Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 8
Þribjudagur 8. aprll 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guómundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll ^agnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.800 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Eru hvildardagar heilagir? Það væri hræsni að halda því fram, að íslendingar séu upp- teknir við kirkjusókn eða bæna- gjörð þessa helgidaga, enda litur allur þorri fólks á páskadagana sem tíma hvíldar og af þreyingar. Að undanskildu sumarleyfi gefa páskarnir almenningi lengsta samfellda fríið á árinu. í raun- inni er ekkert nema gott um það að segja. Það er vor í lofti, og helgin er notuð til útivistar og ferðalaga, þar sem tækifæri gefst til að hvíla sig frá amstri dagsins í samneyti við f jölskyld- una og náttúruna. Skiptir þá ekki máli hvort menn bregða sér á skíði, í reiðtúr eða lengri eða skemmri gönguferðir. Fleiri og fleiri eru farnir að meta útivist af ýmsu tagi og njóta hennar. ( velferðar- og verðbólguþjóð- féiagi eins og okkar, þar sem all- ir eru í stöðugu kapphlaupi eftir veraldlegum lífsþægindum, er holl afþreying nauðsynleg, enda er lífshamingjan ekki fólgin í allsnægtum heldur gleði sálar- innar. Og hver finnur ekki til lífsfyll- ingar og innri gleði í skemmti- legri skíðabrekku, á góðum reið- hesti eða einfaldlega í spássitúr í fallegu umhverfi. Það er sér- stakt fagnaðarefni hversu þeim íslendingum fer fjölgandi sem nýta tómstundir sínar með þess- i augum alls þorra fólks eru páskarnir timi hvildar og afþreyingar. Opinberlega á þab þó svo ab heita, abhalda skuli hvildardagana heilaga. En þessi heilagleiki er á stundum afskræmdur og i ósamræmi vib þann bobskap sem kenningar Krists og saga hans felur I sér. um hætti og bæta þannig sjálfa sig bæði til sálar og líkama. Því miður eru ekki allir í takt við þessa þróun og opinberlega á það svo að heita, að halda skuli þessa hvíldardaga heilaga. Og heilagleikinn kemur meðal ann- ars fram í því, að öll þjónusta leggst niður á föstudaginn langa og páskadag, og í Ríkisútvarpinu er langtímum saman leikin há- dramatísk og þungbúin tónlist. Fyrir þá fjölmörgu, sem ekki eiga þess kost að hleypa heim- draganum, hlýtur það að vera niðurdrepandi að sitja undir slíkri dagskrárgerð, og með allri virðingu fyrir hátíðlegri kirkju- tónlist, þá getur hún vart verið trúhneigðinni til framdráttar. Krossfestingin og upprisan eru stórbrotnir atburðir, mikilfeng- legasta saga mannkynsins er sagan af Jesú Kristi. Kenning- ar hans hafa haft meiri áhrif á veraldarsöguna en nokkur önnur fræði, og víst er, að þeirri sögu á aðhaldaáloft aðverðleikum um alla eilífð. En ef við trúum því að Jesús hafi verið af Guði sendur til að boða mannkyninu fagnaðarer- indið, þá verðum við einnig að trúa því, að krossfestingin og ör- lög Guðs sonar haf i verið ráðin af æðri máttarvöldum. Enda hefði líf Krists og boðskapur hans hugsanlega ekki náð að hafa svo djúpstæð áhrif, ef einmitt kross- festingin hefði ekki átt sér stað. öll þessi saga, boðskapurinn, krossfestingin og upprisan koma leikmanni þannig fyrir sjónir að hinn kristni heimur á að efna til páskahátíðar með fögnuð í hjarta en ekki afskræmdum heilag- leika. Það kæmi ekki á óvart þótt sinnuleysi fólks gagnvart kirkj- unni eigi sér einhverja skýringu í þeim aðferðum, í þeim teprulega en ástæðulausa hátíðleika, sem prestartemjasér um of, ekki síst á tyllidögum sem páskum. Hér er ekki ætlunin að vanda um við kirkjuna. Hún er alls góðs makleg. Enda þótt íslend- ingar séu ekki býsna kirkjurækir eru þeir trúaðir engu að síður. Fermingarnar bera vott um að foreldrar vilja vígja börn sín í kristinna manna tölu, þótt til- gangur þeirra gleymist of oft í þeim veisluhöldum og gjafaf lóði, sem yfir okkur gengur í tilefni ferminganna. En ef til vill er það kostur að kirkjan er ekki uppáþrengjandi, enda er styrkur trúarinnar ekki fólginn í háværum predikunum heldur innri sannfæringu. Og það sem mestu varðar: trúin er sterkust þar sem hennar er mest þörf. 1. Staba og vibhorf á mörkub- um vestanhafs varbandi fs- lenska ferbamálahagsmuni var megintilgangur vibræbufunda stjórnarnefndar Ferbamála- rábs, ferðamálastjóra og fulltriia samgöngurábuneytis i septem- bermánubi s.l. Vibræbuabiiar voru fulltrúar Flugleiba vestra frá helstu markabssvæbum svo og forsvarsmenn auglýsinga- fyrirtækis. t lok þessarar ferbar tók stjórnarnefnd ásamt ferba- málastjóra samhljóba ákvörbun um ab brýna þörf bæri til ab auka verulega islenska land- kynningarstarfsemi á þessum markabi meb tilhti til hinna rlku ferðamálahagsmuna i Banda- rikjunum og Kanada, þar sem slik starfsemi hefur verib minni en skyldi og ekki alfarib meb skipulegum hætti. Óformlegt samkomulag var gert þess efn- is, ab Ferbamálaráb og Flug- leibir stæðu jafnt undir áætlub- um kostnabi samkvæmt fjár- hagsáætlun. 2. I framhaldi af vibræbum þessum vestra var áfram fjall- abum málib hér heima af hálfu stjórnarnefndar og Ferbamála- rábs, þar sem áætlanir þessar fengu eblilega mebferb og fram- kvæmd þeirra ætlabur stabur innan ramma fjárhagsáætlunar rábsins. 3. Næsti starfsfundur um þessa framkvæmd var haldinn i Reykjavík í nóvembermánubi s.l. og endanlegt samkomulag gert skv. umbobi stjórnarnefnd- ar og ferbamálastjóra. Ab vest- ankomu fulltrúar sömu abila og fjöllubu um málib vestra. Áuglýsingin 4. Einn þáttur þessararkynn- ingarstarfsemi var auglýsing á árinu 1980 i hinu heimskunna landafræbiriti National Geo- graphic Magazine ásamt ann- arri kynningu I sama blabi og fleiri ritum. Akvörbun þessi byggist m.a. á þeirri skobun ab neðanmcis í framhaldi af þeim umræðum sem fram hafa komið hér i blað- inu og annars staðar um ferðamál og land- kynningu hefur Visir beðið Heimi Hannesson formann ferðamála- ráðs að gera grein fyrir sjónarmiðum sinum. LANDKYNNING 0G AUGLÝSINGAR þab þjónabi fslenskum hags- munum — langt út fyrir hina eiginlegu ferbamálahagsmuni— abkoma fslenskum málefnum á framfæri í sérritum, sem fjöll- ubu um sérstök áhugasvib svo sem landafræöi, jarbfræbi og önnur sambærileg svib, þar sem ætla má ab lesendur slfkra rita kunni ab hafa meiri áhuga fyrir Islenskum málefnum og þar meb t.d. útflutningsvörum og ferbamálum er tengdust Islandi en t.d. lesendur og hlustendur hinna almennu fjölmibla. Þessi skobun stybst m.a. vib könnun sem Ferbamálaráb hefur látib framkvæma og skobun fjöl- margra þeirra abila er best þekkja til markabsmála. Ameriska landfræbiritiö er hér I algjörum sérflokki meö áskrif- endafjölda milli 10-11 miljónir, lesendahópinn margfalt stærri og óvanalega langan „liftima” hvers blaös m.a. vegna gæba ritsins og vinsælda um allan heim. Til gaman má geta þess, ab dytti mönnum í hug aö senda minnstu tegund af auglýsinga- pésa til áskrifenda þessa kunna rits yröi frimerkjakostnaburinn ékki undir 2-3 milljöröum króna! 50 millj. kr. í land- kynningarmynd 5. 1 öllu landkynningarstarfi er ætib álitamál hvar og hvernig verja skal fjármunum, m.a. vegna eölis verkefnanna og þeirra langtima markmiöa sem aö baki búa. Þaö er t.d. álitamál hvort standa skuli aö gerö tveggja bæklinga, sem kosta myndu 30-35 millj. kr. eöa framleiöa stutta landkynn- ingarmynd fyrir 50 millj. kr. Hverju sinni veröur ab rába raunsætt mat byggt á aöstæö- um, getu og eigin reynslu og annarra. Þetta þekkja allir þeir, sem starfaö hafa aö markaös- málum. Eitt er vist kjósi menn ætiö aö halda aö sér höndum og leggja ekkert I sölumar næst ekki árangur í neinu máli. Varbandi frétti Vfsi s.l. föstu- dag þar sem vikib er ab ýmsu þvi sem aö framan greinir hef ég þab eitt aö segja, ab ég tel þaö ekki þjóna skynsamlegum tilgangi aö tjá mig frekar um efnisatribi þeirrar fréttar fram yfir þaö sem aö framan greinir — né þau ummæli er þar féllu eöa féllu ekki! 1 I I I I I I I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.