Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 10.04.1980, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 10. april 1980 Fimmtudagur 10. april 1980 „HEIMILI EN EKKI STOFNUN” - Vísir í heimsókn f Dalöæ. heimill (yrir aldraða ð Daivik „Við viljum viðhalda sjálfstæði einstaklingsins: þess vegna er þetta heimili en ekki stofnun og ibúarnir heimilisfólk, en ekki vistmenn. Þar af leiðandi gerum við starfsmennirnir okkur ljósa grein fyrir þvi þegar við komum inn i ibúðirnar, að þar erum við gestir”, sagði Guðjón Brjánsson, forstöðumaður heimilis fyrir aldraða á Dalvik, sem nýlega er tekið til starfa og hlaut nafnið Dalbær. Þar búa nú 30 manns frá Dalvik og úr Svarf- aðardal, en þessi sveitarfélög standa að heimilinu. Heimilið var formlega vigt með pompi og pragt 12. janúar sl., en fyrstu i- búarnir fluttu inn 8. júli i sumar. Voru þá liðin rétt 3 ár frá þvi hafist var handa við bygginguna, en áratugir siðan hugmyndinni um slikt heimili var fyrst hreyft. Sigfús Þorleifsson, sem hefur komift mlklft viD útgerftarsögu Dalvfkur, lœtur fara vei um sig á heimili sinu I Dalbe. ■9 B BK Bi BBK BB BB 12 lækni, snyrtingu, mat.blöft og fleira i þeim dúr. Slöan færi þetta fólk heim aft kveldi. En er réttt aö safna gömlu fólki á einn staö, börnum á ann- an o.s.frv.? „Þaö er matsatriöi, en megin- tilgangurinn meö sliku heimili er aö tryggja gamla fólkinu hús- næöi, fæöi og aöra þjónustu, jafnframt þvi aö veita likam- lega og andlega örvun", svaraöi Guöjón. „Þaö er heldur engin á- stæöa til þess aö slik heimili þurfi aö einangrast. Gamla fólkiö getur jafnvel átt einangr- aöari tilveru á einkaheimilum.” „Einu sinni kom fram sú hug- mynd, aö stofnsetja barnaheim- ili hér i vesturálmunni,. sem ekki hefur enn veriö innréttuö. Þettavarö þó ekki aö veruleika, en þaö eru margar aörar leiöir til aö gera heimiliö opiö og starfsemina lifandi. Hér mætti t.d. halda málverka- eöa ljós- myndasýningar, hafa kvöldvök- ur meö þátttöku hinna ýmsu á- hugamannafélaga I bænum ásamt heimilisfólkinu.” „Einn stærsti kosturinn viö heimiliö er staösetningin. Viö erum hér I tengslum viö daglegt lif I bænum, án þess aö vera i nokkrum skarkala. Ibúarnir slitna þvl ekki úr tengslum viö daglegt mannlíf. Kaupfélagiö og aörar verslanir eru hér rétt viö, og heilsugæslustöö er I byggingu hér viö hliöina. Ibúarnir þurfa þvi ekki annaö en aö lita út um gluggann eöa bregöa sér út fyrir dyrnar til aö lenda mitt I hringiöu mannllfsins.” Gamla fólkið hafsjór af fróðleik Hvaö um samstarf viö skól- ana? „Já, ég hef mikinn hug á aö koma á samvinnu viö skólana, t.d. varöandi samfélagsfræöi. Þaö hefur veriö nokkuö um þaö aö skólabörn heimsæki heimili sem okkar og stytti gamla fólk- inu stundirnar, en þvi ekki aö snúa dæminu viö? Gamla fólkiö býr yfir hafsjó af fróöleik er kynslóö sem lifaö hefur byltingu I öllum lifnaöarháttum þjóöar- innar, bæöi til sjávar og sveita. Krakkarnir gætu komiö hér og notiö fróöleiks, t.d. viö gerö söguverkefna, og jafnvel gert úr þvi leikþætti I samvinu viö gamla fólkiö.” Ibúarnir hér hafa allir fóta- vist, en hvaö meö sjúkravist þegar lasleiki steöjar aö? „Þaö er útbreiddur misskiln- ingur aö heimili fyrir aldraöa séu sjúkrastofnanir. Viö erum I raún og veru lítiö betur sett heldur en einkaheimili til aö annast sjúka. Þaö hefur hins vegar komiö I ljós þann tlma sem heimiliö hefur starfaö, aö þörf fyir sllka aöstööu er fyrir hendi. Þaö hefur þvl komiö til tals aö útbúa sjúkraherbergi I vesturálmunni, sem enn er ó- innréttuö. Sllkri aöstööu þyrfti aö koma á fót strax, þeirra vegna sem veikir eru, starfs- fólksins vegna og ekki sist þeirra sem frlskir eru”, sagöi Guöjón Brjánsson I lok samtals- ins. Þaö var létt yfir Ibúum Dal- bæjar þegar blaöamaöur Visis var þar I heimsókn. Nokkrir voru aö spila gömlu-vist, I einni Ibúöinni var veriö aö hnýta spyröur, aörir voru aö prjóna eöa llta I blööin. „Hér llöur okkur vel, ég get ekki imyndaö mér aö hægt sé aö búa betur aö gömlu fólki. Viö getum hvortheldur sem viö vilj- um veriö út af fyrir okkur I íbúö- um okkar, sem eru búnar okkar húsmunum, eöa notiö samvista viö aöra Ibúa. Meira er varla hægt aö fara fram á”, sgöi einn af Ibúum Dalbæjar. Aö þeim oröum sögöum kvöddum viö Dalbæinga.—G.S. Hjörtur Björnsson hefur aö- stööu til aö binda bækur. Þau voru aö spila „gömlu-vist”: Jóhann G. Sigurösson, Friörika Jónsdóttir, Zophonias Jónsson og Elinborg Jónsdóttir. Dagur i lífi Dalbæinga „Viö byrjum daginn kl. 9 meö morgunveröi”, sagöi Guöjón. „Slöan er lesin framhaldssaga þvi margir ibúarnir eru orönir sjóndaprir og eiga erfitt meö lestur. Starfsmaöur eöa ern Ibúi sér um lesturinn. Slöan er há- degisveröur og eftir matinn leggja menn sig aö gömlum siö. Slöan er frjáls tlmi. Margir grlpa I prjóna, föndra, binda bækur eöa gripa I spil. Þá er fariö I gönguferöir og margir fá heimsóknir.” Myndir og texti: Gisli Sigur- geirsson. Þjónustumiðstöð fyrir aldraða Asgeröur Jónsdóttir, kona Sig- fúsar, sagöi gott aö stytta stund- irnar viö prjóna — „ætli þetta veröi ekki þaö slöasta sem maö- ur getur”. „Vonandi veröur hægt aö skapa vinnuaöstööu i kjallaran- um áöur en langt um líöur, en ó- nefndur Svarfdælingur hefur lagt fram myndarlega fjárhæö til aö sllkt geti oröiö. Þar höfum viö hugsaö pkkur aö koma upp léttum heimilisiönaöi tengdum sjávarútvegi, t.d. viö veiöa- færagerö. Er raunar þegar haf- inn vlsir aö sllku, þar sem nokkrir Ibúarnir hnýta spyröur — og hjá okkur er hægt aö fá ó- dýrustu spyröurnar”, sagöi Guöjón. „Sllk vinnuaöstaöa gæti kom- iö fleirum til góöa en ibúum heimilisins”, hélt Guöjón á- fram. „Hér mætti hæglega koma á fót nokkurs konar þjón- ustumiöstöö fyrir aldraöa og öryrkja. Þeir gætu komiö til starfa aö vild og fengiö um leiö daglega heilsugæslu, viötöl viö „Starfsmennirnir eru gestir f Ibúöum helmilisfólksins” — Guöjón Brjdnsson, forstööu- maftur. 1 I 1 I i B sa sss mm em m Ssá í®SS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.