Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 3
Leiðréttíng Prentvilla var i frétt Visis i gær um athugun yfirskoðunarmanna rikisreiknings á reikningum Ferðamálaráðs. Þar var frá þvi sagt, að Ferðamálaráö hefði greitt fyrir sima, sem skráður hafi verið ,,i simsvara” á nafn Heimis Hannessonar hdl., en það áttiaðsjálfsögðuað vera „isima- skrá”. vism Miðvikudagur 19. mars 1980 Ráðstetna um manneidis- markmið Manneldisfélag Islands og Manneldisráð Islands boða til ráðstefnu næstkomandi laugar- dag þann 22. mars kl. 1 e.h. undir heitinu MANNELDISMARKMIÐ. Ráðstefnan verður haldin i stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands, og hefst hún kl. 1 e.h. og lýkur kl. 6 sama dag. Gestur ráðstefn- unnar verður prófessor Björn Isaksson, forstöðumaður nær- ingafræðistofnunar Sahlgrenska sjúkrahússins i Gautaborg. Prófessor Björn Isaksson er hér á ferð sem sérfræðilegur ráðu- nautur um matvælarannsóknir fyrir Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Háskóla Islands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Erindi hans á ráðstefnunni nefnist: Reynsla Svia af setningu manneldismarkmiða. Aðrir frummælendur ráðstefnunnar veröa: Laufey Steingrimsdóttir, næringarfræðingur: Hvers vegna manneldismarkmið á Islandi, Jón Óttar Ragnarsson, dósent: Mann- eldismarkmið i Bandarikjunum, Vigdis Jónsdóttir, skólastjóri: Manneldisstefna Norðmanna og Jónas Bjarnason, dósent: Mann- eldismarkmið og matvælastefna. Eftir stutt kaffihlé verða hring- borðsumræður, þar sem rætt verður hvort æskilegt og tima- bært sé að setja manneldismark- mið á Islandi og i hverju slík markmiö væru fólgin. Við hring- boröiö eiga sæti læknar, mat- vælafræöingar og húsmæðra- kennarar ásamt fulltrúum mat- vælaframleiðslu, landbúnaðarins og neytenda. lvar H. Jónsson, formaður MIR, Nikolaj P. Kudrjavtsév, aöstoðarfiskimálaráðherra Sovétríkjanna, Viktor B. Pavlov, sendiráðsritari, og Arnoid K. Meri, fyrrum aðstoðarkennsiumálaráðherra eistneska sovétlýöveldisins og núverandi formaður Vináttufélagsíns I Eistlandi. Visismynd: BG Aðstoðartiskimálaráðherra sovétrikjanna í hetmsókn: Hreitst mjðg al frysti- húsí ísbiarnarins Aöstoðarfiskimálaráðherra Sovétrikjanna, Nikolaj P. Kudrjavtsév, fór i morgun áleiðis til Sovétríkjanna eftir vikudvölá íslandi. Kudrjavtsév er formaöur Félagsins Sovét- rikin-Island og var hann gestur MIR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarrikjanna. Hann flutti ávarp á þrjátiu ára af- mælissamkomu MIR á sunnu- daginn. Ráöherrann hefur i heimsókn sinni hér meöal annars skoðað frystihús og farið til Vest- mannaeyja. Hann sagði á fundi, sem hann hélt með fréttamönnum i gær, að frystihús Isbjarnarins væri eitt nýtiskulegasta og glæsileg- asta frystihús sem hann heföi séð og að ferðin til Vestmanna- eyja hefði verið mjög áhrifarik. „Viöbrögö Vestmannaeyinga viö eldgosinu 1973 voru stórkost- leg. Astandiö var þannig að ekki virtist vera lifvænlegt framar i Eyjunum. En Eyja- menn sigruðust á erfiðleikunum og hófu mikið endurreisnarstarf strax að gosinu loknu. Þetta finnst mér einkennandi, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur og alla Islendinga: Þeir gefast ekki.upp heldur snúast gegn erfiðleikunum — og sigra! ” Þá nefndi ráðherrann mikil- vægi þess — bæði fyrir tslend- inga og Sovétmenn — að ná Atlantshafssildarstofnunum upp og sagði aö nánara sam- starf sovéskra, islenskra og norskra fiskifræöinga i þeim efnum væri nauðsynlegt. MIR voru stofnuö 12. mars 1950 og var Halldór Laxness fyrsti formaöur þeirra. MIR hafa undanfarin 5 ár leigt hús- næöi að Laugavegi 178, en um næstu mánaöamót flytur félagið að Lindargötu 48. — ATA \ Flárhagserliðieikar ahlia i llsklramlelOslunni: Formaður BSRB fjallar um lífeyris- sjóösmalin Kristján Thorlacius formaður BSRB mun flytja erindi um lif- eyrissjóðsmál að Grettisgötu 89, miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30. Kristján á sæti i stjórn Lífeyris- sjóðs starfsmanna rikisins og er ástæða til þess að hvetja félags- menn til þess að koma og fræðast um þessi viðkvæmu og þýöingar- miklu mál. Astæða er til að minna á að nýverið hefur stjórn sjóösins tekið ákvörðun um verðtryggingu lifeyrissóðslána og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirrar ráð- stöfunar. Kristján mun að auki fjalla um aðildarrétt að sjóðnum, stofnun biðreiknings, iðgjöld og réttindi sjóðfélaga og maka. Einnig ávöxtun sjóðsins, lánaréttindi og lánaskilmála. Guölaugur Þorvaldsson: Fékk 50 atkvæöiá pósthúsinu i Reykjavik. Skoðanakönnun á Pósthúsinu í Revkjavík: Nú varð Guð- laugur efsiur „TAKI NU FULL LAN „Já, það eru aöilar I fiskfram- leiðslunni, sem ekki hafa alltaf þurft á lánunum að halda, en þurfa þaö nauðsynlega i dag og taka nú full lán og veitir ekki af” sagði Haraldur Valsteinsson úti- bússtjóri Landsbankans á Isa- firði, þegar Visir spurði hvort það væri rétt að ýmis frystihús, sem hafi ekki tekiö afurðalán til fulln- ustu fram að þessu væru farin að gera það. „Hagur frystiiönaðarins hefur versnað mjög á siðustu mánuðum og þau þurfa á fullum viðbótar- lánum að halda og helst meira, ef þau eiga að geta gengið. Það er áreiðanlega staðreynd, að flestöll frystihús eru rekin meö tapi I dag og það er áberandi siðustu mánuði, að þau þurfa miklu meiri lánafyrirgreiðslu en þau hafa þurft áöur” sagði Haraldur. — JM Skoðanakönnun um forseta- frambjóðendur fór fram á póst- húsinu i Reykjavfk I gær, og var Guölaugur Þorvaldsson þar hlut- skarpastur. A starfsmannaskrá voru 143, en þar af kusu 119. Atkvæði féllu sem hér segir: Albert Guðmundsson 18, Guö- laugur Þorvaldsson 50, Pétur Thorsteinsson 5, Rögnvaldur Pálsson 1, og Vigdis Finnboga- dóttir 39. Auðir seðlar voru 6. Horrænt fóstrunámskeið Um 120 þátttakendur frá öllum Norðurlöndum taka þátt i nor- rænu fóstrunámskeiði, sem hald- iö verður hér á landi I næsta mán- uði. Islensku þátttakendurnir veröa 30. A námskeiðinu, sem haldið verður 12.-19. april að Hótel Loft- leiðum, verða flutt erindi um dag- vistarheimili frá hugrpynda- fræöilegu sjónarmiði, áhrif stjórnmála á þróun dagvistar- heimila, álit samfélagsins og fjöl- skyldunnar á dagvistarheimilum, dagvistarheimili sem skapandi uppeldisumhverfi, og uppeldis- legt starf á dagvistarheimilum á íslandi. Námskeiö þetta er styrkt meö, framlagi frá norræna menningar- málasjóðnum, og jafngildir þaö um 3,8 miiljónum islenskra króna. Fyrirtestur um tlnnskar handtDír Fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30 flytur Ruth Henriksson frá Finnlandi fyrirlestur með lit- skyggnum og tónlist I fyrir- lestrarsal Norræna hússins og nefnir hann „Hantverkardag, ett sátt att áteruppliva gammal bygdekultur”. Finnskar handfðir byggja á fornum alþýðuhefðum, en alþjóð- leg fjöldaframleiðsla hefur gert að þeim harða hrið. Undanfarin ár hefur mjög mikil vakning oröið að þvi er lýtur að varðveislu þess- ara fornu hefða og endurlífgun þeirra og meðal annars eru haldnir „hantverkardagar” eða handiðadagar viða um Finnland, og hafa orðið hvatar til að taka upp að nýju gamlar, þjóðlegar handiðir. r Rúm í rúmgóðu í hinni glæsilegu húsgagnadeild sýnum við ávallt mikið úrval uppsettra rúma í rúmgóðu húsnæði. Is- lensk rúm af mörgum stærðum og gerðum. Sænsk fururúm. Einnig rúmteppi, sængur, koddar, sængurfatnaðuro. fl. Munið hina þægilegu kaupsamninga Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut121 slmi10600 V J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.