Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 27
FRANSKI herinn hefur komið
fyrir loftvarnareldflaugum við
helstu kjarnorkuvinnslu- og
herstöðvar í vesturhluta lands-
ins. Er þetta gert til að treysta
varnir gegn hugsanlegum árás-
um hryðjuverkamanna.
Talsmaður flughers Frakka
sagði að slíkum vopnabúnaði
hefði verið komið fyrir til varn-
ar fyrir flotastöð kjarnorkukaf-
báta við Ile Longue undan
strönd Bretagne. Sams konar
varnarkerfi hefði verið sett upp
við kjarnorkuendurvinnslu-
stöðina í La Hague. Sú stöð er
hin stærsta sem starfrækt er í
Evrópu.
Í fyrri viku voru sett upp rat-
sjárkerfi við stöðvar þessar og
eru þau þess megnug að greina
flugvélar í lágflugi í nágrenn-
inu. Að sögn talsmannsins gerir
kerfið kleift að „bera kennsl á
flugvélar og granda þeim“.
Talsmenn varnarmálaráðu-
neytis Frakklands hafa lýst yfir
því að til séu áætlanir sem
kveði á um að orrustuþotur hafi
heimild til að skjóta niður grun-
samlegar farþegaflugvélar.
Varnir í norður- og vesturhluta
landsins hafa verið efldar frá
11. september ekki síst í ljósi
þess að helstu herflugvellina er
að finna í Suður-Frakklandi.
Frakkland
Loftvarnir
við kjarn-
orku-
stöðvar
París. AP.
AÐ minnsta kosti 12 skólabörn
drukknuðu í Egyptalandi í gær
þegar rútan sem þau voru í
lenti í árekstri við flutningabíl
með þeim afleiðingum að skóla-
bíllinn fór út af veginum og
hafnaði ofan í á.
Slysið átti sér stað í suður-
hluta landsins, á vegi sem er
um 750 km suður af höfuðborg-
inni, Kaíró.
Börnin voru á aldrinum tíu til
tólf ára og var óttast að fleiri
kynnu að hafi farist þar sem að-
stæður á slysstað voru erfiðar.
Þá bætti ekki úr skák að ekki
var vitað hversu mörg börn
voru í rútunni.
Börn farast í
rútuslysi
í Egyptalandi
Esna í Egyptalandi. AFP.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 27
Í tveimur kjarnorkuendurvinnslu-
stöðvum í Frakklandi og Bretlandi er
hætta á slysi sem valda myndi rúm-
lega tvöfalt meiri mengun en hlaust af
sprengingunni í Tsjernobyl-verinu.
Þetta kemur fram í skýrslu, sem
kynnt var í gær.
Í skýrslunni segir að í kjarnorku-
endurvinnslustöðvunum í La Hague í
Frakklandi og Sellafield í Norður-
Englandi sé hugsanleg hætta „á
mesta mengunarslysi hvað varðar
geislavirk efni í heiminum“. Skýrslan
var gerð á vegum WISE, sjálfstæðs
rannsóknarhóps um orkumál, fyrir
Evrópuþingið.
Talsmaður Græningja á þinginu
sagði að skýrslunni hefði verið skilað í
ágúst en ekki birt fyrr en í gær. Henni
hefði verið haldið leyndri, hugsanlega
vegna þeirrar ákvörðunar Frakka að
koma fyrir loftvarnareldflaugum til
að verja kjarnorkuendurvinnslustöð-
ina í La Hague fyrir hugsanlegri árás
hryðjuverkamanna. Greint var frá
þeirri ákvörðun í gær.
Í skýrslunni segir að mengunarslys
í Sellafield og La Hague „gætu orðið
tvöfalt umfangsmeiri en slysið í
Tsjernobyl-kjarnorkuverinu og gætu
með tímanum leitt til um milljónar
dauðsfalla vegna krabbameins um
heim allan.“ Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins er gagnrýnd í
skýrslunni en hún hefur lagalegan
rétt til að segja af eða á um öryggis-
mál í kjarnorkuvinnslustöðvum í Evr-
ópusambandinu.
Slys í Sellafield
hefði geigvænlegar
afleiðingar
Strasborg. AFP.
Reuters