Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENN hjálparstofnana opnuðu í gær fyrstu flóttamanna- búðirnar sem settar hafa verið upp í Pakistan við landamærin að Afganistan frá árásinni á Banda- ríkin 11. september. Búðirnar eru aðeins ætlaðar þeim flóttamönn- um sem eru verst á sig komnir og þeir verða síðan fluttir í aðrar búðir sem verið er að setja upp í Afganistan. Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í gær að byrjað hefði verið að velja úr þá flóttamenn sem væru verst á sig komnir og yrðu fluttir í bráðabirgðabúðir sem gætu tekið við allt að 4.000 manns. Þúsundir Afgana flúðu til pak- istanska landamærabæjarins Chaman í vikunni sem leið og flóttamannastraumurinn náði há- marki á laugardag þegar um 5.000 manns komu til bæjarins. Allt að 15.000 Afganar hafast einnig við á einskismannslandi milli Afganist- ans og Pakistans og hjálparstofn- anir Sameinuðu þjóðanna hafa sent þangað lækna og hjúkrunar- fólk. Flóttamannahjálpin er að setja upp stærri búðir um 20 km frá landamærunum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 50.000 manns. Stofnunin hefur kvartað yfir því að tafir vegna skrifræðis og öryggisvandamál hafi torveldað hjálparstofnunum að koma upp nógu stórum flótta- mannabúðum við landamærin. Starfsmenn hjálparstofnana hafa lokið við að fjarlægja jarð- sprengjur og ósprungin flugskeyti af þremur stöðum þar sem setja á upp flóttamannabúðir. Mikill skortur er á drykkjarvatni á svæðinu vegna langvarandi þurrka og ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að flytja þangað drykkjarvatn fyrir allt að 20.000 manns. Ennfremur er ráðgert að bora eftir grunnvatni á sautján stöðum en talið er að það taki nokkra mánuði. Borholurnar verða 400 m djúpar. Óttast að tugir þúsunda Afgana deyi Margir flóttamannanna við landamærin eru frá borginni Kan- dahar, 180 km frá landamærun- um. Borgin er höfuðvígi talibana og hefur oft orðið fyrir sprengju- árásum frá því að loftárásirnar hófust 7. október. Um 80% íbú- anna hafa flúið frá borginni og flóttafólkið segir að þar séu engin matvæli, ekkert vatn og eldsneyti til upphitunar. Rafmagnslaust hefur verið í borginni í rúma viku. „Flóttamennirnir við landamær- in eru þeir heppnu,“ sagði tals- maður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Ef við get- um ekki komið hjálpargögnum til svæða í Afganistan sem þurfa á aðstoð að halda er líklegt að 100.000 manns deyi á næstu mán- uðum, varlega áætlað.“ UNICEF hefur sent um 480 tonn af hjálpargögnum til Afgan- istans í október, meðal annars 210.000 tjöld, vetrarklæðnað handa 100.000 börnum og 60.000 tjöld, auk matvæla og lyfja. Alþjóðaráð Rauða krossins kvaðst vera að dreifa matvælum til fatlaðra íbúa Kabúl. Margir þeirra slösuðust í sprengingum á jarðsprengjusvæðum. „Þetta fólk er á meðal þeirra hópa sem eru nær algjörlega berskjaldaðir í Ka- búl,“ sagði Mark Steinbeck, sem skipuleggur hjálparstarf Alþjóða- ráðs Rauða krossins. „Það hefur varla nokkur úrræði til sjálfs- bjargar, einkum við þessar að- stæður, og mjög litla möguleika á að flýja til sveitanna eða grann- ríkja.“ Flóttafólk sent aftur til Afganistans Áætlað er að alls hafi um 60.000 Afganar komist til Pakistans frá 11. september þótt þarlend stjórn- völd hafi reynt að loka landamær- unum. Embættismenn Flóttamanna- hjálparinnar í Pakistan segja að verði landamærin opnuð kunni allt að 300.000 Afganar að flýja þang- að strax og allt að milljón á næstu mánuðum. Meira en tvær millj- ónir afganskra flóttamanna eru fyrir í Pakistan. Pakistanska stjórnin segist ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og óttast að vopnaðir stríðsmenn komist til Pakistans verði landa- mærin opnuð. Hún segir að verið sé að flytja flóttamenn, sem farið hefðu yfir landamærin án leyfis, aftur til Afganistans og að talib- anar hafi samþykkt að taka við þeim. Þeir verða fluttir í flótta- mannabúðirnar í Afganistan. Skýrt var frá því í gær að yfir 2.000 flóttamenn væru nú komnir að landamærunum að Íran. Rauði hálfmáninn í Íran hefur sett upp tvennar flóttamannabúðir í Afgan- istan á svæði sem er á valdi Norð- urbandalagsins. Hjálparstofnanir opna fyrstu búðirnar fyrir þúsundir afganskra flóttamanna Reuters Zari Gul, 25 ára, á sjúkrahúsi í Quetta í Pakistan. Bróðir hennar, Maroof, er að búa um rúmið en fjær sér í 18 mánaða gamalt barn hennar. Maroof segir, að 12 manns úr fjölskyldunni hafi týnt lífi í loft- árásum Bandaríkjamanna. Áhersla á að bjarga því fólki sem er verst á sig komið Genf, Quetta. AP. MIKIL óánægja er meðal banda- rískra póststarfsmanna en þeim finnst sem hagsmunir þeirra hafi verið fyrir borð bornir í miltis- brandsárásunum að undanförnu. Saka þeir stjórnvöld um að hafa brugðist hart til varnar þingmönn- um og starfsmönnum þeirra en gleymt hinum nafnlausa fjölda, sem ber ábyrgð á því að koma póstinum til skila. Talsmenn stjórnvalda benda á þeim til afsökunar, að þau hafi neyðst til að bregðast við ástandi, sem aldrei hafi komið upp áður, og án þess að hafa áreiðanlegar upp- lýsingar til að byggja á. Þau hafi viljað verja hugsanleg fórnarlömb árásanna en forðast um leið að valda ástæðulausum ótta og skelf- ingu. Vissulega hafi þau vanmetið hættuna en aðallega vegna þess, að í fyrstu miltisbrandsbréfunum hafi virst vera sýkill, sem aðeins veldur útbrotum á húð og er ekki jafn- hættulegur og sá, sem ræðst á lungun. Gleymdust póstmennirnir? Hvað sem þessu líður virðist sem viðbrögðin strax í upphafi hafi ver- ið allt of takmörkuð og aðeins mið- ast við hugsanlega viðtakendur bréfanna. Ringulreið og glundroði einkenna oft viðbrögð við nýjum vágesti en svo er að sjá sem hér hafi annað og meira komið til. Það er engu líkara en starfsmenn póstsins hafi ekki verið inni í myndinni. Á sama tíma og hluti þinghúss- ins í Washington var í sóttkví og starfsfólkið í læknisskoðun eða komið á lyf, þá var varla rætt við starfsfólkið hjá póstinum. Hefði það verið gert, hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir dauða tveggja póstmanna. Það var ekki fyrr en sl. mánu- dag, að starfsfólkinu á því pósthúsi í Washington, sem hafði meðhöndl- að miltisbrandsbréfið til Tom Daschle, forseta öldungadeildar- innar, var sagt að koma til skoð- unar á sjúkrahúsi og ekki fyrr en daginn eftir fengu starfsmenn á öðrum pósthúsum á svæðinu sömu fyrirskipun. Þegar á sjúkrahúsið kom var svo ekki um að ræða neina skoðun, heldur voru fólkinu fengin sýklalyf og því sagt að fara heim. Töldu einu hættuna stafa af opnu umslagi Yfirvöld hafa það raunar sér til afsökunar, að í fyrstu var hættan talin bundin við opið umslag og þau höfðu meira að segja orð vísinda- manna fyrir því, að lítil hætta væri á, að miltisbrandsgróin slyppu úr lokuðu bréfi. Auk þess vildi yf- irstjórn bandarísku sóttvarnastofn- unarinnar forðast að valda ótta og móðursýki meðal almennings og þar með mikilli ásókn í sýklalyf. Það er ekki aðeins, að lyfin geti valdið aukaverkunum hjá sumum, heldur óttast menn, að ótæpileg lyfjagjöf geti gert bakteríurnar ónæmar eins og dæmin raunar sanna. Það tók sinn tíma fyrir yfirvöld að komast að því um hvaða pósthús miltisbrandsbréfin höfðu farið og við athuganir komu í ljós miltis- brandsgró í hverju húsinu á fætur öðru. Síðan hafa nokkrir starfs- menn smitast og tveir látist eins og fyrr segir og starfsfólkið er skelf- ingu lostið. Engum hefur verið boðið að flytja sig um set og starfa á öðrum pósthúsum og fólkinu finnst sem yfirvöld hafi ekki skýrt út fyrir því stöðuna og hvað sé helst til ráða. Fyrirmælin eru þau helst, að það skuli taka sýklalyfin lengur en áður hafði verið ákveðið. Stjórnvöld sökuð um skeytingarleysi Washington. Los Angeles Times. Póstmenn og miltisbrandsógnin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.