Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 29

Vísir - 01.03.1980, Blaðsíða 29
Laugardagur 1. mars 1980 Kaldrifjaður kvenmaður MAMMA BARKER Hún gekk undir ýmsum nöfnum á ferli sinum. Fyrst var hún kölluö Arrie, siöan Kata og að lokum festist við hana gælunafnið „Mamma” Barker . En það sem löggæslumenn kölluðu hana er ekki hægt að birta á prenti. Hún var gædd sjötta skilningarvitinu og það hélt glæpaflokknum gangandi. Aðeins einu sinni fór flokkurinn ekki að ráðum hennar. Það var i fyrsta og siðasta skipti. George og „Mamma" Barker;hún var húsbóndinn á heimilinu. Saga „Mömmu” Barker var 1 upphafi svipuö sögu annara suö- urrikjastúlkna. Hún var fáfróö og feimin fjallastelpa, sem ólst upp I andrúmslofti haröneskju og samheldni þar sem aökomu- menn voru állka kærkomnir og krabbamein. Skólaganga henn- ar fólst f þvi aö hlýöa á farand- predikara sem feröuöust um „Mamma" á lfkbörunum. meö biblfuna I annarri hendi og brennivinsflösku I hinni. For- eldrar hennar voru fátækt bændafólk ólæst og óskrifandi. Eina tilbreytingin i erfiöri lifs- baráttunni voru messurnar á sunnudögum og „Mamma” var kirkjurækin meö afrigöum. 1892 þegar „Mamma" var 18 ára giftist hún George Barker, bónda sem var búsettur nálægt foreldrum hennar. George var dæmigeröur bóndi þeirra tíma. Hann þrælaöi á ökrunum myrkranna á milli og þegar ekki var nóg viö aö vera þá réöi hann sig til starfa I blýnámum i nágrenninu. Þaö var sama hver hart hann lagöi aö sér alltaf var þaö erfiöara aö fæa fjölskylduna sem sifellt stækkaöi. Fyrsta barniö var sklrt Her- mann, siöan kom Lloyd, þá Arthur og siöastur var Freddie hann var uppáhald mömmu sinnar og jafnframt mesta hörkutóliö. George fluttist meö fjölskyld- una til Webb City I von um betri afkomu, en hún lét á áér standa. „Creepy” Karpis. Þegar hann slóst I lið meö „Mömmu” varö fjandinn fyrst laus. Borgarlifiö átti samt sem áöur vel viö drengina. Þeir fóru um I hóp, stálu öllu steini léttara og voru I einu oröi sagt vandræöa- unglingar. Eftir þvl sem kvart- anir nágrannanna og annarra urðu háværari þeim mun harka- legar snerist „Mamma” til varnar drengjunum slnum Einu skiptin sem hún lét styggöaryrði falla I þeirra garö var þegar þeim varö þaö á aö láta klófesta sig. Hún tók nú til viö aö kenna þeim meöferö skotvopna og all an daginn æföi fjölskyldan sig i skotfimi I garðinum á bak viö húsiö sem hún bjó i. Enginn fetti fingur út I þetta athæfi enda átti hver einasta f jölskylda I bænum skotvopn á þessum ár- um. Sex daga vikunnar voru drengirnir vandræöaunglingar en á sunnudögum tók „Mamma” þá þvoöi þeim i framan og klæddi þá i skó og slöan þrammaöi öll hersingin til kirkju. A trúrækninni varð aldrei neitt lát hjá „Mömmu” hvaö sem annaö mátti um hana segja. Aö lokum var þó svo komiö aö þeim var ekki lengur vært I Webb City og komst „Mamma” þá aö þeirri niöurstööu aö þeim myndi veröa betur borgiö i ein- hverri stórborginni. George lagöist gegn þvl en þaö var nú orðiö ljóst hver var húsbóndinn á heimilinu. Mamma Barker, frægasta glæpakvendi fyrr og sfðar. Fyrir valinu varö Tulsa.Okla- homa. Ekki voru þau fyrr komin til borgarinnar en drengimir höföu gengiö i glæpaflokk sem gekk undir nafninu Central Park flokkurinn og áöur en varöi voru þeir komnir meö lög- regluna á hælana. Þaö var svo eina nóttina aö þegar „Mamma” stóö I útidyrunum og lumbraöi á lögregluþjóni sem haföi komiö meö kæru á hendur sonum hennar, meö stórum kústi, aö George Barker var nóg boöiö. Hann læddist út um bak dyrnar og sneri aldrei aftur nema til þess eins aö vera viö- staddur jaröarfarir sona sinna. 1910 var svo komiö aö synir „Mömmu” höföu allir komist I kast viö lögin og setiö i fangelsi i lengri eöa skemmri tlma. Þegar þeir svo losnuöu komu þeiroftar en ekki meö einhverja með- fangasina heim. „Mamma” tók viö þeim öllum og smám saman fór þaö að spyrjast meöal glæpamannanna i borginni aö hjá „Mömmu” Barker væri gott aö dveljast á meöan menn væru aö jafna sig eftir fangelsisvist og búa sig undir aö taka þátt i athafnalifinu á nýjan leik. Brátt var svo komiö aö „Mamma” skaut ekki aðeins skjólshúsi yfir sakamenn heldur skipulagöi hún ránsferöir fyrir þá. Hún not aöi sinn hluta af ránsfengnum til þess aö hlúa betur aö hópnum sinum og eins til aö standa straum afkostnaöi viö málaferli ef einhver hennar manna var gripinn. Þannig gekk lifiö sinn vana- gang hjá „Mömmu”. Aö vísu voru menn hennar griixiir ein- staka sinnum en „Mamma” náöi þeim fljótlega út aftur og alltaf var nógur mannskapur til þess aö halda fyrirtækinu gang- andi. Skugga dró þó fyrir sólu eins og t.d. þegar Hermann elsti sonur hennar framdi sjálfsmorð til þess aö komast hjá handtöku eftir aö hafa oröiö lögreglu- manni aö bana. Mikilsháttar breyting varö á vinnubrögöum glæpaflokksins eftir aö Freddie kom meö lands- frægan glæpamann Alvin „Creepy” Karpis heim eftir eina dvöl slna I rlkisfangelsinu i Kansas. Karpis slóst I liö meö þeim og tók þátt i ránsferöum þeirra. 1 einni ránsferöinni var Freddie gripinn og settur i gæslu þar til réttarhöld færu fram yfir honum. En þegar vöröurinn kom til þess aö sækja hann var hann horfinn. Þegar Freddie kom heim sett- ist fjölskyldan á rökstóla ásamt Karpis. A fundinum komust þau aö þeirri niöurstööu aö áhættan væri ekki I réttu hlutfalli viö ágóöann þvt þau geröu ekki meira en eiga fyrir reikningum. Nú skyldi flokkurinn snúa sér aö bankaránum. Þeir byrjuöu á þvi aö ræna smærri banka og bankaútibú. Aöferöin var alltaf sú sama.fjórir saman I hraö- skreiöri bifreiö, Freddie viö stýriö en Karpis stjórnaöi aöför- inni. Meö byssur á lofti ruddust þeir inn i bankana tæmdu allar fjárhirslur og ráku siöan starfs- menn og viöskiptavini inn I aðalgeymsluhvelfinguna og óku siöan á brott á ofsahraða. I kjöl- fariö stráöu þeir siöan tveggja tommu þaksaum til þess aö tor- velda eftirför. Hagur flokksins vænkaöist nú óöum, hver einasti glæpamaöur sem vildi vera maöur meö mönnum sóttist eftir þvl aö fá inngöngu I flokkinn. ,, Mamma” hélt stórveislur sem hverjum þjóöhöföingja heföu veriö full- boölegar. Meira aö segja höföu glæpamennirnireinkalækni. Dr. Joseph Moran sá um aö hlúa aö þeim sem uröu fyrir skotsárum og losa menn viö fingraför og annaö I þeim dúr. Einn ókost haföi þó þessi annars ágæti læknir. Honum þótti gott aö fá sér I staupinu og var þá heldur lausmáll. Einu sinni datt þaö út úr honum viö Karpis aö hann heföi örlög þeirra I hendi sér. Þaö var ekki aö sökum aö spyrja,aumingja læknirinn var pumpaöur fullur af blýi, settur I sementsbaö og hent I næstu á. En jafnvel velgengnin getur veriö leiöigjörn til lengdar. Glæpamennina langaöi til þess aö gera eitthvaö sem viricilega vekti athygli. Aö lokum völdu þeir aö ræna Northwestern National bankann I Minneapolis. Bankinn var sér- kennileg þríhyrnd bygging og næstum öll úr gleri. Þetta var þvi eins og stela pels úr sýning- arglugga meö lögregluþjón fyr- ir utan. Þeir fóru sjö saman og komu gangandi hver úr sinni áttinni. Þegar inn I bankann kom brugöu þeir byssunum á loft. Einhverjir ætluöu aö veita mótspyrnu en voru miskunnar- laust slegnir niöur, kona fékk móöursýkiskast og i öllum lát- Fred Barker eftirlætisdrengur- inn hennar „Mömmu” unum gat einn gjaldkerinn ýtt á neyöarbjöllu. Strætisvagn stansaöi fyrir utan bankann og farþegarnir góndu á þaö sem fram fór meö opinn munninn. 1 þvl kom lögregluliö á vettvang meö vælandi slrenum. Glæpa- mennirnir ruddust út úr bank- anum meö vélbyssur á lofti og létu kúlunum rigna I allar áttir. Eitt hjóliö á bifreiö þeirra var skotiö I tætlur en þeir létu þaö ekki á sig fá og undan komust þeir allir. Nú voru þeir orönir svo þekktir aö fleiri bankarán komu ekki til greina. Þá datt einhverjum þaö snjallræöi i hug aö fremja mannrán. „Mamma” lagöist gegn ráöabrugginu en I fyrsta sinn hlustuöu þeir ekki á hana. Fórnarlambiö var sonur auökýfings og lausnargjaldiö 200.000 dalir. Þóttust nú ræningjamirheldur betur dottiö I lukkupottinn. En ekki er allt gull sem glóir. Seölarnir voru merktir. Freddie hélt til fundar viö „Mömmu” I Florida þar sem hún var I fýlu yfir þvl aö ekki haföi veriö fariö aö ráöum henn- ar. Þegar hann sat hjá henni i fallegu hvitu sumarhúsi hvarfl- aöi ekki aö honum aö lögreglan heföi rakiö slóö merktu seöl- anna og væri aö umkringja hús- iö. Þegar lögreglan skipaöi þeim aö gefast upp var eina svariö kúlnahrlö úr húsinu. Þá var gef- in fyrir skipun um aö hefja skot- hríö. Þegar henni loksins linnti og lögreglan gekk inn lágu þau bæbi látin „Mamma” og Freddie. Hann haföi oröiö fyrir II kúlum en „Mamma” 3 og þeim haföi tekist aö senda lög- reglunni yfir 100 svarskeyti úr vélbyssum og hrlöskotabyssum áöur en yfir lauk. Karpis á bak viö lás og slá. sérstœð sakamaL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.