Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 08.04.1980, Blaðsíða 27
VÍSIR Þriftjudagur 8. april 1980 útvarp og sjónvarp Magniis Bjarnfreösson stjórnandi umræöuþáttarins. Slonvarp kl. 21.35: umræöudáttur um áhrif örtölvubyltingar innar a „1 siðasta þættinum um örtölvubyltinguna, sem er á und- an umræöuþættinum, koma fram fjórir Bretar er munu ræöa hvaöa afleiðingar þessi bylting eigi eftir aö bera i skauti sér. Þeir fjalla um þetta almennt, en við munum ræöa um hvernig þessi mál smía aö okkur íslendingum”; sagöi Páll Theódórsson eðlis- fræðingur en hann er einn af fjórum þátttakendum i umræöu um áhrif örtölvubyltingarinnar á Islandi. Hinir eru Jón Erlends- son, Sigurður Guömundsson og Þorbjörn Broddason. Magnús Bjarnfreðsson stýrir umræö- islandl unum. „Þau atriöi sem viö munum raeöa um eru m.a. hvaöa augum litum viö þessa þróun hvaöa áhrif hefur þetta á islenskt atvinnullf, hvar i Islensku atvinnulifi þessi tækni mun aðallega veröa notuö, hvort samkeppnisaöstaöa Islensks iönaöar muni versna eöa batna eða jafnvel standa i stað meö tilkomu hinnar nýju tækni, hver verða áhrifin á skólana og um upplýsingabanka, hvort þeir komi og hvenær þaö gæti oröiö — Þetta eru helstu atriöin”, sagöi Páll. -H.S. „Ég verö með tvo þætti um tónlist frá Jövu. Ég mun annars vegar fjalla um sungna tónlist og heföir i söng á þessum slóöum og hins vegar um hljóðfæratónlist”, sagöi Askell Másson umsjónar- maöur þáttarins „Þjóöleg tónlist frá ýmsum löndum.” „Hljööfæramúsikin saman- stendur mikið af svokallaöri Ganelan-tónlist. Þessi tónlist er leikin af Ganelan-hljómsveitum, en þær eru aö mestu skipaðar ásláttarhljóöfærum. Meöal ásláttarhljóöfæranna er mest um svo nefnd gong. Þaö hljóöfæri hefur tvær tónraðir, pelog, og slendro, sem samanstanda af fimm og sex tónum. Ganelan-- hljómsveitirnar eru taldar meðal allra elstu hljómsveita sem vit- að er um I heiminum — enda er þetta mjög heillandi tónlist”, sagöi Askell. -H.S. Ganelan-hljómsveitirnar eru taldar mebal elstu hljómsveita sem vitab er um i heiminum. Útvarp kl. 22.35: Mjog heillandi tónlist” FRÁ JÖVU Umsjón: Hann- es Sigurbsson útvarp Þirðjudagur 8. april 11.15 Morguntónleikar Con- certgebouw-hljómsveitin I Amsterdam leikur „Rúslan og Ludmilu”, forleik eftir Michael Gllnka, Bemard Haitink stj./Christine Wal- evska og hljómsveit óper- unnar i Monte Carlo leika „Schelom” hebreska rapsódiu fyrir selló og hljómsveit eftir Ernst Bloch. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttír. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A frl- vaktinni Margrét Guö- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 tsienskt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aöalsteins Jónssonar frá 5. þ.m. 15.00 TönleikasyrpaTónlist Ur ýmsum áttum og lög leikin á ólik hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar Harpa Jdsefsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 TónhornibGuörún Birna Hannesdóttir sér um þátt- inn. 17.00 Siödegistónleikar: tslensk tónlist Halldór Haraldsson leikur á pianó „Der woltemperierte Pianist” eftir Þorkel Sigur- björnsson og Fimm stykki fyrir planó eftir Hafliöa Hallgrimsson/Kristján Þ. Stephensen og Einar Jóhannesson leika Dúó fyrir óbó og klarinettu eftir Fjölni Stefánsson/Siguröur Björnsson syngur „1 lundi ljóös og hljóma”, lagaflokk op. 23 eftir Sigurö Þóröar- son, Guörún Kristinsdóttir leikur á pianó/Sinfóniu- hljómáveit tslands leikur „Hlými”, hljómsveitarverk eftir Atla Heimi Sveinsson, höfundurinn stjórnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Vlbsjá. 19.50 Til- kynningar 20.00 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjömsson kynnir. 20.30 A hvitum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Menningaraöall Sjúkra- húsþankar eftir Skúla Guöjónsson á Ljótunnar- stööum Gunnar Stefánsson les. 21.20 Mario Lanza syngur lög úr kvikmyndum meö kór og hljómsveit sem Constantine Callico og Ray Sinatra stjórna 21.45 Ctvarpssagan: „Gubs- gjafaþula” eftir Halldór Laxness Höfundur les (2). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þjóbleg tónlist frá ýms- um löndum Askell Másson fjallar um tónlist frá Bali. — fyrsti hluti 23.05 Harmonikulög: Steve Dominko leikur sigild lög. 23.15 A hljóbbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th. Björns- son listfræðingur. Batseba Eliamsdóttir — og aðrar sögur af Daviö konungi. Enska leikkonar Judith Anderson les úr Gamla testamentinu. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 8. april 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 iþróttir Umsjónarmaöur Jón B. Stefánsson. 21.10 örtöivubyltingin Loka- þáttur. Hvaö ber framtlbin I skauti sér? 1 þessum þætti koma fram fjórir kunnir ör- tölvufrömuðir og segja fyrir um afleiöingar hinnar nýju tæknibyltingar. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.35 Umræbuþáttur Magnús Bjarnfreösson stýrir um- ræöum um áhrif örtölvu- byltingarinnar á tslandi. Þátttakendur Jón Erlends- son, Páll Theódórsson, Siguröur Guömundsson og Þorbjöm Broddason. 22.10 Óvænt endalok Breskur myndaflokkur. Fjóröi þátt- ur. Þýöandi Kristmann Eiösson. 22.35 Dagskrárlok Gleymdlr vorboðar og gömul mjólk Vorboöi þeirra Sunnlendinga, Stefán Jasonarson i Vorsabæ, kom I útvarpið I gær og boöaöi okkur betri tiö. Þaö er svo meö Suöurland aö þar vorar fyrr en noröar I landinu, jafnvel svo að munar þremur vikum. Og sé komiö austar, i fréttasnauöari sveitir en Flóinn er, kemur manni I hug aö varla veröi þar vart við vetur nema i aftökum. Fé og hross sjást þar úti viö, en auðvitað er alveg óþarfi aö taka hross i hús um austanvert Suðurland nema vetri fyrir al- vöru. Sauöfé hlýtur aö vera létt á fóörum, og þaö var hvitt á lagöinn i Fljótshverfinu nú um helgina, eins og þaö heföi lltiö I hús komiö. Enn er Selfoss einskonar óskráöur höfuðstaöur mikils landsvæðis, sem ber merki þess aö þar sé landbúnaöur auöveid- ari en vlöast annars staöar. Þeim sem búa viö fölgrá heiöa- lönd langt fram i júni, og jafnvel viö skafla i túnum framundir sama tima, mundi þykja fengur aö túngresinu I úthaga Sunn- lendinga. Þvi er ekki aö furöa þótt óskráöur höfuöstaöur þessa feitlendis beri nokkurt yfir- bragö þriflegs landbúnaöar. Þar ber lika mest á Mjólkurbúi Flóamanna og húsi kaupfélags- ins. Aö visu stendur kaupfélags- stjóri staöarins i ströngu út af mannahaldi i smiðjum félags- ins, en starfsmenn hafa komist upp á lag með aö efla málróf I Þjóöviljanum gegn kaupfélags- stjóranum. Þannig aö nú má ekki lengur segja upp nokkrum manni þar á staönum ööru vlsi en þaö varöi eitthvert siöferöis- lögmál, sem enn hefur ekki tek- ist aö skýra. Mjólkurbú Flóamanna er at- hyglisverö bygging. A slnum tima stóö Egill Thorarensen fyrir því aö mjólkurbúinu var komiðá fót, og fór aö þvi eins og sannur héraðshöfðingi. Reisti það eiginlega án þess aö spyrja kóng eöa prest, og var ekki vel libinn af jörundunum, sem vildu láta lita svo út sem þeir réöu málum. Ekki er þess aö vænta aö Egill komist á frimerki, a.m.k. meöan póstþjónustan á ekki heima á Selfossi, en þaö vekur nokkra furöu, aö mjólkurbúsins skuli hvergi sjá staö i þeirri miklu myndprent- un, sem fylgir umbúöum um mjólkina. Þaö er ejnhver af- gamall Búkollublær yfir þeim umbúbum, og ekki bætir úr skák hnútaletriö á fernunum. Þaö er eins og menn veröi yfir sig menningarlegir, hvenær sem á aöbúa innlenda vöru I sæmileg- ar umbúðir, og vilji lýsa þvf yfir aö þeir séu nú aldeilis klárir I sögu, kannski stúdentar ef ekki meira. Viö almenningur erum hins vegar ekki aö drekka stúd- entamjólk, eöa mjólk ein- kennda af hálffræöum. Viö vilj- um drekka mjólk þar sem vlst er aö greiöubrotin úr dunkun- um, og pensilinsulliö úr kúnum lendi annars staöar. Viö viljum ekki láta minna okkur á rykiö, sem fyigdi mjólk úr torfhúsum, og fylgdi lögginni eins og svart- ur regnbogi. Og hnútaletur hef- ur aldrei veriö tengt mjólk eöa kúm svo vitaö sé. Aftur á móti var stofnun Mjólkurbús Flóamanna upphaf- iö aö vaxandi þrifnaöif meöferö mjólkurmatar. Mjólkurbúiö var einn af vorboöunum i fram- leiðslu landbúnaöarvara. Auö- vitaö eru til mjólkurbú um allt land, og skal ekki gleyma þrif- legum framförum t.d. á Akur- eyri í þvl efni. En torfbærinn utan á mjólkurhyrnunni og hnútaletrib utan á femunni er merki um tfmaskekkju, sem sýnir aö þótt mjólkin sé fyrir löngu komin inn i tuttugustu öldina, sitja ráöamenn, siöan Egil Thorarensen leiö, enn I fjósbaöstofum nltjándu aldar, rómantiskir og ruglaöir, aö þvl leyti, aö þeir halda aö mjólk bragðist betúr séu neytendur minntirá vanmátt þjóöarinnar I þrifnaöi á heldur kaldsamri öld og vorlitilli nema i skáldskap. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.