Vísir - 15.10.1979, Blaðsíða 4
vtsm
Mánudagur 15. oktáber 1979
Nauðungaruppbúð
sem auglýst var I 26., 27. og 29. tbl. Lögbirtingablaösins
1979 á fasteigninni Fitjabraut 6c i Njarövlk, þinglýstri
eign Harðar hf., fer fram á eigninni sjáifri aö kröfu Hauks
Jónssonar hrl., Landsbanka Islands, Garöars Garöars-
sonar, Einars Viöars hrl., Jóns Finnssonar hrl., póstgiró-
stofunnar, Skarphéðins Þórissonar hdl., Jóns G. Briem '
hdl. og Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. fimmtudaginn 18.
okt. 1979 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Njarövfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 50., 52. og-55. tbl. Lögbirtingablaösins
1979 á fasteigninni Suöurgata 38 I Keflavik, þingiýstri eign
Rakelar Gisladóttur, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu
Ævars Guömundssonar hdl. fimmtudaginn 18. okt. 1979 kl.
13.30.
Bæjarfógetinn I Keflavik.
Nauðungaruppboð
annaö og sföasta á fasteigninni Bjarg I Grindavik, þing-
lýstri eign Bjarg hf., fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu
Guömundar Ingva Sigurössonar og Landsbanka íslands,
fimmtudaginn 18. okt. 1979 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn IGrindavik. .
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 150., 52. og 55. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1979 á eigninni Lambastaöabraut 2, Seltjarnarnesi,
þingl. eign Eyþórs Arnórssonar og Margrétar Guömunds-
dóttur, fer fram eftir kröfu Inga R. Helgasonar, hrl. á
eigninni sjálfri.fimmtudaginn 18. október 1979 kl. 3.30 e.h.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 105. 1978/1. og 4. tölublaöi Lögbirtinga-
blaösins 1979 á eigninni Merkjateigur 4, efri hæö, Mos-
fellshreppi, þingl. eign Bjarna Bærings, fer fram eftir
kröfu Veödeildar Landsbanka tslands, á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 18. október 1979 kl. 4.30 e.h.
Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 81., 83. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins
1978 á fasteigninni Lyngholt 17, neöri hæö, I Keflavik,
þinglýstri eign Þórhalls Guöjónssonar, fer fram á eigninni
sjálfri aö kröfu innheimtumanns rlkissjóös, fimmtudag-
inn 18. okt. 1979 kl. 10.00 f.h.
Bæjarfógetinn I Keflavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Akur-
braut 6 I Njarövik, þinglýstri eign Kristmundar Arnason-
ar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu veödeildar Lands-
banka íslands, Hafnarfjaröarbæjar, innheimtumanns
rlkissjóös IHafnarfiröiog Jóns G. Briem hdl., fimmtudag-
inn 18. okt. 1979 ki. 11 f.h.
Bæjarfógetinn I Njarövik.
Hua leggur
land undlr fót
Þjóöarleiötogi Kína, Hua Guo-
feng, forsætisráöherra og flokks-
formaöur, á nú fyrir höndum
fjögurra vikna feröalag um slóö-
ir,þar sem fyrirrennarihans Mao
formaöur sté aldrei fæti.
Huaformaöurætlar aö lita hinn
kapitaliska heim eigin augum, og
gerir sér sérstakt far um aö
heimsækja þau rlki, sem hann
treystir helst til þess aö standa i
hárinu á Kremlverjum, utan
Bandarikjanna.
Kinverski kommiínistafor-
maöurinn er væntanlegur til
Parfsar f dag, sem veröur fyrsti
viökomustaöur hans á feröalagi
til Frakklands, Vestur-Þýska-
lands, Bretlands og Italiu. Þar
meö er brotin sú hefö, sem rikt
hefur I samskiptum þessara rikja
viö Kína, þar sem leiötogar
þeirrahafa sótt heim æösta mann
klnversku þjóöarinnar, ánþess aö
fá þá kurteisi endurgoldna.
Chou Enlæ,heitinn forsætisráö-
herra, feröaöist aö visu viöa um 1
sinni embættistiö, en Mao Tse-
tung formaöur fór aldrei lengra
en til Moskvu.
1 Klna hefur þessarar feröar
veriö beöiö meö nokkurri eftir-
væntingu af þorra fólks. Vitaö er,
aö Itarlega veröur greint frá
feröalagi formannsins I sjónvarp-
inu kinverska, og mun þá heima-
mönnum gefast færi á aö sjá um
leiö ýmsa heimshluta, sem for-
vitni þeirra hefur vakiö, án þess
aö þeir eigi sjálfir tök á aö komast
þangaö.
Þegar Hua skýröi frá feröalagi
slnu, sagöi hann, aö tilgangur
hennar væri'aö auka skilning
þjóöanna I milli, efla vináttu,
færa út samskiptin og treysta
heimsfriöinn.
,,A þessum ólgutimum tel ég,
aö Vestur-Evrópa eigi aö gegna
þvi hlutverki I alþjóöamálum,
sem stendur I réttu hlutfalli viö
mikilvægi hennar. Oflug samein-
uö Vestur-Evrópa er mjög mikil-
væg til þess aö viöhalda friöi og
öryggi, ekki aöeins I Evrópu held-
ur og i' heiminum öllum,”
sagöi forsætisráöherrann á fundi
meö fréttamönnum fyrir viku,
þegar hann sagöi frá feröalaginu,
sem hann átti fyrir höndum.
Þetta var raunar annar fundur-
inn, sem Hua efnir til meö frétta-
mönnum frá þvi, aö hann reis til
valda í klnverska kommUnista-
flokknum. Þótti vestrænum
blaöamönnum I Peking eftir-
tektarvert, hversu léttilega hann
blandaöi geöi viö þá. 1 mestu.
makindum leysti hann lipurlega
úr spurningum þeirra, geröi aö
gamni slnu á stundum, en gætti
þó viröingar sinnar og hélt fullri
alvöru, þegar honum þótti þannig
mál bera á góma.
Erlendir diplómatar höföu orö
á þvi, hversu öruggt lag Hua virt-
ist hafa á fréttamönnunum og
fundinum. Sérstaklega þótti þeim
til um, hversu skýrt hann lagöi
málin fyrir. Finnst þeim hann
óllkt öruggari i framkomu oröinn
i dag, heldur en þegar hann tók
viö af Mao formanni fyrir þrem
árum. Hua var aö visu oröinn for-
sætisráöherra, áöur en hann tók
viö formannsembættinu.
í raun réttrier hvorugt embætt-
iö þjóöarleiötogastarf, þótt menn
hafi vanist þvi aö llta flokksfor-
manninn sem leiötoga Klna
vegna stööu Maos. Getur þvl Hua
vænst þvi aö móttökurnar i
Evrópu veröi eins og þjóöarleiö-
toga ber.
Um manninn Hua Guofeng er
fátt vitaö, en þegar fréttamenn
véku aö þvi á blaðamannafundin-
um, neitaöi hann alveg aö ræöa
um fjölskyldu sina. Kvaöst hann
ekki vilja kalla yfir hana óþæg-
indi meö lausmælgi um einka-
hagi.
Hua skaust upp á metoröatind-
inn í flokknum og rikisstjórninni á
skömmum tima tiltölulega lítt
þekktur hálfu ári áöur. Þegar
hann var settur forsætisráöherra
til bráöabirgða eftir fráfall Chou
Enlæs I jafnúar 1976, haföi Hua til
dæmis ekki setiö I æösta ráöi
flokksins nema þrjú ár. Hann var
ekki talinn nema tölftií rööinni af
helstu áhrifamönnum Kína. Á niu
mánuðum var hann orðinn bæöi
forsætisráöherra og flokksfor-
maður eftir aö Mao hafði sagt viö
hann nánast á dánarbeöinu:
„Meö þig viö stýriö get ég verið
rólegur.”
Það er vitaö, aö Hua vakti fyrst
athygli Maos heitins formanns á
sér, þegar Hua haföi eftirlit
meö byggingarframkvæmdum
skammt frá fæöingarþorpi Maos I
Hunanhéraöi. Hanner fimmtíu og
níu ára aö aldri og er af fátækum
smábændum kominn Ur
Shanxi-héraöi. Hann gekk i
Rauöa herinn skömmu eftir lok
göngunnar löngu um endilangt
Klna. Li'tiö annaö er vitaö um
hann meö vissu. Um hriö á árinu
1976 hófst um hann töluverö per-
sónudýrkun, en fljótlega var
bundinn endi á þaö.
í einni blaöagreininni frá þeim
tima var því lýst, hvernig hann
hafi leiðbeintþorpsbUum i Shanxi
i aö koma fyrir jarösprengjum i
striðinu gegn Japan. Hvernig
spilla mætti birgöaflutningum
óvinanna, eitra drykkjarvatn
þeirra og gera þeim aörar skrá-
veifur. Þar var minnst á dóttur,
sem send var til starfa uppi i
sveit, eftir aö hún lauk námi.
íitlendingar, sem hittu Hua,
fyrst eftir aö hann varö formaöur
áttu erfitt meö aö glöggva sig á
honum. En þeir luku flestir upp
einum rómi um þaö, aö hann væri
aödáunarlega vel heima I heims-
málunum.
A blaöamannafundinum fyrir
viku þurfti hann nær aldrei aö
leita til aöstoðarmanna sinna til
þess aö svara spurningum. Varla
haföi fyrirspyrjandi fyrr sagt slö-
asta oröiö, og fyrirspurnin þýdd,
en Hua svaraöi reiprennandi.
Stöku sinnum veifaöi hann hendi
oröum slnum til áherslu, eða lét
meiningarmikla þögn fylgja orö-
um slnum eða dró úr alvöru
þeirra meö geislandi brosi.
Hua hefur sýnt, aö hann hefur
lag á aö komast á forslöur heims-
pressunnar, eins og t.d. I Búka-
rest I fyrra, þegar hann upp Ur
þurrutók aö stiga þjóödansa með
heimamönnum úti á stræti.
Fyrir utan heimsókn til Norö-
ur-Kóreu, sem var fyrsta ferö
Hua út fyrir Klna, fór hann til
Rúmeniu, og þaðan til Júgóslaviu
meö viökomu á heimleiöinni i
Iran, en þaö er eina landiö, sem
hannhefurkomiö til, sem ekki er
kommúnistariki.
Kina hefur um þessar mundir
sérstakt dálæti á Vestur-Evrópu.
Bæöi kemur þar til, að Efnahags-
bandalagiö býöur upp á mikla
viöskiptamöguleika, og eins eru
flest riki þar aðilar aö Noröur-At-
lantshafsbandalaginu. I augum
Pekingsstjórnarinnar er NATO
gagnlegur bandamaöur, sem
dregur herliö Sovétmanna frá
landamærum Klna. Þaö er búist
viö þvi, aö Hua muni mjög brýna
fyrir vesturálfumönnum aö efla
varnir sínar og slaka ekki á
verðinum gagnvart Kreml.