Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 21
VÍSIR Laugardagur 1. mars 1980 sandkasslnn Þjóðviljinii segir á forsiðu aö tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafi raðist á Gunnar Tlioroddsen. AGREININGUR- INN KEMUR UPP A YFIR- BORÐIÐ segir i aðalfyrirsögn. Það er ekki allt sem sýnist i þessari pólitik. Vilmundur talaði mikið um neðanjarðar- hagkerfi og enginn skildi hann en nú er ljóst að einnig er i gangi neðanjarðarágreiningur og neðanjarðarpólitik. Eins og kunnugt er eru kjara- samningar lausir og búast flestir við vandræðum þegar aðilar fara að seinja um það sem ekkert er. En Morgun- blaðiö upplýsir okkur um það i leiðarafvrirsögn að kannski séum við óþarflega svartsýn. KJARASAMNINGAR í FÚA- FENI stendur þar skýrum störfum og ef til vill týnast þeir. Sumt af þvi sem vefst fyrir fólki er þess eölis að i þvl fæst aldrei niðurstaða. Þannig er til dæmis spurt i fvrirsögn i Dagblaðinu ER KARLMAÐURINN MEÍRI VITSMUNAVERA EN KVEN- MAÐURINN! — Það fer nú dálitið eftir þvi hver er spurður, eða hvað haldið þið? Ég segi fyrir mig að ég er ekki i vafa og mér finnst alveg ástæðulaust fyrir karlmenn að hafa minni- máttarkennd,þeir hafa þá alltaf eitthvað að keppa að... KOM ÓBOÐINN í HÚS I NÓTT OG KVEIKTI í sagði i baksiðu- fyrirsögn Dagblaösins. Það er ekki ofsögum sagt af mannasið- um hér á landi. Það er nú lág- mark að biða ineð að kveikja I þangað til inanni er boöið. Allstaðar er stöðugleikinn á undanhaldi; i Morgunblaðinu mátti lesa MARGIR SKIPTA UM FÉLÖG. 1 undirfyrirsögn- inni stóð að tveir markverðir liefðu gengið úr Þrótti. Svo eru menn að segja að ekkert sé sameiginlegt með iþróttum og pólitik. Framsóknarmenn voru ákveðnir i þvi að fara ekki í stjórn með sjálfstæðismönnum þó þeir létu hafa sig i aö gera undantekningu með nokkra þingmenn. Ólafur Jóhannesson sagði þegar hann var síðast i samstarfi við sjálfstæöismenn að stundum hefðu frambjóöend- ur þurft að kyssa tóbaksblautt L skeggið á kjósendum sinum og menn yrðu að gcra fleira en gott þætti i pólitfk. Málgagn framsóknarmanna, Timinn skilur þetta vcl en hefur þó sinar efasemdir og spyr i for- siðufyrirsögn VERÐUM VIÐ AD SÆTTA OKKUR VIÐ ÓLYKTINA? Og nú liefst Norðurlandaþing hér I Þjóðleikhúsinu okkar i næstu viku undir forsæti Hafn- firðingsins með norræna ættar- nafninu, — allt i stil. Það sem mesta eftirvæntingu hefur vakið er hvort hann fái aö halda almennilegar veislur eða ekki. Við erum nú um árabil búin að sóla okkur i eigin að- dáun á þvi hvað við séum gestrisin svo það er kannski eðlilegt að við höldum að þetta sé stærsta mál þingsins. Þetta verður eflaust skemmtilegasta samkoma eða öllu heldur skemmtilegasta veisla. Góða helgi og gleöilegt hlaup- ár! f | Bókamarkaðurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA timLk ■■ i íffcMPÍSI | fei ;■_ ■ :;ÆS • Svefnstóll • Svefnsófi • Hornsófi SÝNISHORN AF OKKAR FRAMLEIÐSLU Sendum í póstkröfu LYSTADÚN Dugguvogi 8 - Sími 84655

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.