Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 3
I Einsi kaldi úr Eyjunum Einhverjir sérstakir textar sem þú heldur mest upp á? ,,Ja, ég man nú eftir laginu sem Björgvin Halldörsson söng fyrir nokkrum árum og tröllreið öllu þá, ,,Ég fann þig”. Annars held ég að mér þyki vænst um þau lög sem ég hef samið bæði texta og tónlist við. Það hafa komið út eftir mig 7 lög á plötum, þaðeru lög eins og „Einsi kaldi úr Eyjunum”, ,,t kjallaranum”, „Komdu i kvöld”, „Úti i Hamborg” og nokkur fleiri. Ég hefði gjarnan viljað semja fleiri lög en ég hef haft svo mikið að gera fyrir aðra að ég hef engan tima haft fyrir s jálfan mig. Ég hef ekkert samið i mörg ár en það stendur nú til bóta, það er í undirbún- ingiað gefa út lög eftir mig en það er mjög stutt á veg komið ennþá.” Harmóníkan í uppáhaldi Eins og drepið var á hér áð- an hefur Jón ekki látið sér nægja að semja texta heldur og verið mikilvirkur tónlistar- maður og spilað i mörgum hljómsveitum, m.a. með Bjarna Böðvarssyni, Öskari Cortez, Carl Billich, Karli Jónatanssyni... „Mitt aðalhljóðfæri er harmónikan, tvöföld harmó- nika en annars spilaði ég á hvað sem var, eftir þvi hvað vantaði. Ég hef spilað á orgel, pianó, gitar og meira að segja VÍSIR Laugar'dagur 2. febrúar 1980 sungið. En ég hætti þvi fljót- lega, vildi hlifa fólki. Þó söng ég með Bjarna Böðvarssyni i nokkurn tima, þá var Ragnar Bjarnason reyndar trommu- leikari, aðeins 15 ára gamall. Hljómsveitirnar i þá daga byggðust upp á blásturshljóð- færum og þó aðallega harmónikum. Það var mjög al- gengt til dæmis að i hljómsveit væru tvær harmónikur og tromma. Einu sinni spilaði ég á Röðli og þá voru i hljómsveit- inni fimm harmónikur og svo ein tromma. En það var of mik- iö...” Úr heiðskíru lofti Við höfðum haft spurnir af þvi að Jón hefði gert dálitið af þvi aö semja gamanmál og gamanvisur. „Eitthvað var það, já. Eina reviu setti ég upp með nokkrum félögum minum, hún hét: Or heiðskiru lofti og ég átti þar talsverðan hluta af músikkinni, talinu og textunum, stjórnaði auk þess hljómsveitinni. Við sýndum hana á miðnætursýn- ingum og vildum kanna grund- völlinn. Hún var sýnd nokkrum sinnum og við sluppum skað- lausir en fyrirtækiö lognaðist út af. 1 annarri reviu var ég söngvari ásamt Erlingi Hans- syni, sem nú er fulltrúi hjá Rikisbókhaldi. Það var Fegurðarsamkeppnin sem reviuleikhúsiö Bláa stjarnan setti upp og sýndi svona 50 sinnum. Bláa stjarnan tók eiginlega við af Fjalakettinum og var með sýningar i gamla Sjálfstæðishúsinu viö Austur- völl.” Semur aðeins á nóttunni Nú vinnur þú fullan vinnudag i verðbréfadeild Búnaðarbank- ans. Gengur ekki illa að sam- ræma það tónlistarstarfsem- inni? „Neinei, það gengur ágæt- lega. Ég reyni aö sinna minni vinnu á daginn og hugsa s vo um hitt á nóttunni. Ég snerti aldrei á þvi að semja nema á nóttunni þegar allir sofa, þá hef ég bæði næði og ró.” Er munur á skemmtanalif- inu nú og þegar þú byrjaðir? „Ja, það er annar svipur yf- ir þvi og ég vil meina að fólk hafi skemmt sér betur. Þá skemmti fólk sér sjaldnar en þá lengur, til klukkan sex eöa sjö á morgnana, þá stóðu böllin ekki bera til eitt eða tvö eins og nú er. Hins vegar held ég að drykkjuskapur sé alls ekki meiri nú þó fólk byrji kannski að drekka yngra. En ég get ekki kennt þeim um það, þau gera það sem þau sjá i kringum sig. Ég hef spilaö mjög mikið út um landið og eitt sem hefur batnaðeru slagsmálin. Þá var ekki haldiö svo sveitaball aö ekki yrðu slagsmál, þetta hefur skánað mikið.” í-itill munur á tónlistinni „Það var allt annar still á tónlistinni hér áður, þegar harmónikurnar og blásturs- hljóðfærin voru allsráðandi. En mér finnst að það séu aðallega útsetningarnar sem hafi breyst viö það að rafmagns- hljóöfærin komu til sögunnar. Þá eru hljóms veitirnar betur æfðar nú, i gamla daga var allt- af spilað eftir nótum sem hver maður las, þó hann væri kannski búinn að spila sama lagið mörgum sinnum. En ég held að það sé litill munur á tónlistinni nú og þá, það eru ákveðin lög sem alltaf ganga, róleg og falleg lög og mér finnst tónlistin nú alls ekki standa að baki þeirri sem spil- uð var áöur. Það er eitthvað gott i allri tónlist. Nú til dæmis finnst mér mest gaman að „country & western” tónlistinni. Af þeirri gömlu? Ja, til dæmis dixieland...” //Sé ekki eftir timanum" Uppáhalds tóns miöir ? „Ætli það sé ekki Sigfús. Annars áttum við töluvert af góðum islenskum lögum og marga góða menn, ég get nefnt Óliver Guömundsson, óskar Cortez, nú og Oddgeir Guð- mundsson i Vestmannaeyj- um...” Þú sérð ekki eftir timanum sem hefur farið i tónlistariðk- un? „Nei. 1 upphafi var þetta fjárhagsatriöi, að spila og semja en ég hef lika mjög gam- an af að skemmta fólki og sjá það skemmta sér. Nei, ég sé ekki eftir timanum...” slikt á ekki heima á skemmtun- um.” Stundum er sagt að dægur- lagatextar séu bara þýddir úr frummálinu en ekki frum- samdir. „Ég hef ekki farið út i það. En hins vegar eru sumir textarnir stældir og staðfærð- ir, t.d. textinn við ,Linu og Geira”. Ef efnið er gott þá styðst ég við það að einhverju leyti en aðalatriðið er að hafa textana vel sönghæfa.” „Ég tók bii niöur i Þórskaffi og sótti nótur að laginu...” ...og var svo kominn aftur klukkan eitt um nóttina — meö textann tilbúinn!” „Kristján hringdi I mig klukkan átta og bað mig áö búa til texta...” STRUMPUR MÁNAÐAR/NS ER SLEÐA STRUMPUR Kjósið STRUMP marsmánaðar Nú gefst öllum kostur á að kjósa STRUMP marsmánaðar með þvf að fyl/a út seði/inn og senda hann merktan STRUMPUR MÁNAÐARINS Box 7042 - 127 Reykjavík fyrir 20. febrúar 1980 V/NN/Ð STRUMPAHÚS Dregnir verða úr innsendum miðum fimm vinningar, æm eru eitt stórt STRUMPAHÚS í hverjum STRUMPAR - SÚPERSTRUMPAR ÓLYMPÍUSTRUMPAR - STRUMPAHÚS STRUMPABÁTAR STRUMPABENSÍNSTÖÐVAR Eg kýs Nafn__ Strump mánaðarins j Heimili Póstnúmer. Sími KRÁKUSsf Suðurgötu 3A — Sími 2-32-22 — Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.