Vísir - 20.02.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 20.02.1980, Blaðsíða 14
vísm Miövikudagur 20. febrúar 1980 14 Skattar af einhverju. sem ekki er tll Skattgreiðandi hringdi: Mér finnst þaö ansi hart, aö þurfa aö borga skatt af vatni fyrir vatn sem ekki er til staö- ar. A fasteignamatsseölinum, sem sendur var út meö skatt- skýrslunni, var lagöur vatns- skattur á vatn I bllskúrnum, en það er ekkert vatn þar. Ég hringdi I Fasteignamat rikisins, og spuröi um ástæðuna fyrir þessu, en þeir visuöu mér bara á vatnsveituna. Ég hringdi þá i vatnsveituna, og þeir sögöu mér aö þetta væri lagt á alla, hvort sem þaö rynni vatn um húsiö eöur ei, þar sem setja þyrfti brunahana viö götur Skattgreiðanda finnst þaö nokkuð hart aö þurfa aö borga skatt af einhverju sem ekki er til. borgarinnar. . aldeilis hlessa yfir þessu. Þaö i skatta fyrir eitthvaö sem ekki er Égerekkieinum þaö að vera má þykja furöulegt aö borga j til. 1 Visi þriðjudaginn 5. febr. er athugasemd „þéttbýlismanns” undir fyrirsögninni rangur samanburöur dreifbýlismanns. Án þess að þaö komi fram i um- ræddum skrifum, þá sýnist mér aö greinarhöfundur eigi heima i Reykjavik, en aftur á móti óljóst hvaö hann á viö með þétt- býli og dreifbýli. Ég lit svo á aö úti á landi, eins og sagt er, sé bæöi þéttbýli og dreifbýli. Samanburður á kyndingar- kostnaöi annars vegar I Reykja- vik og hins vegar úti á landi I heild er algjörlega óraunhæfur. Þaö er mjög breytilegt eftir þvi hvar er og með hverju er kynt. (Jti á landi er ýmist notað heitt vatn, rafmagn eða olia og þarna er mikill verömismunur á. Umræddur þéttbýlismaður heldur og honum sýnist aö þessi 700 þús. króna mismunur geti ekki staöist. Þaö er ljóst aö hann skortir þekkingu á staöreynd- um. Ef miöaö er viö oliu annars- vegar og hitaveitu Reykjavikur hins vegar þá mun þetta geta látið nærri sem lágmark. Litra- fjöldinn 675 á mánuöi er al- gjört lágmarksmeöaltal yfir áriö. Þaö eru að visu til hús, sem eru þaö vel úr garöi gerð að þau komast af meö minna, hluta úr árinu, en þau eru fleiri, sem þurfa frá 600 til 900 litra á mánuði eftir þvi hvernig tiöar- far er. Ég hef séö reikninga fyrir upphitun á svæöi hitaveitu Reykjavikur og hefur útkoman veriö sú aö á Reykjavikursvæð- inu væri upphitunar og raf- magnskostnaöur ekki meiri en þaö, sem ég greiöi fyrir raf- magnsnotkun aöra en upphitun. Það þýðir aö á þessum tveimur kostnaöarliöum er mismunurinn upphitúnarkostnaöurinn. Þetta er ekki aö halda eöa sýnast, þaö er staðreynd. Svo er þaö annaö atriöi, svo notaö sé orðalag greinarhöfundar, sem byggt er á ekki minni vanþekkingu á staðreyndum. Það er of langt mál aö gera byggingarkostnaöi full skil I þessum linum og vil ég þvi aöeins benda á örfá atriði. Mest allt byggingarefni er flutt úr Reykjavik og verður það þvi verulega dýrara. Teikn- ingar eru allar þær sömu og i sumum tilfellum unnar af sömu mönnum i Reykjavik. Þaö kostar peninga aö gera götur úti á landi eins og I Reykjavik og eru þær geröar á mjög svipaöan hátt. Gatnageröargjöld eru lögö á sérstaklega fyrir utan aöra leyfða álagningu. Ekki veit ég betur en full heimild um útsvarsálagningu hafi verið notuö viöast hvar á undanförnum árum. Þaö er aftur á móti rétt að ekki sé sanngjarnt aö taka bara þennan liö út úr þegar um samanburö á llfskjörum er aö ræöa. Þar eru fjölda mörg atriði, sem hafa veruleg áhrif á niðurstöðutölur. Til dæmis vöruúrval, skortur á sam- keppni, sem hefur áhrif á vöru- verð, flutningskostnaður, menntunaraðstaða, svo og viö- haldskostnaöur á bilnum svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Guömundsson Skagaströnd Bréfritari segir aö skrif ..þéttbýlismanns1'þar sem hann ber saman byggingarkostnaö I Reykjavík og úti á landi séu á miklum misskilningi byggö. Japanir vilja eignast pennavlni á íslandi Byggingakostnaður útí á landi - svar til „Déttbýlismanns” Kæri ritstjóri: Viö erum Japanir á táninga- aldri og fram aö þritugu og okkur langar til að eignast pennavini á Islandi. Klúbburinn sem viö tilheyrum er stærsti bréfaklúbbur i Japan. Hann var stofnaður árið 1950 til að koma á vinsamlegum sam- skiptum milli Japana og annarra þjóða. Þaö er margt af góðu fólki i Japan á áðurnefnd- um aldri sem langar aö eignast pennavini á Islandi. Vilduö þiö skrifa okkur? Gleymiö ekki aö taka fram aldur, kyn, nafn og fullt heimilisfang i bréfum ykkar. Með kveðju Yuzo Inoue luternaíional Friendship Club P.O. Box 5 Akabane Tokyo 115-91 Japan. stærsti bréfaklúbburinn I Japan óskar eftir aö eignast Islenska pennavini. Bréfritarar vilja benda á hina frábæru aöstööu sem er i Heilsuræktinni i Glæsibæ og segja aö þar geti menn aukiö heilbrigöi sitt. Þakkir tii Heilsu- ræktarinnar í Glæsibæ Ein er sú stofnun hér i bæ, sem okkur langar til að vekja athygli á, en það er Heilsu- ræktin i Glæsibæ. Þetta er mjög hljóölátur, fallegur og þrifa- legur staður, vel búinn þjálf- unartækjum og hreinlætisað- stööu (sauna og heitum kerj- um), ásamt bestu þjálfun, sem völ er á, og þjónustu allri. Þaö er þangaö, sem viö höfum sótt okkar heilbrigði , viö kvillum svo sem ofþyngd, migreni, bakveiki, stiröleika, streitu og fl., sem margir eru haldnir af. Jafnt er þetta fyrir konur sem karla, á öllum aldri, t.d. upp- lagöir hjónatimar. Viö viljum geta þess sérstak- lega aö yogaþjálfun er, sér- stakar æfingar sem sérþjálfa likamann i heilbrigöi. Ekki er þetta leikfimi I venjulegum skilningi, en i þessari þjálfun geta allir lagt grundvöllinn að sinni eigin uppbyggingu. Okkar reynsla er sú, að meö ástundun, heilbrigðu mataræöi, réttri öndun og slökun likamans næst frábær árangur. Þegar viö segjum aö Heilsuræktin sé fyrir alla þá meinum viö það, þvi þarna er lika endurhæfingardeild fyr- ir ellilifeyrisþega, þeim að kostnaöarlausu. Og ennfremur hörku þrekþjálfun fyrir hrausta karlmenn. Við viljum benda fólki á aö nota sér þessa frábæru aöstöðu, til að auka heilbrigði sitt, mitt I sjálfri Reykjavfk. Væri ekki vert aö koma og reyna aöstööuna? Asthildur Kjartansdóttir Valdimar Óskarsson Ingibjörg Rafnsdóttir Þórunn Pálsdóttir Erna H. Þórarinsdóttir Daniel Emilsson sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar. INNHEIMTA Á SKAGA Reykvikingum sem ekki standa I skilum viö Gjald- heimtuna á réttum tima er gert aö greiöa okurvexti af skuldum sinum og samtals nema þessir vextir milljörö- um króna á ári. öðruvisi hafast þeir aö á Akranesi. I Bæjarblaöinu er greint frá því, aö vixileign bæjarins var 36 milljónir króna um siöustu áramót. Þessir vixlar eru þannig til- komnir, aö þeir aöilar sem eru i skuld viö bæjarsjóö um ára- mót fá aö samþykkja vixla fyrir skuldinni og eru þessar skuldir vaxtalausar. Hér viröist þó vera einhver maökur í mysunni þvi Bæjar- blaðið segir aö flestir bæjar- búar séu undir dráttarvaxta- hamrinum ef þeir borga ekki á réttum tima. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hverjir það eru sem njóta vaxtalausra lána á þennan hátt. SKATTAR Á ALÞINGI Ég tek undir orð Guö- mundar J. Guömundssonar á Alþingi aö þaö er furöulegt aö enginn viröist vita hvaö nýju skattalögin þýöa, hvorki fyrir skattgreiöendur eöa rikissjóö. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra lýsti þvi yfir á Al- þingi aö ef skattalögin leiöi i Ijós bersýnilega ósanngirni geti oröiö óhjákvæmilegt aö endurskoöa lögin. öllum almenningi er þaö óskiljanlegt, aö á timum sér- fræöinga og tölvutækni skuli Alþingi ekki hafa hugmynd um áhrif þeirra laga sem þaö hyggst setja. Þá er þaö mjög mótsagna- kennt, svo ekki sé meira sagt, þegar f jár má la rá öherra ræöst gegn tillögu Vilmundar Gylfasonar og Arna Gunnars- sonar. um aö Ilfeyrisþegar njóti sama réttar og aörir varöandi skattafrádrátt. Ráðherra sagöi tillöguna flausturverk og þaö væri ekki á hreinu hvaö samþykkt hennar þýddi! SAMLYNDI i HVERAGERÐI Sem ég lá í flensu á dögun- um birtist hér i Sandkorns- dálki frétt um fund sjálf- stæðismanna I Hveragerði og ölfusi. Samkvæmt fréttinni átti aö hafa verið samþykkt stuðningsy firlý sing við Gunnar Thoroddsen og for- maður sjálfstæðisfélagsins siðan verið felldur. Umrædd frétt er ekki á rök- um reist. Kngin samþykkt var gerð um Gunnar Thoroddsen en Sigrún Sigfúsdóttir sem verið hefur formaður i fimm ár,gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Nýr formaður var kjör- inn/Jónas Björnsson. Þau eru hér meö beöin afsökunar á rangherminu. Birting fréttar- innar á eflaust rætur sinar aö rekja til þess aö viö öllu má búastúr vissum herbúöum um þessar mundir og hinir ólík- legustu hlutir hafa gerst á pólitisku höfuöbóli. DRAUMAR Sálfræöingur var ævareiöur og jós skömmunum yfir sjúkl- inginn: — Hvað áttu við þegar þú segir aö þig hafi ekki dreymt neitt I nótt? Hvernig i ósköp- unum á ég aö geta læknaö þig ef þú svikst um aö gera heimaverkefnin?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.