Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 14
vism Fimmtudagur 10. april 1980 ■ m m m m á. ^ m m m m Bréfritari hvetur menn til að reykja ekki þar sem aörir menn eru aö boröa. Reykið ekki yfir matborðum Jón ólafsson hringdi: „Nú er haldiö fram t'öluverö- um áróöri f fjölmiölum gegn reykingum og Alþjóöaheilbrigö- ismálastofnunin hefur sent frá sér heilmikiö plagg þar sem minnst er á skaösemi reykinga. Finnst mér þaö vera orö I tlma töluö og raunar sláandi sem þar kemur fram aö reykingar séu á _ góöri leiö meö aö veröa næsta’ plagan sem herjar á ibila þriöja heimsins. 1 þessu sambandi er eitt atriöi sem mig langar sérstaklega aö vekja athygli á, en þaö eru reykingar manna yfir matborö- um. Finnst mér þaö vera mikill ósiöur og reyndar dónaskapur gagnvart öörum sem til borös sitja þegar menn taka aö reykja yfir mat annarra. Þaö er lág- marks tillitssemi aö menn spyrji sessunauta slna hvort þeim sé sama hvort reykt er yfir matboröum, en helst ættu menn alls ekki aö reykja þar sem aör- ir eru aö boröa.” Góðir lerm- ingarsiðir Kirkjugestur skrifar Ég fór I fermingu um hátiö- ina, sem reyndar er ekki I frá- sögu færandi, en mig langar til þess aö lýsa ánægju minni meö ýmsan þann hátt, er þar var haföur á. Ég get nú strax afsakaö þaö samt sem áöur, aö ég er ekki aö lýsa andstööu minni viö eitt og annaö gamalt og gott sem viö- haft hefur veriö hér áöur, en langar svona aö koma þvi á framfæri aö ýmislegt þarna vakti athygli mlna og ég held aö gæti veriö til fyrirmyndar. 1 fyrsta lagi voru öll börnin I fermingarkyrtlum og er þaö vel, þvi þannig er aflagöur sá siöur aö vera I einhverju tlsku- sýningarkapphlaupi meö bless- uö börnin. I ööru lagi fór presturinn fram á þaö viö þá ættingja viökom- andi barna er voru I kirkjunni, aö standa ekki upp, þegar nafn barnsins var nefnt, og þaö játaöi trú slna. Mér fannst þetta svolítiö skrltiö fyrst, en sé núna, aö þetta er tillitssemi viö þá, sem eiga kannski fáa aö. Auk þessa lagöi presturinn - áherslu á þaö viö börnin aö sýna hógværö I hvlvetna og kom þaö fram I athöfninni. Mér fannst þessi ferming yndisleg stund og einkennast af þvl lltillæti, sem fólk á vissulega aö sýna I kirkjum. Alveg var ég gáttuö á þeim ummælum sem Vlsir heföi eftir nóbelsverölaunahafanum Friedrich A. Hayek þar sem hann sagöi „Hinir rlku hafa gef- iö hinum fátæku betri atvinnu- tækifæri og þannig gert þaim auöveldara aö komast af”. Þaö má vera aö sannleiks- korn sé I þessum ummælum Hayeks, en þó get ég ekki verist þeirri hugsun aö hinn spreng- læröi hagfræöingur hugsi meira um hag þessara rlku heldur en hinna fátækari. A þessu landi höfum viö veriö blessunarlega laus viö þá skipt- ingu milli rikra og fátækra sem vlöa annars staöar hefur sett mark sitt á þjóöfélög og ætla ég aö vona aö svo fái aö vera áfram hvaö sem liöur öllum hagspek- ingum, jafnvel þótt þeir séu nóbelsverölaunahafar. G.Þ. Þjóöfélag öptölvunnar „Ég fæ ekki betur séö en þiö sjáiö fyrir fagurt þjóöfélag um aldamótin”, sagöi Magnús Bjarnfreösson I lok umræöu- þáttar um örtölvubyltinguna, sem sýndur var I sjónvarpinu á þriöjudagskvöldiö. Ég get ekki veriö sammála þvi, aö myndin sem upp var dregin sé neitt sérlega yndisleg. Raunar var þaö eitt jákvætt aö vinnutiminn styttist. En skyldi vinnutlminn stytt- ast hjá öllum? Ætli þaö veröi ekki bara svo, aö þeir sem I dag græöa peninga meö þvl aö gera ekki neitt sjálfir en láta aöra vinna fyrir sig, koma til meö aö græöa enn meira án þess aö lyfta fingri. Hinir snauöu, sem i dag vinna myrkranna á milli án þess aö sjá nokkurn tlma fram úr skuldunum, munu annaö tveggja missa vinnuna og draga fram llfiö á ölmusum eöa tryggingum, eöa þá halda áfram aö vinna myrkranna á milli. Ekkert I þáttunum um ör- tölvubyltinguna sýndi fram á aö biliö milli hinna rlku og hinna snauöu komi til meö aö minnka. í þáttunum var sýnt hvernig störf og kennsla færöust inn á verksviö vélanna og þar meö munu mannleg samskipti enn minnka. Nú tefla menn ekki lengur hverjir viö aöra. Nei, menn tefla viö tölvur — og þaö eru meira aö segja til tölvur, sem geta teflt bæöi fyrir svartan og hvitan. Ég hrekk stundum upp á nótt- inni I svitakófi — þá hefur mig veriö aö dreyma framtlöarsýn spekinganna i sjónvarpinu — þjóöfélag örtölvunnar. Ö.A. Bréfritari er ekki sammála þvl, sem kom fram I umræöuþættlnum um örtölvurnar og óttast aö mannleg samskiptl muni enn minnka meö tilkomu þessarar nýju tækni. Friedrich A. Hayek nóbelsverö- launahafi i hagfræöi, sem gisti Island nú fyrir skömmu. Hinir látæku og Hayek 14 E sandkofn Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar: f Nám er nauðsyn Kalii litli kom hinn fúlasti heim úr skólanum og tilkynnti fööur sinum aö hann væri hættur skólagöngu. Þetta væri svo leiöinlegt. — Svona, svona Kalli minn. Þú veröur aö læra aö lesa, skrifa og reikna. — Af hverju þarf ég aö læra aö lesa skrifa og reikna?, spuröi Kalli. — Nú þú hlýtur aö skilja þaö aö rlkisstjórnin vill ekki hafa borgara sem ekki geta fyllt út skattaskýrsluna sfna. Enga íhlutun Bandariskir þingmenn komu hér viö um páskana og var boöiö i mat á vegum Alþingis. ólafur Ragnar not- aöi tækifærið og afhenti hinum bandarisku kollegum sinum greinargerö frá Alþýðubanda- laginu þarna viö matboröiö. t greinargerðinni var skýrt frá andstööu Alþýöubandalagsins viö veru bandariska varnar- liösins hér á landi. Geir Hailgrlmsson tók þá til máls til aö koma i veg fyrir hugsanlegan misskilning og tilkynnti aö hann væri alveg á móti þvi aö Bandarikjamenn væru aö hiutast til um ör- yggismál okkar eins og ólafur Ragnar vildi láta þá gera. Eftir þetta vissu bandarisku þingmennirnir ekki hvor þeirra Ólafs eöa Geirs væri meira á móti hernum. Hreppa- flutningur Timinn gefur reglulega út blaöauka meö fréttum og greinum frá hinum ýmsu landshlutum og hefur þetta mælst vel fyrir. Eitthvaö hafa þeir Timamenn þó ruglast I landafræöinni á dögunum. Þá var blaðaukinn heigaöur Noröurlandi og meöal frétta af Noröurlandi var ein þess efnis aö hreppsnefnd Ólafsvikur- hrepps heföi látiö teikna skjaldarmerki fyrir hreppinn. Ikarus Þegar fulltrúar Reykja- vlkurborgar fóru til Ungverja- lands aö kynna sér Ikarus-vagnana margum- ræddu heimsóttu þeir verk- smiöjuna er framleiöir þessa bfla. Þar fengu þeir upplýs- ingar um endingartlma vél- anna I vögnunum og upplýs- ingar um hve mörg hundruö þúsund kllómetra hitt og þetta entist. Meö þessar tæknilegu upp- lýsingar uppá vasann héldu fulltrúarnir slöan á fund þeirra strætómanna i Búda- pest þar sem aö sjálfsögöu eru aðeins notaöir Ikarus bílar. Strætómenn I Búdapest höföu aöra og verri sögu aö segja af endingu véla og vagnhluta heldur en verksmiöjustjórar. Af þessum sökum eru uppi tvær óllkar skoöanir um hag- kvæmni þessara vagna og á eftir aö koma I ljós hvort þaö veröi reynslan eöa fullyrðing- ar framleiðenda sem vega þyngra þegar þessum vögnum veröur hafnaö eöa þeir keypt- ir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.