Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 16
vtsm Þri&judagur 19. febrúar 1980 ..vló Umsjón: IUugi Jökuls- son Sovésk kvikmynú um prinsessuna á bauninni Prinsessan á bauninni, kvik- mynd byggö á samnefndu ævin- týri H.C. Andersens, er ein af þremur sovéskum kvikmyndum frá árinu 1977, sem sýndar veröa i MÍR-salnum, Laugavegi 178, næstu laugardaga. Kvikmyndin um prinsessuna á bauninni er breiötjaldsmynd i lit- um meö skýringatextum á norsku. Leikstjóri er Boris Ritsarév, en höfundur tökurits Felix Mironer. Tveir af kunnustu kvikmyndaleikurum Sovetrikj- anna ffira meö stór hlutverk i myndinni: Innókennti Smoktúnovski leikur kónginn og Alisa Freindlikh leikur drottning- una. Kvikmyndin veröur sýnd laugardaginn 23. febrúar kl. 3 siö- degis. Ástarævintýri á skrifstofunni, gamanmynd frá Mosfilm, gerö undir stjórn Eldars Rjasanovs, eins af vinsælustu kvikmynda- leikstjórum Sovétrikjanna i dag, veröur sýnd laugardaginn 1. mars kl. 3. Meö aöalhlutverkin i kvikmyndinni fara Alisa Freindlikh og Andrei Mjatskov. Enskt tal er i myndinni. Laugardaginn 8. mars kl. 15 veröur litmyndin Munaöarleys- ingjar frá Mosfilm sýnd i MIR- salnum. Höfundur handrits og leikstjóri: Nikolai Gúbenki, myndataka: Alexander Knjashinski. Meöal leikenda: Juosas Budraitis, Georgi Búrkov, Alexander Kalagin, Aljosa Tsertvov, Nikolai Gúbenko. 1 kvikmyndinni segir frá munaöar- lausum börnum sem svipt voru bernsku sinni á heimsstyrjaldar- árunum. Enskt tal. Aögangur aö kvikmyndasýn- ingunum i MlR-salnum, Lauga- vegi 178, er ókeypis og öllum heimill. Hlutu styrki fra Menn- ingarsjóöi Sambandsins Menningarsjóöur Sambands isl. samvinnufélaga veitir árlega nokkra styrki til félags- og menn- ingarmála. Fyrir siöasta ár veitti sjóöurinn eftirtöldum aöilum styrki: Kvenfélagasamband Islands, 500 þús. kr. Sjálfsbjörg, ein milljón kr. Hjálparstofnun kirkjunnar, ein milljón kr. Bandalag isl. skáta, 500 þús. kr. Föstudaginn 15. febrúar afhenti Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins fulltrúum þriggja siöast töldu samtakanna þessa styrki, en Kvenfélagasamband íslands haföi áöur tekiö við sinum styrk. Fyrir hönd Sjálfsbjargar tók Eirikur Einarsson viö styrkn- um, viö styrk Hjálparstofnunar kirkjunnar tók Guömundur Einarsson, og þau Arnfinnur Jónsson og Ingibjörg Þorvalds- dóttir tóku á móti styrknum til skátahreyfingarinnar. I stjórn Menningarsjóðs Sam- bandsins sitja þeir Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður Sam- bandsins, Erlendur Einarsson, forstjóri, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðh., Magnús Sigurösson bóndi á Gilsbakka og sr. Sigurður Haukur Guöjónsson, Reykjavik. Frá afhendingu styrkjanna: Viö boröiö frá vinstri: Arnfinnur Jóns- son, Eiríkur Einarsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Erlendur Einarsson forstjóri, Eysteinn Sigurösson frá fræösludeild Sambandsins og Guö- mundur Einarsson. smáglæpamanna Háskólabió: Vígamenn Leikstjóri: Walter Hill Handrit: David Shaber byggt á skáldsögu Sol Yurick Kvikmyndataka : Andrew Laszlo Aöalhlutverk: Michael Beck, David Harris, Deborah Van Valkenburgh Bandarisk, árgerö 1979 Háskólabíó sýnir um þessar mundir ævintýramyndina „Vigamenn”. Þessi mynd naut óhemju vinsælda i Bandarikjun- um, en hún var frumsýnd þar fyrir tæpu ári siöan. Myndin fjallar um átök milli óaldar- flokka New York borgar. 1 henni hleypur flokkur, sem kallar sig Vigamenn, borgarhluta á milli meö alla aöra óaldarflokka New York á hælunum auk lögregl- unnar. Ekki er auövelt aö koma auga á hvaö olli vinsældum myndar- innar „Vigamenn”. Hún er ákaflega óraunsæisleg og ósannfærandi, enda byggö upp sem einhverskonar ævintýri. Hetjurnar, þ.e.a.s. Vigamenn- irnir, lenda i ýmis konar hætt- um og felast þær einkum i árás- um hinna óaldarflokkanna, sem hvikmyndir Sólveig Jónsdóttir skrifar beita hinum fjölbreytilegustu vopnum og bardagaaöferðum. Auövitað berja Vigamennirnir ærlega á árásarmönnunum og gersigra þrjú eða fjögur hverfa- samtök smáglæpamanna. Viga- mennirnir ná allflestir til sins heima á Coney Islands, litt sárir en ákaflega móöir. Ef til vill má lita á „Viga- menn” sem einhverskonar dæmisögu sem hverjum og einum er ætlaö að túlka aö vild sinni. Hvernig sem á þaö er litið viröist þó hálf ankannalegt aö velja sem söguefni vandræöa- unglinga og smáglæpamenn og baráttu þeirra fyrir lifi sinu eina nótt. Lifiö sem Vigamennirnir berjast fyrir virðist ekki hafa upp á margt að bjóða. Að minnsta kosti list foringja flokksins I lok myndarinnar ekki meira en svo á heimahverfi sitt, grámyglulegt i morgun- sklmunni, og er helst þeirrar skoðunar aö hann taki sér fljót- lega ferð á hendur, — burt frá New York. Þó saga vigamannanna sé harla einföld urðu áhrif kvik- myndarinnar talsverð i Banda- rikjunum. Altend var henni kennt um aukiö ofbeldi i borgum þar sem hún var sýnd og sýn- ingar á henni stöðvaðar i nokkr- um kvikmyndhúsum af þeim sökum. Sjálfsagt er einhver fótur fyrir ofbeldisáhrifum myndarinnar og samkvæmt henni virðist allt I lagi að lúskra á náunganum. Enginn sést deyja, þaö blæöir nær ekkert úr neinum og löggan nær engum sem er nógu sprettharöur. Þegar á allt er litiö má telja „Vigamenn” ákaflega ómerki- lega skemmtan og undarlegt ef i ljós kemur að íslenskir kvik- myndahússgestir hafa smekk fyrir hana. — SKJ Vigamennirnir rölta um heimaslóöir eftir erilsama nótt. Hverfasamtök Sýning á listiön kvenna á Kjar- mikiö úrval af islenskum kven- ingunni, en hún mun standa til 24. valsstööum var fjölsótt um helg- fatnaði var sýnt, þar á meðal febrúar og er opin daglega frá ina og vöktu munirnir mikla glæsilegur brúöarkjóll. Hér á siö- klukkan tvö á daginn til tiu á athygli. Einnig tiskusýning þar unni eru nokkrar myndir frá sýn- kvöldin. — JM i • i. /. |; fj Brúöarkjóllinn vakti mikla Sýningarstúlkur Ikjólum sem eru hannaöir og unnir af Islenskum konum. athygli Hér er sýnt pils úr Islenskum vefnaöi og blússa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.