Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 5
Lögregluliö og blaöamenn leita skjóis fyrir skothriö úr sendiráöi Dóminikanska lýöveldisins. Hafa enn 30 gísla á valdi sínu í Bógota Stjórnarerindrekar i Kólombiu munu aö nýju ræöa i dag viö skæruliðana i sendiráði Dómi- nikanska lýðveldisins i Bógota, sem hafa þar 30 gisla á valdi sinu. Embættismennirnir og skæru- liðarnir munu hittast i sendi- ferðabil utan sendiráðsins og ræðast þar við. — Skæruliðarnir vilja engum hleypa inn i sendi- ráðið og segjast munu sprengja það, gislana og sig sjálfa i loft upp, ef einhver geri tilraun til þess að nálgast bygginguna. Þeir hafa i engu slakað á kröf- um sinum um lausn 311 pólitiskra fanga, 50 milljón dollara lausnar- gjald og birtingu stefnuskrár samtaka þeirra, sem kallast M- 19. Skæruliðarnir tóku sendiráðið með áhlaupi siðasta miðvikudag og náðu á sitt vald um 50 gislum. Þeir hafa siðan sleppt konum og heilsuveilu fólki, en hafa enn á valdi sinu um 30 gisla, þar af 13 sendiherra. Vilja ræöa samelningu Embættismenn Norður-Kóreu- stjórnar fóru i morgun yfir vopnahléslinuna, sem skilur að Norður- og Suður-Kóreu, en það er I fyrsta sinn i fimm ár. Þetta er þriðji fundurinn, sem fulltrúar N- og S-Kóreu eiga með sér fund til undirbúnings væntan- legum fundi forsætisráðherra rikjanna, að tillögu Norður-Kóreu, sem barst Seoul-stjórninni i janúar. Fyrri fundir leiddu til þess, að opnuð var á ný bein slmalina milli höfuðborganna, Pyongyang og Seoul. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvar fundarstaðurinn skuli vera. Norður-Kóreumenn hafa lagt til, að fundur forsætis- ráðherranna verði I annarri hvorri höfuðborginni, eða vopna- hlésbænum Panmunjom eða jafn- vel einhverju þriðja landinu. A fundi forsætisráðherranna er ætlunin að ræða hugsanlega sam- einingu þessara landshluta I eitt riki, en Kórea hefur verið klofin i tvö riki eftir Kóreu-striðið á 6. áratugnum. ; sautján ; sklukkustundir: • I snlóskalli i 63 ára gamall flugmaður, sextug eiginkona hans og 78 ára tengdamóðir höfðust við i sautján klukkustundir i snjóskafli uppi á fjallsöxl nærri Wrigh Wood i Kali- forniu, en þá var þeim bjarg- að. Engan höfðu þau skjól- fatnaðinn og ekki einu sinni ábreiður til þess að halda á sér hita. Dauft neyðarkall frá eins- hreyfils flugvél þeirra heyrðist þó til byggða, og fimmtíu manna leitarflokkur fann þau skammt frá braki vélarinnar, þar sem hún hafði brotlent i 2.000 metra hæö 1 San Gabriel-fjöllum. Mugabe öruggur meö meirUilula Þlngllð Muzorewa nær burrkaöist úl Endanlegar tölur úr kosningun- um i Ródesiu höfðu ekki verið birtar, þegar siðast fréttist, en ljóst þykir þó, að Robert Mugabe hafi unnið yf irburöasigur. Allt bendir til þess að flokkur hans, ZANIJ, fái milli 56 og 60 þingsæti og þar með hreinan meirihluta á 100 fulltrúa þingi Ródesiu. Fyrirsjánalega mun Soames lávarður og landstjóri verða að fela Mugabe stjórnarmyndun, þótt Bretum, sem hafa haft yfir- umsjón með kosningunum, sé hann ekki aö skapi, og þá enn siður hvitum Ibúum Ródesiu. Sigur Mugabes sýnist ætla að vera miklu meiri en menn höfðu spáð. Flestir höfðu ætlað, að flokkur hans mundi fái flest þing- sæti, en þó ekki nóg til þess að tryggja honum stjórnarsetu nema þá I samsteypustjórn. Jafn- vel Mugabe sjálfur sagði fyrir kosningarnar, að hann mundi bjóða Nkomo, bandamanni sinum úr skæruhernaðinum, stjórnar- samstarf. Kosningatölur bentu til þess, aö ZAPU, flokkur Nkomos, mundi vinna 20 þingsæti. Kosningarnar hafa hinsvegar oröið hin versta hrakför fyrir Muzorewa biskup, sem var for- sætisráöherra Irúma sex mánuði. UANC-flokkur hans virtist ætla að vinna einungis fjögur þingsæti og nær þurrkast út af þinginu. Þegar ljóst þótti að hverju stefndi I nótt, beiö Mugabe ekki boöanna, heldur efndi til fundar með Ian Smith, fyrrum forsætis- ráðherra og leiðtoga hvltra. Ekkert var uppi látið um, hvaö þeim fór á milli. En liklegt þykir, að Mugaby hafi viljað slá á þá hræðslustrengi hjá hvitum, sem kviða ofsóknum, þegar skæru- liðaforinginn sest I forsætisráö- herrastólinn. Tækni- og verkþekking hvitra er efnahagslifi Ródesiu afar mikilvæg, og hefur Mugabe látið uppi áhyggjur af hugsanlegum fjöldaútflutningi hvitra Ródesiu- manna. — 1 von um að friða hvita og stuðla aö jafnvægi i landinu, hefur Mugabe farið þess á leit við Peter Walls, hershöföingja, yfir- manns Ródesiuhers — sem áður var hans erkióvinur — aö gegna áfram embætti og hjálpa til við að mynda nýjan her úr skæruliöum og öryggissveitum fyrri stjórna. Einn úr hópi bresku eftirlitsmannanna, sem höfðu umsjón með þvf að kosningarnar færu heiðarlega fram, sést hér ræða við blökkumenn. Trudeau tekinn viö stjórn Pierre Trudeau sór i gær em- bættiseið sinn sem forsætisráð- herra Kanada og er það fjóröa kjörtimabil hans i þvi embætti. Um leið lagði hann fram ráð- herralista sinn, og bregður þar fyrir einu nýju andliti, MacGuigan, sem fara skal með utanríkismál, en hann hefur ekki áður setið I ráöherrastól. Allan MacEachen, sem áður hefur setið I rikisstjórnum Frjálslynda flokksins, varð aðstoðarforsætis- ráðherra og fjármálaráöherra. Hvoð eru morgir metrar af gorni i þessum hnykli? Hnykillinn er til sýnis í verslunin A HOF, Ingólfstræti i Sá, sem kemst næst því, fær vöruúttekt að verðmæti kr. 50.000,- í versluninni HOF. Lausnir sendist til: VÍSIS, Síðumúla 8, 105, Rvík. fyrir 25. mars nk. — Merkt „HNYKILL" ! I Nafn: ................................. Heimilisfang:............................ Sveitarfélag:............................. | Sími:..................................... Hnykillinner......................metrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.