Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.02.1980, Blaðsíða 8
vtsnt Þriöjudagur 19. febrúar 1980 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davíð GuAmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jokulsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, MagnúsÓlafsson, Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Eétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, sími 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. Lífsstillinn er vandlnn Þaö eru mikil sannindi fólgin I þeirri niöurstööu, sem Indriöi G. Þorsteinsson komst aö i grein i VIsi i gær, aö efnahagsvandinn á tslandi sé ákveöinn „lifsstill” samþykktur af öllum flokkum. Vandinn veröur þvi ekki leystur án hugarfarsbreytingar. Ekkert hefur sennilega oftar borið á góma i íslenskri þjóð- málaumræðu síðustu ára en ef nahagsvandann, sem allir virðast sammála um að við sé að glíma, en menn greinir á um hvernig hægt sé að leysa. I seinni tíð virðist þeirri skoðun hafa vaxið fiskur um hrygg, að þennan vanda þurfi helst að leysa þannig, að enginn finni f yrir því, að honum sé tekið og hver ríkisstjórnin á fætur ann- arri gefur út yfirlýsingar að meginstefnumál hennar sé að leysa efnahagsvandann. í grein, sem Indriði G. Þor- steinsson, rithöfundur,skrifaði í Vísi í gær, lagði hann út af þessu sígilda stefi á nokkuð annan veg en gert hefur verið hingað til og segir meðal annars: „Umræðan um hinn auðleysta ef nahagsvanda, sem allar stjórnir lofa að leysa — hugsið ykkur — leysa, hef ur gef ið hug- myndinni um gjaldþrota pólitík stjórnmálaflokkanna byr undir báða vængi. Takist að sannfæra nógu marga um hið pólitíska gjaldþrot og þegar það tekst upp- hefst skrifstofuveldi ríkisirts. Eftir það verður ekki talað um efnahagsvanda skyldi maður halda," segir Indriði. í grein sinni bendir hann á, að enn sé komin ríkisstjórn, sem eigi sér það æðst markmið að fást við efnahagsvandann. Á sama tíma og öll tekjuskiptingar- mál séu leyst með verðlausari krónum, og varla missi maður svo úr viku við veiðar eða hey- þurrkun að ekki sé kvakað um ríkisafskipti eða lagfæringu á gengi, svo dæmi séu nefnd, — þá haldi ríkisstjórnir að landsmenn séu í stakk búnir til að leysa hinn ógurlega en auðleysta vanda. AAeginályktun Indriða er sú, að efnahagsvandinn sé ákveðinn lífsstíll, samþykktur af öllum flokkum, og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens leysi hann auðvitað ekki. Síðan segir hann: „Þar sem allir flokkarnir f jór- ir hafa orðið berir að því að standa ýmist til vinstri eða biðla að minnsta kosti til vinstri sætir engri furðu þótt f jörlega gangi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Flokkar sem í óðaverðbólgu keppa að velvild og vinsælda- þokka hafa auðvitað ekki vð neinn vanda að fást. Leiftur- sóknin, sem Sjálfstæðisflokkur- inn boðaði gegn verðbólgu, var skynsemisrödd sem engan varð- aði um og gekk þvert á lífsstíl íslendinga. Orslit kosninganna urðu samkvæmt því. Og þegar flokkar eru farnir að tapa kosningum á skynsemi er varla að búast við að þeir haldi henni til streitu". Þannig kemst Indriði G. Þor- steinsson að orði í Vísisgreininni og er ekki að efa að honum hafi tekist að veita ýmsum nýja sýn á kjarna málsins. Lífsstíll (slendinga ræður ferð- inni og á meðan fólkið í landinu heldur til streitu kröfum um fleiri verðlausar krónur, og keppist við að slá nýja víxla til þess að greiða upp -þá gömlu munum við sigla áfram þennan sjó. Almenningur telur sig hafa það þokkalegt og er smeykur við að rifa seglin og draga úr ferð- inni. Á meðan svo er, munu stjórnmálamennirnir ekki gera neinar óvinsælar ráðstafanir og ekki ná neinum árangri í barátt- unni við verðbólguna. Þeir segjast ætla að leysa vandann án þess að það komi við neinn. Slíkt er ekki hægt og þýðir ekki annað en áfram verði siglt á fullri ferð og stefnt á ný verðbólgumet. Rotaryhreytingln a 75 ara: Bjóða ungum Grænlend- —z ingum til fslandsdvalar Jí; „Við tökum fyrir tvö verkefni í tilefni þessa af- mælis hreyfingarinnar, annars vegar uppbyggingu Nesstofu og hins vegar svokallað Grænlandsverk- efni", sagði Baldur Eiríksson, umdæmisstjóri Rotary á islandi, í samtali við Vísi, en Rotaryhreyfingin verður 75 ára þann 23. febrúar. Baldur Eiriksson, umdæmisstjóri Rotary á tslandi. „Fyrsti Rotaryklúbburinn varstofnaöur í Chicago þann 23. febrúar 1905 og upphafsmaöur- inn aö stofnuninni var ungur bandariskur lögfræöingur aö nafni Paul Harris. Nafniö Rotary er þannig til- komiö, aö fundirnir voru haldnir á vixl á skrifstofum eða vinnu- stööum félaganna. Seinna komu til fastir fundarstaðir, en þá voru félagarnir látnir „rotera” þannig, aö aldrei er setið á sama staö viö fundarboröið. Rotary leiöir saman menn úr mörgum starfsgreinum og at- vinnugreinum, sem hafa mis- munandi afstööu til félagsmála, trúarbragöa og þjóöernis, i þvi skyni aö láta þá skilja hver annan betur en áöur, veröa umburöarlyndari, vingjarnlegri og hjálpfúsari. Um sföustu áramót voru i heiminum 18.409 klúbbar og I þeim 853.000 félagar”. Rotary kom til islands 1934 — Hvenær berst Rotary- hreyfingin til Islands? „Fyrsti klúbburinn hér á landi var stofnaöur i Reykjavik 13. september 1934 og voru stofnendur 23. Aöalforvigis- menn aö stofnun klúbbsins voru þeir Ludvig Storr ræðismaður og Knut Ziemsen fyrrverandi borgarstjóri, en hann var fyrsti forseti klúbbsins. Fyrstu þrjú árin var kiúbb- urinn i Reykjavik sá eini á land- inu, en i október 1937 var stofn- aöur klúbbur á ísafiröi og i desember sama ár á Siglufirði. Rotaryklúbburinn á Seltjarnar- nesi var stofnaður 20. mars 1971 og er hann sá yngsti á landinu. Nú eru alls 22 Rotaryklúbbar á Islandi og félagarnir eru 861. Viö erum að sjálfsögöu þátt- takendur i alþjóöasamtökunum, Rotary International, en islenska umdæmiö var form- lega stofnaö 1. júli 1946. Fyrsti umdæmisstjóri var dr. Helgi Tómasson”. 22 Islendingar hlotið styrk frá Rotary — Hver eru helstu verkefni, sem Rotary á tslandi tekur sér fyrir hendur? „Auk þess aö standa fyrir margháttuöu fræöslu- og menningarstarfi, tökum viö þátt i þeirri starfsemi sem fram fer á vegum Rotarysjóösins, eöa Rotary Foundation. Sjóðurinn hefur þaö aö markmiöi að auka og efla skilning milli þjóöa og styrkir i þvi skyni ungt fólk til náms utan sinna heimalanda. Samtals hafa 22 tslendingar hlotið styrk úr þessum sjóöi. Viö erum einnig meö umfangsmikið ungiingastarf og sem dæmi um þaö má nefna, aö viö munum senda sex manns á mót fyrir fatlaöa i sumar, sem haldin veröa i Noregi, Finnlandi og Englandi. Þá munum viö þiggja boö um að senda tiu ung- linga á æskulýösmót til Noröur- landanna, Englands og Skot- lands”. Grænlendingar til náms á Islandi — Mun Rotaryhreyfingin á tslandi beita sér fyrir einhverj- um sérstökum verkefnum i til- efni afmælisársins? „Þaö var skipuð sérstök afmælisnefnd og varö hún sam- mála um tvö verkefni, i sam- ræmi viö samþykktir siöasta Rotaryþings, Nesstofu og svo- kallaö Grænlandsverkefni. Nefndin leggur til aö þvi fé sem safnast hjá klúbbunum veröi varið til aö ganga frá her- bergi i Nesstofu, þar sem hægt væri aö koma fyrir gömlum safnmunum, bæöi frá læknum, lyfsölum og ljósmæörum og ööru þvi sem forvitnilegt væri frá fyrri tfö á þessu sviði. Rotaryklúbbur Siglufjaröar vinnur nú aö Grænlandsverk- efninu svokallaða og er þaö verkefni tvfþætt. I fyrsta lagi veröur hafist handa um aö islenska Rotaryumdæmiö bjóöi hingaö til landsins 1-2 Græn- lendingum á aldrinum 15-17 ára til skólavistar, kynningar og fræöslu á landi og þjóö. 1 ööru lagi skal athugaö um framtiöarverkefni, en þaö mun Rotaryklúbbur Siglufjaröar kynna umdæmisstjóra”. —PM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.