Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 1
 Lausafjársiaoa viðskiptabanka við Seðlabankann mjög siæm í janúarlok: SKULD OTVEGSBANKANS NAM 6500 MILLJðNUM! Lausaf járstaða viðskiptabanka Seðlabankans versnaði um 10.6 milljarða kr. frá ianúárlokum árið 1979 til síðustu janúarloka. Einnig er Ijóst að staða þeirra hef ur versnað enri frekar í febrúarmánuöi, samkvæmt upplýsingum Eiríks Guðnasonar, viðskiptafræðings hjá hagdeild Seðlabankans. Staöa viðskiptabankanna var I lok janúar sl. neikvæð um 6.3 milljarða kr. A sama tim.a árið áður var staðán jákvæð, en þróunin niður á við varð nei- kvæð um 10.6 milljarða kr. á pessu eina ári. Staða Útvegs- bankans var verst. Hann var með neikvæða stöðu um 6.5 milljarða kr. og hafði staöa bans versnáð um 4.8 milljarða kr. á áðurnefndu tlmabili. Búnaðarbankinn og Alþýðu- bankinn eru einu bankarnir sem sýna jákvæða stöðu. Búnaðar- bankinn hafði jákvæða lausa- fjárstöðu sem nam 1.8 millj- örðum kr., en á timabilinu hafði staðan þrátt fyrir það versnað um 0.8 milljarða kr. Alþýðu- bankinn hafði jákvæða stöðu sem nam 0.1 milljarði kr. staða hans hafði versnað um 0.2 millj- arða kr. Staða Landsbankans, stærsta bankans, er neikvæð um 0.1 milljarð kr. og hafði versnað um 2.8 milljarða. Sömu sögu er að segja af Iðnaðarbankanum, sem sýndi neikvæða stöðu um 0.1 milljarða kr. og haföi staða hans versnað um 0.2 milljarða kr. Staða Verslunarbankans var neikvæð um 0.8 milljaröa kr_, haföi versnað um 0.7 milljarða kr. Samvinnubankinn hafði nei- kvæða stöðu sem nam 0.7 milljörðum kr. og hafði hún versnað um 1.2 milljarð kr. Þróunin hefur hins vegar orðið gagnstæð hjá spari- sjóðunum. Þeir höfðu jákvæða lausafjárstöðu um 2,3 millj. kr. hjá Seðlabankanum og hafði þróunin orðið jákvæð áðurnefnt timabil um 0.5 milljarð kr. „Við bendum gjarnan á of mikil útlán að bankarnir láni meira en þeir geta", sagöi Eirikur, aðspurður um ástæður fyrir þessari þróun. „Það gerð- ist lika tvennt á sl. ári sem er óvenjulegt. 1 fyrsta lagi hækk- aði Seðlabankinn bindiskylduna og i öðru lagi kom rikissjóður nokkuð vel út gagnvart Seðla- bankanum seinni helming árs- ins. Það kemur alltaf niður á lausafjárstöðu bankanna þegar rikissjóður kemur vel út, hann dregur fé af markaðnum. Ég held að þetta séu megin- skýringarnar. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið slæmt árferði þvi við höfðum góðar út- flutningstekjur." „Ég kann nú ekki góða skýringu á þvi hvers vegna Útvegsbankinn kemur ver út úr þessu timabili en aðrir bankar. Ekki er þó ósennilegt að sjávarútvegurinn spili þar inn i, þar sem 57% af útlánum bank- ans eru til sjávarútvegsins." „Það er alveg ljóst aö lausa- fjárstaðan hefur versnað enn frekar i febrúar, en endanlegar tölur um það liggja fyrir á næstu dógum", sagði Eirikur Guðna- son. G.S. Helmingi lægri næturfargjðld - meo FluglelDum m Keunmennehulner „Þessar ferðir skapast vegna Grænlandsflugs en þar hefur nýt- ingin verið upp og niður", sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða I samtali við VIsi I morgun. Flugleiðir hafa nú tekið upp sérstakt næturfargjald sem gildir fyrir ferðir til og frá Kaupmanna- höfn. Verður það 101.100 krónur báðar leiðir en það er nálega helmingi ódýrara en venjulegar ferðir. Sveinn Sæmundsson sagði að ein slik ferð yrði farin I viku hverri, héðan á mánudagskvöld og slðan frá Kauþmannahöfn á þriðjudagsmorgni. Fyrsta ferðin vérður 26. mai. Eftir miðjan núni verða tvær ferðir I viku. Kaupa þarf farmiða báðar leiö- ir og gildir það I 6-30 daga. —U i.p\ f ^*íí&&:: 3*< ( ¦¦- ¦?¦¦ **>¦ Ný|a útvarpshúsið: FYRSTI AFANGINN KOST- AR 5.750 MILLJðNIR! Aætlaður kpstnaður viö bygg- ingu fyrsta ' áfanga nýja út- varpshússins er 5.750 milljónir króna, og er þá tæknibúnaður ekki innifalinn. Er þetta sam- kvæmt heimildum, sem Visir telur áreiðanlegar. Reiknað er með, að I fyrsta áfanga verði reistur um þriðj- ungur af endanlegu húsnæði og geti sá hluti rúmað starfsemi bæði hljóðvarps og sjónvarps. Þessi fyrsti áfangi veröur rúmlega 15 þúsund fermetr- ar, að stærð en núverandi hús- næði hljóðvarps og sjón- varps er 7.500 fermetrar samanlagt. Stækkun husnæöis- ins með þessum fyrsta áfanga einum nemur þvl 100%. Ekki eru allir innan fRíkisút- varpsins á einu máli um ágæti hins fyrirhugaða husnæðis og meðal annars hafa starfsmenn sjónvarpsins látið I ljósi óánægju meö þá aðstöðu; sem þeim er ætluö þar innan veggja. Byrjaö var á framkvæmdum við útvarpshúsið áriö 1977, en þær siðan stöðvaöar árið eftir. Forráðamenn Rikisútvarpsins gera sér nú góðar vonir um að hægt verði að hefja fram- kvæmdir að nýju fljótlega. Gera þeir ráð fyrir að Fram- kvæmdasjóöur rlkisútvarpsins getigreittniður kostnaðinn á tíu árum, en tekjúr hans eru nú áætlaðar um 570 milljónir á ári. — P.M. SLASAÐIST MIKIÐ í TiJTT ÁREKSTRI Sextán ára piltur á vélhjóii lærbrotnaði og ökklabrotnaði á hægra fæti er hann lenti i árekstri á Akureyri I gærdag. Við áreksturinn kastaOist pilt- urinn af hjólinu og kom niður á höfuöifi en hjálmur sem hann var með foröaði honum frá ai- varlegum höfuðmeiðslum. Areksturinn varð um klukk- an 14.30 i gær á mótum Hjalt- eyrargötu og Eyrarvegar. Fólksbifreiðsveigði i veg fyrir vélhjólið á gatnamótunum og sá ökumaður ekki til vélhjóls- ins fyrr en um seinan. Piltur- inn var fluttur i sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. Visismynd: GVA. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.