Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 5
Pierre Trudeau hoppar upp i forsætisráöherrastólinn aftur, fjóröa kjörtfmabil hans. Fyrsta skrefið stigiö fii pess að frelsa gísl- ana í Telteran Búist er viö þvi, aö Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóöanna, tilnefni i dag fimm manna nefnd, sem Iran og Bandarikin eru sögö hafa komiö sér saman um aö láta rannsaka ákæruatriöin gegn keisaranum. Þaö yröi fyrsta skrefiö i átt til þess, aö bandarisku glslunum 49, sem veriö hafa á valdi herskárra stúdenta i Teheran I 109 daga, verði sleppt. Nefndin á aö vera skipuð full- trúum frá Alsir, Frakklandi, Sri Lanka, Sýrlandi og Venezuela. Nefndin á aö fljúga til Teheran á morgun, en eftir tvær vikur eða svo, á hún aö gefa Waldheim skýrslu. Enn hefur ekkert veriö látið uppi um, hvenær glslunum verði sleppt, en Bani-Sadr, hinn ný- kjörni forseti írans, hefur sagt, aö gislarnir veröi ekki látnir lausir, fyrr en nefndin hefur kunngert niöurstööur athugana sinna. Cyrus Vance, utanrikisráö- herra USA, dvaldi sex klukku- stundir i aðalstöðvum Sameinuöu þjóöanna i gær til skrafs og ráöa- geröa við Kurt Waldheim. Hann vildi ekkert um viöræöur þeirra segja. Iransstjórn hefur ekki enn opin- berlega staöfest, aö hún sam- þykki nefndarskipanina, en sagt er, aö Bani-Sadr hafi staöfest þaö I símtali viö Kurt Waldheim. YRR6URDASIGUR HJA TRUDEAU Frjálslyndi fiokkurinn fær melrihluta á pingi Frjálslyndi flokkur Pierre Trudeau vann yfirburöasigur i kanadisku kosningunum i gær, og horfir til þess, aö þeir fái meiri- hluta I þinginu, 155 þingsæti eöa svo. Þegar talningu var lokiö I 248 kjördæmum af 282, höföu Frjáls- lyndirfengiö 147 þingsæti, íhalds- menn 80 og Ný-demókratar 21. Talningu var ekki lokiö I Columbia og Yukon, en Frjáls- lyndum er spáö meirihluta I neöri málstofunni eða um 155 þingsæt- um. 1 flestum fylkjum Kanada og þó aöalleea I beim fiölmennari eins og Ontario og Quebec, tapaöi Clark og thaldsflokkurinn miklu fylgi eftir skammlifa rikisstjórn þeirra, sem kom til valda I mal i fyrra. Til kosninganna var boöað fyrir tveim mánuöum, þegar fjárlagafrumvarp stjórnarinnar var fellt i atkvæöagreiöslu I þing- inu. Ihaldsflokkurinn haföi 136 þing- sæti, Frjálslyndir 114 og Ný- demókratar 27. — Fjóröi flokkur- inn, sósialkredit-flokkurinn, tapaöi öllum fimm þingsætum. sem flokkurinn haföi hlotiö i Quebec. Þeir náöu báöir kjöri, Joe Clark og Pierre Trudeau. Tveir ráð- herrar úr stjórn Clarks féllu I sin- um kjördæmum, David McDonalds og Ron Atkey. MEXÍKD KANNAST EKKI VID PÓLITÍSKA FANGA Tvær tylftir vinstrisinna her- námu danska og belgiska sendi- ráöiö i Mexikóborg I gær til þess aö ýta á eftir kröfum þeirra um lausn pólitiskra fanga i Mexikó. Taka sendiráöanna viröist hafa fariö átakalaust og friðsamlega fram, og sagt er, aö starfsliö sendiráöanna fái að fara ferða sinna út og inn. Leiðtogi vinstrisamtakanna, sem aö sendiráöstökunum stendur, sagöi fréttamönnum, aö þeir vildu, aö 120 pólitiskum föngum yröi sleppt úr haldi, og að veittar yrðu upplýsingar um af- drif 600 manns, sem ekkert hefur spurst til. Talsmaður Belgiustórnar segir, að Ronald Watteuw, sendiherra, hafi sett sig I samband viö Mexi- kó*yfirvöld. Danski sendiherrann, Vagn Hoegaard, var inni i danska sendiráðinu ásamt sextán starfs- mönnum þess, þegar vinstri- sinnarnir tóku á þeim hús. 17 skæruliðar eru sagðir inni i belgiska sendiráðinu og jafnvel enn fleiri I þvi danska. Mexikó-yfirvöld hafa visaö á bug ásökunum um pólitiska fanga, og segjastenga slika hafa. Enn siöur vilja þau kannast viö, að það hafi verið einhver brögö aö þvi, aö stjórnarandstæðingar hverfi meö dularfullum hætti. Andrei Sakharov meö konu sinni Yelenu IMoskvu á siöasta ári. Lögðu hendur á Sakharov Andrei Sakharov skýröi frá þvf I yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér i gær, aö KGB-lögreglan heföi bariö þau hjón bæöi hrottalega. Þau höföu fariö á lögreglustööina I Gorky til þess aö vitja um vin sinn, sem var handtekinn fyrir ut- an heimili Sakharovs, þegar hann kom I heimsókn. „Lögreglumennimir vörpuöu okkur I gólfiö, og slógu konu mlna i augun, en hún á viö augnsjúk- dóm aö striöa. Siöan fleygöu þeir okkur á dyr”, segir Sakharov I yfirlýsingunni, en ættingjar komu bréfi hans á framfæri viö vest- ræna fréttamenn i Moskvu. ! siepptu ■ gíslun- i um í | spænska ■ senúi- ! ráðinu Vinstrisinnarnir, sem her- ■ tóku spænska sendiráðið i ■ San Salvador fyrir hálfum ■ mánuöi, hafa nú loks sleppt ■ siðustu tveim gislum sinum ® og yfirgefið sendiráöiö. — | Þeir höföu krafist þess, aö " nokkrum félögum þeirra I yrði sleppt úr fangelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.