Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 13
vtsm Miðvikudagur 19. mars 1980 HROLLUR Þúskaltekki voga þér aö bleyta nýju sokkana þínal 'z-9 M3 m °IækJ Þaö segir mér engin fyrir n ÖI079 Kina FoatufM Syndicate. Inc. W<tf5d"rÍoht» rl^l i 1 ENGINN! I AGGI MIKKI 12 vtsm Miðvikudagur 19. mars 1980 13 Það var liflegt um að litast I fjörunni viö Korpúlfsstaöi á sunnudaginn, þegar nemendur, foreldrar og kennarar úr Fossvogsskóla lituðust þar um og brugöu á leik. Nemendur, foreldrar 09 kennarar Fossvogsskóla (kynnisferð: ll SKODUBU GEIMALDARTÆKNI OG LÍFVERUR FJORUNNAR Þótt svalt væri í veðri var ekki annað aö sjá en Fossvogsbúarnir nytu útiverunnar f fjör- ■ unni niður undan Korpúlfsstöðum, en þar dreiföist hópurinn á allbreitt svæði. Það var margt að sjá I lífríki fjörunnar, skeljar, smádýr og þang af ýmsu tagi og marg- ir notuöu tækifærið og tindu kræklinga I sunnudagsmatinn. Foreldra- og kennaraféiag Fossvogsskóla stóð fyrir mikilli reisu á sunnudaginn, en þá fóru nemendur skólans, kennarar þeirra og foreídrar að skoða jarð- stöðina við (Jlfarsfeil og siöan niður i fjöruna við Korpúlfsstaði til þess að kynna sér iifið i flæöar- málinu. Hópurinn, háttá þriðja hundrað manns, lagði af stað frá Foss- vogsskóla um tvö leytið i sex langferðabilum. Að sögn Guðlaugar Þórðardótt- ur, ritara skólans, var frábært ferðaveður, bjart og lygnt en að vfsu nokkuð svalt. Fyrst var farið að (Jlfarsfeili, og virtust fæstir krakkarnir hafa séð jaröstöðina, sem þar er að rfsa fyrr. „Þegar jarðstöðin blasti allt i einu við, risu krakkarnir i minni rútu á fætur, sperrtu upp augun . og sögðu i kór: Nei, sjáið þið, nýj- asta tækni og visindi! Þau voru greinilega mjög hrifin”, sagöi Guðlaug. Krakkarnir og hinir fullorðnu skoðuðu jarðstöðina að utan og fróður tæknimeistarihélt tölu um jarðstöðina og lýsti þeirri starf- semi sem þar yröi þegar hún verður komin i gagnið. ' Siðan var ekið niður að fjörunni við Korpúlfsstaði. Þar voru skelj- ar tindar og sjávargróðurinn skoðaður. Enginn fyrirlestur var haldinn þar eða lýsingar, en hins vegar hafði fjölrituðum upplýs- ingum verið dreift áður til þess að fólk gæti áttaö sig á hvað væri hvað. Þanginu var lýst, hvaða þang þrifist þarna, lifinu f þang- inu, skeldýrunum og fleru. Gengiö var um fjöruna i einn og hálfan tlma og siöan var ekið aft- ur til Fossvogsskóla. Haföi ferðin þá tekið tæpa fjóra tfma og hafði heppnast hiö besta. Allir virtust ánægðir, ögn rjóöir f kinnum af göngunni og útiverunni. Ferðin var aðeins hugsuð sem skemmtiferö, ekki vettvangsferð, sem krakkarnir þurfa siðan að vinna verkefni úr, enda var það Foreldra- og kennarafélagiö sem stóð fyrir henni. Félagið hefur Það hafa eflaust aldrei fleiri komið i einu til þess að skoða jarðstööina við (Jlfarsfell en þennan dag: á þriðja hundrað manns i sex rútubflum. Veöurguðirnir sáu um aö þarna rfkti sannkölluð sunnudagsbliöa. Ekki var hægt að hleypa öllum hópnum inn í jaröstöðina, þar sem unnið er að tengingum ýmissa raf- eindatækja, en gluggagægjur voru leyfðar. starfaö I fjögur ár og hefur það áður staðiö fyrir slikum ferðum. Einnig hefur það staöið fyrir föndur- og skemmtifundum og er starfsemi þess allblómleg. —ATA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.