Vísir - 15.10.1979, Blaðsíða 20
VtSIR
Mánudagur 15. október 1979
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttír
Rafn Hafnfjöró sýnir 188 ljósmyndir aö Kjarvalsstööum.
Vfsismynd JA.
„MEÐ OPIN AUGIT
- Rafn Hafnfjðrð sýnlr að Kjarvalsstððum
„Tilgangur minn með þessari sýningu er viðleitni
til að opna augu.fólks fyrir fegurð landsins og mikil-
vægi ljósmyndalistarinnar”, sagði Rafn Hafnfjörð i
spjalli við Visi, en hann hefur opnað ljósmyndasýn-
ingu að Kjarvalsstöðum. Þar sýnir Rafn 188 ljós-
myndir.
Elstu myndirnar eru 25 ára
gamlar en þær nýjustu eru unnar
i haust.
„Þetta byrjaöi allt á þvi aö mér
var gefin lltil kassavél i ferm-
ingargjöf. Síöan óx þetta smátt og
smátt, þegar maöur fór aö hafa
meiri efni”, sagöi Rafn.
„Strax sem krakki haföi ég
mikinn áhuga á myndlist og haföi
mjög gaman af teikningu en ég
haföi ekki tækifæri til aö fara i
myndlistarnám en sótt mikiö sýn-
ingar og geri ennþá. Ég nota
myndavélina til aö koma þvi á
framfæri sem ég vil segja á
myndrænan hátt. Þaö er min
skoöun að sá sem er ólæs á mynd-
ir sé einnig ólæs á hiö mikilfeng-
lega land okkar og þá um leiö allt
umhverfiö”, sagöi Rafn.
Höröur Agústsson skrifar eftir-
farandi um Rafn i sýningarskrá:
„Strax viö fyrstu kynni af Rafni
Hafnfjörö og verkum hans varö
mér ljóst, aö þar fór listamaður,
Skaphöfn hans öll.hrifnæmi á um-
hverfiö og óvænt sýnin i verkum
hans ásamt vandvirkni sem reyn-
ir aö ná þvi fullkomna vottaöi
þaö”.
Myndir Rafns hafa viöa fariö. í
nýjasta hefti ljósmyndatimarits
Cannon er opnugrein og myndir
hans. Þar er m.a. getið um þaö,
aö myndir hans hafi prýtt deild
Islands á heimssýningunni i
Montreal 1967. Blaöiö er gefiö út i
um 5milljónum eintaka og fer um
flest lönd heims.
Rafn Hafnfjörö nefnir sýningu
sina að Kjarvalsstööum ,, Meö
opin augu”. Hún stendur til 21.
október.
-KP
SÝNIR í BÖKfl-
Hjálmar Þorsteinsson hefur
opnaö málverkasýningu i Bóka-
safni Akraness. Á sýningunni eru
40 myndverk unnin i oliu, vatnsliti
og oliukrit.
Þetta er fjóröa einkasýning
Hjálmars. Hann hefur sýnt
tvisvar á Akranesi og á Akureyri.
Þá hefur hann tekið þátt i sam-
sýningu i Bamble Kommune,
vinabæ Akraness i Noregi.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
21. október.
-KP
Hjáimar Þorsteinsson viö verk sin
Björg
sýnlr
graffk á
ísaflrðl
Grafiksýning hefur verið opnuö
i Bókasafni Isafjaröar. Þaö er
Björg Þorsteinsdóttir sem sýnir
þar 15 myndir. Verkin á sýning-
unni eru unnin á sl. 4 árum.
Sýningin er opin til 27. október.
Björg Þorsteinsdóttir sýnir
myndir sinar á isafiröi.
Farangur
Jónasar
Ný bók „Farangur” er væntan-
leg á markaöinn eftir Jónas Guö-
mundsson rithöfund. Aö sögn höf-
undar er þetta skáldrit meö
nokkrum sögum. *•
1 bókinni er lýst fólki og viö-
buröum. Sumar þessara sagna
flokkast undir smásögur en aörar
undir eitthvað allt annaö, ef menn
hafa venjulegt smásagna-mynst-
ur i huga.
„Farangur” er 14. bók Jónasar
Guðmundssonar og veröur ein
saga úr bókinni lesin I danska
ríkisútvarpið I vetur.
Ingólfsprent gefur bókina út, en
auk hennar gefur Ingólfsprent út
tvær þýddar bækur fyrir jólin,
„Dauðarefsing” eftir Henry G.
Konsalis og „Skilnaöurinn” eftir
Harold Robbins. -KS
Fyrir jólin kemur út 14. bók
Jónasar Guömundssonar,
Farangur.
Myndin er frá opnun sýningarinnar 1 Minnesota Museum. Fremst á myndinni er verk eftir Jón Engilberts.
tslensk myndiistarsýnlng (Bandarikjunum
Islensk myndlistasýning hefur
veriö opnuö I Minnesota Museum
of Art I St. Paui i Bandarikjunum.
Sýningin nefnist Islensk list 1944
til 1979 og á henni eru 52 verk.
Sýningunni var afar vel tekiö og
sýndu fjölmiölar henni mikinn
áhuga. Sérstakur sjónvarps-
þáttur var gerður um sýninguna
og ennfremur voru útvarpsviötöl
viö forstööumann Listasafns
Islands sem útvarpaö var um öll
Bandarikin.
Fólk Minneapolis af Islensku
bergi brotiö lagöi mikiö af mörk-
um til aö kynna sýninguna og
kvennasamtökin Hekla Club sáu
um rausnarlegar Jcaffiveitingar.
viö opnunina.
Af opinberri hálfu hefur ekki
verið efnt til yfirlistssyningar á
islenskri myndlist i Bandarikjun-
um siöan 1965, en þá var sýnt I
Colby College i Maime.. — KP