Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 2
 VÍSIR Þri&judagur 15. janúar 1980 •ViV'V//' 2 örn Karlsson, myndlistarmaOur: Ekki neitt. Þaö kemur okkur ekk- ert viö. Björgvin Halldórsson, hljdm- listarmaöur: Þaö á aö mótmæla þvi harölega. Hvaða afstöðu á tsland að taka vegna innrásar Sovétmanna inn 1 Afghanistan? Helga Þorlelfsdóttir, nemi: Eg veit þaö ekki, en þetta er ekki fallega gert. Baltasar, myndlistarmaöur: Láta þá heyra þaö, meö öllum til- tækum ráöum. Alfreö Einarsson, kennarl: Mér finnst þaö vera alveg augljóst, aö viö eigum aö vera á móti ofbeldi, hvort sem þaö birtist hér eöa er- lendis. Upphaf málflulnlngs I Guðmundar- og Gelrflnnsmállnu fyrlr SÚKNUi BYGGB Á FYBH JMMNGUM SMBORHBMU - nú vllia peir ekkert vlú máiið kannasi og segja láinlngar pvlngaöar fram Aheyrendabekkir Hæstaréttar voru fullsetn- ir, er þinghald hófst klukk- an 10 i gærmorgun í Guö- mundar- og Geirfinnsmál- inu. I fremstu röö vinstra megin sat Sævar Marinó Ciecielski milli tveggja lögreglumanna og gegnt þeim hægra megin sat Kristján Viöar Viðarsson, einnig milli tveggja lög- reglumanna. Er þeir komu til réttarins, voru þeir handjárnaðir við lögreglu- menn svo og þegar þeir fóru, er þinghaldi var frestað klukkan 16. Báðir voru þeir Sævar og Krist- ján dæmdir í ævilangt fangelsi af Sakadómi Reykjavíkur þann 19. des- ember 1977. Fangarnir og gæslumenn þeirra sátu á bólstruöum stólum og blaöamenn á bekknum fyrir aftan Sævar. Meöal viöstaddra mátti kenna Hallvarö Einvarös- son, rannsóknarlögreglustjóra rikisins, rannsóknarlögreglu- menn, laganema og ættingja sak- borninga. Máliö. sem flutt er fyrir Hæsta- rétti, skiptist i tvennt. 1 fyrsta lagi er um aö ræöa ákæru á hend- ur Sævari, Kristjáni Viöari og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir aö hafa oröiö Guðmundi Einars- syni aö bana aö Hamarsbraut 11 i Hafnarfiröi aöfaranótt 27. janúar 1974 og Albert Klahn Skaftasyni fyrir „eftirfarandi hlutdeild” aö moröinu. Hins vegar er svo um að ræöa ákæru á hendur Kristjáni Viöari, Sævari og Guöjóni Skarphéðins- syni vegna morös á Geirfinni Ein- arssyni, og Erlu Bolladóttur, fyr- ir yfirhylmingu, rangar sakar- giftir og fleira. I sakadómi voru þeir Sævar og Kristján dæmdir i ævilangt fang- elsi, Guöjón i 12 ára fangelsi, Erla i þriggja ára fangelsi og Albert Klahn i 15 mánaða fangelsi. Allir sakborningar nema Guðjón og Al- bert hafa dregið játningar sinar i þessum málum til baka og segja að játningarnar hafi oröið til fyrir þrýsting af hálfu rannsóknarlög- reglumanna, er yfirheyröu þau. Málsskjöl í 25 bindum Viö upphaf þinghaldsins i Hæstarétti I gær las Björn Helga- Verjendur, tallö frá vinstri: Guömundur Ingvi Sigurösson, Jón Oddsson dikt Blöndal og Páll A. Pálsson, en örn Clausen sést ekki á myndinni, dikts og Páls. son, ritari Hæstaréttar, upp dómsorö sakadóms og áfrýjunar- stefnu. Þar var krafist staöfest- ingar á dómunum yfir Sævari og Kristjáni, en þyngingar á dómum hinna sakborninganna, Hann gaf siöan Þóröi Björnssyni rikissak- sóknara oröiö og talaöi Þóröur til klukkan 12, en fimm minútna hlé var gert klukkan 11. Eftir matar- hlé milli 12 og 14 hélt Þóröur siðan áfram til klukkan 16, aö þinghaldi var frestaö til klukkan 13.30 i dag. Kristján Viöar viö þinghaldiö. Saksóknari rakti i upphafi á- kæruliöina á hendur sakborning- um og gat þess aö sér heföi veriö skylt aö áfrýja dómunum yfir Sævari, Kristjáni, Tryggva og Guöjóni, en auk þess heföi veriö ákveöiö aö áfrýja dómunum yfir Erlu og Albert. Málsskjöl fylla ein 25 bindi og sagði saksóknari aö héraösdómur heföi sýnt lofsvert framtak meö þvi aö skilja i sundur skjöl fyrri á- kæru og seinni ákæru. , Hilmar Ingimundarson, Bene- þar sem hann situr miili Bene- //Einhver bending" Þóröur Björnsson hóf siöan aö reifa fyrri ákæruna, manndráp á Guömundi Einarssyni, er hvarf eftir dansleik i Alþýöuhúsinu 1 Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974. Arangurslaus leit var gerö aö Guðmundi, en hann var talinn hafa sést á Strandgötu i Hafnar- firöi eftir aö dansleiknum lauk klukkan tvö um nóttina. Erla Bolladóttir var til yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni þann 20. desember 1974 vegna rannsóknar á ýmsum mál- um. Þá haföi rannsóknarlögregl- an „fengiö einhverja bendingu um, aö Sævar gæti hugsanlega veriö viðriöinn hvarf Guðmundar Einarssonar”, eins og saksóknari komst aö oröi. Erla gaf þennan dag upplýsingar um, aö þegar hún hafi komiö heim aö Hamars- braut 11, aöfaranótt 27. janúar 1974 en þar bjó hún meö Sævari, hafi Sævar og Kristján Viöar bor- iö á milli sin mannslíkama i ljósu laki, en áður hafði hún séö, aö lakiö vantaöi á rúm hennar. Sæv- ar hafi beðið hana aö segja aldrei neitt um þennan atburö. Atök ollu dauða Guðmundar Siöan rakti saksóknari frekari framburði Erlu, sem hún hefði alltaf haldiö fast viö, þar á meðal aö Tryggvi Rúnar hafi einnig ver- iö i húsinu þarna um nóttina, en hún hafi ekki séö Albert Klahn eöa Gunnar Jónsson. Sævar var yfirheyrður um þetta 22. desember 1975, en form- legri skýrslutöku frestaö til 4. janúar 1976, að ósk réttargæslu- manns hans og taldi saksóknari þaö óhæfilega langan drátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.