Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 1
sj\ Ráöherrarnir Roger Sietzen t.v. og Paul Helminger í morgun. Vfsismynd BG Ræða íramtíö Flugleiða Viðræ&ur milli flugmálayfir- valda á Islandi og i Luxemburg um málefni Flugleiöa hófust i morgun kl. 10 i Ráðherrabústaðn- um. Viðræður þessar snúast um það áhvernhátt Luxemborgarar geta komiö til móts við Flugleiðir i þeim erfiðleikum sem flugfélagið á nú við að etja. Hefur þar verið talað um ýmsa valkosti m.a. að stofna sameiginlegt flugfélag Luxemborgara og Flugleiða. H.R. Gelraunir Vísis: Síðasli skiia- dagurinn Fresti til að skila lausnum á jölagetraun verðlaunamynda- gátu og verðlaunakrossgátu Vísis rennur Ut i dag, 15. janii- ar. Dregið verður I þessum get- raunum öllum eftir daginn i dag úr þeim lausnum, sem berast Visi, Siðumúla 14, fyrir miðnættið. Mörg vegleg verðlaun eru i boði f öllum getraununum. Margs konar vandamál hja „Lagmetinu" Lagmetismál hafa verið mikið til umræðu,undanfariö. Kvartanir hafa hvað eftir ann- að borist frá utlöndum vegna skemmdrar vöru og hefur þetta skaðað markaöinn, bæði Sovétrikjunum og Evrópu. Við þessi vandamál Sölu- stofnunar lagmetis bætist svo, að aukin óánægja virðist rikja meðal nokkurra aðila innan sölusamtakanna með stofn - unina og hefur Norðurstjarn- an ákveðið að hætta aðild frá og með næstu aramótum. „Það er rétt að viðurkenna, að það eru ákveðin vandamál, en þó ekki óyfirstlganleg", segir Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Sölustofn- unar lagmetis, en hann hefur sagt þvi starfi sinu upp. Um þessi mál er fjailao I forystugréin Vísis á blaðsiðu 8 og i frásögn og viðtölum á blaðsíðu 9. Siaðfest að Sævar var sleglnn við yllrheyrsiu: Var Tryggva haldið vakandi um nætur? Alvarlegar ásakanir um meint harðræði f garð gæslufanga I Guðmundar-og Geirfinnsmálinu koma fram i þeim gögnum sem liggja fyrir Hæstarétti þar sem þessi mál eru nú flutt. Kemur þar fram meðal annars staðfesting á fréttum VIsis um að Sævar Ciesielski var eitt sinn sleginn við yfirheyrslu I fangels- inu i Siðumúla. Sá atburður átti sér staö i mai 1976 og fyrir nokkru lauk opin- berri rannsókn þar sem stað- fest var að Sævar var sleginn kinnhesti við eina yfirheyrsl- una. Rétter að taka fram að þar átti enginn af rannsóknaraðil- um hlut að máli en löðrungurinn virðist hafa verið gefinn að til- efnislausu. Þá má nefna að einn fanga- vörður hefur borið að Tryggva Rúnari Leifssyni hafi verið haldið vakandi á næturnar. þeg- ar hann átti að fara I yfirheyrsl- ur daginn eftir. Fangaverðinum kvaðst hafa blöskraö svo þetta athæfi. að hann hafi ekki getað þagað yfir þessu. Einnig hefur sami fangavörð- ur borið að limdur hafi verið heftiplástur fyrir munn Tryggva I fangaklefa til þess að þagga niður I honum. Það skal tekið fram, að samstarfsmenn þess fangavarðar, er gaf þessar upplýsingar hafa neitað þvi að þær séu réttar, en atburðirnir eiga að hafa átt sér stað á árinu 1976. Málskjöl um meint harðræði i garð gæslufanga í'ylla þykkt bindi og kemur rikissaksóknari væntanlega að þessum atriðum i lok sóknarræðu sinnar fyrir Hæstarétti. —SG Saksóknari heldur málllulningi áfram kl. 13,30: BEDINN AÐ REIFA MÁLH) LÍKA MEfl TILLITITIL MANN- DRÁPS AF GALEVSI Málflutningur f Guðmundar- og Geirfinnsmálum heldur áfram klukkan 13.30 I dag fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur þá áfram að reifa Guðmundar- málið og lýkur þvi væntanlega I dag. Þá er Geirfinnsmálið eftir og lýkur sóknarræðu vart fyrr en á fimmtudag. Krafist er af ákæruvaldinu staðfestingar á ævilöngum fangelsisdómum yfir Kristjáni Viðari og Sævari Ciesielski, sem báðir voru viðstaddir mál- flutninginn i gær og þyngingar á dómum yfir öðrum sakborning- um. Forseti Hæstaréttar, Björn Sveinbjörnsson, óskaði eftir þvi við rfkissaksóknara viö mál- flutninginn I gær I Guðmundar- málinu, að hann reifaði máliö einnig með tilliti til 215. og 218. greinar hegningarlaga. Fyrri greinin í'jallar um manndráp af gáleysienhin slðarium Hkams- meiðingar. Refsiramminn sam- kvæmt þessum greinum al- mennra hegningarlaga er allt annar en ef um manndráp af ásetningi er að ræða og há- marksrefsing allt að sex ár. Málsskjöl Guðmundar- og Geirfinnsmála fylla 25 þykk bindi og gefur það nokkra hug- mynd um hve yfirgripsmikil þessi mál eru, en fjórir af sex sakborningum koma við sögu i báðum málunum. Sjá nánar á bls. 2-3. —SG Tiliögur Alhýöubandaiagsfns í efnahagsmálum: Niðurfærsla verð- lags um 6% strax Málsskjöl fylla 25 bindi sem standa hér á borði rikissaksóknara við málflutninginn I Hæstarétti. (Vfsism. DG) Tillögur Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum, sem þing- flokkurinn gekk endanlega frá á fundi i morgun, gera m.a. ráð fyr- ir 6% niðurfærslu verðlags mi þegar og ýmsum ráðstöfunum til aðauðvelda fyrirtækjum þá verð- lækkun, svo sem 1.5% lækkun launaskatts og lækkun vaxta um 8-10% á árinu. Tillögurnar voru i öllum aöal- atriðum samþykktar á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins um helgina, en þingflokk- ur Alþýðubandalagsins gekk I morgun endanlega frá þvi plaggi sem lagt verður fram I væntan- legum stjórnarviðræðum. Nánar segir frá efnahagsmála- tillögum Alþýðubandalagsins I frétt á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.