Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 04.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Þriöjudagur 4. mars 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Péturssop. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Opinber eða almenn samskinti Há fargjöld og lltil feröatiöni milli tslands og hinna Noröurlandanna hefur oröiö þess valdandi, aö minna er um feröalög milli þessara landa en æskilegt væri. Noröurlanda- ráö þyrfti aö beita áhrifum sinum á þessu sviöi til þess aö auka tengsl almennings á Noröurlöndum. Áhuginn fyrir starfsemi Norðurlandaráðs sem nú þingar í Reykjavík er ef laust meiri hér á landi en í flestum hinna Norður- landanna og þinghald ráðsins er yfirleitt fyrirferðarmeira í fjöl- miðlum hér en á hinum Norður- löndunum. Án efa vita líka hlut- fallslega fleiri íslendingar um tilvist ráðsins og starfsemi þess en gerist meðal frændþjóðanna og hafa kannanir þar leitt í Ijós bæði áhugaleysi og þekkingar- skort fólks varðandi þennan samstarfsvettvang Norðurlanda. Þegar fram koma efasemdar- raddir hér á landi um gagnsemi samstarfs við þessar nágranna- þjóðir okkar er gjarnan vitnað til þess, að bræðraþjóðirnar hafi sýnt hlýhug sinn til okkar með skjótum og góðum viðbrögðum og rausnarlegum framlögum vegna afleiðinga Vestmanna- eyjagossins og einnig hafi þær komið upp norrænni menningar- miðstöð hér á landi til þess að styrkja tengslin og kynna okkur menningu sína. Þetta ber ekki að lasta né held- ur þau f jölbreytilegu samskipti sem hafa verið milli Norðurland- anna á þessum vettvangi þá tæpu þrjá áratugi, sem liðnir eru frá því að Norðurlandaráði var kom- ið á fót. Það þarf heldur ekki að draga í efa áframhaldandi vilja Islend- inga til þess að taka þátt i þessu samstarf i enda hagnýtt gildi þess margvíslegt. En jafnframt þurf- um við að reyna að stuðla að auknum samskiptum við hinar Norðurlandaþjóðirnar á sem flestum sviðum, ekki síst með gagnkvæmum heimsóknum fólks úr ýmsum starfsgreinum og félagssamtökum. Að þessu leyti erum við ís- lendingar aftur á móti komnir í hina verstu aðstöðu vegna þess hve geysidýrt er orðið að ferðast milli Islands og hinna Norður- landanna og hve ferðir eru orðn- ar stopular milli þessara landa. Flugfargjöld til dæmis til Kaupmannahafnar eru orðin ill- viðráðanleg fyrir einstaklinga og hópa auk þess sem lítil ferðatiðni Flugleiða til Norðurlandanna hefur orðið til þess að skyndi- ferðir manna til erindreksturs í nágrannalöndunum,til dæmis á sviði viðskipta/geta tekið allt að viku í stað þess að menn gátu áð- ur verið tvo til þrjá daga í slíkum ferðum. Þá má nefna, að íþróttasam- skipti íslendinga eru farin að beinast æ meira til Skotlands en Norðurlandanna vegna þess að þangað er ódýrast að fljúga. Þegar svo er komið að mun ódýrara er aðf Ijúga til New York en Kaupmannahafnar er auðvit- að hætt við að ferðir islendinga beinist f remur vestur um haf eða þá til suðrænna landa, sem hægt er að heimsækja fyrir mjög hag- stætt verð, en til f rændþjóðanna í nágrannalöndunum. Hugmyndir, sem fram hafa komið um eins konar jöfnunar- fargjöld innan Norðurlanda- svæðisins, hafa fram til þessa ekki hlotið hljómgrunn hjá nor- rænum vinum okkar, en hætt er við að samskipti almennings i þessum löndum fari minnkandi, ef ekki verður gert eitthvert átak til þess að lækka ferðakostnaðinn milli þeirra. Þá gæti svo farið að samskiptin yrðu aðallega á milli ráðherra, þingmanna og emb- ættismanna á vettvangi Norður- landaráðs, en almenn tengsl þjóðanna í algjöru lágmarki utan þess. Þessi mál þyrfti Norðurlanda- ráð að hugleiða og beita sér fyrir einhverjum úrbótum, ef það vill í alvöru stuðla að auknum kynn- um og samskiptum þjóða Norðurlanda. Bænflup. verðbölgan og milliliðirnir 3. grein Einn er sá meinvættur, sem leikiö hefur bændastéttina ver en flestir aörir. Þaö er verö- bólgan. Hún hefur m.a. valdiö þvi, aö offramleiösla i land- búnaöi hefur ekki veriö sam- keppnisfær, þegar hún hefur veriö flutt á erlendán markaö. Og hér er komin ein ástæöan fyrir útflutningsuppbótakerf- inu. En veröbólgan hefur skert hag þeirra enn meira á ööru sviöi. Eins og alþjóö er kunnugt fá bændur ekki greitt fyrir framleiöslu sina fyrr en eftir dúk og disk. Meira en ár getur liöiö frá þvi þeir afhenda slátur- leyfishöfum búfénaö sinn, kaup- félaginu ullina og svo framvegis og þar til þeir fá síöustu greiöslu fyrir varninginn. t 50% verö- bólgu sér hver maöur, aö krónur þeirra brenna upp og veröa harla litils viröi, en þeir fá þær aftur eftir aö hafa greitt ýmsar nauösynjar eins og áburö og fóöurbæti meö miklu dýrari krónum. Forystumenn bænda hafa ekki gengiö nógu hart fram i þvi aö fá þessi mál lagfærö. Ein mesta kjarabót bænda yröi hraöari og hærri afuröa- og rekstrarlánagreiöslur. Fyrir nokkru var sett á lagginrar nefnd til aö gera tillögur um úr- bætur á þessu sviöi. Hún hefur skilaö tillögum sinum, en ekkert hefur gerst. Og nú hefur Seöla- bankinn ákveöiö aö lækka þessi lán. Sú ákvöröun getur haft miklu alvarlegri afleiöingar fyrir bændastéttina I heild en lækkun útflutningsuppbóta. Meö hliösjón af þvi hve verö- bólgan hefur leikiö bændastétt- ina grátt væri eölilegt aö álita, aö þeir væru höröustu fjand- menn hennar. En er þaö svo? Bændur og milliliðir Samvinnuhreyfingin hefur unnið mörg þrekvirki hér á landi. Hugsjónin er göfug og heillandi og sjálfur er ég mikill stuöningsmaöur hennar. En um leið tel ég mig hafa fullan rétt til aö gagnrýna samvinnu- hreyfinguna, þegar ég álit hana hafa fariö út fyrir verkahring sinn, — Ég hefi t.d. veriö þeirrar skoöunar i mörg ár, aö alltof ná- iö samband hafi veriö á milli samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins. Stundum hefur ekki veriö hægt að greina á milli. Þetta er öfugþróun og veldur þvi, aö stuöningsmenn samvinnuhreyfingarinnar I öör- um flokkum fyllast tortryggni og réttmætri vandlætingu á hinu pólitiska spili, sem þar hefur átt sér staö. Þá hefur hreyfingin ætlaö sér um of. Hún hefur teygt arma sina inn á sviö, sem erfitt er aö sjá aö hún eigi erindi til sam- kvæmt hlutverki sinu. Nauösyn- legt er oröiö aö kanna milliliöa- kerfiö sem þróast hefur frá neöanmals ,,Ég hef t.d. veriö þeirrar skoöunar I mörg ár, aö alitof ná- iö samband hafi veriö á milli samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins. Stundum hefur ekki veriö hægt aö greina þar á milli”, segir Arni Gunnarsson, alþingismaöur, I grein sinni. bændum til neytenda i þeim til- gangi aö spara. Fjárfesting hreyfingarinnar er einnig aö- finnsluverö, og nægir i þvi sam- bandi að benda á smiði og rekst- ur kexverksmiöju i Reykjavik. En i þessum skrifum mun ég ekki fara nánar út i hlutverk samvinnuhreyfingarinnar. Næg tilefni munu gefast til þess. Bændur og ekki bændur Lengi hefur veriö um það deilt hvort bændur væru atvinnurek- endur eða launþegar. Sjálfum hefur mér fundist, aö bændur hafi sumir viljaö haga starfs- heitinu eftir árferöi. En hvort oröiö sem notaö er, fer ekki á milli mála, aö oft er erfitt aö skilgreina hver er bóndi og hver ekki. Er sá bóndi, sem hefur at- vinnu hluta úr ári og verulegar launatekjur viö önnur störf en landbúnaö? Slikir menn kunna aö byggja afkomu sína á starfi utan landbúnaöar, en framleiöa þrátt fyrir þaö umtalsvert magn af landbúnaöarafuröum. Sama má segja um tómstundabænd- ur, sem svo hafa verið kallaðir. Þegar glimt er viö offram- leiösluvanda hlýtur þaö aö auka á erfiöleika hinna eiginlegu bænda, þegar ofan á framleiöslu þeirra bætist töluvert magn frá mönnum, sem ekki hafa land- búnaö að aðalatvinnu. En þessa skák verða bændur sjálfir að tefla til enda og finna viöeigandi lausn. Framleiðsluráðslög og rannsóknir Framleiösluráöslögunum veröur aö breyta. Þau eru um margt löngu úrelt, og þjóna hvorki hagsmunum bænda né neytenda. Að þvi atriöi verður komiö i næstu grein. Þá er brýnt að auka aö mun allar land- búnaöarrannsóknir, er stuölaö gætu að aukinni arösemi i land- búnaði. öllum fjármunum, sem til slikra rannsókna renna, er vel varið. - Hér hefur veriö stiklaö á nokkrum atriöum, sem gætu orðiö innlegg i umræöu um landbúnaöarmálin. 1 næstu grein mun ég svo ræöa þær til- lögur, sem Alþýöuflokkurinn hefur gert um breytingar á landbúnaðarstefnunni. Sú um- ræöa snýst ekki eingöngu um út- flutningsuppbætur. Hún snýst heldur ekki um uppbólgna ofsa- trúarmenn i forystusveit land- búnaöarins, sem telja sina stefnu hina einu réttu og aö önn- ur komi ekki til greina. Sú um- ræöa snýst um bændur almennt, hag þeirra og kjör, en ekki um Imyndaða hagsmuni forrétt- indahópa i stundum pólitlsku striöi um rekstrarfjármuni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.