Vísir - 26.11.1979, Page 19

Vísir - 26.11.1979, Page 19
20 cm undir millikassa, óhlaöinn bfll. Lægstu punktar eru I lægra iagi, metrar undir kviðinn. En það er á tveimur stöðum, þar sem menn hefðu getaö óskað sér, aö hærra væri undir Eagle: milli framhjól- anna, þótt það komi ekki sérstak- lega að sök, og i öðru lagi undir millikassann og sidrifiö (Quadra- trac), sem er framarlega undir kviðnum. Þar er hæð frá jörðu að- eins 20 sentimetrar, og minnkar niður í 15-17 sentimetra, þegar bfllinn er hlaðinn. Sem sagt 5-10 sentimetrum lægra en á flestum jeppum. Sem betur fer, er hér um litinn flöt að ræða, þannig, að með lagni bilstjórans má sneiða hjá þessum ókosti i flestum tiifellum. En bilstjóri, sem ekki hefur til- finningu fyrir undirvagninum, gæti sest óþyrmilega á milli- kassa-hlifðarpönnuna, ef hann ætlaöi aö leika jeppakúnstir á ósléttu landi. Sem áður sagði, er hlifðar- panna undir sidrifinu, og allur er undirvagn Eagle að sjá eins vel hannaður og ætla má að framleið- anda með reynslu aöstandanda jeppans gamla og góöa. Að framan tekur sterklegur biti milli framhjólanna við hnjaski og höggum. Fjöðrunin er sjálfstæð á hvoru framhjóli en ekki heill öxull: engu fórnað af fólksbilseig- inleikum þar fremur en var á sin- um tima á Jeep Wagoneer fyrstu árin. Siðan þá hafa orðið miklar framfarir I hönnun og endingu framhjóladrifs með sjálfstæðri fjöðrun, þannig, að framdrif Eagle ætti þess vegna að vera pottþétt. Eagle er ekki búinn millikassa fyrir hátt og lágt drif, eins og jeppar, heldur fæst hann aöeins með sjálfskiptingu, sem gerir það að verkum, að ekki finnst eins mikið fyrir vöntun á lágum gir og á beinskiptum bll. Vegna þyngdar og fyrirferðar, sem hvort tveggja er illa séð á tima orkukreppu, er ekki svo mikils að sakna, þótt ekki sé lágt dirf. tlr þvi aö fólksbileigeinleik- ar voru á annað borð látnir sitja i fyrirrúmi, verður að telja sjálf- skiptinguna fullnægjandi lausn, auk þess, sem millikassi fyrir hátt og lágt dirf hefði hækkað verð bflsins og aukið á viðhalds- kostnað og eyðslu. Concord •+- framdrif 1 upphafi þessarar greinar sagði, að hvergi hefði verið slegið af kröfunni um 100% fólksbil I hönnum Eagle. Þó sést, að þetta hefur verið erfitt I nokkrum atriö- um. Eagle er ekkert annað en Concord, sem áður hét Hornet, að viðbættu framdrifi. Til þess að gæða bilinn betri torfærueiginleikum, var hann hækkaður, og sett á hann stærri hjól með 15 tommu felgu. Til þess að hjólin rækjust ekki utan I brettin, þurfti að breyta þeim og vikka, og auk þess að stytta fjöðrunarslagið að framan. Grun hef ég um, að hún hafi verið stytt einnig til þess að minnka álagið á hjöruliðunum á framdriföxlun- um, sem eru mjög stuttir. Fram- leiðandinn segir, að hún hafi einn- ig verið stytt til þess að bfllinn fjaðri ekki eins langt niður, t.d. þegar hann er hlaðinn og verði of lágur frá jörðu. Fjöðrunin er stinnari að framan en á venjuleg- um Concord-fólksbil, en þó er hún það mjúk, að fyrir minn smekk má hún ekki mýkri vera. Hún virtist lemja saman á stuöpúöum istörum, hvössum holum, en ekki gafst tækifæri til þess aö reyna þetta nógu Itarlega. Væru gúmmipúðarnir, sem taka við uppslaginu i framfjörðuninni eins stórir og á Range Rover, kæmi þetta ekki eins að sök, en hugsan- lega er framfjöðrunin takmörkuð að þessu leyti á Eagle. Hægt er að fá bilinn með hæðarjafnara, sem er innbyggður I höggdeyfana. /,Normal" á vegi Eagle fer ágætlega á vegi, og ekki er nokkur leið að finna neina þá hegðun eða hreyfingu, sem bendir til þess, að hér sé um jeppa I dulargervi að ræða. Þótt ekki sé hann eins rásfastur og beztu Evrópubílar með tannstangar- stýri, er hann þó mun auðveldari i akstri en aðrir bandariskir fjór- hjóladrifsbflar. Vegna hálku, reyndist ekki unnt að fullreyna, hvort hann hoppaöi til að aftan I þvottabrettum eða holum á beygjum, og veröur að reyna slika eiginleika siðar við betra tækifæri. Af skrifum erlendra blaða að ráða og akstri á stuttum, óslétt- um ofaniburðs-kafla má þó ráða, að billinn standist þær megin- kröfur, sem gerðar eru til fólks- bila af þessari stærð. Hjól- barðarnir taka fremur mið af þjóövegaakstri en akstri utan vega. Mynstrið er það fint, að það syngur ekkert i þeim, en engu að siður skortir litið upp á fullkomna jeppa-spyrnu, nema þá i lausum sandi eða mikilli drullu. Framsætin eru ágæt, en þó mætti hliðarstuðningur vera betri. Það er gott rými fyrir fjóra i þessum bfl, en fimmti maður, sem þyrfti að sitja i miöju aftur- sæti, ætti ekki sjö daga sæla á langferð, þvi að stokkurinn fyrir drifskaftið er haröur að sitja á . Aftursætissetan er of stutt. Eagle er dæmigerður ameriskur bfll að innanveröu og innréttingin þvi nokkurt smekksatriði. Billinn, sem reyndur var, var skutbill, en einnig er hægt að fá Eagle i ýms- um geröum, bæði fjögurra og tveggja dyra. Varahjól og benzin- geymir taka mikið rými undir farangurssýminu aftast, og þvi er lágt undir loft og heildarrými, þegar aftursætið er fellt fram „aðeins” um 1780 litrar eða held- ur minna en á skutbflum af svipaöri stærð, eins og til dæmis Volvo, Ford Fairmont og Peugeot 504 station. Aðeins er hægt að fá Eagle með einni vél, 258 cubika, sex strokka, 114 hestafla vél, sem gefur hinum 1500 kilóa þunga bfl 140 kilómetra hámarkshraða og spyrnu upp i 100 kilómetra hraða á 18 sekúnd- um. Þótt þetta séu heldur hag- stæöaritölur en t.d. á Lada Sport, tekur maður ekki andköf yfir hressileika Eagle. En þetta er svosem alveg nóg, þvi aö bfllinn er þægilegur á góöum hraöa, og það eru ekki allir I kvartmilu- klúbbnum. Hægt er aö fá Eagle meö dráttarbúnaði fyrir allt aö 1600 kflóa dráttarþunga, einnig með hlifðarpönnu að framan (hlifðar pannan undir milli kassa er standard). Eyöslan er, ef að lik- um lætur, þetta 12-18 litrar á hundraðið eftir akstri. Bfllinn leggur mjög vel á i beygjum og er ágætlega lipur með vökvastýrinu, sem er stand- ard. Timamótabíll á óvissum tímum Þótt á götum Reykjavlkur sé bfll af gerðinni Renault 12 með drifið á öllum hjólum, og þaö megi segja, að hann sé fyrsti fólksbillinn af meðalstærð, sem gæddur sé fullkomnum fólksbils- eiginleikum, að viðbættu fjór- hjóladrifi, er Eagle að mörgu leýti timamótabill á íslandi. Renaultinn fyrrnefndi er i hópi lágra fólksbila, þvi að hann er að engu leyti frábrugðinn venjuleg- um Renault 12 hvað hjól og undir- vagna snertir, þótt hann sé meö drifi á öllum hjólum. Eagle er hins vegar á stærri hjólum og hærri frá jöröu en Con- cordinn, sem hann er soðinn upp úr, og er I allt öörum verð- og stærðarflokki en Subaru og Lada Sport. Hann er tveimur milljónum króna ódýrari en Wagoneer og næstum helmingi ódýrari en Range Rover. Offramboö á bflamarkaði verð- ur sennilega helzti tálmi i mikilli sölu þessa bils um sinn. Hefði hann komið á markað fyrir tveimur árum eða fleiri er ekki vafi á, að þar hefði orðið um „dellu” aö ræða, svo margir heföu áreiöanlega orðið til að kaupa sér svona bfl. Nú geldur hann hins vegar þess, að bifreið- ar I þessum s-tæröarflokki og þar fyrir ofan eiga i vök að verjast fyrir sihækkandi benzinverði. Þetta er réttur bill á réttum staö, en I augnablikinu kannski ekki á réttri stundu. En fljótt skipast veður I lofti, og má vera, að stund Eagle renni upp, fyrr en varir. Og fyrr en varir munu keppi- nautarkoma fram á sjónarsviðið, þvi að i Eagle er fólgin allt of góð hugmynd til þess að framleiöend- ur hans verði látnir einir I friði um hana. AMC Eagle: hinn brattasti I brattanum! 19 HÓTEL VARÐDORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góö gistiherbergi Verö frá kr.: 6.500-12.000 Morgunveröur Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. ’E S 3 T " VT* Djóðum andlitsböð með hinumviður- kenndu Dior og Loncome snyrtivörum Dömur othugið Sérstokur ofslóttur of Ojo skipto ondlitsnuddkúrum Opið ó lougordögum “ '’tyójan s/f G KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Gunnar Eyþórsson, fréttamaður ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna '78-79 Spá Alþýöubandalag 14 n Alþýðuflokkur 14 Oi Framsóknarflokkur 12 /3 Sjálfstæöisflokkur 20 Zé> Aörir flokkar og utanflokka 0 o Samtals 60 60 Svona einfalt er aðvera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! RAUÐI KROSS ISLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Þ. ÞORGRIMSSON & CO 'Armúla 16 sími 38640

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.