Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 17
vlsm Laugardagur 2. febrúar 1980 16 vísm Laugardagur 2. febrúar 1980 17 „Mér er alveg sama hvort ég er talinn alvarlegt skáld/ hagyröingur eöa grínisti. Ég er bara aö yrkja kvæði, það er allt og sumt." Sá sem þetta segir heitir Þórarinn Eldjárn. Til skamms tima var hann þekktastur hér á iandi fyrir aðild sína aö því skoplega þjóðfélagi, sem Matthildur nefndist. Síðustu árin hefur hann verið í Sviþjóð við nám og störf. En Ijóðabækur hans, þýðingar og gagn- rýnendur hafa séð um aö við landar hans gleymdum honum ekki á meðan. Nú er Þórarinn kominn aftur heim og þegar ég hitti hann að máli hafði hann komið sér fyrir til bráða- birgða i kjallaranum að Sóleyjargötu 1, þar sem hann hyggst búa til vors ásamt konu sinni, Unni ólafsdótt- ur veðurfræðingi og sonum þeirra þremur. velja þér þaö viðfangsefni. Hver var ástæðan? „Ætli það sé ekki eins með mig og fjölmarga aðra af minni kyn- slóð, að þeir bera til persónanna, sem Disneyverksmiðjurnar hafa framleitt, eins konar ásthatur. Ég las og skoðaði þessi blöð mikið i æsku og hafði gaman af. Siðan sé ég eftir á, hvað margt af þessu er þrungiö ákveðinni kapitaliskri hugmyndafræði. Svo þegar ég ákvað að steypa mér út i þá eldvigslu, sem rimna- kveöskapur er öllum skáldum, þá veitti ég þvi athygli, að svo til all- ar rimur eru ortar upp úr öðrum bókmenntum. Þær eru nefnilega s nikjubókmenntir. Meira að segja Númarimur, sem eiga að heita hápúnkturinn i rimnalist. Oft fjalla þvi rimur um erlendar hetjur. finnst miklu nær að reyna að þýða eitthvað sem Sviar hafa sjálfir um sitt umhverfi að segja en að nota það sem yrkisefni.” — Hefur sænskur hugsunar- háttur haft áhrif á þig? „Maður verður örugglega fyr- ir áhrifum hvar sem maður er. En ég hef ekki orðið var við að ég sé orðinn áberandi sænskur i hugsun, frekar hið gagnstæða. Ég hef kannski verið þar of lengi.” — Gera íslendingar sér réttar hugmyndir um Svia? „Sennilega. Hins vegar hef ég aldrei treýst mér til að tala um þjóðir i einu lagi. Það, sem ég held að valdi þvi að margir hér kalla Svia vandamálaþjóð er að þar lætur slikt fólk mest á sér kræla i ræöu og riti. Margt af þvi hefur atvinnu af að hafa skoðanir. Þetta er ekki sænska þjóðin. Min kynni texta við dægurlög. Hins vegar hefur það komið fyrir, að ljóð eft- ir mig voru tekin og samin við þau lög. Ég er tiltölulega jákvæður gagnvart þvi að ljóð séu tónsett, þótt það komi mis jafnlega út. Sum ljóð eru betur fallin til upplestr- ar. Tónskáldið verður að hafa næmleika til að velja þau kvæði, sem eru sönghæfust. Ég held að verulegur árangur náist ekki fyrr en nánu samstarfi er komið á milli tónskálds og ljóðskálds. Það besta væri að sami maður gerði hvort tveggja. Ég er s iður en s vo á móti þvi að ljóðin min séu sungin. Hins vegar vil ég helst fá að vita af þvi áður en þau eru komin út á plötu. Það hefur komið fyrir að það hafi gleymst. Skýringin er sjálfsagt sú, að lengi var sú skoðun rikj- andi, að ljóð væru eitthvað sem allir mættu taka.” Skammdegismál — Það er ekki laust við að sum- ar þýðingar þinar hafi vakið at- hygli. Hvað fannst þér um þann úlfaþyt sem varð við útkomu Fé- laga Jesú? „Ég var erlendis þá og heyrði aðeins óminn af þessu. En ég varð alltaf meira og meira hissa. Ég skildi ekki hvað var að gerast. Svo áttaði ég mig á þvi, að þetta var skammdegismálið það árið og annað ekki. Ég tók þetta ekki nærri mér. Ég leit svo á að það kæmi mér ekkert við. Ég hafði það hlutverk að skila bókinni á islenskt mál og gerði það. Ég varð ekki var við gagnrýni á mitt verk. Annað kom mér ekki við. Hins vegar tók það mig sárt ..............I...!. .----- enginn timi gefist til aö gefa út bók. Annars hljóta ýmsir erfiðleik- ar að vera þvl fylgjandi að vera höfundur á örlitlu tungumáli eins og islensku. Ctbreiðslan tak- markast verulega af þvi.” — Eru betri aðstæður fyrir ljóðskáld I Sviþjóð? „Að þvi leyti eru þær betr i þar, að ef skáld komast á framfæri, hafa þau miklu betri tekjur. En venjuleg ljóöskáld, sem ekki hafa slegið i gegn, eru ekkert betur sett. Þeir hafa aö visu meiri möguleika á aö lifa af styrkjum, en bækur þeirra hafa mun minni útbreiðslu en hér gerist. Og þá miða ég ekki viö höfðatölu.” Formalismi — Þú notar ljóðstafi og rim i ljóðum þinum. Er það ekki óvenjulegt að ung skáld noti þetta hefðbundna ljóðform? „Éger oftspurður hversvegna ég noti r Im og stuðla og það finnst mér einkennileg spurning. Ef litið er á Islenskan kveðskap i heild, þá væri miklu nær að spyrja skáld hvers vegna hann noti ekki rim og ljóöstafi. Ég er á móti þvi aö talað sé um ljóöform. Allri umræöu hér hætt- ir til að hafna I þessu fari. Þegar atómskáldin svokölluðu fóru að senda frá sér sin ljóð, neitaði fólk að skoða hvað þeir höfðu aö segja. Fólk horföi bara á formið. Ef ljóð- in rimuðu ekki, var ekkert meira um þau að segja. Þetta er hreinn og klár formalismi. Hann eyöi- ' lagði alla skynsamlega umræðu sem hefði getaö farið fram um en nokkur annar og sjálfsagt má flokka ýmislegt af þessu undir þjóðfélagsgagnrýni. En ég reyni yfirleitt að vera ekki of uppá- þrengjandi með skoðanir minar. Ég reyni að treysta lesandanum til að draga eigin ályktanir. Ég frekar egni fyrir hann.” — Eru ljóðin pólitisk? „Já, það held ég verði að segjast. Maöur tekur pólitiska af- stöðu i öllu sem maöur gerir meðvitað eða ómeövitaö. Hins vegar forðast ég slag- orðakveðskap. Ég álit engan veg- inn, að kveðskapur, sem ekki er beint pólitiskur sé óþarfur, eða eigi ekki að vera til. Astarljóð og ljóð um náttúruna eru nauðsyn- legir hlutir og á engan hátt minna virði fyrir mannlifið en það sem er kallað pólitiskt.” Ruglaður sósialisti — Hvar stendur þú I pólitik? „Ég er sósialisti. En ég hef ekki gengiö i neinn flokk og mun ekki gera þaö. Það er margt úr- valsfólk starfandi i flokkum sósialista, en allir hafa þeir eitt- hvað það I s Inu kjölfar i, s em ég vil ekki taka ábyrgö á. Ég er þvi óháöur sósialisti — eða ruglaöur sósialisti, eins og sumir kalla það. Þeim finnst maður vera aö segja „stikkfri”.. Það er sitthvað til i þvi, en hver maður verður að halda sinu frelsi til að vera með þar sem hann vill og halda sinum forsendum.” Ásthatur — Það kom mörgum einkenni- lega fyrir sjónir, þegar Disney- rlmur komu út, að þú skyldir Þar sem ég er stækur tradisjónalisti, ákvað ég að feta i fótspor annarra rimnaskálda. Og þá var Disney sú erlend hetja sem blasti fyrst við, þegar ég fór að skoða hug minn.” — Hverniglýsir þetta ásthatur sér? „Ætli hatrið liggi ekki I textan- um, en ástin i valinu.” Veruleiki i hillu — Þegar Ijóðin þln eru lesin, finnst mannibera talsvert á að þú sækir efnivið í Islenskar þjóðsög- ur. „Já, ég hef dálitið notað þjóð- sögurnar, snúið þeim við og breytt áherslum. Það eru marg- ar skýringar á þessu. Skáld hafa alla tið sótt I slikar uppsprettur. Oft eru þetta sögur, sem lesand- inn á aö kannast við. Maður getur , þvi gengiö út fr á þvi, að fólk skilji um hvaðer fjallað. Ég reyni þá að koma úr annarri átt en vaninn er — sýna nýtt sjónarhorn. önnur ástæða er sú að ég hef verið erlendis, en er samt að yrkja á islensku fyrir islenska lesendur. Ég vil þvi vera i snert- ingu við þeirra veruleika og þeg- ar hann er ekki i kringum mann, er gott að geta dregið hann niður úr hillu og treysta svo á sögu- tengslin.” Skoöanir aö atvinnu — A heimþrá kannski einhvern þátt I þessu efnisvali? Hefði ekki verið nærtækara aö yrkja um sænskt umhverfi? „Þaö kann að vera, að heimþrá hafi haft sitt að segja. En mér af Svium eru ágæt. Þar verður mikið af vönduðu og góðu fólki á vegi manns. En það finnur maður frekar utan við intelligensiuna.” Aövörunarmerki — Finnst þér það setja á þig hömlur sem alvarlegt ljóðskáld aö vera þekktur fyrir grin eins og i Matthildi? „Já, þaö getur að einhverju leyti komið i veg fyrir að fólk taki mig alvarlega. Ekki þó vegna Matthildarþáttanna. Ég held að þeir hafi engin áhrif. Hins vegar erumörg kvæða minna byggð upp á kómik og ironiu. Það virkar á marga eins og rimið: sem að- vörunarmerki. En mér er alveg sama þótt ein- hverjir sýni slik viðbrögð. Ef maður hefur eitthvað að segja og kemur þvi á framfæri, þá skilar það sér á endanum.” Mesti barningur — Finnst þér Ijóðið vera betra form en laust mál til að koma hugsunum á framfæri? „Ég held aðþaöséhvorki betra form né verra. Þetta er allt undir þvi komið hvað fellur mönnum best. Hingað til hef ég fengist mest við ljóðagerð. En ég verð að játa, að það er mesti barningur. Það er stundum furða, að óbrengluð hugsun skuli komast til skila.” Almenningseign — Þú hefur samið nokkra dægurlagatexta. Hvernig likar þér það? „Ég hef aldrei samið sérstaka eftir á, af minu mannúðarfulla hjarta, að fólk skyldi verða fyrir þvi að hella sér út i umræður um þetta mál.” — En var ekki guölast I bók- inni? „Siður en svo. Þessi túlkun á eöli hreyfingar Jesú var ekkert ný. Ég er ekki endilega sammála henni, enda skiptir það ekki máli. En skoðun Wernströms er ná- kvæmlega sú sama og kom t.d. fram i bók eftir sr. Gunnar Bene- diktsson árið 1930. Wernström styðst meira að segja oft við sömu setningar úr guðspjöllun- um. Og margir flejri hafa lýst Jesú sem byltingarmanni. Hans Kirk til dæmis.” Trúleysi — Ert þú trúaður? „Nei, ég trúi ekki á guð. Ég er hins vegar ekki þannig guðleys- ingi, að mér sé það kappsmál að vaða um torg og mæla gegn guöi. Mér kemur hann bara ekkert við. Það skiptir mig ekki einu sinni máli að ég er i Þjóðkirkjunni. Það er aðalsmerki sannra guð- leysingja að þeim er alveg sama um öll trúarbrögö. Auðvitað er ég undir kristnum áhrifum og aö mörgu hugmynda- legu leyti er ég kristinn maöur. Éghefekkertá mótiþvi. Ég reyni ekki aö innræta börnum minum andkristilegt hugarfar. Ég leyfi þeim algjörlega að mótast af þeim áhrifum sem þau verða fyr- ir. Ef sonur minn spyr mig hvort guð sé til, segi ég að sumir telji það vera, en ég hafi enga trú á þvi. Ég held að börn hafi enga Yrkja sig sjálf — Hvenær yrkir þú? „Það lætur mér best, þegar ég get komið þvi við, að taka mér ákveðinn tima. Að mæta reglulega til sjálfs min og sitja og vinna. Svo vil ég gera eitthvað annað á eftir. Ég lit á þetta sem hverja aðra vinnu.” — Rennur Ijóðið aldrei út úr pennanum hjá þér? „Nei, aldrei. Það kom einhver gagnrýnandi meö það, að honum fyndist eins og málið tæki völdin hjá mér. Kvæöin ortu sig sjálf. Honum fannst þau renna of lipur- lega. Siðan hentu menn þessa klisju á lofti hver á fætur öðrum. Hins vegar vita allir sem eitt- hvað hafa fengist við ritstörf, að þetta er mest vinna. Og á bak við það sem litur einfaldast út er oft mest vinnan.Það hefur verið sagt, að hlutverk skálda sé að láta lesandann halda að harðlifi sé niðurgangur.” — En varstu þá ekki ánægður meö þessa gagnrýni? „Nei, ég var ekki ánægður með hana. Mér fannst þetta sýna svo mikið kunnáttuleysi um það hvað liggur á bak við þetta handverk. Og þegar ég fór að hugsa um allan barninginn við að koma ljóðunum saman, þá varpaði ég fram þessari stöku: Kvæöagerð er vonlaus vinna. Verður mörgum á þvi hált. Vandi minn er minni en hinna. Máliö yrkir kvæðin sjálft.” — Hvað varstu lengi með þetta? „Þetta er svona dagsverk!” Skríbent og húsfreyr Tal okkar barst fyrst að þvi hvað hann hefði haft fyrir stafni undanfarið og hvað væri fram- undan. „Siðan ég lauk námi 1975 má segja að ég hafi verið i hálfu starfi sem skribent, aðallega ljóðskáld og þýðandi, og hálfu starfi sem húsfreyr, eða hvað sem það er nú kallað. Ætli það verði ekki svipað áfram. Þó fer það eftir þvi hvaða starf konan min getur fengið.” — Hvenær byrjaðir þú að skrifa Ijóð? „Það er nú langt siðan ég setti samankvæði i fyrsta skipti, en ég byr jaöi ekki fyrr en 1972 i alvöru. Hvers vegna? Ég veit það varla. Ætli áhuginn hafi ekki alltaf veriðfyrir hendi. Svo getur verið að það hafi eitthvað að segja, að ég var i námi i bókmenntafræði. Hún getur hafa kveikt i mér, þótt ég segi ekki að ég hafi ætlað að bæta úr bókmenntunum eins og Majakovski sem fylltist fyrirlitn- ingu þegar hann las klassikina og ákvað að gera betur sjálfur.” Dagsbrúnartaxti — Er hægt að lifa á þvi að vera ljóðskáld? „Það á nú vist ekki að vera hægt. En i góðu ári ætti það að takast, ef önnur störf eru höfð með og ef tekst að fá starfslaun. Með þvi móti er mögulegt að kom- ast i lægsta taxta Dagsbrúnar. En þetta eru ótryggar tekjur. Maður veit aldrei með löngum fyrirvara hvaö maður kemur til með að hafa. Svo er hætta á að komast i vitahring, ef maður þarf að vinna svo mikið aðra vinnu að það hvers vegna skáldin höfnuðu hefðbundnu ljóðformi. Nú er sami formalisminn kom- inn á kreik með öfugu formerki. Steinn Steinarr, sem aldrei lét óstuðlað ljóð frá sér fara, gaf út falsað dánarvottorð „hins hefð- bundnaljóðforms” fyrir mörgum árum. Misvitrir gagnrýnendur hafa siöan verið að éta þetta upp eftir honum og hver eftir öðrum með vaxandi hrifningu og eru nú orðnir svo vel prógrammeraðir með þessu gatslitna gataspjaldi að alltaf ef eitthvað sést sfðan með rimi og stuðlum, þá er verið að nota eitthvað dautt. Það getur ekki verið gert i alvöru, það er eitthvaðgrin. Ogljóðið er afgreitt með þvi. Ekki lesið ofan i kjölinn. Ég lit á kvæðið, ekki formið. Sum kvæöi eru rimuð og stuðluð, önn- ur ekki. Þaö skiptir ekki máli.” A-ha viðbrögð — Hvað ertu að segja með ljóö- um þinum? „Ef ég gæti svarað þvi i einni Hnu I viðtali við Visi, veit ég ekki hvort ég hefði þurft að gefa út þrjár bækur. En svona án þess að gefa tæm- andi s var, þá get ég sagt, að ég er mikið á höttunum eftir a-ha við- brögðum fólks.” ??? „Það er þegar fólk les kvæði eða annan texta og hugsar innra með sér: Einmitt. Auðvitað. Svona er þetta. Af hverju hefur enginn sagt þetta áður?” Slagorðakveðskapur — Er þjóðfélagsgagnrýni i ljóðunum? „Ég lýsi ekki hlutlaust frekar Myndir: Gunnar V. Andrésson Vandi minn er minnl en hinna — mállðyrkir kvæðin sjálft.' þörf fyrir þessa svokölluðu barnatrú. Hún veitir bara falskt öryggi.” Inspírasjón — Eiga skáld að skrifa fyrir markað, eða sjálfa sig? „Ég held að það væri rangt að segja að ég miði viö það hvað falli i kramið hjá fólki. En ég afneita þvi lika að ég vinni eftir róman- tlskum goðsögnum um það hvernig skáld eigi að vera. Sam- kvæmt þeim á að dembast yfir það einhver ósjálfráð inspirasjón. Kannski eru min skrif að ein- hverju leyti sambland af þessu tvennu. Þegar eitthvað er skrif- að, sem maður veit að öðrum er ætlað, er gott að hafa i huga, að það verður engum til gagns ef enginn getur numið það. En samt höfum viö mörg að dálitlu leyti þörf fyrir goðsögnina lika. Og það er klárt mál að það það er til eitt- hvað, sem heitir inspirasjón. En það hefur verið bent á það, að hún er gestur sem mjög sjaldan sæk- ir heim þann sem er latur.” Kjaftæði — Er gott fyrir skáldlegt inn- sæi að lifa erfiðu lifi. Þurfa skáld helst að svelta svolitið? „Þetta er meira og minna kjaftæði. Þarna er á ferðinni angi af rómantisku goðsögninni. Auð- vitað getur erfið lifsbarátta haft góð áhrif á suma, en hún getur lika brotið aðra. Aftur ámótiheldég aðsá, sem aldrei hefði talið sig eiga við and- legan háska að striða, myndi ekki yrkja mjög vel. Sennilega myndi hann alls ekki yrkja.” „Ég er á höttunum eftir a-ha viöbrögðum fólks” „1 góöu árl er mögulegt aö komas11 lægsta taxta Dagsbrúnar...” Viðtal: Sigurveig Jónsdóttir „Ég lit á þetta sem hverja aðra vinnu,” segir Þórarinn Eldjárn um kveðskapinn. Þórarinn hellir upp á könnuna I eldhúsinu, sem einu sinni þjónaði hlutverki kyndiklefa. „Stækur tradisjónalisti”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.