Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 31 ÞORSTEINN Guðmundsson hef- ur komið víða við í íslensku leiklist- arlífi eftir að hann lauk námi í list- inni. Hann hefur leikstýrt, leikið – bæði á sviði og í kvikmyndum – og svo samið leikrit og sjónvarpsþætti. Sennilega er hann þekktastur sem meðhöfundur og leikari í Fóst- bræðraþáttunum á Stöð 2, en nefna má að eftir hann hefur líka komið út smásagnasafn. Þetta útvarpsleikrit sver sig í ætt við önnur verk Þorsteins; hann hefur einstakt lag á að taka fyrir ofur- hversdagslega hluti og velta þeim fyrir sér uns hann finnur á þeim fyndnasta flötinn. Gamanmál Þor- steins felast í því að fylgjast með hvernig fólk hegðar sér í samskipt- um við aðra og umfram allt hvað og hvernig það segir hlutina. Þessi at- riði merkja persónurnar ákveðnum félagslegum aðstæðum og staður og tími er þjóðfélag okkar nú á tímum. Þessar áherslur Þorsteins á talsmát- ann minna ósjálfrátt á breskt grín sem er mjög upptekið af mun á þjóð- félagshópum þar í landi og ýkir hann úr hömlu. Það á ekki við um skrif Þorsteins, þessar persónur eru ofur- venjulegar og sjaldnast ýktar á nokkurn hátt. Þetta efni er mjög vandmeðfarið. Til að kímni höfundar komist til skila þarf hárnákvæman leik og áherslur leikstjórans þurfa að fylgja fyrirætl- an höfundarins í hvívetna. Hér skipta þagnir, stunur, framburður, mis- sagnir og annað slíkt höfuðmáli ef at- riðin eiga að ganga upp og ná til áheyrenda. Efni leiksins er grátt gaman; of- fitusjúklingur sem liggur í meðferð- arskyni á Landspítalanum fær þá flugu í höfuðið að hann liggi fyrir dauðanum. Sér til hugarhægðar ákveður hann að kanna möguleika á því hvort hægt sé að leita á náðir trú- arinnar og hringir í sjónvarpsstöðina Omega til að afla upplýsinga. Grunnhugmyndin er auðvitað mjög fyndin ef áheyrendur geta til- einkað sér húmor leikskáldsins. Bræðurnir Hreinn og Tómas skilja heiminn á mjög einfaldan hátt og sú hugdetta að hægt sé að redda eilífð- armálunum með einu símtali í réttan aðila er óborganleg. Úrvinnslan er svo allt annar handleggur, bæði frá höfundarins hendi og leikstjórans. Efnistökin mættu vera mun hnitmið- aðri og í leikstjórninni vantar hinar léttu áherslur sem efnið kallar á. Af því leiðir að leikurinn hjá aðalleik- urunum, Halldóri Gylfasyni og Dofra Hermannssyni, verður alltof grodda- legur sem er sérstaklega áberandi þegar þeir eigast við tveir einir. Katla Margrét Þorgeirsdóttir og höf- undur sjálfur, Þorsteinn Guðmunds- son, ná aftur á móti þessum rétta tóni í leik sínum sem karl og kona sem tala við Hrein í síma. Þau leika text- ann gersamlega blátt áfram og ná mun meiri áhrifum en Dofri og Hall- dór sem ýkja hann um of – ekki mikið en nóg til að draga stórlega úr áhrif- unum. Svo mátti greina hjá þeim fé- lögum hvimleiðan upplestrartón í einstaka atriðum sem er gersamlega ófyrirgefanlegur í útvarpi. Annar stór annmarki á flutningi verksins var hljóðmyndin. Hún var stórkarlaleg eins og efnið kallaði stundum á en einhvern veginn tengdist þessi hljóðasúpa aldrei þeim hljóðum sem Halldór Gylfason lét frá sér fara. Það var eins og líkaminn sem framkallaði öll þessi búkhljóð tilheyrði einhverri allt annarri per- sónu en Hreini hinum feita. Persónurnar voru skemmtilega mótaðar frá höfundarins hendi þó að leikurunum færi misjafnlega úr hendi að skapa þeim trúverðugan búning. Hárfín kímnin í textanum fór fyrir ofan garð og neðan í of hefð- bundinni gríntúlkun aðalleikaranna sem átti ekki við tóninn í verkinu. Allt var svo kæft í hljóðasúpu sem var ótengd þeim líkama sem hún átti að stafa frá. Kímnisaga úr hversdagslífinu LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Þorsteinn Guðmunds- son. Leikstjóri: Benedikt Erlings- son. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svav- arsson. Leikarar: Benedikt Erlingsson, Dofri Hermannsson, Halldór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Guð- mundsson. Sunnudagur 21. októ- ber; verður endurflutt í dag, fimmtudaginn 25. október. HUGLEIÐINGAR DAUÐVONA OFFITUSJÚKLINGS Sveinn Haraldsson HRINGRÁS vatnsins er eflaust besta sýning Jónínu Guðnadóttur til þessa. Einfaldleikinn, sem einkennir bestu verkin á sýningunni, ber vott um aukið sjálfsöryggi listakonunnar gagnvart hinu ósagða. Listin er að láta hlutina vera ef þeir eru betri ógerðir en ofgerðir. Vandi margra ís- lenskra listamanna er fólginn í vantrú þeirra á efniviðinn sem þeir nota. Tilhneigingin til að ofgera hon- um með ofmótun og ofgnótt hand- bragðs er í réttu hlutfalli við skort á innri vissu um óskorað ágæti hins hráa og einfalda. Bakvið ofmótunina leynist smekk- leysi, sumpart alþýðlegt, sem gerir baráttuna fyrir einfaldleikanum svo torsótta. Það er eins og menn verði að fá snilldina heimfærða á silfurfati til að átta sig á henni. Sú heim- keyrsla er því miður einum of, og því fer sem fer. Það er aðalsmerki bestu listamanna hvernig þeir þora að halda sig til hlés. Ristarnar tvær við innganginn í Apótekið eru þannig mun heilsteyptari sem verk en mun stærri ristafjöldin sem prýðir heilan vegg, innar í salnum. Eins er það með þrívíðar formpælingarnar. Tví- skiptar lengjurnar, sem óneitanlega minna á horn náhvelisins, eða ein- hyrningsins, eru tvímælalaust með bestu verkum Jónínu, ekki aðeins á sýningunni. Þau krefjast jafnt nær- hygli sem fjarhygli því sárið þar sem samskeytin liggja eru dæmi um hina lítt sýnilegu natni sem skilur milli áhugaverðrar listar og augljósrar listframleiðslu. Þannig stendur áhorfandinn sig að því að skoða þessi verk í krók og kring af því að þau búa yfir einhverri dulúð, eða spurn, en það er gjarnan einkenni góðrar og áhugaverðrar listar. Það er greini- legt að með þessari sýningu hefur Jónína tekið stökkið til hins einfalda og ósegjanlega sem einkennir alla þá list sem einhverju máli skiptir. Verk frá sýningu Jónínu Guðnadóttur í Apóteki Hafnarborgar, Hafnarfirði. Vatnið streymir MYNDLIST H a f n a r b o r g , A p ó t e k i n u Til 5. nóvember. Opið miðvikudaga til mánudaga, frá kl. 11–17. BLÖNDUÐ TÆKNI JÓNÍNA GUÐNADÓTTIR Halldór Björn Runólfsson GUÐBJÖRG Hákonardóttir – Gugga, opnar myndlistarsýningu í Listasal Man, Skólavörðustíg 14, í dag kl. 18. Þetta er önnur einkasýn- ing Guggu en hún útskrifaðist úr mál- aradeild MHÍ 1995. „Ég er að sýna málverk unnin á striga með olíu. Myndefnið er „lands- lag“ aðallega rautt og gult þar sem ég skoða dýpt eftir litatónum. Það má segja að þetta séu ljóðrænar abstrakt myndir ef ég á að setja þetta undir eitthvað form,“ segir Gugga. Sýningin stendur til 11. nóvember. Abstraktmyndir sýndar í Man SAMBAND íslenskra myndlistar- manna og Myndstef standa að mynd- listarþingi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun, föstudag, frá kl. 9.30-17. Meginþættir þingsins eru: Mynd- list í upplýsingasamfélagi; höfunda- réttur – gagnabankar og Netið; og myndlistarmarkaður á Íslandi. Fjöldi fyrirlesara og pallborðsumræður. Myndlistarþing í Hafnarhúsinu HLJÓMSVEITIN var fáliðuð í þetta sinn, þ.e. einn hljóðfæraleikari í hverri rödd, oft nefnt „sinfóníetta“, eða lítil sinfóníuhljómsveit. Í verki Ibert lék Guido Baümer einleik á saxófón. Tónlistin gerir miklar kröfur til hljóðfæraleikaranna, þar sem þeir þurfa í senn að vera í einleikarahlut- verki og lúta nákvæmniskröfum samleiksins. Við þetta bættist svo hryntal og taktbundin köll og söng- hendingar í verki Atla Heimis. Mörg verkanna tengjast dansi og efnistök- in leikræn og dramatísk. Umgjörð Akureyrarkirkju dregur úr oft gam- ansömum og glettnum undirtóni verkanna og einnig hefði betri sviðs- lýsing magnað upp áhrifin af flutn- ingi verkanna. Ballettónlistin El amor brujo er eitt af vinsælustu verkum spænska tónskáldsins Manuel de Falla og er lokaþátturinn „Dans ritual del fuego“ (Dans launhelga eldsins) of- arlega á vinsældarlista yfir sígilda tónlist í þjóðlegum anda. Hér má líka tala um anda í bókstaflegri merk- ingu, því í þjóðsögunni frá Andalús- íu, sem liggur að baki verkinu, er hin fagra Lúsía látin tæla anda dauðs tatara, fyrrverandi mann Candélas, til ásta, svo hin fagra ekkja Candélas geti ótruflað elskað Camélo, sem að sjálfsögðu tekst. Mér fannst vanta meiri funa og töfra í flutninginn hjá hljómsveitinni. Flutningurinn stundum of varfær- inn. Þegar verkið náði hápunkti skorti á styrkleika, sérstaklega hjá strokhljóðfæraleikurum. Gunnar Þorgeirsson var þarna leiðandi á óbóið með aðalstefið og lék vel, en trúlega hefur það legið í hljómburð- inum að tónn hljóðfærisins barst mér verr þegar stefið hljómaði átt- und hærra. Enda þótt Ravel kæmi aldrei til Spánar þá var hann baski í móðurætt og fór ekki dult með spænsk áhrif í verkum sínum. Ravel er góð fyrirmynd þeirra sem vilja skrifa vel fyrir klassískar hljóm- sveitir, en þó samdi hann flest sín hljómsveitarverk fyrir píanó fyrst og útsetti þau síðar fyrir hljómsveit. Þannig var með hið undurfagra og ljúfsára verk, Pavane (páfugladans) fyrir látna prinsessu, sem Ravel samdi upphaflega fyrir píanó 1899 og setti mörgum árum síðar út í hljóm- sveitarbúning, eins og það hljómaði nú og gerir annars staðar. Heitið á dansinum má rekja til miðalda í hirð- líf á Ítalíu, þar sem flutningur slíkra sorgardansa var tíðkaður. Hin seið- magnaða og rólega laglína er borin uppi af hornleikaranum, sem verður að vera fullkomlega með á nótunum frá fyrsta augnabliki. Þetta tókst Helga Þ. Svav- arssyni ágætlega. Lék örugglega og með fallegum blæbrigðum. Hann var þó að- eins of varfærinn til að túlkun hans næði flugi. Frakkinn Jacq- ues Ibert vann ungur til hinna eftirsóttu „Rómarverðlauna“, sem mörg af þekktustu tónskáldum Frakka höfðu hlotið og nægir þar að nefna Debussy og Berlioz. En hon- um tókst að hneyksla ærlega þá sem staðnaðir voru í gömlum tíma með verki því sem hann samdi undir Rómardvölinni. Í dag þykja hljóm- sveitarverk Iberts tæknilega vel skrifuð fyrir hljóðfærin með leiftr- andi og hugljúfu móti, en laus við að vera nokkuð byltingarkennd. Frönsk tónskáld urðu einna fyrst til að nota hljóðfærið sem völundurinn belgíski, Adolf Sax, fann upp 1846 og kennt var við. Eitt þeirra verka er Concertino da camera, sem Ibert samdi árið 1935. Verkið er samið fyrir kammer- hljómsveit, eða sinfóníettu, og ein- leik á saxófón. Að þessu sinni bar svo vel í veiði að ágætur saxófónleikari, Guido Baümer, býr á Dalvík, en hafði áður en hann flutti þangað leik- ið á sitt hljóðfæri út um allar jarðir. Guido fórst vel úr hendi að leysa ein- leikshlutverkið, gerði það af öryggi og kunnáttu. Mér finnst samt að tón- inn í dýpri legum skorti mýkt og meiri hlýju. Fallegast lék Guido upp- haf larghetto-þáttarins, sem var gert af næmi og innlifun. Nokkuð fannst mér skorta á styrkleikabreytingar hljómsveitar, og einnig stundum á nákvæmni í upphafi og við lok hend- inga. Þá var komið að bráðfyndnu verki Atla Heimis, sem er eitt af nokkrum verkum, sem hann hefur gefið nafnið rapp og heitir verkið Ís- lenskt rapp V og var samið fyrir Caput-hópinn, sem frumflutti það í Varsjá fyrir þrem árum. Verkið er gert ekki ólíkt klippiaðferð í mynd- list, þar sem Atli Heimir vitnar í brot úr eigin verkum og annarra, ásamt rímnahljóðfalli og húsgöngum. Þarna er mikil virkni einkennandi og hljóðfæraleikarar þurftu ekki ein- asta að skila oft vandasömu hlut- verki á sín hljóðfæri, heldur einnig að tala, telja, kalla og söngla. Þetta verk kitlar hláturtaugar og kemur manni í gott skap. „Þetta var íslenskt rapp“. Reyndar hefði ég óskað þess að hljómsveitinni væri búin betri skilyrði og hefði getað var- ið meiri tíma til æfinga á þessu verki og raunar á efnisskránni í heild. Að loknu hléi var hljóðheimurinn orðinn bandarískur, þó með evrópsku ívafi. Ættaður frá Litháen, en fæddur í Brooklyn, náði Aaron Copland að koma bandarískum tónlistargildum inn í alþjóðlegan tónlistarheim svo um munaði. Tónskáld Hollywood- kvikmyndanna hafa verið iðin við að líkja eftir tóntaki hans í stórmynd- unum og barátta indíána og kúreka er flutt inn í tónmenntakennslustof- ur þegar börnin hlýða á Billy the Kid, sem hann samdi 1938. Ungur hlaut hann námsstyrk til að leggja stund á tónsmíðanám hjá Nadia Boulanger, einum mesta áhrifavaldi á tónskáld 20. aldarinnar og fyrstu konunni sem stjórnaði stórsinfóníu- hljómsveitum beggja vegna Atlants- ála. Það var einmitt fyrir tilstilli þeirrar konu sem New York-sinfón- íuhljómsveitin flutti verkið: Sinfónía fyrir orgel og sinfóníuhljómsveit, sem Copland samdi undir hennar handleiðslu. Verkið vakti áhuga stjórnanda Boston-sinfóníunnar, hins heimsfræga hljómsveitarstjóra Koussevitzky, sem pantaði tónverkið Tónlist fyrir leikhús, sem hér var flutt. Verkið er í fimm þáttum og ríkt af blæbrigðum og hughrifum. Í for- leiknum vekur trommuþyrlið og trompetkallið eyrað og boðar að nú sé eitthvað í vændum sem vert sé að fylgjast með. Verkið er myndrænt og áhrif um- hverfisins glögg. Einföld oft módal þjóðlagastef á stundum og svo fastur danstaktur, oft með taktskiptum. Í lokaþættinum er angurværð vöggu- lags svarta mannsins með blæ trega- blúsins. Einleiksstef hljóðfæra voru oft mjög vel leikin, og ekki síst fannst mér víólueinleikur Önnu Podhajska hrífandi. Guðmundur Óli stjórnaði af öryggi og myndugleik og lagði auk þess Rappverki Atla Heimis kröft- ugt liðsinni með rödd sinni. Tónleik- arnir í heild skildu eftir vellíðan og ánægju. Áhrifin hefðu orðið enn þá sterk- ari við þau skilyrði sem Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands ber, það er meiri æfingatími og tónleikaaðstaða við hæfi. Skildu eftir vellíðan TÓNLIST A k u r e y r a r k i r k j a Á efnisskránni var: Elddansinn (Dans ritual del fuego) eftir De Falla, Pavane eftir Maurice Ravel, Consertino da Camera (konsert fyr- ir saxófón og kammersveit) eftir Jacques Ibert, Íslenskt rapp V eftir Atla Heimi Sveinsson og Tónlist fyrir leikhús eftir Aaron Copland. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Laugardaginn 20. október kl. 20. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson Guðmundur Óli Gunnarsson BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur undirbýr nú sýningu og sér- stakan kynningardag tileinkaðan ástinni. Af því tilefni leitar nú safn- ið til almennings um að koma til varðveislu skjölum og ljósmyndum tengdum ást, kærleika og vináttu. Þar gæti t.d. verið um að ræða bréf, dagbækur, hjónavígslubréf, brúðkaupskort eða ljósmyndir. Þeir sem hafa í fórum sínum gögn sem gætu átt erindi á skjalasafn eru beðnir að hafa sem fyrst sam- band við starfsmenn Borgarskjala- safns Reykjavíkur. Möguleiki er að óska eftir því að skjölin séu innsigluð í ákveðinn árafjölda eða sett skilyrði fyrir notkun. Borgarskjalasafnið óskar einnig eftir að fá sendar frásagnir tengd- ar ást og kærleika. Hægt er að senda þær á netfangið borgar- skjalasafn@reykjavik.is eða í pósti til Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Óskað eftir ástar- bréfum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.