Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 27
FRANSKI herinn hefur komið fyrir loftvarnareldflaugum við helstu kjarnorkuvinnslu- og herstöðvar í vesturhluta lands- ins. Er þetta gert til að treysta varnir gegn hugsanlegum árás- um hryðjuverkamanna. Talsmaður flughers Frakka sagði að slíkum vopnabúnaði hefði verið komið fyrir til varn- ar fyrir flotastöð kjarnorkukaf- báta við Ile Longue undan strönd Bretagne. Sams konar varnarkerfi hefði verið sett upp við kjarnorkuendurvinnslu- stöðina í La Hague. Sú stöð er hin stærsta sem starfrækt er í Evrópu. Í fyrri viku voru sett upp rat- sjárkerfi við stöðvar þessar og eru þau þess megnug að greina flugvélar í lágflugi í nágrenn- inu. Að sögn talsmannsins gerir kerfið kleift að „bera kennsl á flugvélar og granda þeim“. Talsmenn varnarmálaráðu- neytis Frakklands hafa lýst yfir því að til séu áætlanir sem kveði á um að orrustuþotur hafi heimild til að skjóta niður grun- samlegar farþegaflugvélar. Varnir í norður- og vesturhluta landsins hafa verið efldar frá 11. september ekki síst í ljósi þess að helstu herflugvellina er að finna í Suður-Frakklandi. Frakkland Loftvarnir við kjarn- orku- stöðvar París. AP. AÐ minnsta kosti 12 skólabörn drukknuðu í Egyptalandi í gær þegar rútan sem þau voru í lenti í árekstri við flutningabíl með þeim afleiðingum að skóla- bíllinn fór út af veginum og hafnaði ofan í á. Slysið átti sér stað í suður- hluta landsins, á vegi sem er um 750 km suður af höfuðborg- inni, Kaíró. Börnin voru á aldrinum tíu til tólf ára og var óttast að fleiri kynnu að hafi farist þar sem að- stæður á slysstað voru erfiðar. Þá bætti ekki úr skák að ekki var vitað hversu mörg börn voru í rútunni. Börn farast í rútuslysi í Egyptalandi Esna í Egyptalandi. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 27 Í tveimur kjarnorkuendurvinnslu- stöðvum í Frakklandi og Bretlandi er hætta á slysi sem valda myndi rúm- lega tvöfalt meiri mengun en hlaust af sprengingunni í Tsjernobyl-verinu. Þetta kemur fram í skýrslu, sem kynnt var í gær. Í skýrslunni segir að í kjarnorku- endurvinnslustöðvunum í La Hague í Frakklandi og Sellafield í Norður- Englandi sé hugsanleg hætta „á mesta mengunarslysi hvað varðar geislavirk efni í heiminum“. Skýrslan var gerð á vegum WISE, sjálfstæðs rannsóknarhóps um orkumál, fyrir Evrópuþingið. Talsmaður Græningja á þinginu sagði að skýrslunni hefði verið skilað í ágúst en ekki birt fyrr en í gær. Henni hefði verið haldið leyndri, hugsanlega vegna þeirrar ákvörðunar Frakka að koma fyrir loftvarnareldflaugum til að verja kjarnorkuendurvinnslustöð- ina í La Hague fyrir hugsanlegri árás hryðjuverkamanna. Greint var frá þeirri ákvörðun í gær. Í skýrslunni segir að mengunarslys í Sellafield og La Hague „gætu orðið tvöfalt umfangsmeiri en slysið í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu og gætu með tímanum leitt til um milljónar dauðsfalla vegna krabbameins um heim allan.“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er gagnrýnd í skýrslunni en hún hefur lagalegan rétt til að segja af eða á um öryggis- mál í kjarnorkuvinnslustöðvum í Evr- ópusambandinu. Slys í Sellafield hefði geigvænlegar afleiðingar Strasborg. AFP. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.