Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 10
vlsnt Laugardagur 2. febrúar 1980 10 Hrúturinn 21. mars—20. april Þetta veröur ánægjulegur dagur. Endurnýjaðu gömul kynni. Stutt ferðalag getur orðið til mikillar ánægju og fróð- leiks. N'autið 21. april-21. mai Heimsæktu eða hringdu i vini sem þú hefur ekki sinnt sem skyldi að undan- förnu. Gerðu ekki of miklar kröfur til annarra. Tviburarnir 22. mai—21. júni Láttu ekki fljótfærnina ráða gerðum þin- um og láttu ekki flækja þig i deilu. Þér hættir til að vera of skapbráður. Notaðu krafta þina til góðs. Krabbinn 21. júni—23. júli Dagurinn er tilvalinn til að heimsækja vini og vandamenn. Þú ferð á stefnumót i kvöld. Haföu gát á þvi, sem fram fer i kringum þig. Ljónið 24. júli—23. ágúst Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa meö þig i gönur. Forðastu að vera of eftirlátur, þú gætir séð eftir þvi seinna. Þú verður yrir óvæntu happi á næstunni. Mevjan 24. ágúst—23. sept. Fréttir sem þér berast i dag geta reynst ruglandi. Hugleiddu ákvarðanir varðandi framtiðina en ákveddu ekki neitt. Þetta getur reynst varasamur dagur. Vogin 24. sept. -23. okt. Þú verður liklegast bundinn við vinnu yfir alla helgina. Frestaðu ekki neinu, það gæti liöiö á löngu þar til timi gefst til að bæta ráð sitt. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Þú lendir i vandræöum og ert ekki nógu vel viðbúinn þvi. Þú færö mikilvægar fréttir bráðlega. Gættu þin á mannamót- um. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des. Það bendir allt til þess að þú veröir fyrir fjárhagslegum ávinningi i dag, en þú veröur aö lita vel i kringum þig til að koma auga á það. Steingeitin 22. des.—20. jan. 011 umgengni við fólk reynist auðveld i dag. Þetta er góöur dagur til að sinna andlegum hugöarefnum. Hringdu i gaml- an vin. Vatnsberinn 21,—19. febr. Þér tekst að gera mikiö úr litlu. Það er eins og allt vaxi I höndum á þér. Gleddu venslafólk meö gjöfum. Fiskarnir 20. febr.—20. mars Gerðu ekki neinar fljótfærnislegar athugasemdir i dag, þær gætu valdið deil- Ium. Ferðalög eru óheppileg. Taktu ekki mark á slúðursögum. Tcrxzan Ég ætla að veita þér ofurlitla kauphækkun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.