Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 05.02.1980, Blaðsíða 8
t * v * Y t vtsm ÞriOjudagur 5. febrúar 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Daviö Guömundsson Ritstjorar: Olafur Ragnarsson Horöur Einarsson Ritstjornarfulltruar: Bragi Gudmundsson, Elias Snæland Jonsson Frettastjori erlendra fretta: Gudmundur G Petursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina AAichaelsdottir- Kafr r- Palsdottir, Pall Magnusson, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson iþrottir: Gylfi Kristjansson og Kjartan L Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn. Utlit og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglysinga og sölustjori: Pall Stefansson Askrift er kr. 4.500 a manuöi Dreifingarstjori: Siguröur R. Petursson. innanlands. Verö í lausasölu Auglysingar og skrifstofur: 230 kr- eintakiö. Siöumula 8. Simar 8661 1 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 8661 1. Ritstjorn: Siöumula 14, simi 8661 1 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f TREYSTA ÞARF TONLISTARGRUNNINN Jón Þórarinsson, tónskáld, bendir I grein i Visi á, aö Isiensk tónlist sé oröin fullburöa listgrein. Aftur á móti hvili mestöll tónlistarstarfsemi i landinu á afar ótraustum grunni og þurfi þvi stjórnmálamenn aö veita henni fyllsta stuöning. í eilífu brauðstriti og kapp- hlaupi við verðbólguna hættir mönnum til að gleyma ýmsu af því, sem gef ur líf inu gildi. Það að vinna fyrir sköttum, skyldum og lifsnauðsynjum gagntekur hugi fólks í jafn-verðbólgnu þjóð- f élagi og okkar, og þeir, sem eiga að ráða ferðinni einblína á efna- hagsmálin, en sinna ekki sem skyldi ýmsum þýðingarmiklum þáttum þjóðlífs og menningar. Þessar hugleiðingar eru hér festar á blað í tilefni af gagn- merkri grein, sem Jón Þórarins- son, tónskáld og tónlistar- gagnrýnandi Visis ritaði hér í blaðið í gær. Þar var um að ræða eftirþanka hans vegna „Myrkra músíkdaga", tónlistarhátíðar í skammdegi vetrarins. Jón segir, að tónlistarhátíð þessi hafi sýnt, að mikil gróska sé í íslensku tónsmiðastarf i, þrátt fyrir erfiðar aðstæður tón- skáldanna, og ekki síst meðal yngstu höfundanna sé fólk, sem ákaflega mikils megi vænta af, ef því verði búin viðunandi starfsskilyrði. Aftur á móti bendir Jón á, að mestöll tónlistarstarfsemi í land- inu hvíli á afar ótryggum grunni. Tónskáldin verði að eyða mest- um tíma sínum í önnur störf til að hafa i sig og á. Nokkrir meðal ágætustu h I j óðf æra lei ka ra þjóðarinnar haf i um árabil starf- að erlendis vegna þeirra ófull- nægjandi starfsskilyrða, sem þeim haf i boðist hér heima og svo mætti lengi telja. En hvað ber þá að gera til efl- ingar tónlistarlífi í landinu? Þeirri spurningu svarar Jón Þórarinsson í grein sinni í Vísi í gær með því að nefna sex atriði og gera nánari grein fyrir hverju þeirra, en hægt er að vitna til á þessum vettvangi. Setja þurfi án tafar lög sem tryggi rekstrarg r undvöl I Sinfóníuhljómsveitar fslands, en frumvarp að slíkum lögum hafi ýmistverið í vösum ráðherra eða á borðum þingmanna í fulla tvo áratugi. Styðja þurfi iðkun kammertón- listar í landinu og þá aðila, sem hafa getu og vilja til nytsamra starfa á þvi sviði. Þjóðleikhúsinu verði gert f jár- hagslega kleiftað rækja lagalega skyldu sína til að halda uppi óperuflutningi og gengið verði eftir að það verði gert. Listamenn, þar með taldir kammermúsfkflokkar og hljóm- sveitir, verði studdir til tónleika- ferða um landið, er skipulagðar yrðu til dæmis á vegum mennta- málaráðuneytisins. Tónskáldum verði veittir starfsstyrkir, sem geri þeim kleift að helga sig tónsmíðum óskipt að minnsta kosti 6 til 12 mánuði í senn. Styðja þarf svo um munar út- gáf u íslenskrar tónlistar á hljóm- plötum, sem orðnar eru eitt áhrifamesta dreifingartæki tón- listar í heiminum. Jón Þórarinsson leggur á það áherslu í grein sinni, að tónlistin sé orðin f ullburða listgrein hér á landi, sambærileg við það sem gerist í tónlist með öðrum þjóð- um og við það, sem best sé gert í öðrum listgreinufn hér á landi. Hún eigi því skilinn fyllsta stuðn- ing. Vísir tekur undir þessi sjónar- mið og minnir á, að f lest af því, sem hlúð er að á sviði menn- ingarlífs þjóðarinnar mun hafa meiri þýðingu fyrir komandi kynslóðir en verðbólguprósentur eða kjaramálaþjark þess tíma- bils Islandssögunnar, sem við nú lif um. SKOÐUN LURIE Viö undirrituö i islensku andófsnefndinni skorum á islensku ólympiunefndina aö hætta viö aö senda iþróttamenn á fyrirhugaöa ólympiuleika I Moskvu iár, en vinna heldur aö þvi isamráöi viö ólympiunefnd- ir annarra þjóöa aö halda þá I Grikklandi nii i ár og jafnvel framvegis. Viö teljum, aö islenskir Iþróttamenn eigi ekki aö hjálpa valdsmönnum I Ráöstjórnar- rikjunum til þess aö sýnast fyrir heiminum. Þeir hafa framiö hvert mannréttindabrotiö af ööru siöustu árin, haft mann- réttindaákvæöi Helsinkisátt- málans aö engu, en kunnast er þaö, aö þeir tóku fyrir nokkrum dögum frelsiö af andófsmannin- um og visindamanninum Andrei D. Sakharov. Þeir sendu einnig nýlega her inn I nágrannarlki sitt, Afganistan, og höföu þann- ig alþjóöalög aö engu. Þaö er rett, aö þróttir og stjórnmál eru sitt hvaö. En valdsmennirnir f Ráöstjórnar- rlkjunum hafa nú slöasta áriö fyrir ólympíuleikana reynt aö „hreinsa” Moskvu af öllum andófsmönnum og gefiö leikun- um þannig stjórnmálagildi. Minna má og á þaö, aö íþróttir eru ríkisreknar i Ráöstjórnar- rikjunum. Þær eru til dýröar valdsmönnunum, en ekki vegna áhuga einstaklinga. Hugsjón ólympiuleikanna er þannig varla til I Ráöstjórnarrikjunum. Meö þvi aö senda iþróttamenn til Moskvu I ár eru menn aö SENDUM EKKIÍÞRÚTTAMENN A ÚLYMPÍULEIKANA í MOSKVU leggja blessun sina yfir allt þetta, þeir eru I rauninni aö rugla saman Iþróttum og stjórn- málum, en ef ólympiuleikarnir eru fluttir til Grikklands og veröa þar framvegis er þeim haldiö fyrir utan stjórnmála- þrætur. Viö undirrituö sendum ykkur þessa áskorun I þeirri von, aö harmleikurinn I Berlln 1936, þegar lýöræöisþjóöirnar hjálp- uöu nazistum til aö halda leik- ana þeim til dýröar, veröi ekki endurtekinn I Moskvu 1980. Inga Jóna Þóröardóttir, Guömundur H. Frimannsson, Friörik Friöriksson, Gunnar Þorsteinsson, Óskar Einarsson. Þannig sýnir bandarlski teiknarinn Lurie, hvernig ólympiuhugsjónin innan Sovétrlkjanna. er aö springa 1/24/80 illmr I loft upp vegna nýoröinna atburöa I alþjóöamálum og íslenska anfl- ófsnelndln:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.