Vísir - 20.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 20.02.1980, Blaðsíða 1
^^Qi ^OíWÖ^ Miðvikudagur 20. febrúar 1980/ 42. tbl. 70. árg. Rannsóknariögreglan kannar smyglmál í Vestmannaeyjum: LÉT LÖGGŒSLAH BJðR- SMVGL AFSKIPTALAUST? Rannsóknarlögregla rikisins hefur til meðferð- 'ar meint smygl á áfengum bjór til Vestmanna- eyja sem lðgreglah i Eyjum var ásökuð fyrir að hafa látið afskiptalaust. Mál þetta barst Rannsóknar- lögreglunni skömmu fyrir síö- ustu áramót. Aö sögn Arnars Guðmundssonar dtildarstjóra fékk tollgæslan i Reykjavik upplýsingar um þao seinnihluta árs 1978« aö tiltekio magn af á- fengi og bjór heföi fariö um borö Iskip er hélt til Vestmannaeyja. Skýrslur tollgæslunnar i Eyjum, en þar annast lögreglumenn tollgæslu, komu hins vegar ekki heim og saman vib upplýsing- arnar að utan. Virtist sem þarna vantaði 40-50 kassa af bjór og lítilsháttaf af áfengi. Kristján Torfason bæjarfógeti i Vestmannaeyjum sagði í sam- tali viö VIsi að fram hefðu kom- ið ásakanir um að lögreglan sem annaöist tolleftirlit heföi látið það afskiptalaust að bjór hefði veriö smyglað & land. Þessum ásökunum hefði verið neitað en fógeti kvaðst hafa sent máliö til Rannsóknarlögregl- unnar. Arnar Guðmundsson sagði, að þegar málið kom þangað hefði verið liðið ár frá því að farið var aö kanna þetta I Eyjum. „Viö sendum menn þangað þegar máliö kom hingað, en rannsókn er erfið þegar allt er löngu drukkið og ekki hægt að festa hendur á neinu". Bjórmál þetta verður sent rikissaksóknara sem tekur á- kvöröun um hvort grundvöllur ér til frekari aögerða. -SG Kona iðst f bílslysi Banaslys varð I umferðinni I Reykjavlk um hádegi I gær. Ekið var á 76 ára gamla konu við Álf- heima er hún var á leið yfir göt- una og vaf hún látin er komið var með hana á sjúkrahús. Konan var að koma frá lækni I húsi Glæsibæjar og var á leið yfir Alfheima þegar hún varð fyrir bll er kom suöur Alfheima. Hún mun ekki hafa verið á merktri gang- braut. í morgun lá ekki ljost fyrir hvort náðst hefði til allra ættingja hinnar látnu og nafn hennar er þvl ekki birt hér nú. — SG Hlé ð bíngstðrf- um tii 10. mars? Akveðið var á rlkisstjórnar- fundi I gær að stefna að þvf að þinghlé verði þegar skattafrum- varp og; frumvarp um land- búnaðarmál verði að lögum, annað hvort I dag eða á morgun, og þinghléið verði þá til 10. mars. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra sagði I morgun að hann vildi hafa fulltsamkomulag allra flokka um þetta. Sagði Gunnar að þessu heföi verið vel tekið, og vænti hann þess að það yrði al- gjört samkomulag um að gera hlé á störfum þingsins. — H.S. Viöarveiöar mætti kanski kalla þessar veiðar, sem stundaðar eru á Siglufirði þessa dagana. Þar er nú veriö aö brjóta niður gömul sfldar- plön, semorðinvoruillafarin.minjarsfldarævintýrisins, oghérerverið afi hreinsa staura og borð upp úr höfninni. Nánar segir frá þessari „niðurrifsstarfsemi" á niundu sfðu VIsis I dag. Vlsismynd: Kristján Möller. Startsmenn Framleiðslueftirllts siávarafurða ðku 515 búsund kflðmetra í fyrra: Jafngildir um 340 ferðum hringinn í kringum landið! Forslððumaður eftirlitsíns telur áfangaskýrsluna „marklaust oiagg" Akstur starfsmanna Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða var á sl.'ári 510-515 þúsund km og samsvarar það, að þeir hafi ekið hringveginn um landið 340-350 sinnum. Greiðslur fyrir þennan bilakostnað námu um 50 milljónir króna. Þetta kom fram, þegar Visir ræddi við Jóhann Guðmunds- son, forstjóra Framleiðslueftir- litsins, I tilefni af frétt, sem birt- ist I blaöinu i gær. Þar var sagt frá áfangaskýrslu nefndar á vegum sjávarútvegsráöuneytis- ins.sem átti að kanna starfsemi stofnunarinnar. Var niðurstaða skyrslunnar I þa veru, að skera mætti niður starfsemi Fram- leiðslueftirlitsins aö stórum hiuta, og þá ekki sist auka- kostnað ýmiskonar. Jóhann sagði, að þessi skýrsla væri marklaust plagg og yrðu fuUyrðingar hennar hraktar lið fyrir liö. Þar væri starfsmönn- um Framleiðslueftirlitsins m.a. brigslaö um stlfni og stirðleika, en þess ekki gætt, að starf sem þetta verður varla til að afla mönnum vinsælda, t.d. þegar hafna þyrfti gölluðum fiski. Bæru slik vinnubrögð frekar vott um samviskusemi og heiðarleika að taka réttar, ákvarðanir, þótt óvinsælar væru. Þá væru fullyrðingar um hlutdrægni opinberra starfs- manna alvarleg ásökun, sem svarað yröi á öörum vettvangi. Jóhanh var spurður, hvort hann hefði tölur á reiðum hönd- um um kostnaðarliði þá, sem lagt væri til i skýrslunni að skornir væru niður, en hann kvaö svo ekki vera, en þvf yrði þó svarað sfðar. Þess má geta, að Fram- leiöslueftirlitið hefur sent frá sér greinargerð um þetta mál og veröur hún ''birt I Vísi á morgun. — HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.