Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 02.02.1980, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagur 2. febrúar 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdast jóri: Davió Guðmundsson Ritstjorar: Olafur Ragnarsson Hdrður Einarsson Ritstjornarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Frettastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdöttir. Kafrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersscn. Ullit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. 8 Auglýsinga: og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. II innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Forréttindin 09 bjórinn AUir þeir, sem fara út fyrir landsteinana mega nú kaupa sér áfengt öl, fslenskt eöa erlent, þegar þeir koma aftur heim. Hætt er viöaö þeir, sem heima sitja telji nú brotiö á sér og þrýsti á um aö fá aö drekka sömu veigar og feröalangarnir i forréttinda- hópnum. Fram til þessa hef ur ekki ver- ið meirihluti á Alþingi fyrir að leyfa almenna sölu áfengs öls hér á landi, enda tvíeggjuð ráð- stöf un, ef tekið er tillit til reynslu ýmissa nágrannaþjóða í þeim efnum. Aftur á móti haf a tveir tiltölu- lega fámennir hópar þjóðfélags- þegna, farmenn og flugliðar, haft leyfi yfirvalda til þess að f lytja inn og drekka áfengt öl um alllangt skeið. Nú hefur for- réttindahópurinn verið stækkað- ur og öllum sem koma til landsins verið veittur sami réttur til að kaupa þessar veigar. Bjórinn sækir á, án þess að á- fengislögum sé breytt og Alþingi fái þar nokkru um ráðið. Björn Hermannsson tollstjóri, rifjaði í grein í Vísi á dögunum upp sögu bjórréttinda farmanna og flugliða, og kom þar fram, að allt f ram til ársins 1965 voru eng- in skráð ákvæði um það, hvað ferðamenn eða farmenn mættu hafa með sér til landsins, en að sögn Björns sköpuðust smám saman hefðir um þetta. Með breytingu á tollskrárlög- um, sem gerðar voru að frum- kvæði f jármálaráðuneytisins síðla árs 1965, var bætt inn heim- ildarákvæði, sem reglugerð, er gefin var út í ársbyrjun 1966, studdist við. Þessi reglugerð heimilaði þó einungis farmönnum á skipum að hafa bjór meðferðis við komu til landsins, en hvorki flugliðum né farþegum. Eftir tæplega þriggja ára þrýsting á kerfið var flugáhöfn- um veitt heimild til þess að hafa bjór meðferðis við komu til landsins í nóvember 1968. Þessi skipan hefur haldist ó- breytt á tólfta ár. Farþegar og ferðamenn hafa maldað í móinn, og öðru hverju hefur verið rætt um þetta misrétti opinberlega, en það var ekki fyrr en Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrek- andi, lét til skarar skríða gegn kerfinu nú eftir áramótin með því að kaupa bjór í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og krefjast þess að fá hann afhentan, að máliðtók kipp. Fjörugar umræð- ur hófust og töldu flestir þarna um réttindamál að ræða, fráleitt væri að starfsmenn flugfélaga og skipafélaga nytu forréttinda varðandi bjórinnf lutning, en aðr- ir (slendingar, sem ferðuðust milli landa, ekki. Sighvatur Björgvinsson, fjár- málaráðherra, tók svo af skarið i bjórmálinu í vikunni og gaf út þriðju bjórreglugerð ráðuneytis- ins, þar sem kveðið er á um, að ferðamenn hafi sama rétt og flugliðar og farmenn til þess að kaupa bjór I Fríhöfninni við komu til landsins. Sighvatur átti aðeins tveggja kosta völ í þessu máli. Annars vegar var sá kostur, er hann valdi og hins vegar að svipta far- menn og flugliða þeim forrétt- indum, sem þeir hafa haft. Nið- urstaðan hefur almennt hlotið góðan hljómgrunn og yfirgnæf- andi fjöldi þeirra, sem komið hafa til landsins síðan hún tók gildi, nýtt sér réttinn til að kaupa bjór. Aftur á móti telja ýmsir, og það réttilega, að þótt f ullur jöf n- uður sé nú kominn á milli þeirra, sem fari út f yrir landsteinana, sé misréttið í raun enn aukið með þessari ráðstöfun, þar sem allur almenningur fái ekki að njóta forréttindanna og sé því verið að mismuna fólki eftir því, hvort það heldur kyrru fyrir heima eða ferðast út fyrir landsteinana. En hætt er við, að með þessari breytingu varðandi bjórmálið hafi verið stigið stærsta skref ið í átt til almennrar sölu á sterku öli í landinu og þrýstingur á að slíkt verði leyft muni aukast á næst- unni. Fátt mun algengara en rifja upp gamlar minningar, þegar kunningjar hittast á förnum vegi. Skelfing var til dæmis undarlegt. islenskum heimaln- ingi aö vera á sinum tima stadd- ur á Hafnarslóö I fyrsta sinn, eftir öll þau ósköp sem hann hefur lesiö um staBinn og alla landa sina sem áBur hafa veriB á þessari sömu, frægu sldö. En ekki var um aö villast. Kaup- mannahöfn var til i veruleikan- um. Kóngsins-nýja-torg var til og StrikiB var til, og þaö var hægt aö ganga á þvi, og þar var lifandi fólk, Nellan var til og þar var hægt aB fá bjór, og miklu, miklu viBar. Sem sagt danskan bjór, en ekki Islenskan pilsner. Sivaliturn var til og áþreifan- legur, ekki bara ævintýrasmiö og hafmeyna litlu mátti lika höndum þreifa, ef maöur rataöi út á Löngulinu. Heimalningur gengur á vit margra freistinga i Borginni viö Sundiö. Sælkerinn og sykurætan færist I aukana og sperrir upp augun, þegar viö blasir stórum stöfum á reisulegum húsvegg: SYKURSUS. Nú skyldi sannar- lega gera sér gott I munni, og fyrir sjónum hugar birtast ó- grynnileg býsn alls kyns sykur- góðgætis. Þótt SUS væri þarna aftan viö sykurinn, geröi þaö svo sem ekkert til, og hvar væri fremur viö Ihaldinu aö búast en aftan I sykrinum. Þaö er hvort eö er til alls liklegt og þó hvergi fremur en þar sem fengs væri von. En hvfllk vonbrigði, þegar inn var komiö. Ekki svo mikiö sem kandismoli eöa blandaður br jóstsykur, hvað þá þaö kon- fekt sem kræsilegast yröi I ver- öld. Aöeins óteljandi konur aö snúa saumavélarhjólum, eins og þær ættu llfshamingju slna og sálarheill komna undir hverjum þeim snúningi sem miöar aö þvl aö forma efni til PM- f-r ' 1 IfltlÍlÍIPilr 1 kú^i ;>'r 1 * * -t ■ 1 Af Hafnarslóð flikur. Og yfir þeim stendur ein- hvers konar hverfistjóri að leið- beina um allan snúninginn. Lýkst þá upp sannleikurinn mikli, og SYKURSUS leystist á snöggu augabragði i tvennt, brotnar sundur I frumparta slna, SY-KURSUS, og heimaln- ingi veröur ljóst aö hann er staddur á hversdagslegu dönsku saumanámskeiöi, en sælgæti haft á öörum stööum I borginni og Samband ungra Sjálfstæöis- manna auövitaö hvergi finn- anlegt I gjörvallri Danmörku. En nýjar vonir kvikna á hverri stundu, og ófarir heimta hefnd. Fyrst ekki fannst sykur- inn, skyldi annað og meira koma I staöinn. Heimalningur hefur lengi horft út um glugg- ann á fátæklegu trúboöshóteli slnu, og viö blasir ginnandi, gullroðiö letur hinumegin göt- unnar: DEN KINESISKE BAR. Hugmyndaflugiö fær á ný laus- an tauminn. Þarna hlaut allt aö vera stórkostlega dularfullt og töfrandi. Þaö haföi auövitaö veriö á slíkum stööum sem Gröndal og Fjölnismenn fengu snjöllustu hugmyndirnar. Alla á íömumvegi vega hlaut þarna aö vera mann- fagnaöurmiklu sérlegri og betri en heima á KEA-bar. Kona heimalnings var ekkert mjög ginnkeypt. Merkilegt hvernig konur finna stundum eitt og annaö á sér. En hvaö um þaö. Þaö er gengiö inn um gullna hliöiö. En eitthvaö var þetta undarlegur bar. En hann var llka klnverskur. Og samt. Þarna voru örfáir furöulegir menn hver I sinu horni, og þegar heimalningur og konan birtast, er horft mjög einkennilega á þau, ekki sist þegar hverfa þarf um stund til aö skipta ferða- tékka og konan situr ein eftir. Aö lokum veröur andrúmsloftiö svo undarlegt aö heimalningur heldur vonsvikinn burt eftir eitt glas, fokdýrt, og vill miklu heldur vera kominn heim á sinn KÉA-bar. Af hverju var þetta svona skrýtinn bar? Og hvers vegna voru engir Klnverjar? Og hvers vegna þessi forundran og þessi rannsakandi augnaráö, og allt eitthvaö svo skuggalegt á bak viö hiö gyllta letur útidyra- rúöunnar. Sannleikurinn birtist heimalningi daginn eftir. Þetta var staöur, þar sem menn létu I té konur sinar um lengri eöa skemmri tlma. Best aö láta freistingar stórborgarinnar ekki glepja sér sýn og gera sig aö flfli. Best aö vera ekki eigin- gjarn. Hætta að hugsa um blllfi I sykri og drykk og reyna aö gera eitthvaö fyrir aöra. Alveg rétt. Ekki gleyma aö kaupa eitthvaö til þess aö gleöja blessuö börnin. Lengi mátti skýla sér á bak viö svo fagurt athæfi, ef fótur kynni aö skrika. Og viti menn. Þaö er eins og borgin hafi lesiö hugsanir heim- alnings. A húsi I næsta nágrenni standa flennistórir stafir: WONDERLAND, og heimaln- ingur man eftir Alice in Wond- erland og öllu þviliku, saklausu eins og Mjallhvit og æskuprúöu eins og Rauðhettu. Og nú skyldi fara I Wonderland og kaupa leikfang handa Nonna litla. I fullkominni óeigingirni og fjarska ánægöur meö hugul- semina I sjálfum sér gengur heimalningur rösklega I áttina til fyrirheitna landsins, undra- lands barnaleikfanganna. Skyldi það vera munur eða KEA, Amaro eöa Siguröur Guö- mundsson? Hann snarast inn fyrir dyrnar aö skoða dýröina, en ó og vei! Heimalningur er svo mikill heimalningur aö hann lokar augunum og þreifar sig út. Jafnvel I Istedgötu I Kaup- mannahöfn, er Wonderland meira en litiö undraland. Þar voru ekki leikföng við hæfi Nonna litla. 29.1.’80 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.