Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 7
vlsm Miðvikudagur 19. mars 1980 Umsjóu: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson. „HEF HEYRT AÐ (TðLSK LIÐ HAFI AHUGA A MÉR" „Ég er hættur i skólanum og er að leita fyrir mér >um atvinnu sem körfuknattleiksmaður”, sagði Pétur Guömundsson, körfuknatt- leiksmaður, sem hefur leikið meö skólaliöi University of Washing- ton, er við ræddum við hann i gær, en Pétur er nú kominn hingað til England tekur við walesl Gamla kempan Mike England, sem lék 500 deildarleiki með Tott- enham Hotspur fram til ársins 1976, að hann hætti, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra og þjálfara velska landsliðsins i knattspyrnu. England hefur sl. 3 ár verið leikmaður og þjálfari hjá Seattle Sounders i Bandarikjunum, en tekur nú við landsliði Wales, sem hann lék sjálfur með 44 sinnum. Tveir leikir voru leiknir i ensku 1. deildinni i gærkvöldi. Everton sigraði Stoke2:0ogWestBrom og Bolton gerðu jafntefli 4:4. Þá var einn leikur i 2. deild, Watford sigraði Wrexham 3:1.... — klp lands til að æfa og keppa með is- lenska landsliðinu gegn Sovét- mönnum og svo á Norðurlanda- mótinu, sem fram fer i Osló i byrjun april. „Það hefur enginn rætt við mig ennþá, en ég hef heyrt að itölsk lið vilji gera við mig samning, hvaö sem úr verður. Þá hefur mér skil- istað á Norðurlandamótinu i Osló verði einhverjir „njósnarar” að fylgjast með mér”. Pétur, sem er i hópi hæstu leik- manna i körfuknattleik, 2,18 metrar á hæð og hefur gert þaö gott I Bandarikjunum, þótt eitt- hvað hafi komið upp, sem veldur þvi að hann hverfur þaðan, en Pétur sagði i gær, að hann teldi sig ekki hafa neitt upp úr þvi að vera eitt ár I viðbót hjá Univer- sity of Washington. Við spurðum hann hvernig Flosi Sigurðsson hafi staðiö sig, en Flosi leikur með Olympia „highschool” liðinu. „Flosi er nú búinn að vera eitt ár úti og hefur staðiö sig mjög vel. Hann byrjaöi á því að fara i sér- stakar lyftingaæfingar og þyngd- istum 15 kg. Hann er geysiharöur i fráköstunum, og segja má aö helsti styrkleiki hans sé hversu sterkur sóknarleikur hann er orð- inn”, sagði Pétur, sem taldi aö Flosi væri kominn í sama gæða- flokk og landsliðsmiðherjar Finnlands og Sviþjóðar eru. gk—• „Við ætlum að sigra” Þeir Kristinn Jörundsson og Jón Sigurðsson virðast ekki stórir við hliö risans Péturs Guömundssonar. A myndinni sjást þeir kappar í iandsiiösbúningunum, en Ingólfur Óskarsson hefur afhent landsiiðinu i körfuknáttleik búninga og töskur frá Puma að gjöf. Vísismynd BG. Mikil „skothrið” átti sér staö i gær á Hótel Esju á blaðamanna- fundi, sem þar var haldinn. Þeir sem „skutu” voru forráðamenn körfuknattleiksliða Vals og 1S, en þessi lið eigast við I Laugardals- höll i kvöld i úrslitum bikar- keppninnar. „Viö ætlum bara að vinna bikarinn”, sagði Bjarni Gunnar Sveinsson, fyrirliði 1S, og Steinn Sveinsson IS-maður bætti við: „Viðerum nú i úrslitum 13. skipti á 8 árum og munum vinna með sama mun og þegar við urðum bikarmeistarar sigri yfir Val”. 1978 með 87:83 „Min skoðun er sú aö félag, sem hefur aðeins meistaraflokk og hefur þess vegna enga unglinga— enga uppbyggingu með yngri flokka, eigi alls ekki skilið að verða bikarmeistari”, sagði Hall- dór Einarsson, formaður Körfu- knattleiksdeildar Vals, en Steinn Sveinsson var fljótur að bæta viö: „Þaö er einmitt þessi hugsunar- háttur, sem veröur Val að falli. — gk. Meðamæð iiðsins rétt tæpiega tveir metrar ísienska landsllðið tiiDúið I lelkina gegn Sovétmönnum I köriuknattlelk „Við völdum fyrir nokkru 16 leikmenn til að taka þátt i undir- Þeir standa I ströngu þessa dagana stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Vals, Baldvin Jónsson, Grim- ur Sæmundsen og Halldór Einarsson. Hér hampa þeir íslandsbikarnum, i kvöld gerir Valur atlögu að sigri f bikarúrslitaleiknum, og Valur gengst svo fyrir komu sovéska landsliðsins hingaö ásamt lands- liðsnefnd KKl. — Vfsismynd: Friðþjófur búningi fyrir heimsókn sovéska landsliðsins frá Armeniu og úr þessum hópi munum við sfðan velja þá lOleikmenn sem koma til meö að spila á Polar Cup i Osló i næsta mánuði”, sagði Einar Bollason, landsliösþjálfari i körfuknattleik, á fundi með blaðamönnum i gær, þar sem rætt var um heimsókn sovéska lands- liðsins, sem hefst n.k. föstudag. Einn leikmanna, sem valinn var, Þorvaldur Geirsson úr Fram, gaf ekki kost á sér, en þeir 15sem eftir eru eru þessir, lands- leikjafjöldi fyrir aftan nöfnin: Kristinn Jörundsson 1R......45 Kolbeinn Kristinsson ÍR.....40 Gunnar Þorvarðarson UMFN .. 46 Guðsteinn Ingimarsson UMFN .6 Jónas JóhnannessonUMFN ...19 Július Valgeirsson UMFN.....1 Símon Ólafsson Fram ........27 Pétur Guðmundss,Washingt. ..13 Jón Sigurðsson KR........t..70 Geir Þorsteinsson KR.........7 Birgir Guðbjörnsson KR......20 Torfi Magnússon Val.........38 Kristján Ágústsson Val......14 Rikharður Hrafnkelsson Val... 27 FlosiSigurösson, Olympia....0 Þetta lið hefur mestu meðalhæð sem islenskt iþróttaliö hefur af að státa. Meðalhæðin er 1,96 metrar enda eru i liðinu fjórir menn sem eru tveir metrareða meira á.hæö, Pétur Guðmundsson 2,18 metrar, Flosi Sigurösson 2,11 metrar Jón- as Jóhannesson 2,02 metrar og Simon Ólafsson 2.00 metrar. Úr þessum hópi verða liðin valin, sem eiga að kljást viö sovésku leikmennina, en þeir eru væntanlegir hingað á morgun. Fyrsti leikur þeirra veröur gegn bandarisku leikmönnunum, sem hafa spilaö hér i vetur, en sá leik- ur fer fram i Laugardalshöll á föstudagskvöld. Siðan leikur Valur ásamt Pétri Guðmundssyni gegn Sovétmönnunum i Borgar- nesi á laugardag, á sunnudag er landsleikur á Selfossi, annar á mánudag i Laugardalshöll, á þriðjudag leika Sovétmennirnir gegn styrktu liöi UMFN i Njarðvik og á þriöjudag verður siðasta leikurinn, landsleikur i Laugardalshöll, sem jafnframt veröur 100. landsleikur íslands i körfuknattleik. -gk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.