Vísir - 27.02.1980, Síða 2

Vísir - 27.02.1980, Síða 2
VtSIM Miðvikudagur 27. febrúar 1980 2 Heldur þú að einræðis- herra gæti Ieyst vanda- málin á íslandi? Þtírður Sigurðsson skrifstofu- maður: Nei, ekki ef hann væri íslenskúr. Þaö væri erfitt að finna hann, en við eigum von á góðum forseta. Ólafur Gfslason skrifstofumaður: Nei, ég efa þaö, ég held aö lýöræði sé besti kosturinn. Sveinn Sigmarsson, sjómaður: Nei, hafa þaö eins og þaö er núna. Þetta er fin stjórn, Gunnar er ágætur, þó er ég ekki sjálfstæöis- maöur. Æsa Hrólfsdóttir nemi: Já tvfmælalaust, ég meina þaö. Vegna þess aö Islendingar eru svo sjálfselskir aö þaö þarf einn haröan til aö stjórna þeim. Guðmundur Isaksson, sveita- maöur: Ekki býst ég viö þvi, íslendingar þylduekki einræöisherra og hann myndi deyja á miöri leiö. Fötur og önnur tiltæk ilát voru dregin út á gólf þar sem vatniö lak. Myndin var tekin i skólaeldhúsinu. Visismynd: BG Miklll leki í nýju hús- næði Hólahrekkuskólal ,,Viö urðum að fella niður matreiðslukennsiuna, þvi það lak svo mikið i skólaeldhúsinu. Auk þess lak mjög mikiö i gang- inum, þannig að ailir pottar og kyrnur sem hefði þurft aö nota við matreiöslukennsluna voru settir undir lekann”, sagöi Arn- finnur Jónsson, skólastjóri i Hólabrekkuskóla, en skóla- húsnæðið lak mjög mikið I ill- viðrinu á mánudaginn. „Þaö hefur lekiö töluvert i vetur og þaö grátlegasta er, aö húsnæöiö er alveg nýtt, viö tók- um þaö I notkun i haust. Þakiö er þannig gert, aö þaö kemur turn meö gluggum upp úr þvi og á mótum þaksins og þessa turns voru settir þak- gluggar til aö hleypa birtu niður 1 gangana. Þaö viröist ekki hafa gengiö nógu vel aö ganga frá samskeytunum, þar sem glugg- arnir og turninn koma saman . Þar lekur inn. Þaö veröur vist ekki hægt að ganga frá þessu fyrr en i sumar. Þaö eru austur og suöur hliöar skólans, sem verst hafa orðið úti, enda mæöir mest á þeim hliöum I vatnsveörum, eins og á mánudaginn.” — Hafa oröiö miklar skemmdir? ,,Já, þaö hafa losnað upp gólf- dúkar veggstrigihefur losnaö af veggjum og hlaupiö til. Þá hafa hljóðeinangrandi plötur i loftum oröiö gular og ljótar. Arkitektinn fulltrúi verk- takans sem byggöi húsiö og tæknimenn frá borginni komu hingað á mánudaginn og skoöuöu lekann”, sagöi Arnfinnur Jónsson. — ATA „Erfitt að kenna elnum eða nelnum um lekann” Gunnar Hansson, arkitektinn, sem teiknaði skóiann //Þaö er afskaplega erf itt að kenna einum eða neinum um þennan lekar það hefur aldrei verið veður til að taka upp þak- ið á þessum stað til að kanna það", sagði Gunnar Hansson, arki- tekt, en hann teiknaði Hólabrekkuskóla. Lekinn er á tveimur hliöum, austur- og suöurhliöinni, en þaö hefur ekkert komiö fyrir á noröur- og vesturhliöinni, en þarna ætti aö vera eins frágangur.” — Er þetta hönnunargalli? „Það er ekki nokkur leiö aö dæma um þaö fyrr en búiö er aö taka upp þakiö. Byggingardeild Reykjavikurborgar og ég erum aö undirbúa þetta núna. Þaö veröur þó ekki fyrr en veöriö veröur skaplegra. Þaö hafa oröiö ýmis smá- slys, eins og brotnar rúöur, og þetta gerir máliö allt verra, þaö er til dæmis ekki hægt aö tala um hvort kittið hefur staöiö sig eöa veriö gallaö”, sagöi Gunnar Hansson, arkitekt. — ATA „Einn hönn- unargaill hefur komið íljós” segir Sigurður Sígurjónsson, annar eigandi vertakatélagsins sem sá um byggingu skolans „Það er Ijóst að það hefur þegar komið fram einn hönnunargalli i þessu verki, en það er glerið sem kemur i framhaldi af þakinu", sagði Sigurður Sigurjóns- son, annar eigandi verk- takafélagsins Sigurður og Júlíus hf, en fyrirtækið sá um byggingar- framkvæmdir við Hóla- brekkuskóla. „Gleriö hefur veriö ákaflega mikiö vandamál i þessu verki, þaö er eins og þaö þoli ekki hita- mismuninn. Þetta er tvöfalt gler, 8 millimetra þykkt, en þaö springur alltaf um leiö og veöur breytist. Ég vil taka þaö fram, aö strax I upphafi verksins vöruöum viö viö þessum gluggum, en þvi var ekki sinnt. Ég vil halda þvi fram, aö viö höfum unnið þetta verk full- komlega samkvæmt öllum út- boös- og verklýsingum og samkvæmt þvi sem tæknimenn borgarinnar hafa lagt til. Besta dæmiö til stuðnings þvi, aö viö höfum rétt fyrir okkur er viö bentum á þennan hönnunar- galla, aö nú er veriö aö teikna nákvæmlega sams konar skóla upp viö öldusel, og þar er rik áhersla lögö á þaö aö þessum glerjum veröi sleppt”, sagöi Siguröur Sigurjónsson. — ATA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.