Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 23
Umsjón: Hannes Sigurósson Það er vonandi að skattarnir hafi ekki höggvið eins nærri mönnum og þeir virðast hafa gengið þess- um unga manni. Sjónvaro ki. 21.30: Skaltafrumvarpið lll umræðu „Ég ætla aö fjalla um skatta- frumvarpið, sem væntanlega verður afgreitt í dag af Alþingi”, sagði Ingvi Hrafn Jónsson, um- sjónarmaður Þingsjár. Ingvi sagði að þátturinn væri ekki enn fullunninn, en llklega yrði rætt við þrjá fyrrverandi fjármálaráðherra, þá Matthlas Mathiesen, Tómas Arnason og Sighvat Björgvinsson, auk núver- andi fjármálaráðherra.Ragnars Arnalds. Einnig verða einhverjir sér- fræðingar með I umræöunum, til halds og trausts. Þingsjáin átti I raun að vera eftir hálfan mánuð, en kemur nú i staðinn fyrir breska mynd, sem átti að vera 1 kvöld, um ástandið I Afganistan. Verður sú mynd þvl sýnd á morgun. Astæðan til þess, að þetta var gert, er sú, að engir hafa getað gert sitt framtal ennþá, vegna þess að ekki er enn búiö aö ganga frá breytingatillögum og öðru sllku, sem verið er aö afgreiöa, en einnig vegna þess, að þing veröur sent heim, væntanlega I þrjár vikur. Ef svo hefði ekki verið, hefði Þingsjáin verið sýnd 'aö hálfum mánuði liðnum, eins og áður hafði verið ráðgert. utvarp ki. 16.20: SOGUR EFTIR UNGA HÖFUNDA I þættinum Ungir pennar, sem hefur verið I umsjá Hörpu Jósefs- dóttur Amin frá því I byrjun mai i fyrra, er að vanda lesið efni eftir börn og unglinga. Að sögn Hörpu verða lesnar sögur eftir krakka vlðsvegar af að landinu, meðal annars frá Garðabæ, Hofsósi, Akureyri, Reykjavík, Mosfellssveit og Austur-Húnavatnssýslu. Verða I þessum þætti lesin uml2 bréf, og er i nokkrum þeirra að finna hug- myndir krakkanna, um hvað þau myndu gera, ef þau væru rlk. Harpa sagði, að oft gengi brösuglega að fá krakkana til að skrifa þættinum, og hefði hún stundum gripið til þess ráðs áð hafa viötöl við þau, biðja þau um að skrifa eða leggja þeim til hug- myndir um hvað þau eigi að skrifa um. Hafa yfirleitt borist á milli 10 og 15 bréf, en stundum ekki nema 7-8 bréf. Það standa þó vonir til að þetta batni, þvi að þó að barnaárið sé liðið I aldanna skaut, þá var nú áriö 1979 einu sinni titlað þessu nafni til þess að börnin mættu betur tjá sig og þeim væri sýndur meiri skilningur en áður. HS Harpa Jósefsdóttir Amin Ulvarp Kl. 111 lyrramáliö: upphaf rríkirkju- hreyfingar á ísiandi Rétt er að vekja athygli á er- indi, sem flutt verður i útvarpinu klukkan ellefu i fyrramálið. Þar ræðir séra Kolbeinn Þorleifsson um upphaf frikirkjuhreyfingar á Islandi fyrir réttum hundrað árum. Þá sögðu um 200 Eskfirð- ingar sig úr lögum við þjóðkirkj- una og stofnuðu frikirkju. Þá verður rættum Jón Ólafsson og Hans Jakob Beck á Sóma- stööum, sem höfðu forgang um stofnun frikirkjunnar. Meðal ann- ars verður sagt frá heimsókn séra Daniels Halldórssonar til Hans Jakobs Beck og er heimildin bréf, sem ekki hefur birst fyrr. Einnig segir frá séra Lárusi Halldórs- syni I Valþjófsdal og brottrekstri hans úr þjóðkirkjunni árið 1883 og rætt um upphafsár hans sem frikirkjuprests á Eskifirði. Næstkomandi miðvikudag verður fjallað um Fríkirkjuna i Reykjavik og rætt um presta hennar og orgelleikara. útvarp Þriðjudagur 19. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynningar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Man ég það, sem löngu leiö” Ragnheiður Viggós- , dóttir sér um þáttinn. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjónarmaður: Jónas Haraldsson. Fjallað á ný um atvinnuréttindamál vélstjóra og skipstjórnar- manna. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A frl- vaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 islenskt mál. Endur- tekinn þáttur Gunnlaugs Ingólfssonar frá 16. þ.m. 15.00 TónleikasyrpaTónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólík hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 TónhorniðSverrir Gauti Diego sér um þáttinn. 17.00 Slðdegistónleikar George London syngur með Filharmóniusveitinni i Vln atriði úr fyrsta þætti óper- unnar „Hollendingsins fljúgandi” eftir Richard Wagner: Hans Knapperts- busch stj. / Hljómsveit La Scala óperunnar i Mílanó leikur Sinfóniu nr. 5 i e-moll op. 64 eftir Pjotr Tsjaikovský: Guido Cantelli stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víösjó. 19.50 Tilkynningar. 20.00 Nútimatónlist Þorkell' Sigurbjörnsson kynnir. 20.35 A hvltum reitum og svörtum Guömundur Arnlaugsson rektor flytur skákþátt. 21.05 „Fljúgandi diskar”, smásaga eftir Finn Söeborg HalldórS. Stefánsson þýddi. Karl Guömundsson leikari les. 21.20 Samleikur I útvarpssal Einar Jóhannesson Gunnar Egilson, Kjartan óskarsson og Siguröur I. Snorrason leika á klarinettur. a. „Homage ton Pan” eftir Jenö Takacs. b. „Divertim- ento” eftir Alfred Uhl. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon tslandus" eftir Davlð Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn ö. Stephensen les (14). ,22.15 Fréttir. Veöurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma (14) 22.40 Frá tónlistarhátlðinni Ung Nordisk Musikfest I Sviþjóð I fyrra Askell Más- son kynnir. Fyrsti þáttur. 22.05 A hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- son listfræöingur. Þjóðsögur ættflokka I Afrlku. Söngkonan Eartha Kitt segir fjórar sögur: Frá Hottintottum, Efik-Ibibio- mönnum, Masalðnum og ættbálki Ashantla. 22.35 Harmonikulög Sone Banger leikur með hljóm- sveit Sölve Strands. 22.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 19.febrúar 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommi og Jenni.Banda- risk teiknimynd. 20.40 Dýrlingurinn . Breskur myndaflokkur. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Þingsjá. Umsjón Ingvi Hrafn Jónsson. 22.20 Vetrarólympiuleikarnir. Ganga (Evróvision — upp- taka Norska sjónvarpsins). 23.10 Dagskrárlok. vtsm Þriðjudagur 19. febrúar 1980 STJORNUMESSA GUNNARS TH0R0DDSENS Dagblaðið fer mikinn, talar við sex hundruð manns og reiknar út að 76% landsmanna taki „Gunnar Thor fram yfir Geir”. Þetta gæti veriö merki- leg niðurstaða, ef það hefði ekki sýnt sig að skoðanakannanir af þessu tagi hafa ósköp litiö aö segja um hug manna til málefna og einstakiinga. Fyrir siðustu kosningar leiddu skoðanakannanir blaða I ljós, að Sjálfstæðisfiokkurinn myndi fá alit að þvi meirihluta á þingi. Úrslitin urðu hins vegar tuttugu og einn þingmaður, og má segja, að þingflokkurinn hafi jafnvel minnkað aö mun siðan. Vegna þess að skoðana- kannanir höfðu heppnast nokk- uð fyrir fyrri kosningar, þar sem Framsókn var spáð tapi og Aiþýðubandalagi og Alþýðu- flokki umtalsverðum kosninga- sigrum, höföu menn trú á könn- unum um tima. Nú árar aftur á móti illa fyrir þær, þótt jafn gifurlegur munur og kemur fram I skoðanakönnuninni núna ætti að taka af öll tvimæli um það, aö Gunnar sé vinsælli maöur en Geir Hallgrimsson. Það er bara verst að Dagblaö- ið skyldi ekki taka upp þann hátt að láta Gunnar Thoroddsen taka þátt I Stjörnumessunni. Þótt Stjörnumessan nái aðeins tii þröngs sviðs og snúist mest um popp, en þaðan eru allar siðari tima þjóðhetjur landsins sprottnar, hefði ekki veriö óhugsandi að fá Gunnar Thor- oddsen til að taka þátt I henni. Hann spilar á pianó, og hefði verið liklegur til að taka undir við hinar þjóðhetjurnar I popp- inu. En það er kannski áhrifa- rikara að efna til skoðanakönn- unar um þá tvo, Gunnar og Geir. Stjörnumessa Dagbiaðsins er algert einkamál blaðsins, og mörgum vikum fyrirfram hefur veriö ákveðið hverjir eru „mest-hvað” I landinu. Eins er meö skoðanakannanir blaösins. Auðvitað . ru þær einkaframtak þess, og ofnt til þeirra með sama eftiriiti og er viðhaft á stjörnumessum. Með þessu er þó ekki verið aö segja að Dag- blaðið láti hagræða niðurstööum á st jörnumessum sfnum eða viö aðra leit aö úrvaisfólki og þjóð- hetjum. Aðeins bent á það, að um er að ræða framtak eins blaðs á vettvangi þar sem jókerarnir geta oröiö hæstir. Að svo miklu leyti sem séö verður, er' Gunnar vinsælli maður en Geir Hallgrimsson. Hann gæti auðveldlega veriö vinsælli þótt hann hefði aidrei komið nærri pólitik. Stjörnu- messukerfið er nefnilega tak- markað að þvl leyti, að það nær til álita, sem hefur sáralitið með alvörumálin að gera. Fróðlegt væri að sjá hver úrslit yrðu, tæki Dagblaöið sig til að einum niu mánuðum liðnum, sem ætla má að sé hæfilegur meðgöngu- timi núverandi rikisstjórnar, og efndiþá til nýrrar stjörnumessu innan pólitikurinnar og popps- ins. Þá gæti farið svo að Geir væri oröinn vinsælli en Gunnar. Hvað ætluöu þeir stjörnumessu- menn að gera þá. Það hefur veriö heldur ömur- legt fyrir Sjálfstæðismenn að horfa upp á það, hvernig póli- tiskir andstæðingar hafa notað sér þau forustuvandamál flokksins, sem hafa verið að springa út að undanförnu. Þetta minnir allt nokkuð á aörar að- farir, þegar jafnvel sjálfstæðis- menn sóttu fram til að sundra öðrum. Hefði Dagblaðiö verið á dögum um 1930, og upp hefði komið mál, þar sem deilt var um hvort helsti stjórnmálamað- ur landsins á þeim tima væri geðveikur eða ekki, og Dagblað- ið hefði efnt til skoðanakönnun- ar af þvi tilefni, er alveg vist aö meirihlutinn hefði staðið með geðveikinni. Þannig eru nefni- lega þessar stjörnumessur. Þær geta verið skemmtilegar til aö drepa timann, en þær eru að sama skapi alveg markiausar og einskis virði. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.