Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 6
6 VtSIR Fimmtudagur 10. april 1980 REYKJAVÍKURMÓTID í knottspyrnu^ — I kvöld kl. 20 leika ó Melovellinum KR — FRAM Skrifstofuhúsnæði til leigu við Ármúlo Þrjú herbergi q 1. hæð og eitt herbergi ó jarðhæð. Logerpláss i kjallQro gæti fylgt. Uppl. í símo 29050 frá kl. 9-18. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S 22677 ÁSKRIFr ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi aó Vísi \ \______________________________________/ Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Júifus skaut vai í kaf „Þetta var nú eiginlega siðasta tækifæri mitt til að sýna eitthvað i vetur, þannig, að maður varð að reyna að standa sig vel,” sagði Július Pálsson handknattleiks- maður úr Haukum, eftir leikinn gegn Val i undanúrslitum bikar- keppninnar, sem Haukar unnu verðskuldað 23:21. .. Eg held að úrslitaleikurinn i Evröpukeppninni hafi setið i þeim andlega. Hins vegar má ekki gleyma þvf, að baráttan hjá okk- ur I kvöld hefur aldrei verið meiri. Annars er maöur að reyna að átta sig á þessu, sagði Július. Július Pálsson lék sinn besta leik fyrr og slðar i gærkvöldi. Hann skoraði átta mörk með hörkuskotum Flest marka hans komu á mjög afdrifaríkum augnablikum. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en i leikhléi haföi Valur náð tveggja marka forskoti 12:10. Þeir juku forskotið f þrjú mörk i byrjun seinni hálfleiks 14:11 en siðan vart söguna meir. Haukar tóku nú öll völd á vellinum og hreinlega yfirspiluðu lélega Vals- menn. í heilar 17 minútur skoruöu Valsmenn ekki mark og Haukarnir breyttu stöðunni úr 11:14 I 20:15 (9:1) og þá aðeins formsatriði aö ljúka leiknum. Július Pálsson átti stórleik i gærkvöldi eins og áður sagði. Aðrir I Haukaliöinu voru einnig góöir . Valsliðið má muna sinn fifil fegri, svo að ekki sé meira sagt. Liðið var hvorki fugl né fiskur i gærkvöldi. Brynjar Kvaran markvörður lék ekki með og Ólafur Benediktsson var meiddur og háði það honum mikið. En þetta afsakar ekki að skora ekki mark i 17 mínútur. Björn Björnsson geröi einna fæstar vitleysur Valsmanna i gær og skoraði flest mörkin, eöa 6. Haukarnir eru sem sagt komnir I úrslit. Þeir hafa lagt stórveldin tvö i islenskum handknattleik aö velli, þ.e. Viking og Val, á leið sinni i úrslitaleikinn. Leikinn dæmdu Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson. -SK Július Pálsson, Haukum, var grimmari i gærkvöldi en nokkur haukur. Hann skoraði 8 mörk i leiknum. Visismynd Friðþjófur. Þurfti aö ávíta piiiana ] vegna meðferðar áfengis! - Sæmunflur öskarsson, form. SkíOasamöanflsins. , svarar Hér diaðaummælum ■ Slgurðar Jónssonar og Hauks Jáhannssonar i Nýbakaðir Islandsmeistarar áskiðum, þeir Sigurður Jónsson og Haukur Jóhannsson, hafa látiðhafa það eftir ser í blööum, að andrúmsloftið miili skfða- manna og þá sérstaklega lands- liðsmanna annarsvegar og stjórnar Skiöasambandsins og þá sérstaklega formanns þess hinsvegar sé ekki gott og Sig- urður Jónsson hefur lýst þvf yfir, að hann muni ekki keppa undir merki Skiðasambandsins, meðan Sæmundur Óskarsson sé þar formaður. Þessir ágætu af- reksmenn þegja hinsvegar þunnuhljóðiyfir þeim ástæðum, sem vaidið hafa þessu þving- aða andrúmslofti. Aidrei fyrr i sögu Skfðasam- bands tslands hefur öðru eins fé veriö veitt til iandsliðsstarfsemi og siöastliöin tvö ár og aldrei fyrr hefur sá afburöaefnilegi sklðamaður, Sigurður Jónsson, fengið annaö eins tækifæri til að þróa hæfileika sina til mikUla afreka á erlendri grund. I allan fyrravetur var hann kostaður af Sklðasam bandinu til að æfa og keppa með sænska skiðalands- liðinu, með sjáifum Ingemar Stenmark konungi fþróttarinn- ar, til þess að þetta mætti tak- ast. Ekki varð þó árangurinn betri en svo, að Sigurður stóð varla niður nokkra braut f fyrravetur og kenndi skiðum sinum um. I vetur hefur hann svo æft og keppt með félögum sfnum i isienska skiöalandsliö- inu ognotað þau skiöi, sem hann hafði mesta tiltrú til, en árang- urinn á erlendri grund lætur ennþá á sér standa og nú bregð- ur svo við aö skiðaforystunni og þá sérstaklega formanninnm er kennt um. Formaöurinn á aö hafa skapað andrúmsloft, sem varð þess valdandi, að árangur náðist ekki! Hér er um gifurlega ósann- gjarna og um leið dskamm- feilna ásökun að ræða. I tveimur utanlandsferðum af þremur, sem formaðurinn hefur verið fararstjóri landsliösins i, hefur hann þurft aö ávita piltana fyrir meöferö áfengra drykkja. Vissulega hefur þetta skapað vont andrúmsloft og þá aðallega vegna þess, að piltarnir hafa tekið aðfinnslum formannsins ákaflega iila og ásakaö hann fyrir að vantreysta þeim til að neyta ekki áfengis, sem þeir hafa þó siöur en svo fariö dult með, að þeir hafa haft i fórum sinum. Aðrir fararstjórar líös- ins og reyndar flest fullorðið keppnisfólk á skiöum á tslandi og margir forystumenn skiða- íþróttarinnar vita hinsvegar mætavel, að ekki er minnsta ástæða til þess að sýna sumum piltanna tiltrú aö þessu leyti. Sigurður Jónsson hefur á sér sérstakt orð f þessum efnum. Og hér er að öilum llklndum komiö að hinni raunverulegu ástæðu til þess, að árangur hef- ur ekki orðiö meiri en dæmin sýna. Þetta er napur sannleik- ur, en verður nú að segjast eins og er, þar sem á forystuna er ráöist af þeim, sem sist skyldu og vikja hefði átt úr landsliði fyrir löngu af þessum sökum. Það má hinsvegar telja for- ystunni það til vorkunnar, að htin vonaði, að landsliösmenn allir sem einn sýndu henni og öðrum stuðningsm önnum landsliösins þá virðingu fyrir mikið og óeigingjarnt starf og fjárframlög I þeirra þágu að rækja það bindindisheit, sem þeirhöfðu gefið skriflega, þegar þeir voru teknir inn I landsliöiö. Nú er hinsvegar ljóst, að ekkert mark er takandi á slikum yfir- iýsingum og verða framvegis ekki aörir en þeir, sem þekktir eru fyrir staka regiusemi, vald- ir inn i landsliöið, að minnsta kosti meöan núverandi formaö- ur er þar við stjórn. Þessi afstaöa formannsins var Siguröi vel kunn, er hann kaus að kveðja Skiöasamband lslands og formann þess með þeim hætti, sem honum er ein- um lagið og flestir veigjörðar- menn hans hafa fengiö að reyna, bæöi hér fyrir sunnan og I heimabyggö hans fyrir vestan. Það er ieitt til þess að vita, að ekki skuli hafa tekist að hjálpa bráöefnilegum ungum skfða- manni, sem Sigurður er, til aukinna afreka í Iþrótt sinni, þrátt fyrir þaö, að honum hafa verið gefin ómetanleg tækifæri, sem ekki hafa nýst sem skyldi af orsökum, sem hann einn get- ur ráðið við. Ef til vill lætur hon- um betur að vinna að áhugamáli sinu utan landsliös og án þess aga, sem þar veröur að rikja. Viöskulum vona, að honumtak- ist betur upp á þann hátt. Sæmundur óskarsson formaður Skíðasambands Islands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.