tíðina.“
Sinfónían
Sölvi hefur að undanförnu verið
að vinna tónlist fyrir tölvuleikinn
Eve, byltingarkenndan netleik
sem íslenska fyrirtækið CCP hefur
verið að þróa.
„Hann kemur út á næsta ári,
þetta er leikur þar sem fjöldi
manns um allan heim getur spilað
í einu. Þarna er heimur sem þróast
áfram þótt þú spilir hann ekki í
viku. Er þú kemur aftur inn í hann
er eitthvað nýtt búið að gerast.
Þetta er sannarlega mögnuð hug-
mynd.“
Tónlistina gerir hann í samstarfi
við Reyni Harðarson, góðvin sinn
sem er ennfremur stofnandi CCP
og listrænn stjórnandi fyrirtæk-
isins.
Hinn 26. október ætlar Quarashi
svo að vinna með Sinfóníunni og
víst að mörk á milli hámenningar
og lágmenningar verða stöðugt
þokukenndari. Sem betur fer. Það
virðist því enginn endir í bráð á
þessari tilkomumiklu vinnutörn
Quarashi-liða.
„Við breyttum dagsetningunni
úr 27. í 26. þar sem Ómar verður
upptekinn við að spila hlutverka-
leik á laugardeginum,“ segir Sölvi.
„Þannig að þetta varð að vera á
föstudeginum. Einnig þurfti að
færa þetta úr Laugardalshöllinni
yfir í Háskólabíó þar sem bak-
sviðsaðstaðan þar er mun betri en
í Höllinni.“
Þess má að lokum geta að
geisladiskur með tónlistinni við
Kristnihald undir jökli verður á
boðstólum eftir helgi í plötuversl-
unum. Einungis verður um 500
eintök að ræða.
Helgarspjall við Quarashi
„Leggjum okk-
ur alla fram“
Quarashi (f.v. Ómar, Sölvi, Steini og Hössi): „Við höfum aldrei gert
músíklegar málamiðlanir, nokkurn tímann.“
arnart@mbl.is
Krafan
(The Claim)
Drama
Leikstjórn Michael Winterbottom. Aðal-
hlutverk Peter Mullan, Wes Bentley,
Milla Jovovich, Sarah Polley, Nastassja
Kinski. (120 mín.) Bretland/Kanada
2000. Góðar stundir. Bönnuð innan 12
ára.
ÞETTA harmræna drama sem
gert er eftir sögu Thomas Hardys
gerist á dögum gullæðisins í Norður-
Ameríku undir lok
19. aldar. Írski og
vellauðugi innflytj-
andinn Dillon er
einráður í afskekkta
bænum Kingdom
Come. Framtíð
bæjarins veltur þó á
því hvort járnbraut
verði lögð til bæjar-
ins en það veltur á
ungum verkfræðingi sem kominn er
til að kanna aðstæður. Í sömu ferð
koma mæðgur sem eiga erindi við
Dillon. Móðirin bíður dauða síns en
vill fyrst ganga frá ákveðnum málum
við Dillon sem tengjast fortíðinni og
hvernig hann komst til fjár.
Hinn breski Winterbottom er
sannarlega ekkert fyrir það að hjakka
í sama farinu og eru satt að segja fáir
leikstjórar í dag sem gera eins fjöl-
breyttar myndir. Hér segir hann
enga gleðisögu og er vart hægt að sjá
hvort er kaldara og myrkvaðra, sögu-
sviðið eða líf og tilfinningar persón-
anna. Hér er viðfangsefnið græðgin
og hvernig ákvarðanir sem teknar eru
með hennar formerkjum geta hægt
og bítandi eyðilagt marga. Þetta er
metnaðarfull mynd í alla staði. Sagan
mikil og mögnuð, tökustaðurinn til-
komumikill og ægifagur og vel valið í
hlutverk. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Á valdi
græðginnar
„ÞAÐ var bara þrennt
sem kom til greina,“
segir Bergur Þór Ing-
ólfsson, leikstjóri
Kristnihalds undir
jökli, þegar hann er
spurður um hvers
vegna hann hafi farið
þess á leit við Quar-
ashi að vinna tónlist
við leikritið. „David
Byrne, Björk eða Quar-
ashi. Og ég hringdi
fyrst í Quarashi. Þeir voru til
þannig að málið var afgreitt.“
Tónlist Quarashi er kannski
ekki augljósasta leikhústónlist í
heimi en Bergur er hins vegar á
öðru máli.
„Síðasti diskur Quarashi er
hrikalega flottur, hljómar
vel og er uppfullur af góð-
um tónsmíðum. Fyrir mér
var þetta mjög augljóst
val.“ Bergur segir að lok-
um að samstarfið hafi
gengið vonum framar og
hælir sveitinni mjög.
„Þessir hörðu rokkarar
eru algerir englar. Það er
frábært að vinna með
þeim. Þeir eru ekki bara
skapandi heldur er líka
mjög gott að ræða við þá um
hvernig hægt er að leysa þau
listrænu vandamál sem upp
koma. Maður hendir upp hug-
mynd og það kemur svar fjórum
tímum síðar. Og það er ekki bara
eitthvert lag heldur tær snilld!“
„Tær snilld!“
Bergur Þór
Ingólfsson
Hljómsveitin Quarashi er með iðnari sveit-
um og stendur í stórræðum þessa dagana;
er með tónlist við leikrit og tölvuleik auk
þess að vera með nýja plötu í burðarliðnum.
Arnar Eggert Thoroddsen settist niður
með þeim Sölva og Hössa og spáði með
þeim og spekúleraði.
Hópurinn sem kemur að leikgerð Kristnihalds undir Jökli.
textil.is