Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Landspítalans hefur ákveðið að
loka glasafrjóvgunardeild spítalans fram til
áramóta þar sem fjárveiting til lyfja við með-
ferðir er búin og ekki hefur fengist frekari
fjárveiting. Ráðgert hafði verið að hefja
meðferð 80 til 90 para fram til áramóta, sem
nú verður frestað, en þau sem þegar eru
byrjuð í meðferð halda þó áfram. Að sögn
Þórðar Óskarssonar, yfirlæknis á glasa-
frjóvgunardeild, hefur þessi ráðstöfun valdið
óróleika meðal sjúklinga og starfsfólks deild-
arinnar, sem náð hefur hvað bestum árangri
í tæknifrjóvgunum síðustu árin í samanburði
við sambærilegar deildir í Evrópu.
Þórður segir kostnaðinn við meðferðirnar
tvískiptan. Annars vegar kostnaðurinn við
það sem er framkvæmt á spítalanum og hins
vegar kostnaðurinn við lyfin sem eru notuð
til að örva eggjastokkana. Að sögn Þórðar
eru það dýr lyf sem ekki eru reiknuð til við-
bótar við svokallaðan meðferðarkostnað.
Lyfin voru afgreidd samkvæmt lyfseðlum í
apótekum fram til síðustu áramóta og
greiddu pörin hluta af kostnaðinum og
Tryggingastofnun það sem á vantaði. Þórður
segir að um síðustu áramót hafi TR ákveðið í
samráði við heilbrigðisráðuneytið að lyfin
yrðu s-merkt, þ.e. lyf sem einungis má af-
greiða á sjúkrahúsum og kosta sjúklinginn
oftast ekki neitt.
„Ef þetta eru dýr lyf þurfa peningarnir að
koma einhvers staðar frá og Tryggingastofn-
un reiknaði út hver kostnaðurinn var við
þessi lyf árið 2000 og lét spítalann hafa þá
fjárveitingu. Síðan er haft samband við okk-
ur fyrir nokkrum dögum frá spítalanum og
sagt að fjárveitingin sé að verða búin. Og við
getum ekki afgreitt þessi lyf áfram nema til
komi frekari fjárveiting,“ segir Þórður.
Hann segist líta þannig á að það sé
ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að veita
ekki frekari fjárveitingu á þessu ári. Af þeim
sökum er staðan hjá deildinni þannig að þær
meðferðir sem eftir eru á árinu verða ekki
framkvæmdar. Þar er um að ræða 36 pör í
glasafrjóvganir og í kringum 50 pör í tækni-
sæðingar, að sögn Þórðar.
„Við verðum að hafa samband við allt
þetta fólk og fresta meðferðum fram yfir
áramót og síðan frestast allt næsta ár líka.
Þetta er fólk sem er búið að vera með tíma-
setta meðferð og á biðlista í á annað ár og
leggja sín plön samkvæmt því. Þetta er fólk
sem er þar á undan búið að berjast við ófrjó-
semi í kannski áravís og kemst loks á þetta
stig og þá kemur þetta,“ segir Þórður. Hann
segir að búið sé að bóka pör í meðferðir allt
næsta ár og fyrstu tvo mánuðina árið 2003
og mun biðtími þessa fólks nú lengjast enn
frekar. Þannig gætu þeir sem óska eftir að
hefja meðferð í dag þurft að bíða fram undir
mitt árið 2003.
„Þetta er auðvitað ófremdarástand og ég
veit ekki til að það hafi nokkurs staðar gerst
í heiminum að þetta hafi verið stöðvað svona
af ríkisvaldinu og glasafrjóvgun leggist af í
heilu landi,“ segir Þórður.
Einhlítt að þetta mun
skaða deildina
Hann segir jafnframt að yfirvöld hafi ekki
viljað ljá því máls að deildin verði rekin sem
einkastofa utan spítalans, en það myndi jafn-
framt opna vissa möguleika fyrir útlendinga
að koma hingað í meðferð.
„Þetta er frekar leiðinleg gjöf á tíu ára af-
mæli deildarinnar og veldur mjög miklum
óróleika meðal þeirra para sem bíða eftir
meðferð og reyndar líka meðal starfsfólks-
ins, sem meðferðin byggist nú á. Þar höfum
við átt við ramman reip að draga að keppa
við einkaframtakið um starfsfólk því ríkis-
stofnanir borga lægri laun en gerist á einka-
stofnunum. Það er því einhlítt að þetta mun
skaða deildina,“ segir Þórður.
Hann segir það hafa komið á óvart að fjár-
veitingin skyldi vera búin þar sem fjöldi
meðferða á þessu ári væri svipaður og á síð-
asta ári, sem TR miðaði við. Sá möguleiki
væri fyrir hendi að lyfin séu orðin eitthvað
dýrari. Að sögn Þórðar er talsverður kostn-
aður við lyfin, en fjárveitingin sem spítalinn
fékk til kaupa á lyfjunum á þessu ári nam 80
milljónum króna.
Glasafrjóvgunardeild Landspítalans verður lokuð fram til áramóta vegna fjárskorts
Biðlisti eftir
meðferð nær
fram á árið 2003
Í FRUMVARPI til laga um fast-
eignakaup, sem kynnt hefur verið í
ríkisstjórn, er að finna fjölmörg ný-
mæli hvað varðar viðskipti á þessu
sviði, en sérstök lög um fasteigna-
kaup hafa ekki verið í gildi hér á landi
til þessa. Meðal nýmæla má nefna
ákvæði um ástandsskýrslur fasteigna
sem seljandi getur látið gera. Hafi
slík skýrsla verið gerð innan sex mán-
aða áður en kauptilboð er gert getur
kaupandi ekki borið fyrir sig galla
gagnvart seljanda sem tilgreina hefði
átt í ástandsskýrslunni.
Þau atriði sem koma skulu fram í
ástandsskýrslu fasteignar samkvæmt
frumvarpinu eru meðal annars lýsing
á byggingartíma fasteignar og bygg-
ingartíma hvers hluta hennar, stærð
eignarinnar í heild og flatarmál hvers
rýmis fyrir sig, skipan herbergja og
allra annarra rýma í fasteign og skal
sérstaklega tekið fram ef fasteign er
ekki í samræmi við samþykktar
teikningar byggingaryfirvalda.
Þá er áskilnaður um að kveðið sé á
um í ástandsskýrslu að hvaða leyti
einstakir hlutar eða búnaður fasteign-
ar hafi verið endurnýjaður frá bygg-
ingu og ástand fasteignar og ein-
stakra hluta hennar með hliðsjón af
aldri, byggingarefni og gerð. Einnig
skal taka fram hvort á fasteign séu
raka- eða lekaskemmdir eða hvort lík-
legt sé að í fasteign sé raki eða leki.
Loks skal taka fram hvort einhverjir
gallar séu í fasteign, einkum hvort
hún og búnaður hennar sé ekki í sam-
ræmi við fyrirmæli í reglum sem giltu
um þau atriði er fasteign var byggð,
hvort á henni séu skemmdir sem sem
séu meiri en telja megi til venjulegs
slits miðað við aldur hennar eða end-
urbætur, sem á henni hafa verið gerð-
ar, auk þess hvort um hönnunargalla
sé að ræða á fasteigininni eða búnaði
hennar.
Verða að vera með
ábyrgðartryggingu
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að dómsmálaráðherra veiti
leyfi til gerðar ástandsskýrslna og er
gert ráð fyrir að í reglugerð verði
kveðið nánar á um form og nánara
efni ástandsskýrslna og um menntun
og önnur hæfileikaskilyrði þeirra sem
fá leyfi til að gera slíkar skýrslur o.fl.
Þá er í frumvarpinu áskilnaður um að
það sé skilyrði leyfisveitingar til að
gera ástandsskýrslur að umsækjandi
leggi fram staðfestingu þess að hann
hafi keypt ábyrgðartryggingu vegna
þessa starfs síns. Reynist galli vera á
fasteign sem ekki er getið um í
ástandsskýrslu eða ef fasteiginin er
ekki að öðru leyti í samræmi við
skýrsluna getur kaupandi krafið höf-
und hennar um bætur vegna beins og
óbeins tjóns sem hann hefur orðið fyr-
ir af þessum ástæðum og er bóta-
ábyrgðin óháð því hvort viðkomandi
hefur sýnt af sér saknæma háttsemi
við skoðun fasteignar eða gerð skýrsl-
unnar. Í frumvarpinu er jafnframt
þessu lögð til breyting á lögum um
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu
þar sem kveðið er á um skyldu fast-
eignasala til að gera seljanda eignar
grein fyrir réttarstöðu sinni sam-
kvæmt lögum. Hann skuli jafnframt
með sannanlegum hætti gera honum
grein fyrir því hagræði sem hann hef-
ur af því að láta gera ástandsskýrslu
um fasteignina, hvaða kostnaður fylgi
því og hver réttaráhrif þess séu að
slík skýrsla liggi fyrir áður en tilboð
sé gert í fasteign. Þá skuli fasteigna-
salar einnig gera tilboðsgjafa grein
fyrir því hvort ástandsskýrsla sé til
um fasteignina, hver réttaráhrif það
hefur fyrir hann og hvaða takmark-
anir séu á þeirri rannsókn á fasteign
sem liggi til grundvallar ástand-
sskýrslu. Frumvarpið er sniðið að
norskri fyrirmynd nema hvað varðar
ákvæðið um gerð ástandsskýrslna, en
fyrirmynd um þær er sótt í danska
löggjöf að því er fram kemur í athuga-
semdum með frumvarpinu. Er sér-
staklega tekið fram að ástæðu til-
lagna um upplýsingaskyldu
fasteignasala megi rekja til reynslu
Dana af sambærilegum reglum, en
þeir telji að ástæða þess að fram-
kvæmd reglna um ástandsskýrslur og
eigendaskiptatryggingu hafi ekki
gengið eftir séu að þeir sem hafi milli-
göngu um fasteignakaup hafi ekki
skýrt það nægjanlega út fyrir fólki
hvaða þýðingu ástandsskýrslur geti
haft fyrir það. Sé þess því að vænta,
verði þetta ákvæði að lögum, að fleiri
kjósi að láta ástandsskýrslu um eign
liggja fyrir áður en hún er seld.
Þá kemur fram í athugasemdum
með frumvarpinu að lagt er til að lög-
in séu frávíkjanleg nema í neytenda-
kaupum og hvað varðar ákvæði um
ástandsskýrslur. Segir að það sé afar
brýnt að styrkja réttarstöðu þeirra
sem kaupa fasteignir af þeim sem
hafa atvinnu af því að byggja og selja
íbúðarhúsnæði. Reglur laganna veiti í
þeim tilvikum neytendum vernd sem
ekki sé heimilt að víkja frá með samn-
ingum. Telja verði að tilefni sé til að
hafa þennan hátt á, enda sé oft ekki
jafnræði með einstaklingi sem sé að
kaupa íbúðarhúsnæði e.t.v. í fyrsta
sinn og stórs byggingarfyrirtækis
sem selji tugi íbúða á ári.
Einnig er í frumvarpinu ákvæði um
að skriflegt form sé gildisskilyrði
samninga og ákvæði um fyrirvara og
brottfall kaupsamnings ef atvik sem
fyrirvari skírskotar til ganga ekki eft-
ir, auk ákvæða um forkaupsrétt, en
markmið þessara ákvæða sé að eyða
réttaróvissu sem verið hafi um þessi
efni og meðal annars ítrekað leitt til
ágreiningsmála fyrir dómstólum.
Í frumvarpinu eru ákvæði sem
mæla fyrir um afhendingu fasteignar,
í hvaða ástandi hún skuli afhent, hve-
nær gefa skuli út afsal, hvenær
áhætta af seldri eign flyst frá seljanda
til kaupanda, hvernig fari með arð af
fasteign og kostnað af henni, skyldur
seljanda og kaupanda þegar fasteign
er ekki afhent á réttum tíma o.fl.
Einnig er að finna ákvæði um það
hvenær fasteign telst gölluð og er þar
um að ræða nýmæli í íslenskum rétt-
arreglum um fasteignakaup. Er þess
vænst að þau skýri réttarstöðuna í
þessu efni, en flest dómsmál sem rísa
á þessu sviði snúa að ágreiningi hvað
þetta varðar. Er sérstök athygli vakin
á 18. gr. laganna, en samkvæmt henni
telst notuð fasteign ekki gölluð nema
ágallinn rýri verðmæti hennar svo
nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af
sér saknæma háttsemi. „Ástæða
þessa er sú að allt of mikið hefur verið
um að kaupendur hafi uppi kröfur
vegna ágalla á fasteign sem eru í raun
smávægilegir miðað við þá staðreynd
að um notaðar eignir er að ræða, oft
eignir sem eru áratugagamlar og eru
óhjákvæmilega farnar að láta eitt-
hvað á sjá vegna eðlilegs slits. Hefur
borið mikið á óraunhæfum vænting-
um kaupenda sem óeðlilegt er að selj-
andi eigi að þurfa að standa undir.
Ástæðulaust er þó að láta seljanda
losna undan ábyrgð hafi hann sýnt af
sér saknæma háttsemi og er því sá
fyrirvari gerður,“ segir í athugasemd-
um með frumvarpinu.
Einnig er í frumvarpinu að finna
ákvæði um úrræði kaupanda vegna
vanefnda seljanda, m.a. ítarlegar
reglur um skilyrði riftunar og fram-
kvæmd hennar, auk réttar kaupanda
til að halda eftir greiðslum sem svara
til vanefnda seljanda. Þá eru ákvæði
um fyrirsjáanlegar vanefndir, en sett-
ar lagareglur um það hefur til
skamms tíma algerlega skort í ís-
lenskan rétt að því er fram kemur.
Segir að nauðsynlegt sé að fyrir hendi
séu sem skýrastar reglur um úrræði
við þessar aðstæður enda geti samn-
ingsaðili haft af því mikla hagsmuni
að losna úr samningssambandi við
viðsemjanda sinn þegar einsýnt sé að
hann muni ekki standa við skyldur
sínar þótt gjalddagi á þeim sé ekki
kominn.
Dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn nýtt frumvarp til laga um fasteignakaup
Fasteign telst
ekki gölluð
nema ágalli
rýri verðmæti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp til laga um fasteignakaup í ríkisstjórn.
Ef ágalli á notaðri fasteign er svo smávægi-
legur að hann nær því ekki að rýra verðgildi
hennar svo nokkru nemi telst eignin ekki
gölluð í skilningi frumvarps til laga um fast-
eignakaup sem kynnt hefur verið í rík-
isstjórn. Þar er einnig að finna ákvæði um
ástandsskýrslur fasteigna.