Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýir geisladiskar Karlakórsins Heimis og Álftagerðisbræðra sem eru væntanlegir verða kynntir. Fjölbreytt söngskrá. Kynnir: Örn Árnason. Forsala aðgöngumiða verður í miðasölu Háskólabíós. Miðasalan opin daglega. Karlakórinn Heimir og Álftagerðisbræður. Útgáfutónleikar í Háskólabíói laugardaginn 3. nóv. nk. kl. 16.00. FYRIR stuttu birt- ist grein í Morgun- blaðinu eftir Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Í greininni, sem nefnd- ist Ný leið?, fjallaði Júlíus um með hvaða hætti Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að undirbúa næstu borg- arstjórnarkosningar, sem verða í lok maí á næsta ári. Þar gerði borgarfulltrúinn fyrr- verandi þá tillögu að við val á fulltrúum flokksins yrði ekki hefðbundið prófkjör heldur aðeins um efsta sætið og sá sem sigraði starfaði með kjörnefnd um val á þeim öðrum einstaklingum sem mundu skipa listann. Hugmynd Júlíusar var sett fram með svo einföldum hætti og fylgt eftir með rökum að þeir sem lásu greinina varð strax ljóst að hér var um raunhæfa tillögu að ræða. Rök eru helsti styrkur þegar fram koma tillögur af þessu tagi og það er því ástæða til að endurtaka þau í stuttu máli. Í fyrsta lagi verður kostnaður við próf- kjörið tugum milljóna minni en í hefðbundnu prófkjöri. Í öðru lagi er það vitað að margir hæfir einstaklingar sem hafa sérþekkingu á einstökum mála- flokkum vilja ekki fara í prófkjör en geta hugsað sér að taka þátt í stjórnmálum sé raðað á framboðslista að einhverju leyti. Í þriðja lagi, þó að vin- sældir þurfi til skyggir það á gæðin í venju- legu prófkjöri en bæri minna á ef um foringjaprófkjör væri að ræða. Í fjórða lagi, sem var eftirtektarvert atriði í grein Júlíus- ar, að fæstir velta því fyrir sér hverjir lenda í 8. til 10. sæti í próf- kjöri. Það er forustan sem skiptir öllu máli, leiðtoginn og borgar- stjóraefni flokksins. Án styrkrar forustu vinnast kosningar ekki. Fleiri rök væri hægt að færa fram til stuðnings þessarar tillögu. Ljóst er að hugmyndir Júlíusar Hafsteins hafa vakið verðskuldaða athygli. Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem undirritaður sat, átti hann samtöl við marga sem voru þessari tillögu sammála og töldu að með þessum hætti væri hægt að bjóða fram öflugan lista sem gæti unnið borgina. Þá má einnig á það benda að allnokkur umfjöllun hefur verið um tillöguna í fjölmiðlum eftir að hún birtist í Morgunblaðinu. Tilgangurinn með þessari grein er að vekja enn frekari athygli á til- lögunni og persónulega að lýsa yfir stuðningi við hana. Þetta er besta byrjunin á að koma R-listanum í burtu frá stjórn Reykjavíkurborg- ar. Hvernig veljast foringjar? Guðmundur Jónsson Höfundur er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi. Stjórnmál Forustan skiptir öllu máli, segir Guðmundur Jónsson, þ.e. leiðtoginn og borgarstjóraefni flokksins. Í GREININNI R- listinn og nektarstað- irnir í Morgunblaðinu í gær endurtekur Ásta Möller þingmaður þá fullyrðingu sína um nektarstaði að borgar- yfirvöld „hafi yfir nægilegum úrræðum að ráða til að stemma stigu við [þeim].“ Síð- ar segir hún undir millifyrirsögninni Geta hafnað nektar- stöðum, að með breyt- ingu á lögum um veit- inga- og gistihús sem Alþingi samþykkti á síðasta ári hafi sveit- arfélög fengið nauðsynleg tæki til að hafa áhrif á staðsetningu og starfsemi nektarstaða. Þau geti með breytingum á deili- og aðal- skipulagi ákvarðað hvar heimilt sé eða óheimilt að reka slíka staði. Loks klykkir þingmaðurinn út með því að velta ábyrgð á nektarstöðum yfir á R-listann sem láti kvenfyr- irlitningu þrífast í sérstöku skjóli sínu. Þessum fullyrðingum teflir hún fram gegn því áliti að kjarni þess vanda sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir varðandi nektarstaði í borginni sé fólginn í að starfræksla þeirra er lögleg samkvæmt sömu lögum og að skýrar lagaheimildir skorti til að banna þá. Þessi stað- reynd gildir einnig um Reykja- nesbæ, Kópavog og Akureyri, en í þessum sveitarfélögum eru sams konar nektarstaðir og í Reykjavík. Með rökum þingmannsins má því segja að nektarstaðir þrífist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Reykjanesbæ og á Akureyri. Hvers vegna vísar þingmaðurinn ekki ábyrgð á starfrækslu nekt- arstaða til flokkssystkina sinna í þessum sveitarfélög- um? Er nema von að fólk sé ruglað! Hver eru úrræði borgarinnar? Þegar nektarstaðir spruttu upp fyrir fáum árum hófu borg- aryfirvöld strax að kanna með hvaða lagalegu úrræðum mætti hindra út- breiðslu þeirra. Nið- urstaðan varð óve- fengjanlega sú að lagaumhverfið gæfi sveitarfélögum engin úrræði til þess. Reykjanesbær lét á þetta reyna með því að mæla gegn því að sýslu- maður veitti nektarstað áfengis- leyfi. Reykjanesbær var gerður afturreka með synjunina af úr- skurðarnefnd um áfengismál sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Af því pólitískt minni fólks – og mér liggur við að segja þingmanna – er yfirleitt stutt, þá er rétt að minna á að skv. lögum á þessum tíma þurftu þeir sem sóttu um veit- ingaleyfi ekki að tilgreina hvers konar starfsemi þar skyldi fara fram og nektardansmeyjar voru fluttar eftirlitslaust inn sem lista- menn. Borgaryfirvöld tóku frumkvæði að því að fara fram á það við rík- isvaldið að sveitarfélög fengju lagaleg úrræði til að sporna við. Niðurstaða þeirrar vinnu kom m.a fram í frumvarpi samgönguráð- herra til breytinga á lögum um veitinga- og gistihús, sem varð að lögum vorið 2000. Þegar hann mælti fyrir frumvarpinu sagði hann m.a.: „Starfsemi svokallaðra nektarstaða hefur þróast þannig að ekki er talið viðunandi að mati stjórnenda sveitarfélaga og þó einkum Reykjavíkurborgar.“ Hann tók fram að ekki væri verið að banna slíka staði, heldur skapa skilyrði til að hægt væri að ráða staðsetningu og setja strangar reglur um útgáfu leyfa til starf- seminnar. Meginbreytingin fólst í að veitingastaðir skyldu nú flokk- aðir í fjóra flokka og að á þeim grundvelli væri hægt að setja mis- munandi reglur, m.a. um af- greiðslutíma. Flokkurinn nætur- klúbbar er þó samkvæmt skil- greiningu staðir sem að jafnaði eru opnir á næturnar. Í ræðum ann- arra þingmanna við þetta tækifæri kom einnig fram að ekki væri vilji til þess á Alþingi að banna þessa starfsemi. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til forræðis sveitarfélaga á skipulagsmálum sínum og bent á að með ákvæðum í deili- og að- alskipulagi mætti hafa áhrif á stað- setningu nektarstaða. Möguleikar borgaryfirvalda takmarkast aðal- lega við þessi skipulagslegu úr- ræði, en um þau gildir að þau eru flókin, afskaplega tímafrek og tryggja ekki að úthýsa megi nekt- arstöðum úr sveitarfélögum. Skipulagsúrræðin fela í sér að sveitarfélag getur með deiliskipu- lagi bannað næturklúbba í tilteknu hverfi. Þetta hefur Reykjavíkur- borg þegar gert í Grjótaþorpi. Reykjavíkurborg reyndi að tak- marka þetta bann við þröngt svæði þar sem nektarstaðurinn Clinton er rekinn, en sú tilraun var kærð og féll dómur gegn Reykjavíkur- borg. Niðurstaðan var að hefja það tímafreka ferli að fá nýtt deili- skipulag samþykkt, en það felur í sér auglýsingu, grenndarkynningu, andmæla- og kæruferli o.s.frv. Í nýju deiliskipulagi Grjótaþorps er því bann við nektarstöðum, en það veitir þó ekki sjálfkrafa heimild til að loka þeim stað sem fyrir er og er með leyfi útgefið af lögreglu- stjóra til næstu ára. Reykjavíkur- borg hefur þó fengið því framgengt að staðurinn hefur ekki fengið end- urnýjað áfengisleyfi, en það tókst á grundvelli þess að staðurinn hafði ítrekað gerst brotlegur. Þessi synj- un er nú fyrir dómstólum. Valdið liggur hjá Alþingi Sams konar ákvæði er hægt að setja inn í deiliskipulag fleiri hverfa en slíkt myndi hindra út- gáfu leyfa til nýrra staða. Það breytir þó ekki því að staðirnir sem fyrir eru hafa leyfi til starf- seminnar útgefin af lögreglustjóra sem gilda ýmist til 2003 eða 2004. Þau leyfi voru veitt á grundvelli núgildandi laga um síðustu áramót, án þess að sveitarfélög hefðu þar áhrif á. Þá fyrst þegar þau renna út reynir raunverulega á svigrúm borgaryfirvalda. Og þótt hægt sé að hafa áhrif á staðsetninguna er það mat lögfræðinga borgarinnar að þar sem starfsemin er lögleg verði borgaryfirvöld að marka starfseminni einhvern stað innan borgarmarkanna. Er nema von að borgaryfirvöld vísi ábyrgðinni til Alþingis? Ef það er almenn skoðun þingmanna að þessi starfsemi sé til óþurftar er einfaldast að Alþingi sýni hug sinn með lagasetningu. Ég vil því skora á Ástu Möller, Jónínu Bjartmarz, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur og aðra þingmenn sem hafa lýst andstöðu sinni við þessa staði að leggja fram frum- varp sem bannar nektarstaði. Í því efni geta þær reitt sig á stuðning borgaryfirvalda. Er nema von að fólk sé ruglað? Steinunn Valdís Óskarsdóttir Nektarstaðir Ég skora á þá þingmenn sem hafa lýst andstöðu sinni við þessa staði, segir Steinunn V. Óskarsdóttir, að leggja fram frumvarp sem bannar nektarstaði. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Mýkir og róar RAKAKREM Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.