Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 2
Gunnar Hjálmarsson, verkstjóri: Tvær ristaðar brauösneiöar meö osti, og kaffi. Maria Helgadóttir, húsmóöir: Grape fruit, flis af ristuöu brauöi og kaffi, ekki sykur né mjólk. Helga Jónsdóttir, húsmóöir: Ýmislegt, brauö meö ostiog kaffi. Úlfar Hinriksson, nemi, 7 ára: Bara ristaö brauö og te. Guöjón Karlsson, nemi, 11 ára: Cheerios og Tropicana. Teflt af miklum móö i sföustu umferö skákþingsins. (Vfsismyndir BG) Loft þrungiö áhuga og spenn- ingi og bekkurinn þétt setinn, er Vfsismenn bar aö garöi f skák- heimili Taflfélags Reykjavfkur f gær, en þá fór fram ellefta og siöasta umferö á Skákþingi ts- iands. Úrslit I landsliösflokki voru þó kunn og er sigurvegari Jóhann Hjartarson, sem er aö- eins nýorðinn sautján ára. Hann hlýtur þvi sæmdarheitiö og titil- inn Skákmeistari tslands 1980. Aöeins einn maöur hefur sigr- aö á slfku móti yngri aö árum. Þaö var Jón L. Arnason áriö 1977, en þá var hann 16 ára. Friðrik Ólafsson og Guömundur Sigurjónsson voru báöir sautján ára, er þeir unnu titilinn f fyrsta sinn. Skákmeistari tsfands i fyrra var Ingvar Asmundsson. Jóhann vann yfirburöasigur á skákþinginu. Hann vann átta skákir, tapaöi einni fyrir Hauki Angantýssyni og geröi jafntefii viö Ingvar Asmundsson og Efv- ar Guömundsson. Úrsiitin f tíundu og næst sfö- ustu umferö i Landsliösfiokki uröu eftirfarandi: Haukur Angantýsson vann Júiius Friö- jónsson, Asgeir Þór Arnason vann Braga Haildórsson, Gunn- ar Gunnarsson vann Benedikt Jónasson, Jóhannes Gisli Jóns- son geröi jafntefli viö Elvar Guömundsson, Jóhann Hjartar- son vann Helga Ólafsson og Björn Þorsteinsson og Ingvar Asmundsson geröu jafntefli. Lokaúrslitin i kvennaflokki uröu þau aö Birna Norödahl varö i fyrsta sæti, hlaut 4 1/2 vinning, en keppendur voru aöeins fjórir og hlaut Aslaug Kristinsdóttir, 3 1/2 vinning, Ólöf Þráinsdóttir 2 1/2, og Sigurveig Friöþjófsdóttir 1 1/2. Aslaug var Skákmeistari Islands i kvennaflokki áriö 1979. I drengjaflokki fjórtán ára og yngri var Þröstur Þórsson frá TR sigurvegari, meö 7 1/2 vinn- ing af niu mögulegum. Annaö og þriöja sæti skipa Tómas Björns- son TR — 6 1/2 vinning og Krist- ján Pétursson, Kjós — 6 vinn- inga. Hundrað keppendur „A skákþinginu, sem haldiö er á vegum Skáksambands ís- lands er teflt I fjórum flokkum. Þaö er landsliösflokkur, áskor- endaflokkur, meistaraflokkur og opinn flokkur”, sagöi Þor- steinn Þorsteinsson, skákstjóri mótsins okkur. „1 landsliös- flokki lefla tólf manns og i næsta flokki fyrir neöan, áskorenda- flokknum tefla einnig tólf manns og fá tveir efstu i þeim flokki aö fara i landsliösflokk næsta ár. A eftir áskorendum kemur meistaraflokkur, þar sem 21 maöur teflir. Sömu sögu er þar aö segja. Tveir efstu menn i meistaraflokki fá aö fara I áskorendaflokkinn á næsta Skákþingi lslands. Sföast er hinn svokallaöi opni flokkur, en I honum tefla 54 menn. Þátttak- endur á þessu 66. skákþingi eru rúmlega hundraö”. Hver er skákstyrkleiki þess- ara flokka? „Hjá landsliösflokknum er styrkleikinn eöa Eló-stigin um 2200, rúmlega 2000 i áskorenda- flokki, um 1700 og þar yfir i meistaraflokki og á milli 1000-1700 I opna flokknum”. Hvernig stendur á þvf aö eng- in kona er I landsliösflokki? „Þær hafa einfaldlega aldrei náö svo langt — þær hafa ekki náö tilskildum skákstyrkleika. Þaö mættu vera fleiri kven- menn i taflfélögunum. — Ein kona hefur þó náö nógu góöum árangri til aö vera f landsliös- flokknum, en þaö er Guölaug Þorsteinsdóttir. Hún tók samt ekki þátt i mótinu, þar sem hún er aö lesa undir stúdentspróf I MR.” sagöi Þorsteinn. —HS. „Lærði að tefla sex ára gamaii ’ - Rætt við Jóhann Hlariar- son nýbakaðan ísiandsmeistara i skák „Ég man ekki vel, hvenær ég fór fyrst aö tefla, ég held samt aö ég hafi veriö eitthvaö um sex ára þegar ég læröi fyrst skák”, sagöi Jóhann Hjartarson er hann var spuröur hinnar hefö- bundnu spurningar: Hvenær fórstu fyrst aö tefla? „Ég tel aö keppnin milli Spassky og Fisher hafi fyrst oröiö til þess aö vekja hjá mér skákáhuga. — Um haustið ’74 gekk ég I Tafflfélag Reykjavik- ur og þaö er þvi aö þakka aö ég hef náö þessum árangri. Þeir i TR taka opnum örmum á móti krökkum sem sýna áhuga, enda spretta ekki skákmeistarar full- skapaöir úr höföi Seifs. Þaö þarf fyrst aö vekja áhuga manna á skákiþróttinni og siban hlúa aö þeim áhuga. — Þá hef ég teflt talsvert mikiö af léttum skákum viö Jón L. Arnason og Margeir Pétursson. Ég hef haft mjög gott af þvl. Þeir voru I Mennta- skólanum viö Hamrahlið, en ég er þar núna”. — Tefliröu mikiö? „Ég má segja, aö ég hafi teflt óslitiö frá þvi ég byrjaöi i Tafl Jóhann Hjartarson skaut þraut- reyndum skákmönnum ref fyrir rass og sigraöi I Iandsliösfiokki á skákþinginu. félaginu og svo hefur þaö hjálp- aö mér mikið aö lesa skákbæk- ur, af þeim á ég dálltinn slatta. Hve margar? Ætli ekki svona um 120”. — Hefuröu áöur veriö I lands- liösflokknum? „Já, þetta er I þriöja skipti sem ég tefli i þeim flokki. Núna komst ég inn I þennan flokk á stigafjölda. Annars er þaö mikið á valdi skáksambandsins aö ákveöa hverjir komist inn i landsliösflokkinn”. Hver er skýringin á þessum mikla sigri þinum? „Ég fann mig i góöu formi og heppnin var meö mér. Ég haföi ekki undirbúið mig vel. Vana- lega æfi ég mig svona 1-2 tima á dag. Þaö er þó mjög misjafnt, stundum meira og stundum minna”. Komu úrslitin þér á óvart? — „Já, en eftir sjöttu umferö var ég farinn aö gera mér vonir um aö vinna”. Hvaö hlýtur þú I verölaun? „Ég fæ sæti i Ólympiuliöinu og 250.000 krónur, auk ýmiss konar friöinda eins og styrkja til aö fara á skákmót erlendis. Svo verður lika fariö aö leita meira til manns um aö tefla f jöltefli og fyrir þaö fær maöur borgaö. Núna kenni ég skák I Alftamýr- arskóla og fæ kaup samkvæmt einhverjum kennarataxta”. Hvaö er á döfinni hjá þér á næstunni? „Ég fer til Bandarikjanna I sumar á opiö mót, svokallað World Open. Þá ferö fer ég á minum eigin vegum, en ég býst við aö fá einhvern styrk. I haust fer ég siöan á ólymplumótið á Möltu. Þar sem ég er Islands- meistari, geng ég sjálfkrafa inn I liöið sem fer þangaö, en I þvi liöi eru allir okkar sterkustu skákmenn eöa titilhafár”, sagöi Jóhann. — Ertu búinn aö ákveöa hvaö þú ætlar aö gera i framtiðinni? „Nei, ætli maður ljúki ekki fyrst skólanum og sjái svo til”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.