Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Þribjudagur 15. janúar 1980 Styrkur til háskólanáms i Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til há- skólanáms i Hollandi skólaáriö 1980-81. Styrkurinn er einkum ætlaöur stúdent sem kominn er nokkuö áleiöisiháskólanámi eba kandidattil framhaldsnáms. Nám viö listaháskóla eöa tónlistar- háskóla er styrkhæft til jafns viö almennt háskólanám. Styrk- fjárhæöin er 1000 flórínur á mánuöi i 9 mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiöslu skólagjalda. — Nauösynlegt er aö um- sækjendur hafi gott vald á hollensku, ensku, frönsku eöa þýsku. Umsóknir um styrk þennan ásamt nauösynlegum fylgigögnum skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. febrúar n.k. Umsókn um styrk til myndlist- arnáms fylgi ljósmyndir af verkum umsækjanda, en segul- bandsupptaka ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 10. janúar 1980. LAUSSTAÐA Lektorsstaöa i liffræöi viö liffræöiskor verkfræöi- og raunvis- indadeildar Háskóla tslands er laus til umsóknar. Aöalkennslu- grein er dýralifeölisfræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. febrú- ar. n.k. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 9. janúar 1980. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykja- vík 1980 og hafa álagningarseðlar verið sendir út ásamt giróseðlum vegna 1. greiðslu gjald- anna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró- seðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Athygli er vakin á því, að Framtalsnefnd Reykjavíkur mun tilkynna elli- og örorkulíf- eyrisþegum, sem fá lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta skv. heimild i 3. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en jafnframt geta lifeyrisþegar sent umsókn- ir til borgarráðs. Borgarstjórinn i Reykjavík, 15. janúar 1980 Egill Skúli Ingibergsson. ÁSKRIFENDURl Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið i sima 86611: virka daga til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðið berist. Afgreiðsla VÍSIS sími 8664 í i m Smurbrauðstofan BJDRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Joy Adamson ásamt Ijónynjunni Elsu. Borgarstúlkan sem lék sér viö ijén Hver man ekki eftir sögunum um Ijónynjuna Elsu, sem var eins Ijúf og góð og heimilisköttur? Ljónið sem hjónin George og Joy Adamson tóku að sér nokkurra vikna og tömdu, þannig að undrum sætti. Það urðu margir slegnir, þegar sú frétt barst út að Joy Adamson hefði látist eftir árás Ijóns nú fyrir skömmu. Konan.sem hafði helgað líf sitt rannsóknum á lifnaðarháttum þessara dýra og stuðlað að því að þau fengju að lifa óáreitt í Kenya i Af ríku. Síðar kom á daginn að þessi frétt var röng og Joy Adamson féll fyrir hendi morðingja. Þrátt fyrir að hún væri á sjöt- ugasta aldursári vann hún af fullum krafti við rannsóknir sinar á villtum dýrum i Austur- Afriku, þar sem hún bjó i ára- tugi. Joy Adamson dvaldi i búðum skammt frá bænum Isiolo i Norður-Kenya. bar var hún ásamt aðsloöarfólki sinu aö rannsaka lifnaöarháttu hlé- barðans. Á kvöldin var frú Adamson vön að fá sér kvöldgöngu, en þegar hún kom ekki heim aftur á tilteknum tima var fariö aö leita hennar. Hún fannst skammt frá búðunum og hafði verið myrt. Þrir menn hafa verið handteknir og likur benda til þess að þeir hafi framiö verknaöinn með sérstökum hnifi sem innfæddir nota. Þeir grunuöu voru i þjónustu hjá Adamson, en höföu verið rácnir skömmu fyrir atburöinn. Borgarstúlka. Þau hjónin George og Joy skrifuöu bækur um rannsóknir sinar, þar sem þau lýstu m.a. dvöl Elsu hjá þeim. Hvernig hún hvarf aftur frá þeim út i náttúr- una á ný, og hvernig þau undir- bjuggu hana til að hverfa aftur til frelsisins. En þrátt fyrir aö Elsa væri frjáls, hélt hún alltaf samband- inu viö þau hjón og kom til þeirra af og til með afkvæmi sin. Bækurnar um Elsu seldust i milljónum eintaka og einnig voru gerðar kvikmyndir um þessa einstæðu sögu. Joy Adamson var fædd i Austurriki 29. janúar 1910. Hún var alin upp eins og titt var um borgarstúlkur i þá daga. Ahuga- málin voru tónlist og tiskufatn- aður. Ariö 1935 gekk hún i hjóna- band og flutti til Kenya. Það varð skammvinnt og hún átti að baki tvö misheppnuð hjónabönd, þegar hún kynntist George Adamson 1943. Þar meö urðu þáttaskil i lifi hennar. Þau hjón- in helguðu lif sitt rannsóknum á lifivilltradýra og dvölduoftast i búöum fjærri mannabyggöum. Það var áriö 1956, sem þau tóku Elsu að sér. George Adamson varð aö skjóta tryllta ljónynju til að bjarga lifi sinu. Þau tóku þrjá unga hennar, en sá minnsti og ræfilslegasti var Elsa. Tveir þeirra voru settir i dýragarð, en Elsa varö eftir hjá þeim hjónum. Matvælaskortur hefur sett mörk sin á flóttamenn frá Kambodiu. Myndin er tekin I flóttamannabúöum i Thailandi, en þar dveljast þúsundir manna viö aum kjör. tslendingar þeir sem nú vinna aö hjálpar- starfinu i fióttamannabúöum I Thailandi, þurfa eflaust aö hlynna aö börnum, eins og þvi sem viö sjáum hér á myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.