Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 5
5 VÍSIR Laugardagur 2. febrúar 1980 Göring hafa skrifað bréfið til að firra yfirvöldin ábyrgð af dauða hans, enda nánast ómögulegt að hylkið fyndist. Þessari skýringu trúðu fæstir. Talið er óliklegt að Gör- ing hafi viljað losa Andrus undan nokkrum hlut þvi sann- leikurinn er sá, að þeir fyrir- litu hvor annan af öllu hjarta og fannst Göring hann hljóta slæma meöferö i fangelsinu. Tveir menn gefa sig fram Allt þótti þvi benda til að bréfiö hafi verið skrifað til aö hylma yfir með þeim manni sem afhent hafði Göring eitur- hylkið og sagöi Emmy Göring þaö m.a. skoðun sina. Tveir Þjóöverjar gáfu sig hins vegar fram og kváðust báðir hafa afhent Göring hylk- ið. Annar var foringi I SS-sveit- unum, Erich von dem Bach- Zelewske en hann var eitt vitn- anna gegn striðsglæpamönnun- um og mætti Göring á hver jum degi á göngum fangelsisins. Hann heilsaði þá ætið að her- mannasið og tók m.a.s. einu sinni I hönd Görings. Kvaðst hann hafa látið Göring hafa hylkið við það tækifæri. Þessi sk'ýring var heldur ekki tekin gild. Göring hafði að sögn megnustu smán á manninum og reyndi að komast hjá þvi að lita á hann. Þar að auki mætt- ust þeir aðeins fyrir réttar- höldin en þá njuggust nasista- forkólfarnir ekki við þvi að fá þunga dóma og hafa þvi talið þarflaust að verða sér úti um eitur. Hinn maðurinn var blaöa- maöur, Peter-Martin Bleibtreu en hann sagöist hafa smyglað sér inn i réttarsalinn og komið eiturhylkinu fyrir undir borði Görings þar. Þaö var hins veg- ar taliö algerlega ómögulegt að smygla nokkrum hlut inn i sal- inn, s vo rækileg var gæslan. Þá má nefna að Emmy Göring spurði mann sinn — undir rós — að þvi i siðustu heimsókninni hvort hann hefði nokkuð eitur Göring á velmektardögum slnum. Hér tekur hann við marskálksstafn um úr hendi Adolfs Hitiers. undir höndum og á hann aö hafa svarað þvi neitandi. Þvi var þvi slegið föstu að Göring hefði orðiö sér úti um eitriö milli 11. og 15. október 1946. Göring vinsæll meðal Kananna Rannsóknarnefndin komst þvi aö þeirri niðurstöðu að ekki fengi staðist, að Þjóöverjar heföu smyglað eitrinu til Gör- ings. Það kom hins vegar I ljós að Göring var býsna vinsæll Þær voru margar orðurnar sem Göring fékk foringja sinn til þess að veita sér... meðal Bandarikjamannanna sem gættu hans en þeir kunnu aö meta dirfsku hans og gáfur. Þá hafði það vakið aðdáun hvernig Göring hafði við rétt- arhöldin gert aðalsaksóknara Bandarikjamanna, Jackson, að athlægi. Lögfræðingurinn Werner Bross, semviðréttarhöldin vai aðstoöarmaður verjanda Gör- ings, Otto Stahmers, hefur lýst þvi yfir að liklega hafi Banda- rikjamenn fljótlega komist að þvi hver hafi komið hylkinu til Görings og heldur hann þvi fram að rannsókn nefndarinn- ar hafi verið ákaflega slælega framkvæmd. Til dæmis var Stahmer aldrei yfirheyrður en hann haföi verið rúmlega 100 klst. einn með Göring i klefa hans. Rannsóknarnefndin hafði aftur á móti meiri áhuga á bandariska herlækninum Charles J. Roska en hann hafði oft verið einn með Göring og hafði auk þess aðgang að efna- fræöirannsóknastofu fangels- isins. Roska neitar allri aöild: ,,Ég lét Göring ekki hafa eitrið. Meira segi ég ekki, það gæti reynst öðrum hættulegt.....” Sá maður, sem var talinn liklegastur til aö hafa smyglaö eitrinu var bandariskur liös- foringi „Tex” Wheelis, vakt- Göring þótti maöur glysgjarn meö afbrigöum. foringi i fangelsinu. Hann átti tvö eiturhylki siðan hann barð- ist I striöinu i Asiu og talið var þægilegra að fremja sjálfs- morð en lenda i japönskum fangabúðum. Talið er aö Gör- : inghafi fyrst og fremst skrifaö fyrrgreint bréf til aö firra Wheelis vandræðum. Gjöf frá Göring Werner Bross hefur sagt frá þvi aö aðeins einu ári eftir dauöa Görings hafi hann hitt Wheelis og þeir þá farið að tala um sjálfsmorö Görings. Bross kveðst hafa spurt Wheelis hvernig Göring hafi fengið eitr- ið en hann einungis bent á úrið sitt, það var úr gulli og slegiö demöntum. „Gjöffrá Göring”, sagöi Tex Wheelis. Bross kveöstekki hafa þurft frekari vitnanna við. Wheelis var yfirheyröur eins og fleiri en eftir þaö var máliö látið niður falla. Þegar fyrir lá að Bandarikjamaður hafi hjálpað Göring til að fremja sjálfsmorðiö höfðu þeir rika ástæðu til að fela málið allt, enda voru Sovétmenn ofsa- reiðir yfir þvi að Göring skyldi takast aö fremja sjálfsmorð. Tilkynnt var opinberlega að Göring hafi haft eiturhylkiö á sér allan tlmann i fangelsinu en þeir voru fáir sem lögðu trúnað á þaö. Allar skýrslur rann- sóknarnefndarinnar voru inn- siglaöar og eiöar teknir af öll- um viðkomandi aö skýra aldrei frá niöurstöðum nefndarinnar. affsláttur K ynningarvikunni lýkur ^—- 5. febrúar [ Seljum nœstu daga ensk gólfteppi i háum gœðaflokki með 20% afslœtti. Axminster-gólfteppi 80% ull — 20% nylon Axminster-gólfteppi 80% atrylic — 20% nylon Wilton-gólfteppi 80% ull - 20% nylon Wilton-gólfteppi 80% acrylic — 20% nylon n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.