Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Miðvikudagur 19. mars 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla B. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2 4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. BOGGULL FYLQIR SKAMMRIFI 1 þessari ritstjórnargrein er vakin athygli á þeirri atkvæðagreiðsiu sem fram fór á Al- þingi i gær um tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar o.fl. um 5 milljarða króna út- svarshækkun. Sjálfstæðismennirnir I rikisstjórnarliðinu hafa greitt götu þessara skattahækkana, þrátt fyrir loforð um að skattar yrðu ekki auknir. Það hef ur verið sagt að núver- andi rfkisstjórn verði dæmd af verkum sinum, en ekki orðum og fyrirheitum. Fyrstu verkin eru nú að sjá dagsins Ijós. Skatta- hækkanir fjárlagafrumvarpsins hafa verið tíundaðar, orkuskatt- ur er boðaður, og nú er útsvars- hækkun upp á 5 mill jarða króna á góðri og hraðri leið gegnum Al- þingi. ( gær fór fram atkvæða- greiðsla um tillögu til 10% út- svarshækkunar, sem borin er fram af fjórum stjórnarþing- mönnum, og var hún samþykkt við aðra umræðu í neðri deild með 20 atkvæðum gegn 17. Stjórnarliðið hlýddi þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hleypa málinu í gegn, með þeirri heiðarlegu undantekningu að tveir þingmenn Framsóknar- flokksins sátu hjá. . úrslitum réði þó, að alþýðu- flokksmaðurinn Magnús Magnússon taldi skyldur sínar ríkari gagnvart bæjarsjóði Vest- mannaeyjaen hagsmunum skatt- greiðenda, og sjálfstæðisráð- herrarnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson kokgleyptu skattapólitík vinstri flokkana. Kempan Albert Guðmundsson lét sig hafa það að sitja hjá þegar Reykvíkingum var færð á silf- urfati 10% útsvarshækkun sem forréttur að orkuskattinum. Lítið leggst nú fyrir þessa kappa, sem hingað til hafa verið fremstir í flokki málsvara skatt- borgaranna gegn útþenslu hins opinbera bákns. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra lét svo um mælt á beinni línu Vísis fyrir nokkru, að skattar yrðu ekki auknir. Ráð- herann situr að vísu í efri deild svo enn er ekki komið til hans kasta, en Ijóst er þó, að það er með vitund og vilja ríkisstjórnar- innar og hans, að þessar skattaá- lögur eru að verða að veruleika. Þáttur Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Verka- mannasambandsins er þó einna sérstæðastur í þessu máli öllu. Hann gerist flutnings- og for- göngumaður að þessari atlögu að lífskjörum umbjóðenda sinna, sem leggst hlutfallslega af jafn miklum þunga á lágar tekjur sem háar. Og svo er þessi maður að tala um að verja lífskjör hinnar fátæku alþýðu. Hvílík hræsni! Ríkisstjórnin hefur notið vel- vildar almennings. En böggull fylgir hverju skammrif i, og nú er ríkisstjórnin á góðri leið með að glata þeirri tiltrú, sem hún hefur haft. Eða hver getur vænst trausts sem lofar í dag en svíkur á morgun? Hvar er þá komið allri stjórnmálabaráttu og flokkaskiptingu, þegar sjálf- stæðismenn leggjast í eina sæng með ríkisafskiptamönnum og skattapostulum og knýja fram skattahækkanir með svo miklum ákafa, sem raun ber vitni? Sveitarfélögin hafa kvartað undan óbærilegum útgjöldum. Mörg þeirra munu fagna þessari hækkun, enda vilja þau sjálfsagt ekki verða skilin útundan, í þeirri skattaveislu sem nú er efnt til. Vitaskuld má ekki fjársvelta sveitarfélögin, það á jafnvel að færa enn fleri verkefni yfir á þeirra herðar. Þau eru betur fær um að dæma um þarfir borgar- anna og standa þeim nær en f jar- lægt og lítt sveigjanlegt ríkis- kerfi. En þessi verkefnatilfærsla á auðvitað að hafa það í för með sér að ríkisskattar minnki að sama skapi. Hér er öf ugt að farið eins og vænta mátti þegar vinstri stjórn á í hlut. Hin sorglega sta6 reynd er hinsvegar sú, að nokkrir ágætir sjálfstæðismenn hafa gjörsamlega tapað áttum í af- drifaríku máli. Sá böggull verður þungur sem þeir bera en hann verður þó enn þyngri á þeim tug- þúsundum (slendinga sem verða að borga brúsann þegar upp er staðið. Sáð frjokornum ofundar, afbrýðl og sundurlyndis í annars ágætu blaöi ASI — Vinnunni, 1. tbl. 1980 eru birtar niöurstööur úr könnun sem blaöiö hefur væntanlega iátiö framkvæma á fæöiskostnaöi starfsmanna hjá ýmsum stofn- unum, vitt og breitt um iandiö. Viö skoðun á þvf yfirliti kemur i Ijós umtalsveröur munur á fæðiskostnaöi milli stofnana og einstakra vinnustaöa. Kannanir sem þessar hafa mikiö félagslegt gildi, að minu mati, fyrst og fremst sem tæki eöa rök fyrir endurskoðun eða leiðréttingu á kjörum þeirra, sem við lakari kostinn búa, og þaö held ég að öllum hljóti held ég að öllum hljóti aö vera ljóst. Af þeirri ástæðu var af hálfu SFR gerð sambærileg könnun s.l. haust og voru niðurstööur hennarbirtar i 7. tbl. Félagstiö- inda SFR I sept. 1979. Var reynt að hafa könnunina á sem breið- ustum grundvelli, svo hún gæfi nokkuð raunsanna mynd af ástandinu eins og það var, með þvi aö fá uppgefið verð hjá bankamötuneytum, mötuneyt- um I einkarekstri, hjá sam- vinnuhreyfingunni og slöast en ekki slst hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem stóöu okkur næst, þ.e. rlkinu. Umtalsverður munur Við þessa athugun kom I ljós umtalsverður munur á veröi, og voru þau birt án sérstakra leið- andi athugasemda, og treyst á, að trúnaðarmenn félagsins gætu sjálfir dregið sinar ályktanir og gripiö til þeirra ráðstafana eða aðgeröa, sem þeir teldu þörf á. 1 þessari könnun félagssin kom I ljós, að kjörin voru á ýmsan veg. T.d. upplýstist að stórir hópar, sem starfa á kjör um samkvæmt verkalýðs- og iönaðarmannasamningum voru á friu fæöi. Starfsmenn hjá Sementsverksmiöju rlkisins, sem aö langmestum hluta eru á Mismunandi fæðiskostnaður I mötuneytum: Fæðiskostnaður í Sements- verksmiðjunni 67 kr, á dag KÖNNUN v»r jcorfl I dosombcr- mánuói i (aólskostnaól i mntu- nrytum i nokkrum Ntoóum á landlnu ov rru nlóurstoóurnar hlrtar I 1. tolublaðl Vinnunnar. timaritl Alþýöusambands Is- lands. I>ar kcmur (ram vi(ur- Irvur mlsmunur á (aðlskostn aði. dýrast rr aó boróa i mðtu- ncyti KASK. Kaupfólaiti AuhI- ur-Ska(t(rllinxa á Hornafirði. rn odyrast | motunrytl Srmrnta- vrrksmiójunnar. IIjá KASK kostar nlóuritrritt ía-ðl 139.800 krónur á mánuði rða 4.660 krónur á dav. I Srmrntsvrrk- smiójunnl kostar (æðið um það bil 2.000 krónur á mánuði rða 66.67 krónur á dax. Af þeim vtððum, arm könnun- in náði til rr næstódýraat að borða i mötuneyti i Grindavik. Þar kostar farðiö 54.000 krónur á mánuði eða 1.800 krónur á dag. Á Flateyri koatar niðurRreitt fæði 162.000 krónur eða 5.400 krónur á dag. Hina vegar koatar W fast fæði 51.000 krónur eða 1.700 krónur á dag. Jafnframt er krónur á dan- Hjá Mritlinum i Þorlákshðfn kostar nióururritt fæði 155.250 krónur á mánuði 'eða 5.075 krónur á dajt. rn óniðurgreitt 220.500 krónur eða 7.350 krónur á dag. Vinnaluatöðin I Veatmanna- eyjum býður atarfafólki ainu upp á nióurgreitt fæði fyrir 145.200 krónur á mánuði rða 4.840 rkón- ur á dag, en óniðurgreitt kostar fæðið 208.800 krónur á mánuði rða 6.960 krónur á dag. Þá er birt yfirlit yfir motu- neyti nokkurra ríkisfyrirtækja unni eina og áður er getið. Hjá sjón'varpinu kostar kjöt, súpa og kaffl 480 krónur; flskur, aúpa og kaffi 360 krónur og kaffi eitt sér 50 krónur. I Arnarhvoli, mötu- neyti stjórnarráðsins, kostar kjöt, aúpa og kaffi 500 krónur, I motuneyti i Siðumúla kostar þesHÍ sama máltið 435 krónur og á tollstjóraskrifstofunni kosUr kjöt, súpa og kaffi 600 krónur; fiskur. súpa og kaffi 550 krónur og kaffi 230 krónur. Hjá Raf- magnsveitum rlkisins kostar kjöt, súpa og kaffi 500 krónur; Morgunblaöiö birti upplýsingar Vinnunnar i frétt. kjarasamningum ASl félaga, • greiddu liölega 60 krónur á dag fyrir morgunkaffi, hádegisverö og eftirmiödagskaffi og nutu opinberir starfsmenn þar góðs af sambýlinu. Hjá Aðalverktök- um á Keflavlkurflugvelli var greitt fyrir sama fæöi 100 kr. á viku og var það frekar gert af hefö, en að atvinnurekandinn óskaði eftir þvl. Hafi það veriö tilgangur Vinn- unnar aö veita upplýsingar um margbreytileika þeirra samn- inga sem I gildi eru á þessum vettvangi, þá hefði það ekki verið úr vegi að nefna það einnig að félagsmenn Dags- brúnar eru á frlu fæði, ef þeir eru viö störf utan Elliðaánna. Viðbrögð rikisins. Astæða þess aö ég hripa þessar linur er, að með nefndri könnun Vinnunnar er fæðis- kostnaður opinberra starfs- manna geröur aö sérstöku um- talsefni og myndinni stillt þannig upp, að um algjöra sér- stöðu sé að ræða, sem ekki þekktist á almennum vinnu- markaði. Þaö vita allir sem vilja, aö er alrangt. Meö skrif- um sem þessum á opinberum vettvangi, er hér eru gerð að umtalsefni, er engum greiöi gerður, aðeins verið að „skemmta skrattanum”, enda hefur árangurinn ekki látiö á sér standa. Fjármálaráöuneytið hefur með bréfi til allra rlkisstofnana neðanmóls Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkis- stofnana, gerir hér að umtalsefni skrif Vinn- unnar, málgagns Alþýðu- sambands islands, um mötuneytismál launþega. gert grein fyrir þeirri ákvöröun ráðuneytisins, að matarverð rikismötuneyta, sem selja aö- keyptan mat, skuli ákvarðað þannig, að aðeins veröi greitt 25% af matarverðinu. 1 fram- kvæmd þýðir þessi ákvörðun það, aö t.d. matur hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins hækkar úr kr. 700 I 1.388 krónur. Á sama tfma er matur hjá Eimskipafélagi Isl. sem keyptur er á sama stað, seldur starfsmönnum þess á 695 krónur. Hefur það verið öfundarlaust til þessa, þó ein- hver byggi við betri kost en rikisstarfsmenn, máske orðinn vani. Hráskinnaleikur Það er flestum ljóst að stóru samflotin undir yfirskini bættra kjara til handa þeirra lág- launuðu, hafa skilað þeim árangri einum, aö lægstlaunuöu hóparnir innan ASI þola ekki þriðja samflotiö án þess að eitt- hvað láti undan. Það llður senn að þvl, að þeir haldast ekki lengur við og neita að vera not- aðir sem hornveifur til réttlæt- ingar á körfugerö og samning- um, sem I reynd er öllum öðrum til hagsbóta, en þeim sem brýn- asa hafa þörfina. Er ekki mál aö þeim hráskinnaleiki linni? Ég hefi fullan skilning á þeim vanda sem blaðafulltrúi ASI á I, þegar hann getur ekki lengur beitt láglaunafélögunum innan sambandsins fyrir kröfugerð þess og áróðri, en ég vil biðjast undan þvl að samtökum opin- berra starfsmanna verði beitt I staðinn, og kjarasamningar þeirra verði affluttir og rang- túlkaðir öðrum til framdráttar, eins og gert er I tilvitnaðri grein Vinnunnar. Að minu mati stæði þessum samtökum nær að vinna I sam einingu að bættum kjörum þeirra umbjóðenda sinna sem við lakastan kostinn búa, en aö standa I þvi ljóst og leynt að sá frjókornum öfundar, afbrýöi og sundurlyndi, hvar sem þvl verður við komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.