Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 30
30 vjsm Laugardagur 1. mars 1980 Helldarútgáia á verkum Jóhanns G. Jóhannssonar Heildarútgáfa á verkum Jó- hanns G. Jóhannssonar, tónlist- armanns, er nú komin út á veg- um útgáfufyrirtækjanna Sóispil og AA-hljómplötur. Hér er um aö ræöa fimm stórar hljómplöt- ur frá árunum 1970 - 1980 meö um S0 lögum og textum. Upp- lagiö er takmarkaö viö 500 árit- uö eintök, og er veröiö 15.900 krónur. Plötumar, sem hér um ræöir, eru óömenn frá árinu 1970 (tvær plötur), Langspil frá 1974, Mannlíf frá 1976 og íslensk kjöt- súpa frá 1979. Óðmannaplatan var kjörin plata ársins 1970 og Jóhann G. Jöhannsson var þá kosinn laga- höfundur ársins, en á þessari plötu eru m.a. lög og textar úr poppleiknum Óla. Langspil var fyrsta sólóplata1 Jóhanns, en 1976, kom út önnur Heildarútgáfan er fimm plötur f einu albúmi. sólóplatan, Mannlif, sem tekin var upp hér á landi. Nýjasta platan er svo Islensk kjötsúpa, sem kom út i fyrra og vakti mik- il blaðaskrif. Þorgeir Astvaldsson skrifar formála aö útgáfunni, en hönn- un og prentun albúms var gerö af Kassagerö Reykjavikur. Svansprent prentaöi textabók, sem fylgir plötunum. — ESJ Æskuiýðsdagur hlóðkirklunnar er á sunnudaglnn: Flölskylduhátíðlr í klrkjum landslns Fjölskyldan veröur I fyrirrúmi á æskulýösdegi þjóökirkjunnar sem haldinn veröur I 20. sinn nú á sunnudag. Þennan dag veröa fjöl- skylduþjónustur f kirkjum lands- ins, en ætlunin er aö hafa nk. fjöl- skylduhátiö á æskulýösdaginn og benda þannig á mikilvægi fjöl- skyldunnar i trúarlegu uppeldi æskulýös landsins. 1 guöþjónustunum á æskulýös- daginn stiga unglingar gjarnan i stólinn, sýna helgileiki og kynna nýja söngva. Viöa veröa kvöld- vökur aö kveldi sunnudagsins, t.d. á ísafiröi þar sem boöiö verö- ur upp á „systkinamáltiö” og á Seyöisfirði þar sem unglingar bjóöa foreldrum sinum til sam- veru. 1 Reykjavik verður sam- koma I Bústaöakirkju. Veröa i mörgum þessara guöþjónusta fluttir helgileikir en upp á sið- kastiö hefur áhugi á slikum leikj- um vaxiö mjög á meöal félaga i æskulýösstarfi þjóðkirkjunnar. Þess má geta aö nýlega voru 20 ár siöan sérstakur æskulýösfull- trúi var ráöinn á vegum þjóö- kirkjunnar og gegndi sr. Ólafur Skúlason þvi starfi fyrstur manna. Núverandi æskulýösfull- trúi er sr. Ingólfur Guömundsson en auk hans starfa þrir aðrir starfsmenn aö æskulýösmálum þjóökirkjunnar. — HR ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Flugmódel í miklu úrvall, svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýríngar eöa fritt fijúgandi. Fjarstýrö bátamódel i miklu úrvali. Fjarstýröir bilar, margar gerðir (ná allt aö 50 km, hraöa.) Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikið úrval af glóöarhaus og og 6 rása. rafmótorum. Balsaviður í flökum • Balsaviður í listum Furulistar • Brennidrýlar Flugvélakrossviður • Ál og koparrör, stálvír Smáhlutar (fittings) til módelsmíða Verkfæri til módelsmiða og útskurðar o.fl. o.fl. Höfum einníg flugmódel i sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. Póstsendum LÆRIÐ AÐ SMÍÐA OG FLJÚGA FLUGMÓDELUM Námskeið hefst í módelsmíði þann 11. marz (fyrir 12 ára og eldri) TÓmSTUflDflHQSIÐ HF Laugauegi 161-Reukiauil: 5=21901 ^ • IIMIII ■ !!■■■■ 111.1111 L J0D ATOH LEIKAR SONGSKOLANS Ljóöatónleikar veröa í Félags- stofnun stúdenta I kvöld og hefj- ast þeir klukkan 20.30. Tónlistar- fólk, sem undanfariö hefur sótt námskeið i Ijóðasöng hjá hjónun- um Ada og Erik Werba mun koma fram á tónleikunum. Söng- skólinn i Reykjavik fékk þau hjón hingað til lands, en þau hafa hald- ið fjölmörg ljóðanámskeið viða um heim. Ada Werba er þekktur söng- kennari i Vin og var um árabil starfandi sem óperusöngkona I Þýskalandi. Sviss og Austurriki. Dr. Erik Werba er þekktastur sem undirleikari ýmissa frægustu ljóðasöngvara heims, en hann starfar sem prófessor við Tón- VÍSISBÍÓ „Skrýtnir feðgar enn á ferð” heitir myndin sem sýnd verður i Visisbiói kl. 3 i dag. Myndin er I lit og meö islenskum texta. Eins og endranær eru sýningarnar haldnar i Hafnarbíói. listarháskólann i Vin. Þau sem koma fram á tón- leikunum eru: Anna Júliana Sveinsdóttir, Ásrún Daviðsdóttir, Elisabet F. Eiriksdóttir, Garöar Cortes, Hrönn Hafliðadóttir, Jón Þorsteinsson, Margrét Bóasdótt- ir, Margrét Pálmadóttir, Már Magnússon, Ólöf Kolbrún Haröardóttir, Signý Sæmunds- dóttir og Valgerður J. Gunnars- dóttir. Pianóleikarar eru: Hrefna Eggertsdóttir, Jónfna Gisladóttir, Kolbrún Sæmundsdóttir, Kryst- yna Cortes, Lára Rafnsdóttir og Soffia Guömundsdóttir. Aörir tónleikar veröa i Félags- stofnun á laugardag klukkan 13.30. Þá flytja þau Ólöf Kolbrún Haröardóttir og Garöar Cortes itölsku ljóöabókina eftir Hugo Wolf við undirleik dr. Eriks Werba og Krystynu Cortes. Þetta er I fyrsta sinn sem verkið er flutt i heild hér á landi. — KP Tónlistarfólkið á myndinni hefur sótt námskeiöiö i ljóöasöng hjá Ada og Erik Werba að undanförnu og heldur tónleika I kvöld og á laugardag. Andleg upplyftlng Sumargestir Höfundur: Maxim Gorki Leikgerð: Peter Stein og Botho Strauss Þýðing: Arni Bergmann Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrimsdóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson Lýsing: Arni Baldvinsson Stundum ber það við á leik- sýningum, að maöur er hrifinn burt frá stund og stað, lyftist upp i hæðirnar, lifir sig inn i framandi umhverfi, og steypist siðan aö lokum aftur inn i veru- leikann, inn I sitt eigiö drama, þar sem lokaþátturinn er óskrif- aöur. Slik var frumsýningin á Sumargestum eftir Maxim Gorki. Uppfærsla þeirra Stefáns Baldurssonar, Þórunnar Sigriö- ar og Arna Baldvinssonar minnir á mynd eftir Manet. Ein- föld umgerö, finlegir litir, hnit- miðuð lýsing og listileg uppstill- ing leikenda á hinu stóra, djúpa sviði fullnægir á hverju augna- bliki ströngustu kröfum fagur- kerans og greypist inn i huga manns eins og ljúflegt málverk. Enn hafa þau tvö, Stefán og Þórunn, skapað eftirminnilega sýningu, sem ég vona af ein- lægni að hljóti náð fyrir augum leikhúsgesta. i rauninni eru Sumargestir eins konar framhald á Kirsu- berjagarðinum hans Chekovs, sem er, þvi miður aö hverfa af fjölunum i Iðnó um þessar mundir. Sumargestirnir, hin nýja yfirstétt Rússlands, taka við þar sem sveitaaðallinn hverfur. Kirsuberjagarðarnir eru bútaðir niður i sumarbú- staðalönd fyrir þreytta borgar- búa. Og hver er svo þessi nýja yfirstétt? Það eru börn öreig- anna, sem hafa unnið sig upp i gegnum „Flokkinn”, fengiö menntun, auö og völd, en sitja endanlega uppi sem hugsjóna- laust fólk, sem hefur misst sjón- ar á markmiðum sinum. „Dauðar sálir”. Þetta fólk er leiklist komiö út i sveitina til að eyöa sumarfriinu. Þaö eigrar um, daðrar, etur, drekkur, aumkv- ast yfir sjálfu sér, hefur skoðan- ir án þess aö meina neitt með þeim, les blöðin, tekur afstöðu, en finnur ekki til. Jafnvel skáld- ið, sem allir lita vonaraugum til, hefur misst neistann og eigr- ar um eins og hinir. Omurlegt lif, ástriðulaust, tilgangslaust. Þetta fólk hefur misst öll tengsl við uppruna sinn, og er firrt i hinum nýja lifsstil. Það á sér engan tilverurétt. Hrynjandi sýningarinnar er mjög hæg, letileg, eins og vera ber, Jafnvel svo, aö framan af fer okkur lika að leiöast, sem sitjum frammi i sal. Kannski einmitt tilætiuö áhrif. Það tekur tima að átta sig á öllu þessu fólki, sem er eiginlega allan timann á sviöinu. Hópurinn ým- ist þéttist eða greiðist i sundur i tveggja manna tal, Meö þvi að nýta sviðið alveg inn i botn rennur þetta mjög eðlilega. 1 upphafi verö ég að viðurkenna, að mér þóttu sumir leika af til- gerö, og fór það i taugarnar á mér. Ég trúöi ekki á stemmn- inguna, né heldur umræðurnar. En strax eftir fyrsta þáttinn : tókst sýningin á flug og steig al- veg jafnt og þétt til loka, þegar endanlega „graftarkýlið sprakk”. Uppgjörið var mjög sannfærandi, og var það ekki sizt þvi að þakka, hversu leikur- inn var jafn og innilegur frá hverjum og einum. Minnist ég þess varla að hafa séð jafngóða sýningu, svona mannmarga, um lengri tima. Það var eins og allir legðu sig fram, væru að upplifa eitthvað, sem smitaði fram i salinn. Textinn er safamikill, skáld- legur án þess að vera tilgerðar- legur, og ber bæði höfundi og þýöanda, Arna Bergmann, gott vitni. Það væri of langt mál að telja upp alla leikarana, og vil ég ó- gjarnan gera upp á milli þeirra, þvi að eins og ég sagði, er leik- urinn mjög jafn og samstilltur. Það má þó gleðjast yfir nýjum andlitum eins og Guðrúnu Gisladóttur, sem fær sitt fyrsta verulega stóra hlutverk, og ger- ir þvi mjög góð skil. Eins er lika tilbreyting að sjá Þórunni Sig- urðardóttur og Þorstein Gunn- arsson á sviði Þjóðleikhússins. Þessi sýning er hvort tveggja i senn, andleg upplyfting og fag- urfræöileg fullnæging. Megi hún lengi lifa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.