Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 53
Kristinn rifjar upp að þegar
turnarnir voru byggðir hafi flest-
um þótt þeir ljótir, eyðileggja
borgarmyndina. Nú vilji sumir
endurbyggja þá, þar á meðal Giul-
iani borgarstjóri og Ed Koch for-
veri hans.
„Auðvitað eru turnarnir skot-
mark en Giuliani hefur réttilega
bent á að Frelsisstyttan er það
líka. Á að setja hana inn í skáp?
Aðrir hafa þó varað við að það
fengjust aldrei leigjendur í nýja
turna. Ég tel að þá eigi að byggja
jafnstóra turna, stærri, eða alls
ekki. Ekki sextíu hæðir, það væri
meðalmennska og ekki í anda New
York.“
Múslimar hurfu
eftir árásirnar
Kristinn segir líf sendlanna orð-
ið mun erfiðara. Þeir komist ekki
lengur um hliðardyr, lögreglan sé
sífellt að opna sendibifreiðina og
biðja um skilríki. Svo þurfi að
kynnast nýjum húsvörðum.
„Sumir óttast að hryðjuverka-
menn breyti þessu frjálsa lýðræð-
isríki í lögregluríki.
Glæsilegasti sigur þeirra kann
nú að vera hvað þeir gerðu mark-
aðinum.“
– Hefurðu orðið var við ótta
meðal araba og múslima sem þú
þekkir?
„Þeir eru mættir aftur margir
þeirra sem selja kaffi á götunum.
Þeir sáust ekkert í síðustu viku.
Flestir arabar fordæma þetta en
þó þykist ég vita að 99% þeirra
séu andvíg stefnu ríkisstjórnanna í
miðausturlöndum og telja Ísrael
ástæðu þess sem miður fer. Einn
Afgani sem ég hitti var með þá
frumlegu hugmynd að Ísraelar
stæðu að baki ódæðunum …“
Stórborgarinn Kristinn segir að
lokum að arabarnir séu varkárir,
ekki beint daufir, en á varðbergi.
„Ef maður heilsar þeim á arabísku
bregður þeim við og líta í kringum
sig, eins og þeir óttist að á þá
verði ráðist.“
efi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 53
ÞAÐ verður nú að viðurkennast að
spjall þetta átti að vera við Ian
McCullough, hina dulræðu söngs-
píru sveitarinnar, en ekki Will bless-
aðan. McCullough var því miður illa
fyrir kallaður er bjallað var í kauða,
en sveitin var stödd á túr um Banda-
ríkin þegar viðtalið átti sér stað. Um-
boðsmaðurinn tjáði mér þó að fyrir
mig væri þetta lán í óláni þar sem
Sergeant væri til muna ræðnari en
félagi sinn.
Þeir Sergeant og McCullough
hafa verið öxull Echo & Bunnymen í
gegnum tíðina, og liggja rætur end-
urreisnar sveitarinnar í samstarfs-
verkefninu Electrafixion sem þeir
stofnuðu með sér árið 1994 (ein plata
liggur eftir þá sveit, Burned (1995)).
Seinni tíma plötur Echo, Evergreen
(1997), What Are You Going to Do
with Your Life (1999) og svo þessi
síðasta, hafa kannski farið lágt í
dægurtónlistarheimum en allar eru
þær vel seðjandi verk (sjá t.d. dóm
um Flowers í Mbl., 11. sep. ’01).
Gotarokk
Mér hefur alltaf þótt einkennilegt
hvað breskar „gotarokkssveitir“ eins
og Cure, Bauhaus og Echo & The
Bunnymen eru vinsælar í Bandaríkj-
unum?
„Já, ég skil það ekki heldur. Það er
rétt að við höfum alltaf átt góðu fylgi
að fagna í Bandaríkjunum en hvað
gotarokkið varðar höfum við aldrei
beint litið á okkur sem slíka. Þegar
við vorum að byrja fannst okkur við
einfaldlega vera listvæn og leitandi
nýbylgjusveit.“
Var einhver úlfúð á milli þín og Ian
er Bunnymen hætti á sínum tíma?
„Alls ekki. Þegar við stofnum svo
Electrafixion var okkur einfaldlega
farið að langa að spila saman aftur í
hljómsveit. Sú sveit var einhvers
konar þyngri útgáfa af Echo en Ian
var ekki alveg tilbúinn að hóa henni
saman á ný þó það væri ekkert
vandamál af minni hálfu. Á tónleik-
um tókum við svo nokkur Echo-lög,
aðallega til að þóknast aðdáendun-
um. Svo leiddi eitt af öðru bara...“
Þið gerið enga tilraun til að eltast
við einhverja tískustrauma á nýju
plötunni. Bara gegnheilar, hreinar
og beinar lagasmíðar. Hver er skoð-
un þín á (hroðalegum) tilraunum
sveita til að „fylgjast með“, eins og
t.d. U2 hafa gerst sekir um?
„Jú, þetta getur alltaf verið hættu-
legt. Echo & The Bunnymen eru t.d.
bara Echo & The Bunnymen og
metnaðurinn liggur í því að vinna
með það sem við höfum. Eina breyt-
ingin, þróunin sem ég merki hjá okk-
ur er að við erum orðnir fágaðri og
betri á hljóðfærin okkar. Það er
svona tæknilegur munur á nýju og
gömlu Echo. En svona dæmi, eins og
U2, er best að forðast.
Þið komuð til Íslands til að láta
mynda ykkur fyrir plötuna Porcup-
ine var það ekki?
„Jú, satt er það. Það var árið 1983
og dvölin var indæl. Ég hef hins veg-
ar ekki komið síðan þá, því miður.“
Kristaldagar og -nætur
Á dögunum kom út fjögurra diska
kassi, Crystal Days 1979–1999 (sem
inniheldur valin lög af öllum breið-
skífunum, tónleikaupptökur, sjald-
gæfar upptökur o.fl.). Hvað finnst
þér um það?
„Ég er bara virkilega ánægður
með hann. Mér finnst svona eins og
við séum orðnir „alvöru“ hljómsveit
(hlær). Ég er plötusafnari sjálfur
þannig að ég skil vel hvað aðdáendur
vilja í svona tilfellum [Nú rak blaða-
mann í rogastans enda komið að
plötusöfnun sjálfur].
Og hverju safnar þú (æstur)?
„Ó, norðlægri sálartónlist (e.
northern soul), djassi og framsæknu
rokki áttunda áratugarins eins og
Yes, King Crimson og Genesis t.d.
Einnig sýrurokki og nýrómantísku
rokki. Ég reyni svona að vera opinn
og hef gaman af því að heyra nýja
tónlist. Ég sé t.d. sjálfur um að hita
upp fyrir tónleikana hérna, er með
svona raf- og sveimtónlist. En Ian
t.d., hann hatar framsækna rokk-
safnið mitt (hlær).
Heyrðu, við látum þetta bara
nægja. Gaman að spjalla við þig og
gangi ykkur vel á túrnum.
„Takk fyrir það.“
Langvinnt
bergmál
Liverpool-sveitin með langa nafnið er risin
upp við dogg og fyrir stuttu kom út ný
plata, hin prýðisgóða Flowers. Arnar Egg-
ert Thoroddsen talaði við Will Sergeant,
gítarleikara og plötusafnara með meiru.
Echo and the Bunnymen í dag: Sergeant er lengst til hægri.
arnart@mbl.is.
Echo & The Bunnymen með nýja plötu
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1250 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit 265.
Frábær unglingamynd með Kirsten Dunst
(Bring it on) þar sem meðal annars máheyra
lögin To Be Free eftir Emilíönu Torrini og
Everytime með La Loy.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 2245
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. Mán kl 6, 8 og 10. B. i. 12. Vit 270
Í leikstjórn
Steven Spielberg
Rás 2
Mbl
Radíó X
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
strik.is
kvikmyndir.is
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2
NY POST
www.sambioin.is
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1250 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 267.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251.
Sýnd sunnudag kl. 4. Ísl tal Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 245 Sýnd sunnudag kl. 2. Ísl tal
Tilboð 2 fyrir 1
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Vit 273
Frá meistara njósnasagna, John Le Carré, kemur pottþéttur spennutryllir
með engum öðrum en sjálfum Bond, Pierce Brosnan,
óskarsverðlaunahafanum Geoffrey Rush (Shine) og Jamie Lee Curtis
(True Lies) í leikstjórn John Boorman (Deliverance).
strik.is
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit 265.
DV Strik.is
Þegar þú veist lykilorðið,
geturðu gert allt!
strik.is
kvikmyndir.is
HVERFISGÖTU 551 9000
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Mán kl. 5.30, 8 og 10.30.
Beint á toppinn í USA
Af hverju að
stela peningum
þegar þú
getur gifst þeim?
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Mán kl. 6, 8 og 10.
www.planetoftheapes.com
Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane
og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson,
hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python,
ásamt fleiri frábærum leikurum.
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Mán kl. 5.40, 8 og 10.20.
STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin!
Eruð þið tilbúin?
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Mán kl. 5.30, 8 og 10.30.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2
NY POST
Kvikmyndir.com RadioX