Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 16
16 Burt Kwpuk, Peter ISellers. og Dyan Cannon í hlutverkum slnum. Hláturinn lengir lífið Tónabíó— Bleiki pardus- inn hefnir sín (Revenge of the Pink Panther) ■ m m M ■■ m wm kvikmyndir Framleiðandi og leik- stjóri: Blake Edwards Handrit: Frank Wald- man, Ron Clark og Blake Edwards Tónlist: Henry Mancini Aðalhlutverk: Peter Sell- ers, Herbert Lom, Burt Kwpuk, Dyan Cannon og Robert Webber. Þaö viröist vera alveg sama hvaö leikarinn Peter Sellers tekur aö sér aö leika, meö smá útlitsbreytingum hleypur hann úr einni persónu í aöra eins og aö drekka vatn. Þetta sannar hann óumdeilanlega i nýjustu myndinni um leynilögreglu- manninn Clouseau, „Bleiki pardusinn hefnir sin”. Þessi frábæri leikari fer á kostum i þessari nýjustu mynd um Clousau. Söguþráöur þessara „fram- haldsmynda” hefur aldrei veriö upp á marga fiska, og i þessari mynd er þaö sama uppi á ten- ingnum. Fikniefnasmyglarar telja sig vera i mikilli hættu meöan hinn vitlausi Clouseau leynilögreglumaöur sé á lifi og ákveöa aö fá nokkra atvinnu- moröingja til aö ryöja honum úr vegi, en þaö er engin lygi, aö Clouseau viröist hafa niu lif eins og kötturinn. Blake Edwards viröist enda- laust geta malaö gull meö fram- leiöslu þessara mynda og heldur þvi eflaust áfram meöan hann hefur snilling eins og Peter Sell- ers sér viö hliö. Ekki má heldur gleyma Burt Kwpuk, sem leikur þjóninn Cato, hann fær að njóta sin mun meira I þessari mynd en þeim fyrri og er alveg drep- fyndinn. Herbert Lom er alltaf jafn geðveikislegur sem Dreyfus lögreglumaöur og Dyan Cannon er alltaf jafn kyn- þokkafull. Þaö er sagt, aö hláturinn lengi lifiö, og þeir sem hafa áhuga á aö lengja þaö til muna, ættu aö bregöa sér I Tónabió þessa dag- ana. Sérstæður grafíker í Norræna húsinu: Handskrifaði Norður- landstrómet og gaf út Nú stendur yfir I anddyri og bókasafni Norræna hússins sýn- ing á verkum eftir norska graflk- listamanninn DAG ARNLJOT RÖDSAND. A sýningunni eru um 70 verk. DAG RÖDSAND fæddist áriö 1943 I Svolvær I Noröur-Noregi. Hann stundaöi nám viö Phila- delphia College of Art 1962-66 og viö listaakademiuna I Kaup- mannahöfn 1966-70. Eftir heim- komuna til Lofoten setti hann á fót grafikverkstæöiö Ateli- er-Lofoten, siöar nefnt Atelier Vaagan, I Svolvær, og stjórnaöi daglegum rekstri þess til ársins 1977, er hann fluttist til Moss viö Oslóárfjörðinn. Hann hélt sina fyrstu einkasýningu I Svolvær 1966 og hefur frá 1970 haldið margar einkasýningar viös vegar um Noreg og auk þess tekiö þátt i mörgum samsýningum I Noregi og viöa um lönd. DAG RÖDSAND sækir mynd- efni sitt aö miklu leyti I náttúru Noröur-Noregs. Hann hefur gott vald á öllum t þeim tæknilegu möguleikum sem nútima grafik hefur upp á aö bjóöa, |og hefur einkum lagt fyrir sig litprent. Einnig hefur hann mikiö stundaö tréstungu, meira en gengur og gerist á Noröurlöndum. Hann hefur gefiö út mjög sér- stæöa bók: kaflann um Lofoten úr Noröurlandstrómet Petter Dass, handskrifaöan, handbundinn og mikiö myndskreyttan, og veröur eintak af bókinni til sýnis I bóka- safninu. Sýningin mun standa iit april- mánúö og er opin daglega frá ki. 9-19, sunnudaga frá kl. 12-19. Ferðir á fáfarnar sláðir - á vegum Norræna féiagsins Norræna félagiö mun á kom- andi sumri standa fyrir feröum til þriggja bæja I Norður-Skandi- naviu, Þrándheims og Trömsö I Noregi og Luleaa I Sviþjóö. Þá mun félagið efna til Færeyj- arferöa og feröa til Orkneyja og Hjaltlands en allar þessar feröir veröa kynntar á fundi I Norræna húsinu i kvöld klukkan 20.30. Þar veröur sagt frá norrænu æskulýösmóti I Vastervik I Svi- þjóö og norrænu fjölskyldu- og vináttumóti I Álandseyjum. Meö feröum þessum vill Norræna fé- lagið leitast viö aö kynna þá staöi á Noröurlöndum sem erfitt er aö komast til og fáir hafa heimsótt. Hjálmar Ólafsson (form. félags- ins), Finnbogi Guðmundsson, Helgi Jóhannsson og Pétur Krist- jónsson kynna feröirnar. Vortónleikar Samkóns Selfoss hefjast í kvöld Hinir árlegu Vortónleikar Sam- kórs Selfoss veröa I Selfossblói, fimmtudaginn 10. aprfl, þriöju- daginn 15. april, báöa dagana kl. 21 og sunnuddaginn 20. april kl. 16. I Þjórsárveri veröa tónleikar fimmtudaginn 17. april og Arnesi föstudaginn 18. april, á báöum stööunum kl. 21. A efnisskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, þar á meöal stjórnanda kórsins Björgvin Þ. Valdimars- son. Þá er einnig ákveöiö aö haida sameiginlega tónleika meö Ar- nesingakórnum í Reykjavik og veröa þeir I Bústaöakirkju laug- ardaginn 12. april kl. 17. Undir- leikari Samkórs Selfosser: Geir- þrúöur Bogadóttir. Fo, Feydeau og Kirsi- blómin víkja af fjölunum Aöeins ein sýning er nú eftir á hinni nýstárlegu leiksýningu Kirsiblóm á Noröurfjalli á Litla sviöi Þjóöleikhússins. Eins og menn muna er sýning þessi byggö á tveimur japönskum einþáttung- um og fengu þeir mikiö lof gagn- rýnenda er þeir voru frumsýndir i nóvember siöastliönum. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson sem sótt hefur sina leikhúsmenntun til Japans og kann þvi vel til verka. Egill Ólafs- son samdi tónlistina sem flutt er i sýningunni og flytur hana sjálfur. Meö hlutverkin fara Siguröur Sigurjónsson, Anna Kristin Arn- grimsdóttir, Jón Gunnarsson, Þórhallur Sigurösson og Arni Ib- sen. Siöasta sýningin veröur fimmtudaginn 17. april. Jafnframt erú svo þeir Dario Fo og Georges Feydeau aö kveöja á stóra sviöinu en þeir félagar eru höfundar tveggja farsa sem fluttir hafa veriö i einu lagi, Vert’ekki nakin á vappi eftir Feydeau og Betri er þjófur i húsi en snuröa á þræöi eftir Fo. Sá fyrrnefndi segir frá raunum framagosa i pólitik og uppátækj- um hinnar óstýrilátu eiginkonu hans. Sigriður Þorvaldsdóttir hefur mikið lof fengiö fyrir túlk- un sina á eiginkonunni. Hinn siöarnefndi segir svo frá erfiöleikum innbrotsþjófs sem Bessi Bjarnason leikur. Aö hon- um steðja miklar hættur og stór- ar er hann brýst inn i hús litt sómakærrar familfu. Leikstjórar eru Benedikt Árna- son og Brynja Benediktsdótttir en Sigurjón Jóhannsson gerir leik- mynd. Næst siðasta sýning verö- ur föstudaginn 11. april en sú siö- asta fimmtudaginn 17. april. Cr Kirsiblómum á Noröurfjalli. TÓNLISTARVIÐBURÐUR t SUSURNESJUM: UNNUR PÁLSDÓTTIR LBKUR EINLEIK MEB SINFÓNIUHLJÓMDVEITIN NI Unnur Pálsdóttir, nemandi I Tónlistarskóla Keflavikur, leik- ur einleik meö Sinfóniuhljóm- sveitinni á tónleikum i Félags- biói, Keflavlk, næstkomandi föstudag, 11. aprll klukkan 20.30. Er þab jafnframt liöur I burtfararprófi hennar frá skól- anum. Kennári og leiöbeinandi Unn- ar er Arni Arinbjarnar en aörir hafa og komiö viö sögu. Skóla- stjóri Tónlistarskólans i Kefla- vflt er Herbert H. Agústsson. Þaö eru tónlistarfélögin I Keflavik og Garöinum, sem á- samt fleiri aöilum á Suöurnesj- um hafa gengist fyrir komu Sin- fóniuhljómsveitarinnar en hún hefur ekki leikiö þar undanfarin ár. Er koma hennar i tengslum viö menningarvökuna Fiskur undan steini. Stjórnandi veröur Páll P. Pálsson og einsöngvari Ragnheiöur Guömundsdóttir. A efnisskránni veröur aöallega létt klassisk tónlist viö allra hæfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.