Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 9
vísm Laugardagur 22. mars 1980 Það er margt líkt með þingstörfum og blaða- mennsku. Á báðum vinnustöðum er ys og þys, oftast margt að gera í senn og fátt óviðkomandi. Hvort tveggja starfið gefur ákjósanlegt og nauðsynlegt tækifæri til að fylgjast með hinum margbreyti legu við- fangsefnum, vandamál- um og veraldarvafstri samborgaranna. Á þingi eru að vísu teknar á- kvarðanir en á blöðunum eru mótaðar skoðanir, sem a.m.k. á stundum hafa veruleg áhrif á á- kvarðanatöku. Mismun- urinn liggur einkum í því, að á blöðunum eru hlut- irnir framkvæmdir með eldingarhraða og án orðalenginga. Alþingi Is- lendinga hefur hins vegar aldrei fengið orð á sig fyrir viðbragðsflýti, enda geta maraþonumræður og málalengingar í þeirri virðulegu stofnun gert hvern venjulegan mann sturlaðan. ÞaB hefur enda hent margan góöan drenginn aB daga þar uppi sem mosavaxinn bandingi flokksviöja og vanafestu. Þrætubókarlist Þótt flestir geti fallist á aö stjórnmálaumræBur á Islandi séu oft hinar liflegustu og eng- inn geti kvartaB undan logn- mollu undanfarin misseri, þá er oft sorglega litill afrakstur af þeim ræöum og ritgeröum sem fram eru settar. Sum dagblaö- anna hafa reynt aö rjúfa hina flokkslegu samtryggingu, og orðiö nokkuö ágengt , en of mikil tilhneiging er ætiö til þess bæöi hjá skriffinnum og ræöumönn- um aö gera sinn hlut og sins flokks betri og fegurri en efni standa til. Þetta er þeim ljóst, sem hafa þaö að atvinnu aö fylgjast náiö meö stjórnmála- umræöunni. Þetta sést i blaöa- skrifum, jafnt leiöurum sem aö- sendum greinum, og þetta var áberandi i sjónvarpsumræöu- þætti sl. þriöjudagskvöld. Þar var stunduö þrætubókarlist, sem flestir eru áreiöanlega bún- ir aö fá nóg af. Tveir menn, sem báöir hafa haft afskipti af stjórnmálum voru fengnir til aö spyrja þriðja stjórnmálamann- inn, fjármálaráöherra. Samkvæmt fyrirmælum stjórnanda mátti ekki rökstyöja spurningar, en jafnframt ætlast til aö svör ráöherrans væru stutt og hnitmiðuð. Slikt form á um- ræöuþætti á sjálfsagt rétt á sér og gæti veriö skemmtilegt, ef is- lenskir stjórnmálamenn og blessaöur ráöherrann i þessum tiltekna þætti, væru ekki svo blýfastir 1 þeirri leiöinlegu venju aö halda timamótaræðu i hverju tilsvari og neita alfariö einföldum staöreyndum. ts- lenzk stjórnmál komast seint á skynsemisgrundvöll meö sliku áframhaldi, hvaö þá aö einhver von veröi til þess aö tekist veröi á viö veröbólguna af einhverri alvöru. Skattahækkun er skattahækkun A alþingi dró helst til tiöinda nú i vikunni þegar fjórir þing- menn stjórnarliösins fluttu til- lögu um heimild til handa sveit- arfélögum til 10% hækkunar út- svars. Ef þessi heimild verður samþykkt og nýtt, mun hún þýöa um 5 milljaröa i auknum skattaálögum. Mesta athygli vakti að Guðmundur J. Guö- mundsson skyldi gerast flutn- ingsmaöur aö tillögunni, og er ekki vist aö Guömundur hafi gert sér fulla grein fyrir þeim hrikalegu skattaálögum, sem tiliagan hefur I för meö sér. Þaö afsakar ekki Guömund, og ekki heldur tilraun hans og fleiri til aö bjarga i horn eftir á, meö þvi aö setja fram kröfu um aö per- sónuafsláttur af tekjuskatti yröi hækkaöur. Skattahækkun er skattahækkun, þrátt fyrir ör- væntingarfulla en broslega til- raun Þjóöviljans sem heldur þvi fram aö útsvarshækkunin þýöi útsvarslækkun hjá láglauna- fólki! Þaö þarf langsóttar og litt skiljanlegar skýringar til aö komast aö þessari niöurstööu og flokkast enn undir þrætubókar- listina. Stjórnarandstaðan Stjórnarandstaöa Sjálfstæöis- flokksins hefur snúist harkalega gegn þessari hækkunartillögu, þótt á þaö sé bent, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ávallt haft þá stefnu, aö tekjumöguleika sveitarfélaga eigi aö rýmka, gefa þá alveg frjálsa segja sum- ir. Afstaöa flokksins i þessu til- tekna máli mun byggjast á þvi aö skattþol sé nú þaniö til hins itrasta og hækkun útsvars eigi aö haldast I hendur viö lækkun rikisskattanna. En ekki eru allir sáttir viö þá skýringu. 1 sambandi við skattana höföu ummæli Gunnars Thoroddsen um aö skattar yröu ekki hækk- aðir, vakiö nokkrar vonir, en þegar kom aö útsvarshækkun- inni sneri hann sig fimlega frá fyrriummælum, og tók fram, aö þar hafi hann eingöngu átt viö rikisskattana. Heföi maöur þó haldið aö Gunnari væri ljóst, að gagnvart skattgreiöendum skiptir engu máli hvort skatt- heimtan fer fram á vegum ríkis eða sveitarfélaga, allt kemur þaö viö pyngju og afkomu þess sem skattana greiöir. Nú hefur hins vegar vaknað sú spurning, hvert svar ráö- herrans veröur, þegar kemur aö orkuskattinum og þeim viöbót- arsköttum, sem óhjákvæmilegir veröa síöar á árinu, ef endar eiga aö nást saman i rikisfjár- málum. Nema hann vilji stunda þrætubókarlistina áfram. Innanbúðarástand I Sjálfstæðisf lokknum Enn eru menn aö velta fyrir ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar sér og spá I innanbúöarástandið i Sjálfstæöisflokknum. t oröi kveönu vilja flestir aö sættir takist meö flokksmönnum og enginn vafi er á þvi, aö á þvi er einlægur áhugi meðal hins ó- breytta flokksmanns. En hvernig geta þær sættir oröiö'. Meöal áhrifamanna margra hverra, sem erfitt eiga meö aö fyrirgefa Gunnari Thoroddsen og fylgismönnum hans aödrag- anda og myndun rikisstjórnar- innar, er sú skoðun uppi aö sætt- ir geti þvi aöeins oröiö, aö sjálf- stæöisráöherrarnir hætti ríkis- stjórnarsamstarfinu. A hinn bóginn eru Gunnars menn aö vona, aö flokkurinn láti af harkalegri andstööu gegn rikis- stjórninni, og reyni aö beita á- hrifum sinum og styrki ráöherr- ana til góðra verka i anda flokksstefnunnar. Hvort tveggja sýnist harla óliklegt aö veröi aö veruleika á næstunni. Til þess er tilfinningarhitinn enn of mikill, og ekki bæta úr skák rimmur og illvigar oröa- sennur eins og áttu sér staö i umræöum um útsvarshækkun- ina. Tilraunir hafa verið geröar til þess aö Eggert Haukdal veröi tekinn aö nýju inn I þingflokkinn og telja Gunnarsmenn, aö þeir hafi fyrir þvi loforö aö svo veröi gert. Ekki er þó i fljótu bragöi hægt aö sjá hvaöa tilgangi þaö þjónar, meöan linur skerpast frekar en hitt milli stjórnar- sinna og stjórnarandstæöinga, og enginn heilvita maöur getur séö hvernig þaö getur varaö lengi, aö þessir tveir hópar sitji þingflokksfundi saman, eins og ekkert hafi I skorist. Þetta er sagt án tillits til þess hvar i fylk- ingu menn standa. Óvissa í kjaramálum Nokkur óvissa er um hvenær dregur til tiöinda i kjaramálum. Aö visu hefur harka færst i kjaradeilu vestfirskra sjó- manna og útvegsmanna, þótt ekki hafi enn komiö til verkfalls. Sjálfsagt hafa ummæli Krist- jáns Ragnarssonar form. LIÚ um háar launatekjur sjómanna á Vestfjöröum ekki greitt fyrir samningum, en hitt er vist að fyrir launþegahreyfinguna i heild er þaö ekki sterkt aö þessi launþegahópur riöi á vaöiö meö verkföllum, þvi afkoma þeirra er meö þvi besta sem gerist hjá islenskum launþegum. Reyndar er ómögulegt aö imynda sér hvernig vinnuveitendur og út- gerðarmenn geti fallist á ein- hverjar kröfur Vestfjaröasjó- manna, ööru visi en ganga i kjölfariö til samninga viö aöra launþegahópa, sem hafa sýnu verri kjör. Mikil óánægja og ólga rikir i launþegahópi Alþýöubanda- lagsins meö linkind forystu- manna sinna og langlundargeö vegna þess dráttar. sem oröiö hefur á einhverjum aögeröum. Ekki hefur þaö heldur bætt and- rúmsloftiö aö Ragnar Arnaids hefur gengiö fram fyrir skjöldu og alfarið hafnaö öllum grunn- kaupskröfum opinberra starfs- manna. Ragnar er orðinn bæöi sjáifumglaöur og ráösettur, og hefur I almennum umræöum til- einkaö sér öll þau rök sem „ihaldsdurgarnir” hafa notaö árum saman um óhagstæö við- skiptakjör og erfitt efnahagsá- stand til aö visa kaupkröfum á bug. Þykir mörgum róttækum alþýöubandalagsmanninum þaö skjóta skökku viö, eftir aö bandalagið hefur alla tiö neitaö að viöurkenna aö kaupgjald heföi áhrif á veröbólguþróun að einhverju rnarki. Nú sýnist þaö nánast eina viöleitni Alþýöu- bandalagsins til aö hafa hemil á verðbólgunni, aö draga úr eöa hafna kaupkröfum. Niðurgreiðslur á skinnavörum Á sama tima og áfram rikir ó- vissa og ótti um þróun i kjara- málum og veröbólgu, stendur útflutningsiönaöurinn höllum fæti og rikisstjórnin þráaöist viö aö fella gengiö. Þaö eru skiljan- leg viðbrögö ef þaö er haft i huga aö gengisfellingar eru vis- asti vegurinn til aö magna verö- bólgu, en aftur á móti er þaö Iskyggileg þróun, ef það er þvi dýra veröi keypt aö hefja niðurgreiöslur á ullar- og skinnaiönaöi i sama dúr og landbúnaöarvörur. Sá kostur verður litlu betri þegar til lengdar lætur. Blindri fylgisspekt hafnað Eins og margsinnis hefur ver- iö Itrekað hér á blaðinu, þá hefur Visir ekki áhuga á aö taka þátt i þeirri þrætubókarlist stjórnmálaflokkanna, aö mála alla hluti svarta eða hvita. Flokkslina eöa fylgisspekt i blindni á ekki upp á pallborðiö á ritstjórn Vísis. Þaö er ekki sagt til aö gera litiö úr starfi stjórn- málaflokkanna eöa mikilvægi þeirra, heldur þvert á móti til að leggja lóö á þá vogarskál, sem breytir stjórnmálaumræö- unni úr þrætubókarlist i skyn- samleg og jákvæö skoöana- skipti. Þaö ætti aö geta oröiö öll- um stjórnmálaflokkum til góös, ef þeir vilja ekki einangra sig fyrir fullt og allt frá fólkinu i landinu. Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.