Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 8
VjÉSXR Þriöjudagur 15. janúar 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Daviö Guömundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Ðlaöamenn: Axel Ammendrup. Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnusson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. iþrottir: Gylfi Kristjónsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V André'sson, Jens Alexandersson. Uflit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. t Auglysingar og skrifstofur: Siöumula e. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasólu 230 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Lagmetið og Sðlustofnunin Lagmetisiönaöurinn er lltiö eöa ekkert betur á vegi staddur i dag en hann var þegar Sölustofnun iagmetis var komiö á fót og rikiö fór aö hafa afskipti af þessari útflutnings- grein. Alvarlegast er þó, hve eftirliti með framleiöslunni er ábótavant. Málefni Sölustofnunar lag- metis eru enn einu sinni komin í sviðsljós fréttanna vegna gall- aðrar framleiðslu og eins konar upplausnar hjá fyrirtækinu. Kvartanir um galla á fram- leiðslu aðildarfyrirtækja stofn- unarinnar hafa borist úr ýmsum heimshlutum að undanförnu, dótturfyrirtæki stof nunarinnar vestan hafs hefur verið lokað, bæði framkvæmdastjóri Sölu- stofnunarinnar og stjórnarfor- maður sagt störfum sínum laus- um og stórir framleiðsluaðilar hugieiða að segja sig úr stofnun- inni. Vegna gallaðrar framleiðslu niðursuðu-og niðurlagningar- verksmiðjanna, sem selja vöru sína undir vörumerki Sölustofn- unar lagmetis, er nú rætt vítt og breitt um gæðaeftirlit með fram- leiðslunni og er engu líkara en framleiðendurnir sjálfir vilji skella skuldinni á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Hún hefði átt að hafa betra eftirlit með þeirri vöru, sem verið er að senda úr landi, en raun beri vitni. Aftur á móti virðist sem þessum framleiðendum finnist nánast allt í lagi, að þeir láti hvað sem er i dósirnar. Hvarf lar að manni að i stað þess að reynt sé að bæta framleiðslunaogauka eftirlitið í i verksmiðjunum sjálfum, leggí eigendur sumra jjeirra meiri áherslu á að snúa á Tiannsóknar- stofnunina, meðal annars með því að senda henni valin sýnis- horn til dæmis af gaffalbitum, sem gefi alranga mynd af þeirri framleiðsluvöru sem þeir eru að fá útflutningsvottorð fyrir. í Ijós hefur komið, að sú hafi orðið raunin á í sambandi við gaffalbitasendingu, sem fór til Sovétríkjanna. Sendingin í heild var gölluð, en sýnin, sem verk- smiðjan sendi til þess að fá út- f lutningsvottorð, voru á hinn bóginn í lagi. Það er í raun ótrú- legt, að slíkt geti gerst hjá þjóð, sem byggir afkomu sína á veiðum og vinnslu sjávarfangs og á undir högg að sækja á mörk- uðum erlendis. Auðvitað er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að stórgölluð vara sé send úr landi, sú að hafa stöðugt eftirlit með framleiðsl- unni í verksmiðjunum sjálfum frá degi til dags, enda verður lítið að gert eftir að varan er komin í dósirnar og farin á markað. En til þess að þetta verði í lagi þarf tvennt, annars vegar hugarfars- breytingu framleiðendanna og hins vegar fleira sérmenntað fólk á sviði matvælaframleiðslu. Allmargir matvælaf ræðingar eru væntanlegir frá námi á næstunni og verðum við að vona, að for- ráðamenn þeirra fyrirtækja, sem þarna eiga hlut að máli, nýti sér þekkingu þeirra og sjái sóma sinn í því að fara að reglum varð- andi meðferð og vinnslu þess hráefnis, sem þeir nota í lag- metisframleiðslu sína. Eðlilegt hefði verið að Sölu- stofnun lagmetis hefði haft með höndum framleiðslueftirlit í lag- metisiðjunum sem aðild eiga að stofnuninni á svipaðan hátt og Sölumiðstöð hraðf rystihúsanna og Sjávarafurðadeild SíS hafa haft með höndum hjá þeim fyrir- tækjum sem selja framleiðslu sina fyrir milligöngu þessara að- ila. En Sölustofnunin hefur hvorki sinnt þessu verkefni né mörguöðru, sem þörf hefði verið á undanfarin ár. Nú er svo komið, að íslenskur lagmetisiðnaður er lítið eða ekk- ert betur á vegi staddur en hann var þegar Sölustofnuninni var komið á fót fyrir einum sjö árum. Starfsemi hennar hefur verið samfelld sorgarsaga og hefur þar fengist enn ein sönnun þess, að það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar ríkisvaldið fer að fálma inn á svið, sem ætti að vera í höndum einkaaðila. hEt ekki mynntur minnihlutastjórn” ..SjálfstæOisflokkurlnn mun ekkl verja sllka stjórn vantraustl.” segir Gelr Haiigrfmsson sem nú hefur skliaö umboði sínu til stlórnarmyndunar Ég tel þjóðstjórn undir rikj- andi aðstæðum engan neyðar- kost heldur visbendingu um að allir flokkar standi saman að þvi að koma verðbólgunni niður i það stig sem er I nágranna- löndum okkar”, sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins I gær, þegar hann boðaði blaðamenn á sinn fund. Þar skýrði hann frá þvi, að hann hefði skilað forseta um- boði sínu til stjórnarmyndunar, þar sem hann teidi, að svo stöddu, ekki von um árangur frekari tilrauna af sinni hálfu tii myndunar meirihlutastjórnar jafnframt lagði hann fram greinargerö um stjórnarmynd- unarviðræðurnar og gögn sem formennirnir hafa fengið frá Þjóðhagsstofnun og Seðla- banka. Hann var spurður, hvortekki heföi fariö óþarflega langur tlmi I „þreifingar” og óformlegar umræöur i staö þess aö hefja formlegar stjórnarmyndurnar- viðræöur. „Ég geri ekki mikið úr þeim mun, sem þarna er á, og tel aö óformlegar könnunarviöræöur muni frekar leiöa til árangurs en hdtlölegar viðræöur meö nefndir sitjandi hver á móti annarri sem þora ekkert að segja. — Ekki vegna þess, sem gæti oröiö til árangurs, heldur af hræöslu viö aö spillu fyrir árangri”. Vilja fullreyna aðra möguleika. 1 greinargerö Geirs segir, aö i viöræöunum um myndun þjóö- stjórnar undanfarna daga hafi þaö veriö staöfest, aö allir flokkarséusammálam bæði um meginvandamálin sem leysa þarf, svo og nokkur aöalatriði i nauösynlegum ráðstöfunum, þótt ágreiningur sé um Utfærslu og áherslur. Hann teldi ekki, aö þessi ágreiningur væri þaö sem kæmi í veg fyrir samkomulag aö svo stöddu, heldur hitt, aö menn vildu fullvissa sig um, hvort aörir möguleikar væru fyrir hendi, áöur en þeir væru reiöubúnir til aö einbeita sér aö samstjórn allra flokka. Hann sagöi, aö timinn,sem hann heföi haft til stjórnarmyndunar heföi veriö mjög vel nýttur og benti i þvi sambandi á þau gögn, sem lögð voru fram á fundinum. Hann sagöist ennfremur telja mikilvægt aö formenn allra flokka hefðu komiö saman a löngum fundum og myndi þetta hvorttveggja koma til góöa I áframhaldandi stjórnarmyndun hver sem á héldi. Mál sem samstaða er um. Þau mál, sem viötæk sam- staöa var um hjá flokkunum voru: aö brýnt sé aö draga úr veröbólgunni — aö þvl marki yröi ekki náö nema meö þvi aö stööva eöa draga verulega úr um tima vixlgangi kaupgjalds ogverölags —aöbyröumsem af þvi leiöir veröi skipt eftir eína- hag og lendi ekki á hinum lægst- launuðu — aö samræma aö- geröir i launa- og verðlagsmál- um annars vegar og um styrka stjórn f jármála rikisins og pen- Geir Hallgrimsson ingamála hinsvegar — aö leggja áherslu á þróun orkumála og notkun innlendrar orku i sem rikustum mæli. Geir lýsti vonbrigöum meö tilliti til þess þjóöarvanda sem við blasti, aö ekki skyldi hafa reynst unnt aö laöa menn til málamiölunar og samstööu, sem vísað gæti leiö úr ógöngun- um. Þá gerði hann grein fyrir þeim hugmyndum, sem hann hefði lagt fram til málamiöl- unar sem umræöugrundvöll aö myndun þjóöstjórnar. Slik stjórn yröi mynduö til aö gang- ast fyrir breytingum á kjör- dæmaskipan og kosningalögum annarsvegar, og ná veröbólg- unni niöur i 15-20% á einu ári hinsvegar. Upplýsingar en ekki gæðastimpill Geir var spuröur, hvort sú til- högun aö senda tillögur til Þjóö- hagsstofnunar og Seölabanka til aö fá á þær sérstakan gæöa- stimpil yröi ekki fordæmi, sem i framtlöinni yröi notaö, til dæmis i kosningum. Hann sagöi, aö hugmyndir væru ekki sendar þessum stofn- unum til að fá á þær gæöa- stimpil eöa leggja þær undir dóm heldur til aö fá upplýs- ingar. Siðan myndu menn vega og meta þær upplýsingar. Sjálfur heföi hann sitthvað viö niöurstööur Þjóöhagsstofnunar að athuga og heföi mælt sér mót viö forstööumann stofnunar- innar til aö ræða þaö viö hann. Honum þættiekkert verra þó út- reikningar væru ekki eins frá báöum stofnunum. Menn myndu skoða báöa og draga siöan af þeim ályktanir. Slikar stofnanir gætu aldrei oröiö dóm- stóll i pólitlskum umræðum, en ■menn yröu aö kunna aö nota þessar stofnanir,sem þeir heföu sjálfir sett á stofn. En stjórn- málamenn yrðu aö taka tillit til miklu fleiri þátta viö ákvaröanatöku. Geir var spuröur, hvort Sjálf- stæöisflokkurinn, sem ekki heföi lagt fram sérstakar hugmyndir, héldi fast viö leiftursóknina. „Sjálfstæöisflokkurinn er reiðubúinn til málamiðlunar”, svaraöi hann. Hvort einhver visbending heföi komiö fram i viöræöunum um hvort Alþýðubandalagið væri fáanlegt til að slá af i varnarmálunum. „Nei, ég hef enga heimild til aö segja neitt um slikt”. Gengi Sjálfstæðisfloidiurinn til viöræöna um stjórnarsam- starf viö Alþýðubandalagið ef þaö óskaöi þess.’ Þvi sagöist Geir svara þeim Alþýöubanda- lagsmönnum, ef eftir þvi yrði * leitaö. Geir Hallgrimsson sagöist vilja, aö þaö kæmi skýrt og greinilega fram, aö hann væri ekki hlynntur minnihlutastjórn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki verja slika stjórn van- trausti. — JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.