Vísir - 26.01.1980, Side 20
Framhaldssag*
an — 2. hluti
LÓA
Lóa, Guðrún og Tómas
fara oft á skíði. Fyrir
framan stóra 8 hæða hús-
ið, þar sem þau búa er
góð skíðabrekka. Þar er
lika gott að renna sér á
þotum. Lóa fékk skíði í
jólagjöf frá ömmu og nú
er hún svo ánægð, þvi að
nú getur hún farið með
vinum sínum á skíði.
Fyrst var Lóa nú heldtar
klaufsk. Hún varalltaf að
detta.
— Þú átt að halla þér
áfram, sagði Tómas og
renndi sér fimlega niður
brekkuna. Hann fékk
skíði þegar hann var
fjögurra ára og kunni nú
vel á skíðum.
En þá hallaði Lóa sér
allt of mikið fram og var
næstum dottin á nefið.
Tómas og Guðrún fóru
að hlæja.
En með æf ingunni tókst
Lóu að læra skíðaíþrótt-
ina. Það var svo gaman
að þjóta niður brekkuna
og f inna vindinn leika um
kinnarnar.
Það voru líka margir
krakkar, sem renndu sér
á þotum. Þau fóru ofsa-
hratt og stundum fóru
þau í kapp eftir vissri
braut sem þau höfðu gert
í snjóinn. Stundum fóru
þau lika í halarófu niður,
en þá gat nú farið svo að
allir dyttu í eina hrúgu.
Þá kom líka fyrir að
einhver meiddi sig. Það
var eiginlega best að hver
renndi sér út af fyrir sig.
Lóa, Guðrún og Tómas
voru oft á skíðum alveg
fram til klukkan sjö á
kvöldin, ef veðrið var
gott. En klukkan sjö fóru
þau alltaf inn að borða
kvöldmatinn.
Svo fóru þau að læra
fyrir skólann;þá horfðu
þau oft á sjónvarpið til
klukkan hálf tíu.
Skemmtilegast fannst
þeim, þegar teiknimyndir
voru i sjónvarpinu. Og
mömmu og pabba fannst
líka oft gaman að horfa á
myndirnar sem krökkun-
um líkaði best að horf a á.
Og Lóa vissi, að ömmu og
afa þótti líka gaman að
sliku sjónvarpsefni. Lóu
fannst því að slíkt efni
ætti að vera á hverju
kvöldi eftir fréttir í sjón-
varpinu, fyrst að öllum,
sem hún þekkti þótti það
svo skemmtilegt.
Frh.
Þessi mynd var tekin á dögunum í Landsbankanum við Austurstræti. Þar hefur
verið tekin upp sú skemmtilega nýung, að útbúa sérstakt leikborð fyrir yngstu
börnin. Þargeta börnin leikiðsér að Legó-kubbum á meðan pabbi eða mamma eru
að útrétta. Þetta er til fyrirmyndar og mættu aðrir bankar og stærri þjónustustofn-
anir taka upp svipað fyrirkomulag.
Visismynd: JA
hœ kiakkar!
Umsjön: Anna
Br.ynjúlfsdóttir
VÍSIR
Laugardagur 26. janúar 1980
Jón'na Þorbjörg GuOmundsdóttir, 7 ára, aft skrifa
Hvort er hollara ...?
Einu sinni voru lýsis-
flaska og kókflaska að
rifast. Kókflaskan sagði:
,,Allir krakkar kaupa
mig".
En þá sagði lýsisflask-
an: „En þú skemmir
tennurnar í krökkum, og
ég er hollari en þú.
Þá sagði kókflaskan:
„Enginn vill þig og ég er
miklu fallegri í laginu".
Þá sagði hafragrautar-
potturinn: „Það er alveg
satt, sem lýsisflaskan
segir. Endir.
Jónína Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, 7 ára Ný-
býlavegi 56.